Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ2003 DVBlLAR 5
Smæsti 4x4 sportbíllinn
Smæsti opni sportbíll í heimi
er frá Daihatsu og kallast
Copen og verður bráðum fáan-
legur með fjórhjóladrifi. Bíllinn
kemur á markað í haust og
keppir við bíla eins og Smart
Roadster og Ford StreetKa.
Fjórhjóladrifsútgáfan kemur
þó ekki á markað fyrr en 2004
og aðeins í Japan til að byrja
með. Sá bíll verður með 1,3
lítra vél en núna er bíllinn með
660 rúmsentímetra vél sem
skilar 64 hestöflum. 1,3 lítra
bíllinn verður 86 hestöfl sem
er ágætt fyrir bíl sem er aðeins
900 kíló. Upptak í hundrað ætti
því að geta verið um 8,5 sek-
úndurog hámarkshraði 180
km. Þrátt fyrir að bíllinn sé lítill
og ódýr er búnaður hans eins
og í stærri bílum og er til
Mr. Bean klessti bílinn sinn
dæmis skrikvörn, loftkæling og
rafdrifin opnun á þaki staðal-
búnaður. Að sögn Egils
Jóhannssonar forstjóra
Brimborgar er þess ekki að
vænta að þessi bíll verði boð-
inn hérlendis. Kemur það til
vegna óhagstæðs verðs á
Daihatsu-bílum hérlendis.
Trúðurinn og leikarinn Rowan
Atkinson er vel þekktur sem
Mr. Bean og einnig Johnny
English og hefur reyndar báðar
þær persónur svolítið í sér.
Þessi„nörd" keyrði nýlega allt
of hratt í þriðja skiptið á stutt-
um tíma í einum af sínum
sportbílum, Aston Martin
Zagato, bíl sem kostar enga
smápeninga - verðið hleypur á
tugum milljóna króna.Á 130
km hraða ók Atkinson inn í
runna í nágrenni veðhlaupa-
brautar skammt utan við
London. Atkinson sagðist vera
bæði stirður og í taugalosti yfir
atvikinu. Ekki er Ijóst hvort það
var vegna útafakstursins eða
þess tjóns sem hann og trygg-
ingafélagið urðu fyrir.
Stór fjölnotabíll frá
Mercedes frumsýnd-
ur í sumar
Á næsta ári mun Mercedes-Benz
leysa V-línu sína af hólmi með al-
veg nýjum bíl sem fær líka nýtt
nafn, Viano. Bíllinn er mun stærri
en sá sem hann leysir af hólmi og
meiri fjölnotabíll. Hægt verður að
velja um þrjár stærðir á yfirbygg-
ingu upp í 5220 mm á lengd og
hjólhaflð verður 3200-3400 mm.
Innréttingar verða fjölbreyttar og
hægt verður að klæðskerasauma
bflinn eftir þörfum kaupenda
sinna. Sætin verða sett í sérstakar
brautir svo að hægt verður að end-
urraða þeim eftir hentugleikum.
Viano verður afturhjóladriflnn
sem er nokkuð óvenjulegt í þess-
um flokki en að sögn hönnuða
Mercedes er það gert til að fá
meira veggrip. Hægt verður að fá
hann með bæði fjögurra og sex
strokka vélum frá 88 upp í 218
hestöfl. Bfllinn verður frumsýndur
á húsbflasýningunni í Dusseldorf í
sumar en einnig má búast við
honum á bflasýningunni í Frank-
furt í september áður en bfllinn
kemur á markað fyrir áramót.
njatl@dv.is
Norðmanna freistað
með ofurbensíni
Norðmanna er þessa dagana
freistað með nýju en dýru ofur-
bensíni sem á að fara betur með
bflvélar, gefa möguleika á meiri
hraða og t.d. styttri tíma fyrir bfl-
inn í hröðun frá 0 til 100 km hraða
og betri viðbrögðum bflsins í um-
ferðinni. Það eru Shell og Statoil
sem bjóða þetta ofurbensín. Shell
segir W-Power svar við óskum
þeirra sem vilja bensín á borð við
það sem Ferrari-formúlubflar fá
og þannig fái þeir sem það kaupi
hámarksafköst úr úr mótor bflsins.
Undir það tekur Statoil.
Norsku neytendasamtökin eru
ekki ýkja hrifm og segja m.a. að
kannski þurfí fólk afls ekki að
skipta um bfl ef trúa eigi orðum
Shell og Statoil um nýja bensínið.
Hvorki Hydro Texaco eða Esso
hafa í hyggju að setja nýtt kraft-
bensfn á markað en benda á að
bæði með 95 og 98 oktana bensíni
sé hægt að kaupa sérstakt efni sem
auki kraft bensínsins, og það kosti
ekkert aukalega, en hjá Shell og
Statoil kostar nýja bensínið um 2
krónum íslenskum meira en
venjulegt bensín.
Norsku neytendasamtökin segja
að tilboð um ofurbensín nú sé að-
eins staðfesting á því að slagurinn
um viðskiptavinina sé harðari en
nokkru sinni fyrr, um hvern bens-
índropa og hverja krónu. Kannski
kaupa einhverjir dýrara bensín
standi þeim það til boða, en bara
af forvitni, en auðvitað sé til fólk
sem vilji kaupa hreinna bensín
vegna þess að það vill fá minna sót
frá bflnum, en það hljóti að vera í
miklum minnihluta.
SKEIFUNNI 11 • SIMI 520 8000 SMIÐJUVEGI 68 • SIMI 544 8800
BÍLDSHÖFÐA16 • SÍMI 577 1300 EYRARVEGI 29 ■ SÍMI 483 1800
DALSHRAUN113 ■ SÍMI 555 1019 WWW.StillinQ.iS
UisinnPlns
o meira
Fyrir ökumenn sem leggja mikla áherslu á
öryggisþáttinn í umferóinni og sækjast eftir
mikilli lýsingu.
Innnnrlifn
.* • • • | ■ | •
Tvofold ending
LongerLife perurnar höfóa alveg sértaklega
til atvinnubílstjóra, t.d. leigubílstjóra og
annarra sem aka mikió. Slíkir ökumenn aka
gífurlegar vegalengdir á hverju ári. LongerLife
perurnar eiga reyndar alveg sérstakt erindi
til íslenskra bíleigenda því hér á landi er ekið
með liósum allan daginn.
ÍPHiUPS!
sölutilkynningar og afsöl
I
550 5000
gg@dv.is