Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2003, Page 18
18
FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003
Skoðun
I>V
Uppbygging þorskeldis
Sigriður
Ingvarsdóttir
alþingismaður
skipar 4. sæti á
lista Sjálfstæðis-
flokksins í Norð-
austurkjördæmi
Skoðun
bHHuL
Seiöaeldi
Tilraunir eru frekar skammt á veg komnar hér á landi en talið er aö allar
forsendur fyrir stórfelldu þorskseiðaeidi séu hér til staöar, sem og öll
grundvallarþekking.
Mjög hröð aukning hefur átt
sér stað í fiskeldi í heiminum á
undanförnum árum og höfum við
íslendingar reynt eftir megni að
fylgja þeirri öru þróun eftir. Hér
á landi höfum við prófað að ala
ýmsar fisktegundir, reyndar með
misjöfnum árangri, og þróunin
hefur verið fremur hæg nema
hvað varðar beikjueldi sem og
lúðueldi í Eyjafirði. En í gegnum
þetta ferli höfum við öðlast dýr-
mæta þekkingu og reynslu.
Nú velta menn fyrir sér hvort
framtíð sé í þorskeldi á íslandi,
en í öðrum löndum, eins og í Nor-
egi, Skotlandi og Kanada, hefur
áhugi á þorskeldi einnig farið ört
vaxandi og í Noregi er jafnvel
gert ráð fyrir að framleiðsla
þorskseiða verði um 50 milljónir
árið 2005 og framleiðsla á eldis-
mDjP
Áriö 2003 er Evrópuár fatlaðra
LANDSSAMBAND
FATLAÐRA
Reykjavík, 2003
Agæti lesandi!
Bréf þetta er sent til þín með von um góðar viðtökur á Evrópuári fatlaðra, við fjáröflun sem
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra stendur fyrir. Markmiðið er að safna fé til breytinga og
stækkunar á íbúðum fyrir hreyfihamlaða í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12 í Reykjavík.
I því skyni hefur fjöldi hljómlistarmanna lagt Sjálfsbjörg lið með því taka þátt í útgáfu
hljómdisksins „Astin og lífið“ en hann inniheldur 14 áður útgefin lög með, m.a. Björgvin
Halldórssyni, Stefáni Hilmarssyni, Sigríði Beinteinsdóttur, Eyjólfi Kristjánssyni, Ragnhildi Gísladóttur,
Bjarni Ara, Vilhjálmi Vilhjálmssyni og mörgum fleiri ástsælum dægurtónlistarmönnum.
Á næstu dögum mun starfsfólk okkar hringja út vegna þessa átaks. Það er von okkar að landsmenn
sýni velvilja og skilning. Rétt er að taka fram að Sparisjóður vélstjóra styrkir verkefnið með því
að greiða allan kostnað við útsendingu. Banka nr. 1175-26-10656 kt: 570269-2169.
Nánari upplýsingar í síma 800 6633 grænt númer.
Með von um jákvæðar undirtektir og fyrirfram þakklæti.
F.h. Sjálfsbjargar,
landssambands fatlaðra,
Arnór Pétursson
formaður
arro@mmedia.is
Sigurður Einarsson
framkvæmdastjóri
sigurd@sjalfsbjorg.is
II
spv
www.spv.is
2003
Árið 2003 er Evrópuár fatlaðra
Hátúni 12
105 Reykjavík
ísland/lceland
Sími/Tel.: +354-552 9133
Bréfsími/Fax: +354-562 3773
Póstfang/E-mail: mottaka@sjalfsbjorg.is
Heimasíða/Home page: http://www.sjalfsbjorg.is
Um er að ræða bæði stór
og smá fyrirtæki sem eru
að gera athyglisverðar
tilraunir með þorskeldi
og hefur svokallað
áframeldi með þorsk skil-
að góðum árangri.
þorski verði allt að 150 þúsund
tonnum árið 2007. í ljósi mikil-
vægis sjávarútvegs fyrir íslend-
inga er það í hæsta máta eðlilegt
að taka þátt í þessu starfi af full-
um þunga. Mörg öflug íslensk
sjávarútvegsfyrirtæki hafa kosið
að setja aukinn slagkraft í upp-
byggingu í þorskeldi og er þetta
ein af leiðum sjávarútvegsfyrir-
tækja til að mæta samdrætti í
aflaheimildum. Um er að ræða
bæði stór og smá fyrirtæki sem
eru að gera athyglisverðar tO-
raunir með þorskeldi og hefur
svokallað áframeldi með þorsk
skilað góðum árangri. Þessar til-
raunir hafa einnig kennt okkur
margt varðandi ýmsa þá þætti
sem áhrif hafa á vaxtarhraða
þorsksins: fóðrið, ytri aðstæður,
eins og áhrif sjávarhita, og fleira.
En betur má ef duga skal. Ef við
ætlum að halda í við samkeppnis-
þjóðir okkar verður að huga að
seiðaeldi og kynbótum. Tilraunir
með seiðaeldi eru frekar skammt
á veg komnar hér á landi en talið
er að allar forsendur fyrir stór-
felldu þorskseiðaeldi séu hér til
staðar, sem og öll grundvaliar-
þekking. Það er afar brýnt að
áfram sé unnið að mótun al-
mennrar stefnu í rannsóknar- og
þróunarvinnu varðandi þorskeldi
í samstarfí við stofnanir og fyrir-
tæki og faglega sé staöið að atferl-
is- og eldisrannsóknum. Ef rétt er
að málum staðið hér á landi varð-
andi þessa atvinnugrein á hún ör-
ugglega framtíðina fyrir sér.
Bakkabræður og Samfyikingin
Karl Ormsson skrifar:
Ósjáifrátt
kemur manni í
hug ævintýrið
um Bakka-
bræður þegar
hugsað er um
Samfylking-
una. Á Bakka
bjuggu bræð-
umir Gísli, Ei-
ríkur og Helgi,
ávallt nefndir
Bakkabræður,
og þóttu eink-
ar skrýtnir og
vitgrannir. Samfylkingin sam-
anstendur af sex eða sjö flokksbrot-
um og eru stefnur þeirra jafnmarg-
ar ef ekki fleiri. Hugsið ykkur ef
svo iiia færi að Samfylkingin kæm-
ist til valda 10. maí. Sjáiö Jóhönnu,
Össur, Ingibjörgu Sólrúnu, Mar-
gréti Frímanns og Helga Hjörvar
skipta meö sér ráðherrastólum?
Eða Guðmund Árna Stefánsson,
Gísla S. Einarsson, Rannveigu
Guðmundsdóttir, Ástu Ragnheiði
Jóhannesdóttur. Þetta yrði svipað
og hjá Bakkabræðrum, ekkert sam-
komulag og eintómt rifrildi. Þó er
nú sennilega spaugilegast, og mest
athugandi fyrir Samfylkinguna (sá
beiski bikar að bergja) að ekki er
hægt að koma Ingibjörgu Sólrúnu
á þing nema kjósa Helga Hjörvar
fyrst, en það er piltur sem fæstir
gætu hugsað sér eð kjósa.
Bakkabræður.
Blýantsteikning frá
1923 eftir Mugg, Guð-
mund Thorsteinsson,
sem heitir Ekki er kyn
þótt keraldið leki.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@dv.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV,
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.