Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2003, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2003, Page 14
14 Menning Serge Comte sýnir verk samsett úr ótal iitlum punktum í Nýlistasafninu: Nútímalist er hiö sanna frelsi Serge Comte meö landið svífandi fyrir aftan sig Viö hliö hans standa gamiir vinir, gaidrakariinn meö pípuhattinn og snigittinn. Uppi á þriðju hœðinni í Nýló við Vatnsstíg - fyrir ofan Dag - sýnir franski myndlistarmaðurinn Serge Comte eins konar innsetningu sem við fyrstu sýn er nokkuö á tvist og bast. Öðrum megin í salnum eru tvö mynd- bandsverk sem ganga bœði í einu, þó ekki í takt. Ekki eru þetta lifandi myndir heldur eru myndböndin sam- sett úr Ijósmyndum teknum á digital- vél, annars vegar af stúlku sem villist í skógi og hins vegar af stúlku sem er lokuð inni í biluðum bíl. Á langveggn- um hinum megin í salnum er mynd sem í fyrstu viröist vera geysistórt landakort í felulitum, fyrir framan það stendur maður meö pípuhatt og viö hliö hans snigill. í gluggunum eru gegnsœjar andlitsmyndir af konum og á endaveggnum stór konumynd sem úr jjarska sýnist vera málverk. En þegar nær er komið reynast all- ar andlitsmyndirnar vera gerðar úr lituðum plastperlum sem eru límdar saman með straujárni - eins og börn- in gera. Karlinn með pípuhattinn og snigillinn eru úr legókubbum, landa- kortið er myndað úr litlum minnis- miðum í brúnum og dimmgrænum litum, og auðvitað eru myndirnar á myndbandinu gerðar úr ótal litlum punktum. Það er kjarni málsins. Ástin lokkaði hann til íslands Serge er frá Grenoble og þar gekk hann í listaskóla. Það var ástin sem teygði Serge til íslands og hér hefur hann verið búsettur í ein sex ár. Kon- an hans kennir frönsku við Háskól- ann og þau eiga son á þriðja ári sem er að kenna pabba sínum íslensku. Það gengur býsna vel, svo vel að Serge ætlar að halda fyrirlestur á sunnudaginn á ís- lensku - enda talar hann málið skýrt og vel þó að stundum þurfi hann að leita að orðum. „Þessi sýning er mér mikilvæg,“ segir hann, „því þetta er fyrsta einkasýningin mín hér á landi. Ég hef tekið þátt í samsýningum en einkasýningar hef ég bara haldið úti í Evrópu, í París og fleiri borgum í Frakk- landi, Þýskalandi, Spáni og Póllandi og ein- staka sinnum í Bandaríkjunum. Ég velti þess vegna talsvert fyrir mér hvernig ég ætti að sýna íslendingum það sem ég er að gera. Ég vildi síður gera yfirlitssýningu yfir feril minn, mér finnst það meira fyrir gamla lista- menn, en þó búa til svolitlar rætur undir nýju verkin. Til dæmis er snigillinn vísun í nokkur eldri verk og galdramaðurinn með pípuhattinn hefur líka skotið upp kollinum í verkum mínum áður, en ekki alltaf í þessu gervi. Þetta gerir mönnum kannski erfitt um vik að ná þeim undir eins, en það er eitt sem tengir þau öll saman og það er „pixel“ - punkturinn. Öll verkin eru úr eins konar punktum, bæði myndpunktum og sögupunkt- um, sem sjáandinn tengir saman.“ Eins og eðlilegt er eru þetta nokkuð flökt- andi verk - myndirnar vilja leysast upp í punkta þegar maður kemur nær, og það eiga þær líka að gera. Landakortið gerir enn þá betur því miðarnir vilja flögra niður á gólf þegar fólk gengur fram hjá með tilheyrandi gusti. Þá myndast fleiri víkur í landið og jafnvel stöðuvötn. Serge segir að stúlkan Wanted á enda- veggnum sé sú persóna í heimi sýningarinn- ar sem vísi til framtíðar. Hún sé sú eina sem sé alveg ný á þessari sýningu (sem heitir í höfuðið á henni) og hún komi til með að kynna sig betur á næstu sýningum. Kannski verður hún þá á myndbandi með tónlist, því Serge semur sjálfur tónlistina við myndbönd- in sín. „Það eru ekki lengur bara myndlistar- menn og tónlistarmenn og arkitektar og svo framvegis heldur fólk sem er að reyna að skapa heim - og í heiminum er þetta allt; myndir, hljóð og rými. Þannig listamaður er ég.“ Friður til að skapa Serge hefur einkum sýnt erlendis en hon- um finnst gott að búa hér. „ísland er staður til að lifa á og vinna. Úti í París er maður sífellt kallaður hing- að og þangað en hér er friður. Og mér finnst afskaplega gott að koma hingað heim eftir sýningarferðir til útlanda. Það er ekki hægt að sýna ef maður fær ekki tíma tO að hugsa og skapa.“ Serge notar samt dýrmætan tíma hér heima til að kenna við Listahá- skólann. Erlendis tekur hann að sér stutt námskeið og hann kann því vel að vera með hópinn sinn hér heilu misserin. Það gefur líka góða „heima-tilfmningu“. „Ég byrjaði að kenna þeim að búa til myndbandsverk en það hefur tognað úr því verkefni í allar áttir. Til dæmis reyni ég að ræða við þau á raunsæjum nótum um myndlist, tala við þau um peninga ekki síður en drauma og rómantíska ímynd list- arinnar." - Hvaða hlutverki gegnir nútíma- list í lífi nútímamanna? „Góð spurning," segir Serge og hlær við. „í mínum augum tjáir hún það eina frelsi sem til er. Ekki frels- ið sem auglýst er sem mest í sjón- varpi heldur opnar listin okkur leið til raunverulegs frelsis. Það er ekki hægt að skipa neinum að vera frjáls eða segja honum að hann verði frjáls með því að kaupa eitthvað. Það er bara hægt að vera frjáls með því að skapa úr hugsun sinni og sýna það öðrum sem hafa kannski ekki tíma til að skapa sjálfir. Þegar þeir koma og skoða sköpunarverkin sjá þeir að kannski er til leið til frelsis. Það er köllun nútímalistar." Næsta helgi er sú síðasta á verkum Serge og líka á sýningu Dags Sigurðarsonar á neðri hæðinni. Leiðsögn um sýningu Dags verður kl. 14 laug. og sun. og heimildamynd Kára Schram, Dagsverk, verður sýnd kl. 17 báða dagana. Á sunnudag kl. 15 heldur Serge Com- te fyrirlestur sem hann nefnir „Með munn- inn fullan af hamingju" og fjallar þar um myndlist sína í ljósi alþjóðlegra strauma í samtímalist. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Wanted Þessi perlustúlka á eftir aö sjást aftur. Silfurgripir eftir breska og íslenska listamenn til sýnis í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar: Stórgripir þótt smáir séu Á morgun kl. 15 mun Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra opna sýningu á skúlptúr- um úr silfri í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Sýn- ingin ber heitið Sterling Stuff og kemur til íslands fyrir milligöngu breska bronssteypufyrirtœkisins Pangolin Edition. Hún var áöur sýnd í Gallery Pangolin og í maímánuöi næstkomandi verður hún til sýnis í Royal Academy í London. Forstöðumaður Pangolin, Rungwe King- don, bað fimmtíu og einn þekktan listamann að vinna verk sem steypa mætti í silfur; ekki mátti verkið vera stærra um sig en 15 sentí- metrar. Á sýningunni gefst mönnum tækifæri til að sjá verk eftir helstu núlifandi mynd- höggvara Bretlands ásamt verkum eftir ís- lendingana Pétur Bjarnason, Jóhönnu Þórðar- dóttur og Sigurjón Olafsson. Meðal listamann- anna má nefna Lynn Chadwick, Nigel Hall, Damien Hirst, Jonathan Kenworthy, David Nash og Phillip King, sem nú er forseti Kon- unglegu bresku akademíunnar. Á síðari árum hefur verið tilhneig- ing til að kenna allt við „skúlptúr“ þó að upphaflega hafi orðið merkt hlut sem skorinn var út eða höggv- inn í stein. Slíkir „hlutir", stórir eða smáir, hafa ætíð haft mikið aðdrátt- arafl, hvort sem það hafa verið risa- styttur, goðum og höfðingjum til dýrðar, eöa örsmáir gripir sem rúm- ast í lófa manns. Á þessari sýningu má ganga úr skugga um að stærð hlutarins skiptir ekki öllu máli - lít- ill skúlptúr getur verið stórbrotinn í formi og hlutfóllum. „Sjáum bara Venus frá Willendorf," segir Rungwe Kingdon, „hún er örsmá, en hefur þó aðdráttarafl sem ekki hefur dvínað á þeim 30.000 árum frá því hún var sköpuð.“ Breski sendiherrann á íslandi, John Culv- er, verður viðstaddur opnunina og einnig nokkrir listamannanna. Sýningin verður opin daglega nema mánudaga milli klukkan 14 og 17 og henni lýkur sunnudaginn 4. maí. FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 ___________________________ÖV Umsjón: Sílja Adalsteinsdóttír silja@dv.is sveigir stein Á morgun kl. 15.15 verða Caputtónleikar í 15:15 röð- inni á Nýja sviði Borgar- leikhúss undir yfírskrift- inni „Kjúklingur sveigir stein sem kallar á engla í spegli“. Þetta eru einleiks- tónleikar Guðna Franzson- ar á klarínettu og á efnis- skrá eru tvö íslensk verk, Spring Chicken eftir Hauk Tómasson og Flecte Lapis eftir Atla Ingólfsson (frumflutningur), og tvö erlend, Riflessioni eftir Ame Mellnás og Calling Angels eftir Lai’s Graugaard (frumflutningur). „Ég skreið á fimmta aldurstuginn fyrir um tveimur árum síðan og af því tilefni fékk ég óforvarendis sent í pósti, sóló- stykki, „Spring Chicken", frá Hauki Tómassyni, þá stöddum í Hollandi, stykki sem ég hef grun um að hann hafi strokið á pappír á ekki mörgum dögum,“ segir Guðni. „Ég renndi verkinu opinberlega í gegn fyrir rúmu ári, hafði þá ekki haft mikið næði til að vinna það í smáatriðum en hef núna í kærkominni einangrun spil- að þaö daglega, oftast fyrripart dags. Er alltaf að finna nýja fleti á tónsmíðinni sem lætur ekki mikið yfir sér í fyrstu en leynir þokkalega á sér. Sennilega hefur Haukur stundað einhvern galdur þegar hann var að þessu, minnugur lífsreynslu minnar þegar ég át kjúklinginn í Brasilíu, kjúkling sem hafði verið slátrað eftir þriggja daga trúarserimóníu með tromm- um og tilbehör. Ég fékk í magann daginn eftir!“ Messías í Langholtskirkju Söngsveitin Fílharmón- ía flytur óratóríuna Mess- ías eftir Hándel í Lang- holtskirkju 6. og 8. apríl kl. 20. Einsöngvarar eru Hulda Björk Garðarsdótt- ir sópran, Sesselja Krist- jánsdóttir alt, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Ágúst Ólafsson bassi. Kammersveit undir for- ystu Rutar Ingólfsdóttur leikur með en stjómandi er Bemharður Wilkinson, kór- stjóri Söngsveitarinnar. Messías er eitt ástsælasta verk Hándels. Textinn er byggður á ritningargreinum og fjallar um ævi Krists. Hándel var fæddur í Þýskalandi en starfaði í Englandi stóran hluta ævi sinnar og þar lést hann árið 1759. Miðar eru seldir í Máli og menningu, hjá kórfélögum og við innganginn. Vortónleikar Stefnis Karlakórinn Stefnir úr Mosfellsbæ held- ur vortónleika ásamt gestum sínum, Borg- arkvartettinum, í Miðgarði í Skagafirði í kvöld kl. 21 og á morgun kl. 16 í Laugar- borg í Eyjafjarðarsveit ásamt Karlakór Eyjafjarðar, í Hlégarði í Mosfellsbæ fostu- daginn 11. apríl kl. 20 og 12. apríl kl. 16 í Langholtskirkju i Reykjavík. Á dagskrá eru vel þekkt íslensk og erlend lög af létt- ara taginu. Stjómandi er Atli Guðlaugs- son og píanóleikari er Sigurður Marteins- son. Eivör í Kaffileikhúsinu Hin frábæra færeyska söngkona Eivör Pálsdóttir verður með tónleika ásamt hljómsveit sinni í Kaffileikhúsinu í kvöld kl. 21. Tónlistin er að mestu leyti eftir Eivöru sjálfa en einnig slæðast með önnur lög, t.d. fær- eyskar rímur og íslensk þjóðlög. Aukalegur búálfur HSunnudagana 6. og 13. apríl kl. 14 verða auka- sýningar á íjölskyldusöng- leiknum Benedikt búálfi sem byggður er á sam- nefndum bókum eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson, en fólk skyldi athuga að nú þegar er að verða uppselt á þær. Verkið var frumsýnt í Loftkastalanum í október sl. og meðal leikara em Björgvin Franz Gíslason, Lára Sveinsdóttir, Selma Bjöms- dóttir og Jóhann Sigurðarson sem leikur hinn eina og sanna Daða dreka. Leikstjóri er Gunnar Gunnsteinsson. Sjá nánar á heimasíðu Benedikts: www.alfheimar.is. Kjuklingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.