Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2003, Síða 4
4
FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003
DV
Fréttir
Framsóknarflokkurinn kynnir stefnuskrá sína:
Skattar verði lækkaðir í
tengslum við kjarasamninga
Framsóknarmenn af öllum gerðum
Þrjár konur leiöa lista Framsóknarflokksins og þrír karlar. í efstu fjórum sætum framboöslista eru 13 karlar og 11
konur. Þriöjungur allra frambjóöenda eryngri en 35 ára og 29% frambjóöenda í efstu fjórum sætum.
Framsóknarflokurinn vill aö
skattalækkanir, sem flokkurinn
boðar fyrir kosningarnar, verði
gerðar í tengslum við kjarasamn-
inga þar sem áhersla verði lögð á
hækkun lægstu launa.
í stefnuskrá flokksins, sem
kynnt var í gær, er lögð megin-
áhersla á að lækka tekjuskatt ein-
staklinga úr 38,55% í 35,2% og
hækka barnabætur. í því sam-
bandi segir Halldór Ásgrimsson,
formaður flokksins, mikilvægt að
kaupmáttaraukning á næstu miss-
erum verði fyrst og fremst með
skattalækkunum frekar en með
kauphækkunum sem gætu ógnað
stöðugleika í efnahagslífinu.
Fjölþrepakerfi ógæfa
Halldór segir best að ná fram
tekjujöfnun í gegnum persónuaf-
slátt, bamabætur og vaxtabætur.
„Það væri mikið ógæfuskref að
taka upp margþrepa tekjuskatt.
Það yrði til þess að hækka skatta
á millitekjufólk og gera skattkerf-
ið miklu flóknara og óskilvirkara.
Það er mjög óhentugt fyrir þjóðfé-
lag þar sem tekjur eru sveiflu-
kenndar. Almenningur þyrfti að
telja fram tvisvar; áætla fyrst tekj-
ur sínar fyrirfram til að fá úthlut-
að álagningarprósentu og telja síð-
an fram á nýjan leik að árinu
loknu og þá kemur lokauppgjör
skattsins.
Það er afskaplega undarlegt að
stjórnarandstaðan skuli vera í
þessu tali og hafa þar að auki ekk-
ert lagt fram um hvemig hún ætl-
ar að útfæra þetta heldur vera
með einhverjar almennar hugleið-
ingar sem enginn fær botn í,“ seg-
ir Halldór.
Ekki niðurskurður
í stefnuskránni segir að greiða
eigi ótekjutengdar barnabætur
með öllum börnum að 16 ára aldri
í stað 7 ára eins og nú er en upp
að sjö ára aldri verði upphæðin
tvisvar sinnum hærri eða 73 þús-
und krónur á ári. Samtals eru
þessar breytingar verðmetnar á
um 16 milljarða króna og leggur
Halldór áherslu á að ekki þurfl að
koma til niðurskurðar vegna
þessa heldur sé verið að ráðstafa
hluta af tekjum ríkisins af þeim
hagvaxtarauka sem spáð er að
verði næstu misseri. Að auki telur
Framsóknarflokkurinn svigrúm
til þess að hækka að einhverju
marki frítekjumark, barnabætur
og persónuafslátt.
Krónur og aurar
Boðaðar breytingar á tekju-
skatti og barnabótum þýöa að ráð-
stöfunartekjur hjóna með tvö börn
og 400 þúsund króna mánaðartekj-
ur aukast um tæpar 22 þúsund
krónur á mánuði. Barnlaus hjón
með sömu tekjur fá tæpar 13 þús-
und krónur á mánuði út úr breyt-
ingunum.
Ráðstöfunartekjur einstaklings
með 100 þúsund krónur á mánuði
hækka um 3,7% á mánuði en tekj-
ur einstæðs foreldris með eitt
barn um 9,2%; með tvö börn um
10,5% og með þrjú börn um 13,7%.
Eftir því sem ráðstöfunartekjur
foreldra eru hærri fela breyting-
arnar í sér minni hlutfallslega
hækkun tekna þeirra en hins veg-
ar meiri hækkun í krónum talið.
Hækka atvinnuleysisbætur
í stefnuskránni segir að hækka
beri atvinnuleysisbætur og stefna
að því að þær verði ekki lægri en
lægstu launataxtar en Halldór
bætir við að fyrst og fremst vflji
flokkurinn stuðla að nægri at-
vinnu fyrir alla.
Af öðrum stefhumálum má til
dæmis nefha: að endurgreiðslur af
lánum LÍN verði lækkaðar; að hluti
af lánum LÍN breytist í styrk ef fullu
námi er lokið innan tiltekins tíma;
framfærslugrunnur LÍN verði end-
urskoðaður; lánshlutfali almennra
íbúðalána verði hækkað í 90%; lang-
veikum verði veittur aukinn fjár-
hagslegur og félagslegur stuðning-
ur; heimaþjónusta fyrir aldraða
verði aukin; verðtrygging lána til
skemmri tíma en 20 ára verði af-
numin; veiðigjaldi verði varið til
uppbyggingar i sjávarbyggðum;
byggðakvóti verði aukinn; stuðning-
ur við fiskeldi verði aukinn og tekn-
ar verði upp tilteknar línuívilnanir
fyrir dagróðrarbáta.
Flokkurinn hefur ekki lagt mat
á kostnað af stefnuskránni í heild.
-ÓTG
Ólafur Ólafsson:
Rangt að Kaup-
ping hafi annast
fjármögnun Eglu
Ólafur Ólafsson, stjórnarfor-
maður Eglu hf., segir í yfirlýs-
ingu það rangt að samningar hafi
legið fyrir um sameiningu Búnað-
arbanka og Kaupþings áður en
gengið var frá kaupunum á kjö-
festuhlutnum í Búnaðarbankan-
um eins og ýjað hafl verið að.
Hins vegar hafi legið fyrir frá
upphafi að kaupendur að kjö-
festuhlutnum í Búnaðarbankan-
um hafl stefnt að hagræðingu í
rekstri bankans og vildu skoða
tækifæri á samvinnu innlendra
og erlendra aðila við að endur-
skipuleggja íslenskan fjármála-
markað til hagsbóta fyrir hlut-
hafa, starfsmenn og neytendur í
landinu.
„Það er einnig rangt að Kaup-
þing hafi annast fjármögnun Eglu
í hlutunum í Búnaðarbankanum.
Ker á tæplega helmings hlut í
Eglu á móti þýska bankanum
Hauck & Aufhauser Privatbanki-
ers. Sú lánafyrirgreiðsla sem Egla
fékk vegna kaupa sinna er alfarið
frá Landsbankanum, viðskipta-
banka Eglu og Kers. Það er
einnig rangt að þýski bankinn
Hauck & Aufhauser eigi ekki full-
trúa í bankaráði Búnaðarbankans
né hafi fulltrúar bankans ekki
mætt á aðalfund Búnaðarbank-
ans. Dr. Michael Sautter, fram-
kvæmdastjóri Société Generale,
var tilnéfndur sem fulltrúi Eglu
og þar með þýska bankans í
bankaráöið," segir Ólafur Ólafs-
son. -GG
Einsíæð móðir fékk Opel Corsa frá DV:
Síðbúið aprílgabb?
Það varð uppi fótur og fit fyrir
utan leikskólann Austurborg í gær
þegar starfsmenn DV mættu þang-
að til að afhenda einum af leik-
skólakennurunum fyrstu verðlaun
í áskriftapotti blaðsins. Sú heppna,
Helga Leifsdóttir, ætlaði ekki að
trúa sínum eigin augum þegar sam-
starfsfólk hennar bað hana vinsam-
legast að líta aðeins út. Þegar Finn-
ur Thorlacius, markaðstjóri DV,
sagði henni hvað væri á seyði varð
hún í fyrstu orðlaus en spurði síð-
an hvort þetta væri nokkuð síðbúið
aprílgabb. Vinningurinn var ekki
af verri endanum, splunkuný Opel
Corsa-bifreið frá Bílheimum að
verðmæti 1.390.000 krónur og hana
fékk hún fyrir það eitt að vera
áskrifandi að DV.
„Ég var einmitt að segja það í
gær hvað allir nema ég væru
heppnir í happdrættum og svoleið-
is en svo fær maður þetta bara í
hendurnar strax daginn eftir. Ég
bara trúi þessu ekki. Eruð þið al-
veg örugglega ekki að grínast?"
sagði Helga, undrandi.
Helga starfar sem deildarstjóri á
leikskólanum Austurborg í Reykja-
vík en hún býr ein ásamt tveggja
ára dóttur sinni í Breiðholti. Sam-
starfsfélagar hennar samglöddust
henni fyrir utan leikskólann í gær
ásamt leikskólabörnunum sem
þótti mikið til bílsins koma.
„Þetta kemur sér ákaflega vel
þar sem bíllinn minn er orðinn
frekar gamall og er þar að auki
alltaf að bila. Ég er bara orðlaus."
Næstu mánuði munu fleiri veg-
legir vinningar veröa dregnir út úr
áskrifendapotti DV en eins og
Helga getur vottað borgar það sig
að vera áskrifandi.
DV-MYNDIR E.ÓL
Ja, hérna!
Lífíö er stundum ótrúlegt en blessunarlega satt. Hér segir Finnur Thorlacius,
markaösstjóri DV, Helgu frá vinningnum og viöbrögöin leyna sér ekki.
Þaegilegur bíll
Opelinn er Ijúfur borgarbíll og nýtur vinsælda.
Tll hamingju!
Helgu var vel fagnaö afmörgum i gærdag.
Heppin einstæð móðir
Helga meö dóttur sína í nýja bílnum.