Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2003, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2003, Síða 24
48 ______MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 Tilvera Z>'V Árið 2003 er Evrópuár fatlaðra Agæti lesandi! Spilakvöld hjá Lomberklúbbnum Tótus: Klingir skemmti- lega í krónunum Lomberklúbburinn Tótus efndi tO opins spilakvölds í vikunni sem leið en lomber er ævagamalt spil Spáö í spilin Vigfús leiöbeinir þeim Siguröi Grét- arssyni og Þórunni Grétu Siguröar- dóttur sem spila saman gegn einum mótherja. r ■■ LANDSSAMBAND FATLAÐRA Reykjavík, 2003 sem fáir íslendingar kunna nú orðið. Klúbburinn var stofnaður hér á höfuðborgarsvæðinu fyrir rúmu ári en spilafélagarnir eru allir austan af Héraði og úr Breið- dal, nema einn sem er Skagfirð- ingur. Þeir koma saman á hverju þriðjudagskvöldi hver heima hjá öðrum og spila í svona þrjá tíma. Þeir segjast tilbúnir til að kenna þeim sem áhuga hafa. „Það tekur ótrúlega stuttan tíma að fóta sig í þessu og svo kemur leiknin smám saman,“ segja þeir og mega ekki til þess hugsa að lomberinn deyi út. Morgunkaffið eftir spil Vigfús Friðriksson frá Valþjófs- stað II í Fljótsdal hefur orð fyrir hópnum. „Þetta spil var mikið iðk- að til sveita fyrr á tímum, einkum í Húnavatnssýslu og svo austur á Héraði en lét undan síga fyrir bridsinu um miðja síðustu öld. Samt voru menn fyrr á árum mjög spenntir fyrir þessu og gamlir menn fyrir austan hafa sagt mér að oft hafi passað að drekka morg- unkaffið að loknum spilum. Ég lærði lomber um páskana í hitti- fyrra af föður mínum en þótt reynt væri að kenna mér spilið þegar ég var krakki hafði ég eng- an áhuga þá.“ Bréf þetta er sent til þín með von um góðar viðtökur á Evrópuári fatlaðra, við fjáröflun sem Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra stendur fyrir. Markmiðið er að safna fé til breytinga og stækkunar á íbúðum fyrir hreyfíhamlaða í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12 í Reykjavík. í því skyni hefur fjöldi hljómlistarmanna lagt Sjálfsbjörg lið með því taka þátt í útgáfu hljómdisksins „Ástin og lífíð“ en hann inniheldur 14 áður útgefin lög með, m.a. Björgvin Halldórssyni, Stefáni Hilmarssyni, Sigríði Beinteinsdóttur, Eyjólfi Kristjánssyni, Ragnhildi Gísiadóttur, Bjarni Ara, Vilhjálmi Viihjálmssyni og mörgum fleiri ástsælum dægurtónlistarmönnum. Lomberspilarar Aöalsteinn Ásmundsson, Erlingur Þórarinsson og Magnús Þorvaldsson. Á næstu dögum mun starfsfólk okkar hringja út vegna þessa átaks. Það er von okkar að landsmenn sýni velvilja og skilning. Rétt er að taka fram að Sparisjóður vélstjóra styrkir verkefnið með því að greiða allan kostnað við útsendingu. Banka nr. 1175-26-10656 kt: 570269-2169. Nánari upplýsingar í síma 800 6633 grænt númer. Með von um jákvæðar undirtektir og fyrirfram þakklæti. F.h. Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, Lomber er upprunninn á Spáni fyrir meira en 500 árum og heitir upprunalega „Juego del tresillo", eða þriggja manna spil. Síðar var það nefnt L’homre (í þessu tilfelli þýðir það sá sem er maður til að spila gegn tveimur). Vigfús segir spilið líkt bridsi að því leyti að það sé sagnaspil. Þó gangi það hraðar og meiri léttleiki sé yfir því. Margt er þó ólíkt. Til dæmis eru spaðaásinn og laufásinn alltaf tromp ef spilað er í litum. Svo eru átturnar, níumar og tíurnar tekn- ar úr áður en spilamennska hefst. Arnór Pétursson formaður arro@mmedia.is Sigurður Einarsson framkvæmdastjóri sigurd@sjalfsbjorg.is » spv www.spv.is Árið 2003 er Evrópuár fatlaðra Hátúni 12 105 Reykjavík ísland/lceland Sími/Tel.: +354-552 9133 Bréfsími/Fax: +354-562 3773 Póstfang/E-mail: mottaka @ sjalf sbjorg.is Heimasíða/Home page: http://www.sjalfsbjorg.is Alltaf sami sjóðurinn Mikil vakning hefur átt sér stað til bjargar lombemum á síðustu árum á Héraðinu. Á vefnum skriduklaustur.is er fróðleikur um spilið, enda hefur forstöðu- maður Gimnarsstofnunar, Skúli Bjöm Gunnarsson, haldið þar sér- staka lomberdaga og eirm slíkur er nýliðinn sem nokkrir félagar úr Tótus sóttu. Þar var spilað á tíu borðum í tólf tíma og þátttakend- ur voru á aldrinum nítján ára til níræðs. Þess má geta að sá elsti, Guðjón Daníelsson, stóð langefst- ur að spiium loknum. Þótt hægt sé að gera lomber að fjárhættuspili er sjaldan lagt mik- ið undir, að sögn Vigfúsar. „Við notum krónupeninga til að spila með. Það er sjóður sem spilafélag- ið á og við notum aftur og aftur,“ segir hann og útskýrir nánar. „Við leggjum kannski 100 krónu- peninga í pottinn í byrjun og sá vinnur sem hefur mestan gróðann | í lokin. Hann hefur farið í heilar 120 krónur. Þetta er skemmtileg aðferð % til að telja stigin því það klingir skemmtilega í krónunum. Þetta gerðu gömlu mennirnir." -Gun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.