Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2003, Blaðsíða 17
16 17 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akuroyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Miklu lofað Það segir sína sögu um stöðu Sjálf- stæðisflokksins og forystumanna hans í aðdraganda fyrstu alþingiskosning- anna á nýrri öld að hann lofar miklu. Mjög miklu. Ræða Daviðs Oddssonar, formanns flokksins, við upphaf 35. landsfundar flokksins í Laugardalshöll i gær, var þrungin loforðum, en þess utan var hún skreytt með hefðbundnu háði um heimsku vinstrimanna og hvað allir menn eru galnir i efnahags- málum sem eru utan við sjónlinu Sjálfstæðisflokksins. Oft hefur Sjálfstæðisflokkurinn komist af með styttri loforðalista en fyrir þingkosningarnar i mai á þessu ári. Stundum hefur hann ekki þurft að segja bofs á siðustu metrum kosningabaráttunnar en látið andstæðingum sín- um eftir að væla utan í kjósendur í von um að klifra upp fyrir tuttugu prósentin í kjörfylgi. Slikir hafa yfirburðir Sjálfstæðisflokksins verið um árabil að hann hefur getað leyft sér að stíga til hliðar og horfa á hina flokkana met- ast um eigin verðleika. Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins i ár sæta miklum tíðindum. Flokkurinn lofar því að standa fyrir veigamikl- um breytingum á skattkerfmu sem að likindum kosta rík- issjóð allt að 22 milljarða króna. í ræðu sinni á landsfund- inum mat formaður flokksins stöðu efnahagsmála með þeim hætti að það væri verulegt svigrúm til skattalækk- ana; niðurgreiðsla á skuldum ríkissjóðs á siðustu árum ásamt jafnvægi í efnahagsmálum gæfu þjóð og landi veru- leg sóknarfæri. í ræðunni sagði Davið: „Við viljum lækka tekjuskatt um 4 prósent á kjörtimabilinu. Við viljum afnema eignar- skatt algerlega. Við viljum lækka um helming virðisauka- skatt á matvæli, bækur, húshitun, rafmagnskostnað og annað sem tilheyrir lægri virðisaukaskattsþrepinu. Við viljum hækka barnabætur um 2 þúsund milljónir króna. Við viljum helminga öll skattþrep erfðafjárskatts, þannig að almennt þrep verði aðeins 5 prósent og að fyrstu 2 milljónirnar verði erfðaskattslausar.“ Þetta eru viðbrigði i íslenskum stjórnmálum. Líklega hefur enginn flokkur hér á landi lofað jafn miklum og hressilegum skattalækkunum í einu vetfangi. Og Davíð bætti við: „Hingað til höfum við ekki lofað beinum skatta- lækkunum fyrir kosningar en höfum lækkað þá samt. Það þýðir að hér er um bein loforð okkar að ræða, sem við efn- um fáum við til þess styrk í þetta sinn. Það vita allir sem fylgst hafa með verkum okkar, að þessu má treysta,“ sagði Davíð á landsfundinum. Þetta eru lykilorð í ræðu Davíðs. Það hefur verið lán Sjálfstæðisflokksins undir forystu Davíðs Oddssonar að mikill hluti landsmanna hefur treyst flokknum og forystu- mönnum hans til að fara með efnahagsmál þjóðarinnar. Líklega hefur stór hluti þjóðarinnar kosið með buddunni í síðustu þrennum alþingiskosningum og á þeim árum hefur Davíð Oddssyni tekist að höfða til þessa góða sam- bands síns við kjósendur þegar hann hefur setið á eintali við þáttastjórnendur. Eðlilegt er að Sjálfstæðisflokkurinn freisti þess að virkja þetta samband sitt við kjósendur. Forysta flokksins veit sem er að nú heyr hún sina hörðustu keppni. And- stæðingarnir munu auðveldlega benda á að loforðaflaum- ur flokksins í ár mun koma þeim best sem hafa hærri tekj- urnar. Þeir munu benda á árásir flokksins á velferðarkerf- ið, æ dýrari heilbrigðisþjónustu, lækkun barnabóta og meiri skattbyrði. Og þeir munu spyrja hvort brandarar Daviðs séu orðnir of gamlir. Sigmundur Ernir ~\"r FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003_FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 Skoðun Olafur Þ. Hallgrímsson prestur Kjallari Hún var skrýtin, athöfnin sem fram fór í félagsheim- ilinu Végaröi í Fljótsdal skömmu fyrir jól, þar sem nýlagður Kárahnjúkavegur og brú yfir Jökulsá á Dal voru formlega tekin í notkun eöa vígð, eins og greint var frá í blöðum. Ekki fór athöfn þessi þó fram á heiðum uppi, eins og eðlilegra hefði verið, heldur niðri í byggð- inni, enda Landsvirkjun og iðnað- arráðherra í mun að fá þangað sem flesta gesti. í lok athafnarinnar í Végarði tókust oddvitar Norður- Héraðs og Fljótsdalshrepps í hend- ur „og opnuðu brúna á táknrænan hátt“, eins og komist var að orði í fréttaklausunni. Sóknarpresturinn, sr. Lára G. Oddsdóttir, blessaði framkvæmdina og söng sálm ásamt Valgerði iðnaðarráðherra. Sjónieikur á svið Hér var settur á svið sjónleikur með iðnaðarráðherra og stjórnar- formann Landsvirkjunar í aðal- hlutverkum. Sjónleikur með kristi- legu ívafi sem féll einkar vel að markmiðum Landsvirkjunar að fegra og bæta ímynd sína í augum alþjóðar, sem stofn- unin hefur verið einkar dug- leg við upp á síðkastið. Ekki öfunda ég sóknar- prestinn á Valþjófsstað af því hlutskipti að setja kristi- legan stimpil á eyðilegging- una sem Kárahnjúkavirkjun mun hafa í för með sér fyrir Fljótsdalshérað og öræfin allt fram til jökla, þ. á m. hina fógru sveit, Fljótsdal- inn, þar sem nes og tún munu verða meira og minna ónýt vegna hækkandi vatns- borðsstöðu og næsta ná- grenni höfuðbólsins Val- þjófsstaðar undirlagt umróti og háspennuvirkjum. Ég vildi ekki vera í þeim spor- um. Margir hafa undrast af- stöðu Valgerðar Sverrisdótt- ur iðnaðarráðherra í þessu stórmáli. Hún hefur dyggi- lega sótt línuna til flokksfor- mannsins, Halldórs, sem nú virðist um það bil að detta út af þingi. Málamiðlun? Ekki hefur það komið fram að ráðherranum hafi þótt taka því að kynna sér sóðaslóð álrisans Alcoa í öðrum löndum, t.d. í Brasil- íu, áður en við hann var samið. Ekki virðist heldur hafa farið fyrir brjóstið á henni sú frétt að ítalska fyr- irtækið Impregilo, sem átti lægsta tilboð í stíflu og að- rennslisgöng Kárahnjúka- virkjunar, bíður nú dóms fyrir mútuþægni í heima- Ingvi Hrafn Óskarsson formaöur Sambands ungra sjálfstæöis- manna og frambjóö- andi Sjálfstæöis- flokksins í Reykjavík Kjallari Ummæli „Nú hefur verið undirritaður samningur milli Landsvirkjunar og Alcoa um byggingu Kára- hnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði. Fátt virðist því geta komið í veg fyrir að af þessum náttúrusóðaskap verði. “ landi sínu. í hvaða landi öðru skyldu slík vinnu- brögð geta viðgengist nema í þeim sem kennd eru við orðið banana. Hlut- verk iðnaðarráðherrans hefur verið hlutverk hins auðmjúka þjóns i þessu sem þiggur án ra kröfur og tek- ur öllu fagnandi. Afstaða hennar og rikisstjórnar- innar í heild til umhverfisverndarfólks hefur einkennst af hroka og lítilsvirðingu. Orðið málamiðlun virðist ekki fyrirfinnast á þeim bæ. Nú hefur verið undirrit- aður samningur milli Landsvirkjunar og Alcoa um byggingu Kárahnjúka- virkjunar og álvers á Reyð- arfirði. Fátt virðist því geta komið í veg fyrir að af þessum náttúrusóðaskap verði. Iðnaðarráðherra og Landsvirkjun virðast hafa ákveðið að kljúfa þjóðina niðúr í tvær andstæðar fylkingar 1 þessu máli. Þá skyldu þessir aðilar minn- ast þess að sá sem valdi beitir mun uppskera ill- deilur og hatur. Það eru gömul. og ný sannindi. Er það þetta sem þjóðin þarf mest á að halda um þessar mundir? Eitt er víst að baráttan fyrir verndun há- lendisins heldur áfram og mun fara mjög harðnandi. Ekki fer á milli mála að stór hluti þjóðarinnar er andvígur virkjunaráformum við Kárahnjúka. Baráttan heldur áfram Hin gríðarhörðu mótmæli á dög- unum í Borgarleikhúsinu og við Ráðhúsið sýna hug fólks til þessara áforma svo ekki verður misskílið. Þau tala sínu máli. Mótmæhn við Lagarfljótsbrú sýna að áhyggjur fólks á Héraði fara vaxandi. Stjórnvöld geta beitt valdi. Þeirra er valdið en hvorki máttur- inn né dýrðin. Vitur stjómmála- maður fer vel með vald sitt. Það skyldu menn muna. Baráttan held- ur áfram. Mótmælum Kárahnjúka- virkjun. Um hana verður kosið að vori. Sálmaskáldið, sr. Hallgrímur, yrkir á nokkrum stöðum í Passiu- sálmunum um valdsmenn og varar þá við að beita valdi ograngindum. Svo yrkir hann um Júdasar iðrun: Sjá hér, hvað illan erida / ótryggö og svikin fá. Vel hefði fariö á því að mínum dómi að þetta vers hefði verið simgið við athöfnina í Vé- garði. Það hefði verið við hæfi. Sandkorn sandkorn@dv.is Búnaðartiing? Fyrirhugaðar viðræður um hugsanlegan samruna Búnaðarbankans og Kaupþings vekja vitanlega athygli þótt ekki komi þær öllum mjög á óvart. Gárugarnir benda á að Kaupþingsmenn hafi um nokkurt skeið haft áhuga á flestu sem tengist landbúnaði, þannig fluttu þeir um árið í gömlu höfuðstöðvar Bifreiða og landbúnaðarvéla! Og sömu mönnum finnst liggja beinast við að sameinaður banki verði látinn heita Búnaðarþing ... Mæðgin í framboði „Fjölskyldan er hornsteinn sam- félagsins," er algengt viðkvæði stjómmálamanna. Og stundum má sjá þessa afstöðu endurspeglast í Skattalyst Manneldisráös „Hauskúpa yrði sett á sykurpok- ann ef menn væru að uppgötva syk- urinn núna. Sykur er eitur! Þetta segja næringarfræðingar. Það er sömuleiðis sagt að maður sé þaö sem maður borðar. Samkvæmt því eru ungir piltar að verða að út- blásnum sykurpúðum og ég að kjöt- fjalli ef marka má nýja könnun Manneldisráðs á mataræði íslend- inga. Ekki gott. Hins vegar er enn verra og algerlega óviðunandi að Laufey Steingrímsdóttir, forstöðu- maður Manneldisráðs, skuli hafa viðrað sérstaka skattheimtu á gos- drykki í fréttum nýlega. Manneldis- ráð verður að kunna sér magamál." Jón G. Hauksson á Heimi.is. Mogginn og Hávamál „Heimskulegi leiðarinn [Morgun- „Sjálfstæðisflokkurinn sendir kerfisbimdið út þá þjóðsögu að Davíð Oddsson hafi lækkað tekju- skatta. Það er rangt.“ Þessi sami Össur sagði hins vegar í tilefni af skattalagabreytingum ríkisstjóm- arinnar árið 1999 í viðtali á Stöð 2: „í þessu þensluástandi sem núna ríkir þá tel ég það vera mikil mis- tök hjá ríkisstjórninni að lækka skatta yfir línuna, líka til þeirra sem höfðu enga þörf fyrir slíkt og notuðu þetta sem kaupmáttarauka til þess að eyða í innfluttan lúxus.“ Að lækka skatta yfir línuna sagði hann þá, og það er einmitt þaö sem var gert þó að þessar stað- reyndir henti ekki málflutningi Samfylkingarinnar nú í upphafi kosningabaráttunnar. Þannig við- urkenndi formaður Samfylkingar- innar ekki aðeins að þessar að- gerðir fælu í sér skattalækkun; hann var beinlínis á móti þeim. Og hversu sannfærandi getur það talist að þessi sami flokkur og þessi sami formaður gefi sig nú út fyrir að vera sérstakir vildarmenn skattgreiðenda? Skattar lækka, laun hækka Kjami málsins er sá að ríkis- stjórnir Sjálfstæðisflokksins hafa ekki gert breytingar á skattkerf- inu sem leitt hafa til þyngri skatt- byrðar - þvert á móti hefur tekju- skattur einstaklinga og fyrirtækja verið lækkaður. Efhahagslífið hef- ur meðal annars af þeim sökum blómstrað á stjómar- árum flokksins sem leitt hefur til kaupmáttur manna hefur aukist um rúman þriðjurig á átta árum. íslending- ar hafa því hærri tekjur en áður. Meiri tekjur og meiri velta hafa einnig leitt til þess að skatttekjur ríkisins hafa aukist Skattkerfi okkar ér þannig byggt upp að því meiri tekjur merm hafa þeim mun meiri skatta greiða þeir. Tölurnar sem Össur tilgreinir í greinum sínum um fjölgun þeirra sem greiða hærra hlutfall launa sinna í skatt nú en fyrir átta áram endurspegla því ein- vörðungu þá stað- reynd að laun flestra íslendinga hafa hækkað verulega á þessum árum. Þannig er þetta nú og kæmi mér verulega á óvart ef félagshyggjufólkið í Samfylking- unni telur ástæðu til þess að breyta þessu. Raunar fjallaði tals- maður Samfylkingarinnar, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, nýverið um fjölþrepa skattkerfi sem hún og meira að baki áróðri Samfylkingar- innar í skattamálum en í fyrstu gæti virst. Kann aö vera að leikurinn sé til þess gerður að flækja og afvegaleiða umræðu um þróun kaupmáttar og lífs- kjara á íslandi í stjórnartíð Sjálfstæð- isflokksins? Þetta er einmitt tæknin sem Ingibjörg Sólrún beitti meö þokkaleg- um árangri um tíma til þess að villa um fyrir kjósendum í umfjöllun um skuldastöðu Reykja- víkurborgar. Sam- fylkingin mun ekki feitum hesti frá slíkri umræðu; landsmenn þekkja „Formaður Samfylkingarinnar viðurkenndi ekki aðeins að þessar aðgerðir batnað8 á^ísiandMi fælu í sér skattalœkkun, hann var beinlínis á móti þeim. Og hversu sannfœr- undanfórnum árum. andi getur það talist að.þessi sami flokkur og þessi sami formaður gefi sig nú mun^kkTtakast að út fyrir að vera sérstakir vildarmenn skattgreiðenda?“ eyða kaupmáttar. telur sérstaklega vænlega hug- mynd. í þessu felst reyndar hin furðulegasta þversögn. Samfylk- ingin býsnast yfir því að hærri laun landsmanna leiði til þess að þeir greiði hærri skatta en leggur í sömu andránni til að skattkerf- inu verði breytt þannig að þessi áhrif aukist til mikilla muna. Aö flækja umræöuna Ef til vill liggur eitthvað annað aukningunni og síst af öllu með talnaleikfimi og útúr- snúningum. Ekki nema þjóðin slysist til þess að kjósa hana yflr sig í vor. Svo mikið er þó víst að við myndum ekki fá skattalækkun yfir línuna. framboðslistum þeirra. Skemmst er að minnast þess að feðginin Sverrir Hermannsson og Margrét Sverris- dóttir skipuðu 1. og 3. sæti á lista Frjálslyndra í Reykjavík fyrir síð- ustu þingkosningar. Og fyrir kom- andi kosningar eru mæðgin enn saman á framboðslista því að þau Kristján Jónasson jarðfræðingur og Kristín Halldórsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, skipa 19. og 22. sæti á lista Vinstri grænna í Suðvestur- kjördæmi. Ekki er alveg útilokað að enn bætist í þennan hóp því eins og margir muna er Arndís Krist- jánsdóttir, Pálssonar alþingis- manns, ekki óvön stjórnmálum og var m.a. í forystuhlutverki fyrir Röskvu í stúdentapólitíkinni á sín- um tíma ... blaðsins] um að vinir styddu vini sina fjallaði alls ekki um réttmæti árásar á írak held- ur skuldbindingu íslendinga að fylgja Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa því miður ekki þá siðferðislegu yfir- burði á leiksviði alþjóðastjórnmála sem gerir okkur fært að veita þeim skilyrðislausan stuðning. Hvorki fyrr né síðar. Þetta segi ég sem vin- ur Bandaríkjanna. Þakklátur fyrir allt það góða sem mér hefur hlotn- ast persónulega í Bandaríkjunum og minnugur þess góða sem þau standa oft fyrir. Sá er vinur er til vamms segir. En Morgunblaðið veit auðvit- að betur en Hávamál.“ Stefán Jón Hafstein á Heimi.is. Samfylkingin fer um þess- ar mundir mikinn í um- ræðu um skattamál. Er klifað á þeirri ásökun að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hækkað skatta, sérstak- lega á þá sem lægstu tekjurnar hafa. Allur þessi málflutningur hefur verið hrakinn oftar en einu sinni. Tekjuskattshlutfallið hefur verið lækkað, ekki hækkað. En samt er hald- ið áfram eins og lygin verði trúlegri eftir því sem hún er endurtekin oftar. Össur Skarphéðinsson beit þó höfuðið af skömmiimi með grein- um sínum sem birst hafa í vikunni í Fréttablaðinu og DV. í Frétta- blaðinu sagði hann meðal annars: 4 +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.