Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Side 10
10 DVBlLAR LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ2003
REYNSLUAKSTUR
Njáll Gunnlaugsson
njall@dv.is
„í beygjum liggur hann
eins og hann sé á
teinum"
Sportlegur bíll sem segir sex
Mazda 6 kom á markað í fyrra
og hefur strax hlotið góðar
viðtökur heimspressunnar.
DV-bflar hafa þegar prófað fjög-
urra dyra bflinn með 1,8 lítra vélinni
og slógu því ekki hendinni á móti
sporttýpunni þegar hún bauðst til
reynsluaksturs á dögunum. Sá bfll
er með 2,3 lítra vél og er fimm dyra
og var reyndar í forvali á bfl ársins á
íslandi á dögunum þar sem hann
lenti í þriðja sæti yfír heildina.
Sportleg innrétting
Innrétting Mazda 6 er vel búin í
grunninn og ekki síður í sporttýp-
unni sem er búin leðurinnréttingu,
rafdrifnum sætum og topplúgu. Það
fer því vel um ökumann í þessum
bfl og sportleg sætin gefa góðan
stuðning. Stýri er einnig með að-
drætti og þvf fæst kjörstaða bak við
það. Önnur stjórntæki eins og gír-
skipting eru þægilega staðsett og
formuð og miðjustokkur gefur góð-
an stuðning. Sportleg hönnun er
nefnilega ekki síður mikilvæg inn-
andyra í bfl sem vill gefa sig út fyrir
sportlega eiginleika og eru þau at-
riði í góðu lagi í þessum bfl. Innrétt-
ingin sjálf er kannski ekki á við það
besta í flokknum en hún er smekk-
leg og takkar vel staðsettir og ein-
faldir í notkun.
Rúmgott farangursrými
Pláss í Mazda 6 er gott, nánast
hvar sem litið er í hann. Gott að-
gengi er í gegnum dyr og það er
þægilegt að setjast inn í hann þrátt
fyrir frekar lág sæti. Rými í aftursæti
er í góðu meðallagi og einnig í skotti
sem er sérlega rúmgott. Afturhleri
opnast líka vel upp og eini gallinn
við afturendann er að einungis er
Kostir Gallar
Veggrip, farangursrými Veghljóð
hægt að opna hann handvirkt en
hafa hefði mátt barkaopnun eða
jafnvel rafmagnsopnun til enn frek-
ari þæginda. Undirritaður prófaði
að flytja í bflnum stóran barnavagn
sem taka þarf sundur í tvo hluta og
komust þeir fyrir án vandkvæða
hlið við hlið í skottinu sem verður
að teljast nokkuð gott.
Skemmtilegur akstursbíll
í akstri er Mazda bfll sem segir
sex og með 2,3 lítra vélinni er hann
alveg sérlega skemmtilegur aksturs-
bfll. Hann liggur betur með þessari
vél en minni vélinni og kemur það
lfldega til af betri þyngdardreiflngu.
Einnig sakar ekki að gripmikil
Bridgestone Potenza voru undir
prófunarbflnum. Bfllinn er reyndar
ekki eins hljóðlátur f akstri og helstu
keppinautarnir og varla er hægt að
kenna mjúkum Potenza-dekkjun-
um um það nema að litlu leyti. Vél-
in er þó frekar hljóðlát þó að hún
urri aðeins þegar tekið er á henni,
en þannig á það nú einmitt að vera
í sportara eins og þessum. í beygj-
um liggur hann eins og hann sé á
teinum og hliðarvelta er mjög lítil.
Undirrítaður prófaði að
flytja í bílnum stóran
barnavagn sem taka
þarf sundur í tvo hluta
og komust þeir fyrir án
vandkvæða.
Spólvörn grípur sárasjaldan inn í
sem er kostur en hægt er að slökkva
á henni kjósi menn svo. Krafturinn í
vélinni er góður og jafn upp allt
snúningssviðið sem hefur þann
kost að hægt er að keyra bflinn hratt
upp en einnig rólega á lágum snún-
ingi þar sem togið kemur snemma
inn. Þannig er gott að keyra bflinn
innanbæjar og það hefur líka góð
áhrif á bensíneyðsluna.
Nokkuð gott verð
Verðið á Mazda 6 með 2,3 h'tra
vélinni verður að teljast nokkuð
gott, 2.970.000 kr. með 2,3 lítra vél-
inni sem skilar 166 hestöflum. Ekki
alveg eins öflugur Lexus IS200 kost-
ar 2.930.000 kr. og 190 hestafla
Honda Accord 2,4 með sex gíra
skiptingunni er á 2.740.000 kr. í Evr-
ópudeildinni er Passat VR6 á
3.710.000 kr. Mondeo Ghia V6 á
2.995.000 kr.
j Innstig er þægilegt þrátt fyrir frekar lága sætisstöðu og svört leðurinnrétt-
ingin setur mikinn svip á hann að innan.
] 17 tommu álfelgur og diskabremsur á öllum hjólum eru staðalbúnaður.
3 Framljósin eru fallega löguð og Xenon-ljós í lága geislanum eru staðalbún-
aður.
Q Vélin í sportútgáfunni er 2,3 lítrar og hefur jafna og skemmtilega vinnslu.
Q Mælaborðið er stílhreint og vel búið en mætti þó vera ögn nýtískulegra.
Jj Tvöfalt pústkerfi aðgreinir sportútgáfuna frá öðrum sexum.
JjJ Skottið opnast vel og rúmar stóran barnavagn.
njall@dv.is
MAZDA 6 2,3 MZR
Vélbúnaður:
Vél: 2,3 lltra bensínvél
Rumtak: 2261 rúmsentímetri
Ventlar: 16
Þjöppun: 10,8:1
Gfrkassi: 5 glra, beinskiptur
UNDIRVAGN:
Fjöðrun framan: Fjölarma
Fjöðrun aftan: Fjölarma
Bremsur: Loftkældir diskar/diskar, ABS, EBD
Dekkjastærð: 215/45 R17
YTRITÖLUR:
Lengd/breidd/hæð: 4680/1780/1435 mm
S Hjólahaf/veghæð: jÍpS 2675/150 mm
Beygjuradius: 11,8 metrar
INNRITÖLUR:
Farþegar m.ökumanni: 5
Fjöldi höfuðpúða/öryggisi aúða: —K 5/8
Farangursrými: 492 lítrar
HAGKVÆMNI:
Eyðsla á 100 km: 9,1 lítrar
Eldsneytisgeymir: 64 lltrar
Ábyrgð/ryðvörn. 3/12 ár
Grunnverð: 2.250.000 kr.
Verð prófunarbíls: ' 2.970.000 kr.
Umboð: j^^pagastSisaM
Staðalbúnaður:
Rafdrifnar rúður og speglar, útispeglar uppnitaðir, 8 öryggispúðar, rafdrifið öku-
mannssæti, upphituð framsæti, samlæsingar, þjófavörn, armpúði, aðdráttarstýri,
fjarstýrt útvarp og 6 diska geislaspilari með Bose-hátölurum,tölvustýrð miðstöð,
skrikvörn.aksturstölva, skriðstillir, 17 tommu álfelgur, Xenon aðalljós,topplúga, leð-
urinnrétting, vindskeið
SAMANBURÐARTÖLUR:
Hestöfl/sn.: 166/6500
Snúningsvægi/sn.: 207 Nm/4000
Hröðun 0-100 km: 9 sek.
| BAmarkshraðl: | 2í Ikpnú'fclst- ■
Eigin þyngd: 1430 kg
Heildarþyngd: 3890 kg