Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Side 2
2 DVBfLAR LAUGARDAQUR 28. JÚNÍ2003 Innlendar fréttir BMW X3 kynnt- ur með ísland í bakgrunni Hafin er alþjóðleg kynning á nýj- um BMW X3, nýjum sportjepplingi frá bæverska framleiðandanum. Kynningarmyndatökur íyrir bílinn fóru fram hérlendis í síðustu viku og fór myndatakan afar hljótt fram, svo hljótt að umboðið vissi varla af henni. Nýi bíllinn verður ffumsýnd- ur á bílasýningunni f Frankfurt í september og kemur á markað í Evrópu næsta vor. Margar nýjungar Eins og sjá má hefur bíllinn sinn eigin stíl þótt einkenni BMW, eins og tvískipt „nýrnagrillið", séu aug- ljós. Hjólahafið er mikið og skögun því lítil. Meðal nýjunga í bílnum er svokallað xDrive-fjórhjóladrif sem getur fært átak á milli fram- og aft- uröxuls á augabragði sem bætir mjög stöðugleika bílsins á malbiki. Hægt er að slökkva á kerfinu að vild en þegar kveikt er á því kemur það í veg fyrir undir- og yfirstýringu. Utan vega færir það aflið til þeirra hjóla sem hafa mesta gripið sem bætir enn torfærueiginleika bílsins. DSC-stöðugleikakerfið er einnig tengt nýja kerfinu og hægt verður að fá sérstakt kerrustöðugleikakerfi fyrir þá sem þess þurfa, auk HDC- hallaviðnáms. Billinn verður búinn bæði bensín- og dísilvélum - meðal annars þriggja lítra bensínvél sem skilar 231 hestafli. Hægt verður að fá „High Speed‘‘-útgáfu og nær bíll- inn þá 225 km hraða. Önnur þriggja lítra dísilvél er 204 hestafla línusexa sem hefur 410 Nm af snúningsvægi. Sá bíll verður með sex gíra bein- skiptingu sem staðalbúnað en einnig verður hægt að fá hann með fimm þrepa sjálfskiptingu. AUDI: Bílarnir á lóðamörkum Sæbólsbrautar 42 og 40 í Kópavogi hafa verið þar síðan snemma í vor og það vekur athygli að ekki skuli nást samkomulag milli nágrannanna. Bílar skilja að nágranna Síðan snemma í vor hafa bílar staðið í röðum í grunni á lóðamörk- um Sæbólsbrautar 42 og 40 í Kópa- vogi. Bílum hefur verið komið þarna fyrir af íbúa Sæbólsbrautar 40 til að koma í veg að íbúi Sæbólsbrautar 42 geti lokið við framkvæmdir á lóð- inni. Upphaf deilunnar mun vera það að nágrannarnir gerðu með sér samning um að íbúi Sæbólsbrautar 42 fengi aðgang að lóð nágranna síns meðan á framkvæmdum stæði hjá honum sem ná alveg að lóðá- mörkum. Greiðslan var m.a. frá- gangur lóðar, malarofanfburður o.fl. í innkeyrslu. Tímamörk munu reyndar ekki hafa staðist og þegar nágranninn krafðist svo hárrar pen- ingaupphæðar fyrir afnotin til við- bótar við áðurnefnd skilyrði var því neitað. Hann brást þá skjótt við, náði í ógangfæra bíla og raðaði þeim á lóðamörkin svo ógjömingur er að ljúka verkinu. Við svo búið stendur enn. Bílar em því greinilega til ýmissa hluta nytsamlegir þótt ekki sé hægt að aka þeim. gg@dv.is ÓDÝRARI: Porsche Cayanne er nú fáenlagur í V6 útfærslu og þannig búinn fer hann undirToyota Landcruiser 100 í verði. Porsche Cayenne á 6,4 milljónir Bílabúð Benna, umboðsaðili Porsche á íslandi, hefur fengið aukningu á innflutningskvóta á Cayenne-jeppanum og fær fyrir- tækið nokkra bíla í haust með 250 hestafla V6 vél. Heitir sá bíll Cayenne en fyrir í framleiðsulín- unni em Cayenne S sem er 340 hestafla og Turbo sem er 450 hest- afla. Fyrsta sending af V6 Cayenne er væntanleg í september og er þegar farið að taka niður pantanir. S-bíllinn kostar nú frá 7,9 milljón- um króna en verðið á V6 bílnum verður um 6,4 milljónir krónur. Cayenne verður að mestu með sama búnað og Cayenne S hvað varðar innréttingu, leðurklæðn- ingu og sama fjórhjóladrifskerfi. Auk þessa er hægt að panta loft- púðafjöðrun og annan aukabúnað eins og í Cayenne S og Cayenne Turbo. Frá því að Porsche Cayenne var frumsýndur í Listasafni Reykja- víkur hafa verið skráðir 15 slíkir bíl- ar. SUPERB: Nú styttist í að Skoda Superb verði boðinn hérlendis en hann verður vænt- anlega kynntur innan fárra vikna. Skoda Superb ílúxusútgáfu Skoda Auto sýndi nýlega sérstaka útgáfu af Skoda Superb-lúxusbíln- um á Brno Motor Show, bílasýn- ingu í Tékklandi. Að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, kynningarfull- trúa Heklu, styttist í að Hekla fái fyrsta bílinn til landsins. „Við höf- um nú í þó nokkurn tíma unnið að því að hefja innflutning á Skoda Superb til íslands. Það er nú loks að verða ljóst að af því verður og em allar líkur á að verð bílsins verði í takt við okkar væntingar. Skoda Superb er að mínu mati feikilega spennandi bíll. Ef allt gengur sam- kvæmt áætlun ætti bíllinn að verða hér innan fárra vikna,“ sagði Jón Trausti. Bíllinn sem sýndur var í Brno er með 2,8 lítra V6-vél sem skilar 190 hestöflum og er með fimm þrepa valskiptingu. Hann er í sérstakri lúxusútgáfu handa fyrirmönnum og er þess vegna með festingar fyr- ir fána á frambrettum. Að innan er ® hann klæddur ljósu leðri og marg- an lúxusbúnað er þar að finna, sér- staklega í aftursæti. Má þar nefna viðarhringborð í miðjustokki, nettengingu, sjónvarp og DVD. Skoda hefur líka látið gera sérstaka leigubílaútgáfu af Superb, með sömu áherslu á þægindi í aftursæt- um, og verður sú útgáfa fáanleg með 1,9 lítra TDI-dísilvélum, 100 og 128 hestafla, auk tveggja lítra 114 hestafla bensínvélar. njall@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.