Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2003, Blaðsíða 12
12
Útlönd
FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003
DV
REUTERSMYND
Kúrdarnir komnir á stjá
Vopnaðir Kúrdar eru komnir inn á
svæöi þar sem íraskir stjórnarher-
menn héldu áöur til.
Flelri hermenn fluttir
til Norður-íraks í nótt
Bandaríkjamenn fluttu fleiri
hersveitir til norðurhluta íraks í
nótt þar sem ætlunin er að opna
nýja víglínu í baráttunni gegn
Saddam Hussein forseta.
Fréttamaður Reuters sem kom
að Harir-flugvelli klukkan fjögur
í morgun að íslenskum tíma sá
þar flutningaþyrlur, farartæki og
hermenn sem höföu verið fluttir
þangað í nótt.
Hersveitir íraskra Kúrda fóru í
gær yfir víglínuna inn á svæði
sem er á valdi íraskra stjórn-
valda. Ekki kom til átaka.
írösku hermennimir virðast
hafa flúið af hólmi, enda hötðu
bandarískar flugvélar varpað á
þá sprengjum undanfama daga.
Irakarnir skildu eftir vélbyssur
og annan vopnabúnað.
HermaOur sendir
bónorð bréfleíðis
Breskur undirforingi, Adam
Holmes, ákvað að taka enga
áhættu og sendi heitkonu sinn
formlegt bónorð bréfleiðis á dög-
unum. Holmes var þá staddur
ásamt herdeild sinni í Kúveit en
leiðangur til íraks var á næsta
leiti. Til þess að tryggja ásetning
sinn enn frekar sendi Holmes
bónorðsbréfið til bæjarblaðsins í
Hebburn á Englandi.
Heitkonan, Caroline Nesbitt,
grét þegar hún las bréfið í blað-
inu og ákvað samstundis að segja
já. Það er hins vegar ekki heigl-
um hent að koma ,jáinu“ til
Holmes því ekki hefur náðst sam-
band við hann undanfama daga -
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Nesbitt kveðst áhyggjufull um af-
drif verðandi eiginmanns en
ætlar að trúa á orðin í bréfinu en
þar heitir Holmes henni því að
koma fljótt heim.
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Grýtubakki 8, 0301, 76,9 fm 3ja herb.
íbúð á 3. hæð m.m. ásamt geymslu í
kjallara, merkt 00-04, Reykjavík,
þingl. eig. Ásdís Ásmundsdóttir, gerð-
arbeiðandi íbúðalánasjóður, þriðju-
daginn 1. apríl 2003, kl. 14.00.
Kambasel 21, 50% ehl., Reykjavík,
þingl. eig. Óskar Smári Haraldsson,
gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður og
Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 1.
aprfl 2003, kl. 14.30.
Skriðustekkur 9, Reykjavík, þingl. eig.
Sigurður Pálsson og Margrét E. Krist-
jánsdóttir, gerðarbeiðendur Búnaðar-
banki íslands hf., Hilmar Jacobsen,
íbúðalánasjóður, Kreditkort hf., Spari-
sjóður Reykjavíkur og nágrennis, úti-
bú, Tollstjóraembættið og Trygginga-
miðstöðin hf., þriðjudaginn 1. apríl
2003, kl. 15.30.______________
Teigasel 7, 0403, 2ja herb. íbúð á 4.
hæð, Reykjavík, þingl. eig. Guðný Júl-
ía Kristinsdóttir, gerðarbeiðandi Toll-
stjóraembættið, þriðjudaginn 1. apríl
2003, kl. 15.00.______________
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
Flugskeytaregn á Bagdad í nótt:
Blair og Bush vara víð
löngu og erfiðu stríði
Hörðum sprengju- og flug-
skeytaárásum á Bagdad, höfuð-
borg íraks, var haldið áfram í
nótt, á sama tíma og leiðtogar
Bandaríkjanna og Bretlands eru
farnir að vara landa sína við
löngu og erfiðu stríði. Þeir rædd-
ust við í Camp David, sveitasetri
Bandaríkjaforseta skammt frá
Washington, í gær.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti sagði að hersveitir banda-
manna myndu hafa sigur í barátt-
unni við Saddam Hussein íraks-
forseta, sama hversu langan tíma
það tæki.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands og helsti bandamaður
Bush i herforinni gegn Saddam,
varaði bresku þjóðina í morgun
við því að upp myndu koma erfið-
ir tímar i átökunum. Þá staðhæfði
Blair að raunveruleg tengsl, eins
og hann orðaði það, væru milli
hryðjuverkahópa og bófaríkja,
eins og írak hefur verið kallað,
þegar gjöreyðingarvopn eru ann-
ars vegar.
Bandaríska sjónvarpsstöðin
CNN sagði frá því í morgun að B-
52 sprengjuvélar hefðu í fyrsta
sinn varpað rúmlega tveggja
tonna jarðhýsabana á Bagdad.
Talsmaður bandaríska landvarna-
ráðuneytisins gat ekki staðfest þá
frétt.
Fréttaritari Reuters í Bagdad,
Samia Nakhoul, sagði að sprengju-
árásimar í nótt hefðu verið ein-
hverjar þær hörðustu frá upphafi
stríðsins fyrir níu dögum.
Stjórnendur stríðsins, sem hafa
bækistöðvar sínar í Persaflóarík-
inu Katar, sögðu að sprengjuvélar
og Tomahawk-stýriflaugar hefðu
eytt fjarskiptamiðstöð og stjórn-
stöð í árásunum í nótt.
Bandarískur liðsforingi sagði að
bandarísk herfylki á leið til
Bagdad hefðu barist við um 1.500
íraka nærri borginni Najaf í nótt.
Najaf er um 160 kílómetra suður
af írösku höfuðborginni.
Fréttamaður Reuters á átaka-
svæðinu sagði að bandarísku her-
mennirnir hefðu beitt skriðdrek-
um og stórskotaliðsbyssum. Ekki
var ljóst hvort verið var að berjast
við óbreytta íraska hermenn eða
þrautþjálfaða liðsmenn lýðveldis-
varðarins.
Bandarískar hersveitir héldu
einnig áfrarn að safnast saman um
80 kílómetra suður af Bagdad. Þar
búa þær sig undir þýðingarmikla
orrustu við lýðveldisveröi við
borgina Kerbala.
Bandaríkjamenn hafa ákveðið
að senda hundrað þúsund her-
menn til viðbótar til Persaflóa-
svæðisins og bandarískur hers-
höfðingi sagði að bardagaaðferðir
íraka bentu til að stríðið gæti orð-
ið langvinnara en áætlanir gerðu
ráð fyrir.
. REUTERSMYND
Iraki með byssu í Bagdad
íraskur miðaldra karlmaöur í Bagdad heldur vígreifur á Kalasníkov-hríöskotariffli sínum og hrópar vígorö. Bandaríkja-
menn héldu uppi linnulausum loftárásum á írösku höfuðborgina í nótt, á níunda degi stríösins.
SÞ sárvantar 2 miljarða
dollara tH að hjáipa þjáðum í írak
Sameinuðu þjóðirnar
ætla að fara fram á það við
þjóðir heims í dag að þær
leggi þegar í stað fram 2,1
milljarða dollara til neyðar-
aðstoðar við stríðshrjáða
íbúa íraks. Samtökin hafa
aldrei áður farið fram á svo
háa upphæð til neyðarað-
stoðar í einu.
Til stendur að verja 1,2
milljörðum dollara til
kaupa á matvælum sem
matvælastofnun SÞ mun
koma áleiðis.
Embættismenn SÞ sögðu í
gær að Bandaríkin, Evrópu-
sambandið, Japan, Kanada
og Ástralía hefðu til þessa
yfirleitt brugðist vel við
neyðarkall hefur borist.
Stjórnarerindrekar höfðu
REUTERSMYND
Bið á neyðaraöstoð
Enn hefur oröiö biö á því aö breskt skip geti lagst aö
brygglu í Umm Qasr í írak til aö hægt sé aö skipa upp
500 tonnum af neyöaraöstoö handa sárþjáöum írökum.
því áhyggjur að einhver ríki
þegar kynnu að vera treg til að leggja
fram fé vegna framkomu Banda-
þó af ríkjamanna og Breta sem fóru í
stríð við írak án heimildar
Öryggisráðsins.
Búist er við að Öryggisráð-
ið muni í dag ganga endan-
lega frá samkomulagi um að
verja milljörðum dollara af ol-
íusölutekjum íraka til kaupa
á matvælum og lyfium til að
koma í veg fyrir neyðar-
ástand I Irak þar sem meira
en helmingur þjóðarinnar er
háður utanaðkomandi aðstoð
með mat.
Breskt skip með um fimm
hundruð tonn af hjálpargögn-
um til íraks bíður enn eftir að
geta lagst að bryggju í hafnar-
bænum Umm Qasr. Sólar-
hringstöf varð í gær á að
skipið gæti komið inn til hafnar
vegna þess að tvö tundurdufl fund-
ust í innsiglingunni.
Farið vel með stníðsfanga
Bandaríski
mannréttinda-
frömuðurinn Jesse
Jackson hvatti
Bandaríkjamenn,
Breta og íraka í
gær til að fara vel
með stríðsfanga
sína, hvort heldur
þeir væru í haldi í írak, Afganist-
an eða á Kúbu. Þá hvatti Jackson
til að skjótur endi yrði bundinn á
stríðið í írak.
Penle sagði af sén
Richard Perle, einn helsti hug-
myndafræðingur stríðsins í írak,
sagði af sér í gær sem formaður
ráðgjafamefndar Pentagons eftir
að bent var á hagsmunaárekstur
vegna starfa hans fyrir gjaldþrota
Sénsveitín gætu dugað á Saddam
Fyrrum liðsmaður bresku sér-
sveitanna SAS, sem var pyntaður
í fyrra Persaflóastríði, segir að
eftir allt sprengjuregnið á Bagdad
gæti svo farið að aðeins örfáir
sérsveitarmenn mundu koma
Saddam Hussein íraksforseta fyr-
ir kattarnef.
Myntu ekki henmenn
írakar visuðu á bug staðhæf-
ingum Tonys Blairs, forsætisráð-
herra Bretlands, um að írakar
hefðu tekið af lífi tvo breska her-
menn, sem þeir handsömuðu.
Raffanin hæðist að Könum
Jean-Pierre Raf-
farin, forsætisráð-
herra Frakklands,
hæddist í gær að
þeim fullyrðingum
Bandaríkjamanna
að vegna hátækni-
vopna væri hægt
að takmarka mjög
mannfallið í Irak. Hann sagði að
stríðið nú væri jafnblóðugt að
stríð sem voru háð á síðustu öld.
flznan vill hafa SÞ með
José Maria Azn-
ar, forsætisráð-
herra Spánar,
sagði í gær að
Sameinuðu þjóð-
irnar yrðu að
gegna mikilvægu
hlutverki í írak að
Saddam Hussein
fóllnum. Þar gengur hann þvert á
það sem Bush Bandaríkjaforseti
hefur sagt. Aznar hefur stutt
dyggilega við bakið á Bush.
Senbneska löggan dnepun tvo
Serbneska lögreglan hefur skot-
ið til bana tvo bófaforingja sem
taldir eru eiga þátt í morðinu á
Zoran Djindjic forsætisráðherra
fyrr í mánuðinum. Bófarnir
skutu á laganna verði til að
reyna að forðast handtöku.
Enfitt hjá andstæðingunum
Hópar sem hafa lagst gegn
hernaði Bandaríkjamanna og fé-
laga þeirra í írak eiga sífellt erf-
iðara með að fá að birta auglýs-
ingar gegn stríðinu í bandarísk-
um ljósvakamiðlum sem flestir
eru í eigu risafyrirtækja.