Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2003, Side 2
2
FÚSTUDAGUR 4. APRÍL 2003
DV
Fréttir
Tvöföldun og tilfærsla á Reykjanesbraut í gegnum sunnanveröan Hafnarfjörð:
Vegaframkvæmdir upp á
rúman milljarð í Hafnarfirði
Veruleg breytlng
Á þessari teikningu, sem Línuhönnun hefurgert fyrir Vegageröina, sést
glöggt hvernig ætlunin er aö færa veginn austur fyrir kirkjugaröinn.
kallað. Kaldárselsvegur verður
lagður frá núverandi legu
Reykjanesbrautar að Ásbraut.
Mun hann liggja á brú yfir
Reykjanesbraut. Brúin verður 62
metra löng og 16 metra breið, eft-
irspennt steinsteypt plötubrú.
Hún verður með tveim höfum,
steyptum miðstöpli og endastöpl-
um. Tvær slaufur og rampar
munu tengja Kaldárselsveg við
Reykjanesbraut.
Vestan kirkjugarðsins verður
byggð 73 metra löng og 4 metra
breið göngubrú yflr Reykjanes-
braut. Þar er einnig um að ræða
steinsteypta plötubrú en yfir
fjögur höf. Stöplar brúarinnar
verða steinsteyptir. Þá verða
gerð steinsteypt undirgöng undir
Reykjanesbraut fyrir Hamar-
skotslæk og gangandi umferð.
Þau verða 55 metra löng og 21
metra breið. Framkvæmdunum
fylgir veruleg landmótun við
vegi, stíga, brýr og undirgöng. Þá
er gert ráð fyrir settjörmun við
þessi mannvirki. -HKr.
Verulegar breytingar verða á
legu Reykjanesbrautar í gegnum
ofanverðan Hafnarfjörð sam-
kvæmt verklýsingum í yfirstand-
andi útboði sem opnað verður 28.
apríl. Áætlað er að framkvæmd-
unum ljúki 1. júli 2004 en verkið
er boðið út á Evrópska efnahags-
svæðinu. Samkvæmt upplýsing-
um frá Vegagerðinni er búist við
að verkið komi til með að kosta
ríflega einn milljarð króna.
Vegurinn, sem nú liggur um
brekku sunnan kirkjugarðsins í
suðurhluta bæjarins, verður
færður við tvöföldun Reykjanes-
brautar austur fyrir kirkjugarð-
inn. Um er að ræða mikla fram-
kvæmd sem felur m.a. í sér gerð
mislægra gatnamóta á mótum
Reykjanesbrautar og Kaldársels-
vegar meö slaufum og tilheyr-
andi mannvirkjum.
Markmiðið með tvöföldun og
færslu Reykjanesbrautar er að
auka öryggi vegfarenda og bæta
þjónustustig vegarins sem stofn-
brautar. í þessum tilgangi verða
gatnamót mislæg og sömuleiðis
„gönguþveranir", eins og það er
Fyrirhuguö framkvæmd við Reykjanesbraut í Hafnarfiröi
Þarna veröa tvær akreinar í báöar áttir og misiæg gatnamót.
Hæstiréttur dæmdi dagföðurinn í átján mánaða fangelsi:
Talið sannað að hann hefði
verið valdur að dauða barnsins
Hæstiréttur dæmdi í gær í dag-
föðurmálinu svokallaða og komst
dómurinn að þeirri niðurstöðu að
dagfaðirinn hefði hrist litla
drenginn svo harkalega eða oröið
valdur að áverkum hans með öðr-
um hætti er hann var í gæslu hjá
honum að hann lést tveimur dög-
um síðar. Var hann dæmdur í
átján mánaða fangelsi og til að
greiða foreldrum barnsins rúm-
lega tvær milljónir í skaðabætur.
Sambýliskona mannsins var
dæmd til að greiða þrjú hundruð
þúsund króna sekt tú ríkissjóðs
fyrir að hafa ásamt manninum
tekið mun fleiri börn í gæslu en
þeim var heimilt. Héraðsdómur
Reykjaness hafði áður dæmt
manninn í þriggja ára fangelsi.
Hæstiréttur féllst á þá niður-
stöðu héraðsdóms að barnið
hefði hlotið áverka sem samvör-
uðu „Shaken Baby“ heilkennum
og hefðu þeir leitt hann til dauða.
Verjandi dagföðurins hafði lagt
fyrir Hæstarétt álit fjögurra er-
lendra sérfræðinga sem settu
fram ýmiss konar tilgátur, stað-
hæFingar eða vangaveltur um
dánarorsök drengsins. Meðal
annars var því haldið fram að
drengurinn hefði getað látist af
völdum ungbarnaskyrbjúgs,
augnsjúkdóms eða vegna floga-
veiki móður. Hæstiréttur taldi
rétt að leita frekara álits lækna-
ráðs sem hafnaði þeim skýring-
um. Staðhæfði læknaráðið að all-
ar tiltækar rannsóknir hefðu ver-
ið gerðar til að útiloka aðrar dán-
arorsakir en þá sem fram kom í
krufningarskýrslu Þóru Steffen-
sen réttarmeinafræðings. í niður-
stöðum dómsins segir að engum
gæti hafa verið til að dreifa öðr-
um en dagfoðurnum og því talið
sannað að hann hefði veitt barn-
inu hina banvænu áverka. Segir
að meðferð hans á barninu hefði
verið slík að hann hefði mátt
gera sér grein fyrir þeim hættu-
legu afleiðingum sem henni gátu
verið samfara og með því hefði
hann sýnt af sér stórfellt gáleysi.
Hann hefði tekið að sér umsjá
barnsins og brugðist með fram-
ferði sínu þeim sérstöku trúnað-
arskyldum sem á honum hvíldu.
Hann hefði ekki haft fulla stjórn
á gerðum sínum vegna þess gíf-
urlega álags sem á honum hvíldi
þar sem tuttugu og eitt barn var
í daggæslu á heimilinu þennan
dag og sambýliskona hans langt
gengin með barn. Þótti refsing
hans hæfileg fangelsi í átján
mánuði. -EKÁ
Fimmtán mánaða
fangelsi fyrin
kynferðisbrot
Hæstiréttur staðfesti í gær fimmt-
án mánaða fangelsisdóm yflr manni
vegna kynferðisbrots og var hann
einnig dæmdur til greiðslu hálfrar
milljónar í skaðabætur. Hafði hann
ruðst heimildarlaust inn í íbúð
konu aðfaranótt laugardagsins 12.
janúar 2002, lagst ofan á hana þar
sem hún svaf í rúminu sínu og haft
við hana samræði. Var hún í
þannig ástandi að hún gat ekki
spomað við verknaðinum sökum
svefhdrunga.
Maðurinn hafði borið fyrir dómi
að konan hefði verið vakandi er
hann kom í svefnherbergi hennar
og hefði boðið honum umsvifaiaust
upp í rúmið til sín og allt sem þar
gerðist hefði verið með hennar sam-
þykki. Þessi framburður þótti með
öllu ótrúverðugur og í ósamræmi
við allt annað sem fram hafði komið
í málinu. -EKÁ
Hefur viðurkennt að
hafa stundað vændi
Kona á þrítugsaldri hefur við yf-
irheyrslu hjá lögreglunni í Hafnar-
firði viðurkennt að hafa stundað
vændi. Ekki er talið að fleiri tengist
broti þessu og hefur málið verið
sent ríkissaksóknara.
Lögreglan í Hafnarfirði hefur nú í
nokkum tíma unnið að rannsókn á
meintu vændi. Að fengnum úr-
skurði Héraðsdóms Reykjaness var
í febrúar á þessu ári framkvæmd
húsleit á tveimur stöðum i Hafnar-
firði og haldlagðir þar munir sem
taldir era tengjast starfseminni.
Tveir einstaklingar vora handteknir
og yfirheyrðir, kona á þrítugsaldri
og sambýlismaður hennar á fertugs-
aldri. -EKÁ
Aftur verslað
á BakkafinOi
Matvöraverslun verður opnuö á
Bakkafirði í dag. Þar hefur enginn
verslunarrekstur verið síðan í lok
nóvembermánaðar á sl. ári er versl-
unin Sjafnarkjör hætti rekstri og
Bakkfirðingar því þurft að leita til
Þórshafnar eða Vopnafiarðar. Ámi
Róbertsson, sem fyrir rekur versl-
unina Kauptún á Vopnafirði, mun
annast rekstur nýju verslunarinnar.
Hann tekur einnig að sér bensín-
sölu Esso á staðnum. Á ýmsu hefur
gengiö undanfarin ár í verslunar-
rekstri á Bakkafirði allt frá því að
Lónið á Þórshöfn hætti þar rekstri,
en Lónið var stofhað á rústum
Kaupfélags Langnesinga sem varð
gjaldþrota. -GG
Stuttar fréttir
Ræninginn enn ófundinn
Maðurinn sem
framdi vopnað rán
í Sparisjóði Hafnar-
fiarðar á þriðjudag
er enn ófundinn.
Lögreglan í Hafnar-
firði hefur fengið
fiölda vísbendinga
um hver kynni að
hafa verið þar að verki en þó hefur
enginn verið handtekinn.
Feröast í baðkari
Stúdentsefni í Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra á Sauðárkróki
ætla í dag að ýta baðkari frá
Varmahlíð til Akureyrar. Áætlað
er að koma til Akureyrar síðdegis
í dag.
Ráðstefna um samvinnu
Á samvinnurekstur sér framtíð
á íslandi á nýrri öld er megin-
þema á ráðstefnu sem SÍS stendur
fyrir á Bifröst á laugardag. Þar
verða kynntar niðurstöður nýrrar
skýrslu um stöðu samvinnustarf-
semi.
Jón Karl formaður
Jón Karl Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Flugfélags íslands,
var í gær kosinn formaður Sam-
taka ferðaþjónustunnar' á aðal-
fundi samtakanna sem lauk síð-
degis. Aðrir í stjóm eru Anna
Sverrisdóttir, Steingrímur Birgis-
son, Einar Bollason, Hrönn
Greipsdóttir og Signý Guðmunds-
dóttir.
Engin olíulækkun
Olíufélögin hafa
engar ákvarðanir
tekið um lækkan-
ir bensínverðs
þrátt fyrir að
heimsmarkaðs-
verð á olíu hafi
hriðfallið í kjölfar
Íraksstríðsins.
Áfram deilt
Ekki hefur náðst að jafna
ágreining milli starfsmanna
heilsugæslunnar og stjórnenda,
þar sem er deilt um greiðslur fyr-
ir akstur. Áfram verður reynt að
ná lausn í málið og deiluaðilar
hittast aftur fljótlega.
-sbs/EKÁ
l Helgarbiað
íslensk sorg í Hanstholm
í Helgarblaði DV á morgun er
rætt við Kristínu Þorleifsdóttm-, ein-
stæða 4ja bama móður á Jótlandi.
Þorleifur sonur
hennar lá vikum
saman nær dauða
en lífi á sjúkrahúsi
vegna panódfleitr-
unar og er varan-
lega skaddaður eft-
ir. Kristín segir
okkur frá lífi sínu
ytra sem er markað af áföllum.
í blaðinu er einnig viðtal við for-
mann frjálslyndra, tekið hús á Dóm-
kirkjupresti, fiallað um viðhorf
íslendinga til erlendra þjóðarleið-
toga og úttekt gerð á aprílgöbbum.