Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2003, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2003, Qupperneq 29
MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 DV 53 t Tilvera Sex óskarar tilCliicago - Roman Polanski fékk óvænt leikstjóraverðlaun Stríðið í írak setti sinn svip á óskarsverðlaunahátíðina í nótt þegar söngleikjamyndin Chicago tók til sín sex óskarsverðlaun og varð sigurvegari kvöldsins. Nokkrir verðlaunahafar minntu á stríðið og töluðu um frið á jörð. Enginn var eins harðorður og Michael Moore, sem fékk óskar- inn fyrir bestu heimildarkvik- myndina, Bowling For Columbine. Hann skammaði Bush forseta og sagði hann senda þjóð sína í stríð á folskum forsendum. Adrian Brody, sem fékk verðlaunin sem besti leikarinn, talaði um frið án þess þó að minnast beint á stríðið í írak. Nicole Kidman minntist ekkert á stríðið í sinni þakkar- ræðu, sem var tilfinningaþrungin ræöa og persónuleg. Hátíðin fór að öllu leyti vel fram. Rauði dregillinn var á sín- um stað, styttri en venjulega, en sjónvarpsáhorfendur fengu ekkert að vita um hver hannaði kjólana, Stofnuö 1918 Rakarastofan Klapparstíg Sími SS1 3010 Dmísittu I sfaa 580 2S» StíB 2 1S0-153, ilvm, 2130(284 Vinolnsstðlur I tausarðastnn 22- mafs j «j) ;ölur vikunnar sfzF L•¥¥» ftlitaf a miðvllnidaeunt sem hlýtur að hafa valdið hönnuð- unum miklum vonbrigðum. Chicago var valin besta kvik- myndin og kom það engum á óvart því henni hafði verið spáð sigrinum. Jafnframt kom það eng- um á óvart. að Nicole Kidman fengi óskarinn að þessu sinni. Það kom aftur á móti á óvart að Adri- an Brody skyldi hampa styttunni eftirsóttu fyrir leik í The Pianist. Hann er þar með yngsti leikarinn til að fá óskarsverðlaunin fyrir að- alhlutverk. Það met átti Richard Dreyfus, sem var 30 ára þegar hann fékk þau, en Adrian Brody er 29 ára. Brody endaði góða þakk- arræöu á að segja: „Við skulum biðja fyrir friði og skjótri lausn“. Stóöu þá allir upp í salnum og hylltu hann. Enn meira kom á óvart að Rom- an Polanski skyldi fá verðlaunin sem besti leikstjóri. Hann var að sjálfsögðu ekki viðstaddur, enda með dóm á bakinu í Bandaríkjun- um og hefði hann komið heföi hann horft á útsendingu fá hátíð- inni innan fangelsisveggja. Annar verðlaunahafi var ekki viðstaddur þar sem hann er ekki í lifandi manna tölu. Það var kvikmynda- tökumaðurinn Conrad L. Hall sem kvikmyndaöi Road To Perfection skömmu áður en hann lést. Fyrri hluti hátíðarinnar var með hefðbundnu sniði og enginn minntist á stríðsátök. Þetta breytt- ist eftir að Michael Moore hafði tekið við sínum verölaunum og haldið tölu yfir forseta sínum og stríðinu í írak. Eftir það urðu aðr- ir kjarkaðri. Salurinn skiptist í tvennt yfir ræðu Moore. Helming- urinn stóð upp og klappaði og aðr- ir púuðu. Hávaðinn var svo mikill að síðasti hluti ræðu Moores fór fyrir ofan garð og neðan hjá flest- um. Þegar Pedro Almodóvar tók við sínum verðlaunum, fyrir handrit- ið að Hable con ella, bjuggust Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaöur Fréttaljós________ Maður hafði búið sig undir frem- ur dauflega óskarsverðlaunaathöfii. Hvað umbúðir varðar var hún á lág- stemmdari nótum en oft áður en það kom bara vel út. Við sem ólumst upp við Billy Crystal sem kynni hátíðar- innar eigum erfitt með að taka nokkum annan í sátt í því hlutverki, en Steve Martin er sennilega besta varaskeifan. Hann fór rólega af stað en fór svo á mikið flug í útlistunum sínum um hina dæmigerðu- kvik- myndastjörnu og klippingamar sem þar fylgdu vom sérlega vel heppnað- ar. Ótvírætt fyndnasta atriði hátíðar- innar. Þama voru önnur góð og minnis- stæð atriði: Chris Cooper, klökkur aö taka við óskamum fyrir bestan leik í aukahlutverki og lagði um leið fram ósk um frið í heiminum á hógværan hátt. Catherine Zeta kasólétt syngj- andi á sviði sýndi að aflt er hægt og Mótmælti stríðinu Segia má að allt hafí fariö á annan endann í Kodak-leikhúsinu þegar Michael Moore tók viö óskarnum fyr- ir bestu heimildarmyndina. Hann mótmælti stríöinu í írak kröftuglega. Brody og Kidman Adrian Brody og Nicole Kidman voru aö vonum ánægö þegar þau hittust aö lokinni afhendingu. margir við stríðsmótmælum en það eina sem hann sagði var að hann tileinkaði óskarinn öllum þeim sem hefja upp raust sína til að boða frið á jörð. Fyrir utan Kodak-leikhúsið í Hollywood voru þúsundir mót- mælenda sem mótmæltu stríðinu í írak auk þess sem þangað voru einnig komnir margir meðmæl- endur stríðsins. Eins og áður segir fékk Chicago flesta óskara, eða sex í heildina. The Pianist kom næst með 3; Frida, The Hours, Adaptation og Lord of the Rings: The Two Towers fengu sína tvo hver mynd. Þrátt fyrir að Martin Scorsese hafi staðið upp og hyllt Roman Pol- anski, þegar hann var valinn besti leikstjkórinn, hljóta vonbrigði hans að vera mikil. The Gangs of New York var tilnefnd til níu ósk- arsverðlauna en fékk engin. -HK Vakað með Óskani svo grét hún fallega þegar hún fékk óskarinn. Mér fannst samt að Kathy Bates hefði alveg mátt fá þau verð- laun fyrir Kjarkínn sem hún sýndi þegar hún opinberaði sitt ógnvekj- andi nakta hold í About Schmidt. Svo er alltaf jafn gaman fyrir okkur sem sáum Mary Poppins og Sound of Music tíu sinnum að sjá Julie Andrews, sem fjörutíu árum seinna virðist enn ráðagóð og sjarmerandi. Peter O’Toole, sem fékk heiðursverð- laun, er hins vegar orðixm átakanlega gamall en hefur samt haldið mál- snilld sinni. Ungur suöuramerískur leikari.sem ég kann ekki nafnið á, kom með mót- mæli gegn stríðsrekstri og þeim var tekið með miklu lófaklappi en þó sá maður hluta salarins eins og fijósa í sætum sínum. En það var nú ekkert á móti því sem átti eftir að koma. Mað- ur bjóst ekki við miklum tíðindum þegar tilkynnt var um sigurvegara bestu heimildarmyndarinnar. Sá virð- ist vera nokkuð vinsæll, eða allavega hafa gert vinsæla mynd, því fagnaðar- lætin voru mikil og stórstjörnumar stóðu upp úr sætum sínum til áð hylla hann. A sviðinu hóf hann magnaða skammaræðu um George Bush. Mað- ur glaðvaknaði í sófanum og klappaöi í ákafa ásamt einhveijum hluta Scilar- ins en íhaldsmenn í salnum púuðu og hljómsveitin gerði sitt til að drekkja ræðunni. En erindið komst svo sann- arlega til skila. Það var alveg þess virði að vaka eftir þessu. Það sama má sannarlega segja um ræðu Adrien Brody, sem var valinn besti karlleik- arinn. Hann var hrærður og talaði lengi og þaggaði niður í hljómsveit- inni til að koma til skila boðskap um frið á jörð. Besta frammistaðan þetta kvöldið. Hinn spænski Almodóvar, sem fékk verðlaun fyrir besta handrit, sneri ræðu sinni einnig í tal um ffiö. Nicole Kidman ræddi ekkert um stríð í sinni ræðu en féll hins vegar í þá gryfju að vera á svo persónulega til- finningalegum nótum að manni fannst eins og maður lægi á skráargat- inu. Óvæntast var aö Roman Polanski skyldi fá verðlaun sem besti leikstjór- inn og Martin Scorsese, sem hefur ör- ugglega gert sér vonir um að fá leik- stjóraverðlaunin, varð einna fyrstur til að standa á fætur og hylla hinn fjarstadda leikstjóra. Þetta kallast göf- uglyndi. Þegar feðgamir Kirk Douglas og Michael Douglas komu á svið til að kynna bestu myndina fann maður til með þeim fyrirfram. Erfitt ef Chicago myndi ekki vinna. En hún vann. Og maður fagnaði því - þeirra vegna. íslensli þulurinn stóð sig með ágætum, blaðraði ekki ofan í dag- skrána heldur talaði milli atriða. Og að lokum: Sean Connery var í flottasta dressinu. *- *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.