Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2003, Page 29
FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003
29
4
Hvað þýða teningarnir?
Á þessum tveimur síðum gefur
DV-Sport liðunum tíu í Símadeild-
inni á komandi sumri einkunn eftir
því hvort þau hafa styrkst eða veikst
í vetur. Einkunnimar eru frá einum
til sex og táknar sex að liðið hefur
styrkst gifurlega mikið, fimm að lið-
ið hafi styrkst mjög mikið, fjórir að
liðið hafi styrkst nokkuð, þrír að lið-
ið sé jafnsterkt og í fyrra, tveir að lið-
ið sé veikara en í fyrra og einn að
liðið sé mun lakara en í fyrra. Hafa
skal í huga að hér er einungis verið
að fjalla um breytingar á liðunum -
ekki annað. -ósk
Rafpóstur: dvsport@dv.is
- keppni í hverju orði
Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir gengu
í raðir KR-inga síöastliðinn föstudag og
munu styrkja liðiö gífu
Símadeildinni hafa styrkt sig í sumar:
enífyppa
hafa styrkt leikmannahópa sína mest í vetur
Guðnasyni frá Keflavík í febrúar, ef
það telur slík kaup þjóna hagsmunum
félagsins. í haust hurfu nokkrir leik-
menn á braut en þeir voru fljótt og ör-
ugglega leystir af hólmi með sterkari
leikmönnum. Það er mikill fengur fyr-
ir liðið að fá Ólaf Inga Skúlason heim
frá Arsenal. Hann er fjölhæfur leik-
maður sem getur spilað bæði sem bak-
vörður og miðjumaður. Kjartan Ant-
onsson er frábær vamarmaður svo
framarlega sem hann er heill heilsu og
það efast enginn um hæfíleika Hauks
Inga Guðnasonar til að gera vamar-
mönnum á íslandi lífið leitt með hraða
sínum þó hann mætti að ósekju skora
meira af mörkum.
Grindvíkingar fylgja með
í humátt á eftir Reykjavíkurliðun-
um tveimur kemur síðan Grindavík.
Þar á bæ hafa menn ekki setið auðum
höndum heldur sótt menn af innlend-
um og erlendum miðum. Ólafur Gott-
skálksson mun standa í marki Grind-
víkinga í stað Alberts Sævarssonar,
Óðinn Árnason og Jóhann Benedikts-
son munu styrkja vömina en sá leik-
maður sem menn bíða með mestri eft-
irvæntingu er væntanlega Englending-
urinn Lee Sharpe sem dreginn var á
flot af dugmiklum bræðrum í Grinda-
vík eftir að hafa látið lítið fyrir sér fara
á knattspyrnuvellinum um nokkra
hríð. Grindvíkingar hafa styrkst mik-
ið, meira en flest lið, en mikið veltur á
því hvemig Lee Sharpe mætir til leiks.
Framarar hafa einnig verið duglegir
að bæta við sig mönnum en ekkert í
líkingu við þrjú áðurtalin lið. Önnur
lið hafa staðið í stað nema ÍBV og KA
sem hafa veikst og hafa ekki nema
einn og hálfan mánuð til að styrkja
leikmannahópinn sinn.
Margir spennandi ieikmenn
Margir spennandi leikmenn munu
spila i Simadeildinni í sumar. Það
verður fróðlegt að fylgjast með tví-
burunum Amari og Bjarka með KR-
ingum í sumar. Sömuleiðis Lee Sharpe
hjá Grindavík en auk þess hefur Dan-
inn Sören Hermansen sýnt það í leikj-
um sínum með Þrótti að þar er á ferð-
inni mjög áhugaverður leikmaður.
Ólafur Ingi Skúlason ætti að koma
reynslunni rikari til Fylkis eftir rúm-
lega eins árs dvöl hjá Arsenal.
Sumarið í Símdeildinni ætti því að
geta orðið skemmtilegt enda liðin flest
orðin sterkari og fleiri spennandi
leikmenn komnir i deildina. -ósk
Komnir: Sören Hermansen frá
Mechelen í Belgiu og ívar Sigur-
jónsson frá Breiðabliki.
Farnir: Enginn
Þróttarar hafa líkt og Valsmenn
farið sér hægt á leikmannamark-
aðnum í vetur. Þeir hafa aðeins
fengið tvo sóknarmenn til liðs við
sig, þá ívar Sigurjónsson og Dan-
ann Sören Hermansen, en á móti
kemur að þeir hafa ekki misst einn
einasta leikmann. ívar hefur
reynslu úr efstu deild en það er
ansi langt síðan hann var í al-
mennilegu formi og það er vandséð
hvemig hann á að komast í liðið
hjá Þrótti. Hann styrkir þó ungan
og reynslulítinn hóp.
Sören Hermansen virðist vera
stóri vinningurinn í lottóinu fyrir
Þróttara ef marka má frammistöðu
hans í deildabikamum. Hann er
frábær leikmaður, mikill marka-
skorari og góður að leggja upp færi
fyrir aðra og gæti verið sá leikmað-
ur sem gerir það að verkum að
Þróttarar verða stórhættulegir í
sumar. Hann er liðinu gífurlegur
styrkur en vinnur þó ekki leiki upp
á eigin spýtur. Þróttarar em með
mun sterkara lið en í fyrra, þökk sé
Sören, en þeir eru að spila í nýrri
og sterkari deild og tilkoma hans
jafnar sennilega út styrkleikamun-
inn á tveimur efstu deildunum.
Einkunn DV-SpoPts: ^
Komnir: Hálfdán Gíslason frá ÍA,
Jóhann Möller frá FH, Kristinn
Lárusson (byrjaður á ný) og Ólafur
Þór Gunnarsson frá ÍA.
Farnir: Tómas Ingason í Fram
Valsmenn hafa klárlega styrkt
sig frá því í fyrra enda eðlilegt þar
sem þeir eru nýliðar. Ólafur Þór
Gunnarsson er kominn af Skagan-
um til að verja markið hjá Vals-
mönnum og verður án efa mjög
mikilvægur hlekkur í liðinu.
Sóknarmennimir Hálfdán Gísla-
son og Jóhann Möller hafa ekki
náð að festa sig í sessi hjá sínum
liðum undanfarin ár en hafa sýnt
ákveðna hæfileika sem gætu
blómstrað ef þeir fá tækifæri til að
nýta þá.
Kristinn Lárusson hefur tekið
fram skóna á ný og reynsla hans og
karakter kemur til með að vera
dýrmæt í sumar.
Valsmenn hafa aðeins misst
markvörðinn Tómas Ingason yflr í
Fram og þótt nýliðar í Símadeild-
inni hafi oft verið atorkusamari á
leikmannamarkaði fyrir tímabil þá
hafa Valsmenn styrkst frá því í
fyrra.
Þeir eru hins vegar nýliöar og
þvi metum við að það svo að liðið
sé nokkurn veginn jafnt að styrk
og í fyrra miðað við styrkleika-
muninn á tveimur efstu deildun-
um.
Einkunn DV-Spopts: ^
Komnir: Scott Ramsey frá Grinda-
vík, Hilmar Bjömsson frá FH, Garð-
ar Jóhannsson frá Stjömunni, Krist-
ján Sigurðsson frá KA, Bjarki Gunn-
laugsson frá ÍA og Amar Gunnlaugs-
son frá Skotlandi.
Farnir: Þorsteinn Jónsson (hætt-
ur), Magnús Ólafsson til Hauka og
Tryggvi Bjarnason til ÍBV.
Það þarf ekki að fara mörgum orð-
um um það að íslandsmeistarar KR
hafa styrkst gífurlega frá síðasta
sumri og verðskulda í raun meira en
fulla gjöf fyrir atorku sína á leik-
mannamarkaðnum í vetur. Þeir
fengu besta mann KA á síðasta
sumri, Kristján Sigurðsson, til að
efla varnarleikinn og nokkuð ljóst
að hann gerir meira en að fylla skarð
Tryggva Bjarnasonar sem spilaði lít-
ið síðasta sumar. Hilmar Björnsson,
sem hefur verið einn besti bakvörð-
ur SímadeOdarinnar undanfarin tvö
ár, er kominn heim á ný og um getu
tvíburanna Amars og Bjarka Gunn-
laugssona þarf vart að fjölyrða.
Bjarki sýndi það á síðasta sumri
að hann þarf varla að vera í formi tfl
að vinna leUú upp á eigin spýtur og
menn eru enn minnugir þess þegar
Amar Gunnlaugsson spilaði hér á
landi síðast, fimmtán mörk í sjö
leikjum árið 1995. Þeir leikmenn sem
eru horfnir á braut áttu ekki fast
sæti í liðinu á síðasta tímabUi og
heggur brotthvarf þeirra því ekki
veruleg skörð í leikmannahóp KR.
Einkunn ÐV-Sports: $
Komnir: Igor Kostic frá Vík-
ingi, Steingrímur Jóhannesson
frá Fylki og Tryggvi Bjamason
frá KR.
Farnir: Hlynur Stefánsson
hættur, Ingi Sigurðsson hætt-
ur, Niels Bo Daugaard tU Dan-
merkur, Tómas Ingi Tómasson
án félags, Olgeir Sigurðsson tU
Breiðabliks, Kjartan Antons-
son tU Fylkis.
Eyjamenn hafa misst gríðar-
lega mikið frá því í fyrra. Fam-
ir eru reynslumestu leikmenn
liðsins, Hlynur Stefánsson og
Ingi Sigurðsson eru hættir og
Tómas Ingi Tómasson fékk
ekki samning sinn endurnýjað-
an. Þó skal aldrei afskrifa Hlyn
því hann tók fram skóna á síð-
asta timabUi þegar neyðin var
mest og gæti gert það í sumar.
Það verður erfitt fyrir Eyja-
menn að fyUa skarð Kjartans
Antonssonar í vöminni og aUs
óvíst að hinn efnUegi Tryggvi
Bjamason sé tUbúinn tU þess.
Hann hefur verið mikið meidd-
ur undanfarið ár og skortir sár-
lega reynslu. Það styrkir þó lið-
ið að hafa fengið Steingrím Jó-
hannesson tU baka en ef Eyja-
menn styrkja sig ekki meira
bíður þeirra sérlega erfitt sum-
ar.
Einkunn DV-Spopts: 0
Komnir: Jón Ö. Eiríksson
frá Leiftri/Dalvík, Pálmi
Pálmason frá Völsungi, Þor-
leifur Ámason frá Leiftri/Dal-
vík, Þorvaldur Guðbjömsson
frá Leiftri/Dalvík, Örlygur Þór
Helgason frá Þór Ak. og Stein-
ar Tenden frá Stryn i Noregi.
Farnir: Andrés VUhjálms-
son og Þórður Þórðarson tU ÍA
og Kristján Sigurðsson til KR.
KA-menn misstu gífurlega
mikið þegar Kristján Sigurðs-
soon ákvað að söðla um og
spUa með íslandsmeisturum
KR á komandi tímabUi. Hann
var þeirra besti maður síðasta
sumar og algjör lykUmaður í
sterkum varnarleUí liðsins.
Miöað við þann mannskap
sem þeir hafa fengið hafa þeir
ekki fyllt skarð hans. KA-
menn munu einnig finna fyrir
því að hafa misst Þórð Þórðar-
son úr markinu. Hann lék vel
síðasta sumar og í ljósi þess að
KA-menn hafa ekki fundið
staðgengU fyrir hann enn sem
komið er þá mæta KA-menn tU
leUts með mun veikara liö en í
fyrra. Þrír leikmenn eru
komnir frá Leiftri/Dalvík en
þeir hafa ekki sannað sig í
efstu deUd. Norömaðurinn
Steinar Tenden er spurninga-
merki.
Bnkinn DV-Sports:
<
r
*
*