Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2003, Síða 6
6
FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003
DV
Fréttir
Félagsfundur í Stangaveiöifélagi Reykjavíkur í gærkvöld:
Hörð átök um stofnun hluta-
felags og laun formanns
DV-MYND E.ÓL
Frá félagsfundi Stangaveiöifélags Reykjavíkur í gærkvöld
Átök voru m.a. um taunagreiöslur til formannsins, Bjarna Ómars Ragnarsson-
ar, í tengslum viö stofnun hlutafélags.
Hörð orðaskipti voru á félags-
fundi Stangaveiðifélags Reykjavík-
ur í gærkvöld. Þar voru til um-
ræðu hugmyndir stjórnar félags-
ins um stofnun hlutafélags og
einnig var hart tekist á um laun
formanns fyrir þessa vinnu.
Félagsfundur Stangaveiðifélags-
ins hófst á því að formaður félags-
ins, Bjami Ómar Ragnarsson,
gerði grein fyrir hugmyndum að
stofnun hlutafélags fyrir hönd
stjórnar en þær hafa ekki fengið
góðar undirtektir hjá mörgum fé-
lagsmönnum og hafði fundargerð-
um m.a. verið lokað fyrir þeim.
Bjarni Júlíusson beindi þeirri
spurningu til formanns hvort
stjórn SVFR hefði ákveðið að
stofna hlutafélagið eða ákveðið að
stefna að því að stofna hlutafélag-
ið. Formaður svaraði því til úr
sæti sínu að stjórnin hefði ákveðið
að stofna félagið. Bjami sagði þá
búið að framkvæma glæpinn og
stjórnin því fallin.
Kári Kort Jónsson sagði að
SVFR væri áhugamannafélag og
að það ætti alls ekki að vera lokað
fyrir félagsmönnum og vísaði þar
til lokunar fundargerða og væri
ósammála því að formaður SVFR
fengi greitt fyrir sitt framlag.
Jón Gunnar Baldvinsson sagðist
lengi hafa beðið eftir að þessi fund-
ur yrði haldinn til að kynna hluta-
félagið félagsmönnum og hvað
væri félaginu fyrir bestu. Jónas
Jónasson úr fulltrúaráði SVFR
sagði að þessi umræða um að ráða
formanninn ylli félaginu skaða og
væru það grundarvallarmistök.
Ólafur E. Jóhannesson sagði að
vanda ætti allan undirbúning áður
en málið væri komið á ákvörðun-
arstig. Þá sagði Sigurður Jónsson
meðal annars að fresta ætti mál-
inu til næsta aðalfundar og fund-
artími nú afleitur enda menn í
vinnu.
Haraldur Blöndal hrl. sagði
stofnun hlutafélags ekki eitt af
hlutverkum SVFR og því þyrfti að
boða til aðalfundar til að ljúka
málinu og breyta samþykktum.
Spurði Haraldur hvaða heimildir
stjóm hefði til þess að setja for-
mann á laun. Spurðist hann fyrir
um laun til formanns og sérfræð-
inga fyrir þessa undirbúnings-
vinnu, hver þau væru.
Loftur Atli Eiríksson hafði
áhyggjur af félaginu því það ætti
að keyra málið í gegn á miklum
hraða.
Bjarni formaður talaði síðastur
og sagði að kostnaður yrði greidd-
ur samkvæmt reikningum og
spurði Haraldur Blöndal þá hvert
tímagjaldið yrði, 5, 50, 500 eða 5000
kr. á tímann. Formaður sagði að
tímagjaldið yrði miðað við laun,
250-300 þúsund á mánuði. Að-
spurður sagði formaður að ekki
hefði verið full eining í stjóminni
um málið. -G.Bender
Ljós á Hlemmi á aö koma í veg fyrir dópneyslu:
Enn finnast nálar
Sérstakur ljósabúnaður hefur
um hrið verið í lofti salema á
strætisvagnabiðstöðinni við
Hlemm. Slík ljós hafa verið not-
uð víða erlendis, t.d. á lestar-
stöðvum, en þau gefa frá sér
dauft blátt ljós sem gerir
sprautufíklum erfiðara fyrir að
greina æðar á líkömum sínum.
Með þessu hefur verið reynt að
koma í veg fyrir fíkniefnaneyslu
inni á salernum biðstöðvarinn-
ar.
Starfsmenn á Hlemmi segja að
á árum áður hafi talsvert veriö
um neyslu inni á klósettum bið-
stöðvarinnar og þess vegna hafi
verið ákveðið að setja þennan
sérstaka ljósabúnað upp.
Brynjólfur Kristinsson, hús-
vörður á Hlemmi, segir að nokk-
ur ár séu síðan búnaðurinn var
settur upp en síðan þá hafi til-
fellum fækkað að einhverju
leyti.
„Við finnum samt enn þá nál-
ar og annað í þeim dúr þarna
inni á klósettunum en það er
ekki mjög algengt. Það er og
verður alltaf eitthvað um slíkt
og þessi ljós ein og sér geta ekki
komið alfarið í veg fyrir neyslu
þarna inni,“ segir Brynjólfur.
-áb
Sérstakt Ijós á Hlemmi
Bláa Ijósiö í lofti salernanna á Hlemmi á aö koma í veg fyrir aö fíklar finni
æöarnar á líkama sínum, en salernin hafa ítrekuð verið notuö sem afdrep
fíkniefnaneytenda. Fíklarnir viröast samt ekki deyja ráðalausir.
Scheving bjargað frá uppboði
„Þið getið sparað ykkur sporin,
það verður ekkert uppboð,“ sagði
Valdimar Jónsson hjá Lykilhótel-
um í gær. Tvö af stærstu og dýr-
ustu listaverkum þjóðarinnar
hafa þrívegis verið auglýst til sölu
á uppboðum að kröfu fyrirtækis-
ins Cornerstone, en það fyrirtæki
er undir stjórn Arnars Sigurðs-
sonar. „Það er búið að greiða og
það verður ekkert uppboð," sagði
Valdimar í gær. Hér er um að
ræða málverk eftir Gunnlaug
Scheving, annað 7 fermetra að
stærð og hitt litlu minna. Verk
þessi glöddu augu gesta í Valhöll
á Þingvöllum í eina tíð. Listfræð-
ingar telja verkin vera 4-5 millj-
óna króna virði. Valdimar sagöi
að málverkin tvö væru „í geymslu
á góðum stað“, en ekki var hann
tilbúinn að leyfa myndatöku af
sér og þeim.
Lögmaður Arnars Sigurðssonar
hjá Cornerstone, Birgir Birgisson
hjá lögmannsstofunni Logos,
sagöi í gær að samningar væru að
nást um greiðslu á kröfunni en
uppboðið væri afturkallað. Ekki
vildi Birgir greina frá því hversu
há krafa Cornerstone væri; það
væri trúnaðarmál. Hann vildi
heldur ekki gefa upp símanúmer
skjólstæðings síns né heldur að
greina frá eðli starfsemi Corner-
stone sem ekki er í símaskrá
Reykjavíkur.
Þuríður Jónsdóttir, uppboðs-
haldari sýslumannsins í Reykja-
vík, vissi ekki til þess skömmu
áður en rætt var við Valdimar að
búið væri að greiða gerðarbeið-
anda kröfuna. Málverkauppboðið
hefur verið auglýst þrívegis en í
tvö skipti var uppboði frestað
vegna formgalla, að sagt var. Mál-
verkin átti að bjóða upp á Skúla-
götu 26 kl. 14 í dag, en þar geymdi
gerðarbeiðandi listaverkin sem
höfðu verið vörslusvipt. Uppboðið
hefur verið auglýst í DV en auk
þess auglýsti gerðarbeiðandi sjálf-
ur sérstaklega með litmynd af
hluta málverkanna.
Valdimar Jónsson sagði að
krafa Cornerstone stafaði frá
gjaldþroti Samvinnuferða-Land-
sýnar, en þá hefðu Lykilhótel tap-
að tugum milljóna króna i kröfum
sem ekki fengust greiddar. Kröf-
una hafi Cornerstone keypt af ís-
landsbanka, víxla þar sem Sam-
vinnuferðir voru greiðandi en
Lykilhótel útgefandi. -JBP
Skjálftahrina í Bláfjöllum:
Starfsfólk hrökk vlð
Skjálftahrina hefur staðið yfir
síðan í nótt á Bláfjallasvæðinu.
Fyrsti skjálftinn kom fram á mæl-
um Veðurstofu íslands klukkan
05.23 í nótt og var upp á 1,6 á
Richter. í kjölfarið hafa fylgt fleiri
skjáiftar og sá stærsti upp á 2,3 á
Richter kom klukkan 05.36 í morg-
un. Fram til hálfníu í morgun
urðu um tuttugu skjálftar á svæð-
inu. Upptök skjálftanna virðast
vera rösklega 2 kílómetra aust-
norðaustur af Bláfjallaskálanum.
Pétur Guðmundsson, svæðis-
stjóri í Bláfjöllum, sagðist hafa
orðið vel var við skjálftana í
morgun.
„Við hrukkum upp rétt fyrir
sex og mér fast snarpasti skjáift-
inn verða um 13 eða 14 mínútur
fyrir sex. Þá var þetta komiö hér
suðvestur af Bláfjallaskálanum.
Það er eins og skjálftavirkni fari
eftir fjallahryggnum. Það virðist
byrja í tindi sem heitir Hákollur,
norðaustan í Fram-svæðinu. Síðan
er eins og þetta fari eftir hryggn-
um í suðvestur." Pétur segir að
munir hafi þó ekki hreyfst úr
stað, en vel hafi hrikt í húsinu
sem er gamalt timburhús.
Þá hafa einnig mælst skjáiítar í
sjó suðvestur af Reykjanesi, í
námunda við Geirfugladrang,
samkvæmt skjálftakortum Veður-
stofu íslands.
Bergþóra Þorbjarnardóttir jarð-
eðlisfræðingur segir of snemmt að
segja til um hvort þessir skjálftar
boði eitthvað meira. Hún segir að
náið verði fylgst með svæðinu.
-HKr.
Háskólinn í Reykjavík:
Útskrifa nemendur dr
verslunarstjóranámi
Háskólinn í Reykjavík og Hag-
kaup útskrifuðu í gær fímmtán
manns úr verslunarstjóranámi
Hagkaupa. Námið byggist á sér-
sniðinni lausn fyrir stjórnendur í
verslunum Hagkaupa og voru
nemendur verslunarstjórar Hag-
kaupa, aðstoðarverslunastjórar og
innkaupamenn á matvörusviði.
Markmiðið með náminu er að
efla þekkingu nemenda á grund-
vallargreinum í viðskiptafræðum
og verslun og gera þá betur í
stakk búna til þess að sinna
verslunarstjórnun. -EKÁ
lá»<ÍL
feminmP
GJAFIR
HHÆOURNIR
'ORMSSON
$