Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2003, Qupperneq 10
FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003
DV
10______
Fréttir
Skoðanakönnun DV fyrir öll kjördæmi landsins
Rvk norður
SV-kjördæmi
Rvk suður
Allt landið
Mjóu súlurnar sýna úrslit kosninga 1999
Frjálslyndir fá sex menn
Frjálslyndi flokkurinn ynni
mikinn kosningasigur ef kosiö
væri nú, fengi 9,8 prósenta fylgi á
landsvísu og alls 6 menn kjörna á
þing. Framsókn geldur hins vegar
afhroö, fengi ekki nema 8 þing-
menn og er úti i kuldanum í
Reykjavík. Hvorki Halldór Ás-
grímsson né Jónína Bjartmarz
kæmust á þing. Stjómarmeirihlut-
ann vantar einn mann til að
halda, er fallinn. Þá er Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, forsætisráð-
herraefni Samfylkingarinnar,
einnig úti i kuldanum og á langt í
land meö að ná kjöri. Samfylking-
in er næststærsti flokkur lands-
ins, fengi alls 20 þingmenn.
Vinstri grænir missa mann en
fengju þrjá menn kjöma í Reykja-
víkurkjördæmunum. Þetta eru
helstu niðurstöður skoðanakönn-
unar DV sem gerð var í öllum
kjördæmum landsins í gærkvöld
og fyrrakvöld.
Úrtakið var samtals 1800
manns, 300 manns í hverju kjör-
dæmi fyrir sig, jafnt skipt milli
kynja. Spurt var: Hvaða lista
mundir þú kjósa ef þingkosningar
færu fram núna? Niðurstöður
könnunarinnar voru settar inn í
reiknivél á kosningavef Ríkisút-
varpsins sem úthlutaði flokkun-
um kjördæmakjörnum þingmönn-
um og uppbótarþingsætum í sam-
ræmi við niðurstöður í hverju
kjördæmi fyrir sig og á landsvísu.
Óákveðnir og þeir sem neituðu
að svara spurningunni voru að
jafnaði 31,1 prósent. Þetta hlutfall
var hæst i Norðausturkjördæmi,
40 prósent, en minnst í Suðuvest-
urkjördæmi, 26,7 prósent.
Hlutfallslegar fylgistölur flokk-
anna í hverju kjördæmi fyrir sig
og á landsvísu má sjá í meðfylgj-
andi grafi.
Framsókn dalar
Þegar miðað er við þá sem af-
stöðu tóku sögðust 12,8 prósent
mundu kjósa Framsóknarflokk-
inn, 37,6 prósent Sjálfstæðisflokk-
inn, 9,8 prósent Frjálslynda flokk-
inn, 30,2 prósent Samfylkinguna
og 8,4 prósent Vinstrihreyfinguna
grænt framboð. Önnur framboð fá
samtals 1,2 prósenta fylgi.
Framsókn tapar 5,6 prósentu-
stiga fylgi frá kosningunum 1999,
Sjálfstæöisflokkur tapar 4,1 pró-
sentustigi, Frjálslyndir stökkva
upp um 5,6 prósentustig, Samfylk-
ingin bætir við sig 3,4 prósentu-
stigum og Vinstri grænir tapa 0,7
prósentustigum.
í töflunni má sjá breytingarnar
frá könnun DV á mánudagskvöld
en hún sýndi Framsókn með 2,2
prósentustigum meira fylgi en nú,
Sjálfstæðisflokk með 5,1 prósentu-
stigi meira fylgi, Frjálslynda með
4,2 prósentum minna fylgi, Sam-
fylkingu með 3,1 prósentustigi
minna fylgi og loks Vinstri græna
með 1 prósentustigi meira fylgi.
Úthlutun þingsæta
Þegar þingmönnum er úthlutað
til flokkanna fengi Framsókn 8
menn kjöma, missti 4 frá kosning-
unum 1999, Sjálfstæðisflokkur
fengi 24 menn, tapaði 2, Frjáls-
lyndir fengju 6 menn, bættu við
sig 4, Samfylking fengi 20 menn
kjöma, bætti við sig 4, og Vinstri
grænir fengju 5 menn, töpuðu ein-
um. Fjölda þingsæta má sjá í með-
fylgjandi grafi.
Af 63 þingsætum eru uppbótar-
þingsæti 9, þarf af 2 í hvoru
Reykjavíkurkjördæmanna og 2 í
SV-kjördæmi (Kraganum).
Samfylkingin fengi flest uppbót-
arþingsæti eða 3 - bæði uppbótar-
sætin í SV-kjördæmi og uppbótar-
þingsætið í NV-kjördæmi. Vinstri
grænir fengju 2 uppbótarsæti, eitt
í hvoru Reykjavíkúrkjör-
dæmanna. Frjálslyndir fengju
einnig 2 uppbótarsæti, í Reykjavík
norður og Suðurkjördæmi. Þá
fengi Framsókn uppbótarsætið í
NA-kjördæmi og Sjálfstæðisflokk-
ur í Reykjavík suður. Þingmönn-
um þjóðarinnar samkvæmt þess-
ari könnun er raðað upp í réttri
röð hér til hliðar og eru uppbótar-
þingsætin síðust í röðinni.
Afhroð Framsóknar
Þegar litið er á gengi flokkanna
í einstökum kjördæmum þá geld-
ur Framsókn afhroð í báðum
Reykjavíkurkjördæmunum sem
verða að teljast tíðindi þar sem
formaður flokksins er í framboði í
Reykjavík norður. Framsókn er
minnsti flokkurinn í Reykjavík.
Framsóknarmenn standa sig hins
vegar best í Suðurkjördæmi, þar
sem Guðni Ágústsson landbúnað-
arráðherra er oddviti, og í NA-
kjördæmi, þar sem Dagný Jóns-
dóttir fær uppbótarþingsæti.
Sjálfstæðismenn hrósa hátt í
helmingsfylgi í báðum Reykjavík-
urkjördæmunum og fá 6 menn í
norðurkjördæminu þar sem Dav-
íð Oddsson forsætisráðherra leið-
ir D-listann. Hins vegar fær Sjálf-
stæðiflokkurinn slæma útreið í
NA-kjördæmi þar sem Halldór
Blöndal þingforseti er efstur á
blaði og yrði 3. þingmaður kjör-
dæmisins. Þá er útkoma D-listans
í SV-kjördæmi vonbrigði fyrir
ófáa sjálfstæðismenn.
Frjálslyndir ná feiknafylgi í
NIÐURSTÖÐUR SKOÐANAKANNANA DV
- til samanburðar eru niðurstöður fyrri kannana DV og úrslit þingkosninga