Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Side 6
6 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ2003 Vivuiu- velar t'bölu Upplýsingar hjá Vélaveri hf. Sími 588-2600 og 893-1722 3cxSuper JCB BcxSuper, árg. ‘97 Notkun 5.587 vst. Verð 3.200.000 - án/vsk JCB 3cxSuper Árg. ‘96 Notkun n.ooo vst. 2.400.000 - án/vsk. JCB 3cx Árg. ‘99 Notkun 5.030 vst. Verð 3.300.000 - án/vsk. Ausa 108 Árg.‘oi Notkun li vst. Verð UOO.OOO - án/vsk. JCB 4cx Árg. ‘93 Notkun 8.800 vst. Verð 1.800.000 * án/vsk. VÉLAVERf Uppl. hjá Vétaveri hf. SimS 5S8-2600 og 893-1722 Fimm innbrot ÞJÓFNAÐUR: Tilkynnt var um fimm innbrot eftir hádegi í Reykjavík í gær. Eitt innbrot- anna var í bíl í Breiðholti en hin voru i hús miðsvæðis f bænum.Talsverðu varstolið að sögn lögreglu. Síðdegis var svo maður handtekinn í tengslum við innbrotin og var hann í yfirheyrslu þegar blað- ið fór í prentun. Kyrrsetningarkröfu Gaums á Thee Viking, skemmtibáti Jóns Geralds Sullenbergers, hafnað öðru sinni: Slegist um Hamleys VlÐSKIPTl: Stjórn leikfanga- verslunarinnar Hamleys dró stuðning sinn við yfirtökutilboð Baugs til baka í dag. Gerðist það í kjölfar þess að Tim Water- stone, stofnandi samnefndra bókaverslana, hafði boðið bet- ur í fyrirtækið á föstudag. Til- boð Waterstones hljóðaði upp á 230 pence fyrir hvern hlut en tilboð Baugs frá í fyrri viku, sem sett var fram í von um að verj- ast frekari tilboðum keppi- nauta, hljóðaði upp á 226 pence. Samkvæmt Reuters- fréttastofunni nýtur Watersto- ne stuðnings hlutabréfasjóðs- ins Rhone Capital og á hann nú eða ræður yfir 13,55 prósent- um af hlutabréfum í Hamleys. Ekki náðist í Jón Scheving, for- stjóra Baugs ID, í morgun. Stefna lögmanni Gaums Dómari í Miami á Flórída í Bandaríkjunum hafnaði á fimmtudag kröfu Gaums um kyrrsetningu á skemmtibátnum Thee Viking sem er í eigu félags Jóns Geralds Sullenbergers. Er þetta annað kyrrsetningarmál- ið sem höfðað var vegna báts- ins, en því fyrra var vísað frá í ársbyrjun. Lögmaður Gaums neitaði að koma fram sem vitni og var því stefnt af lögmanni Jóns Geralds. Jón Gerald Sullenberger sagðist í samtali við DV í gær vera mjög ánægður með þessa niðurstöðu sem væri honum mjög mikilvæg, en málaferlum væri þó engan veg- inn lokið. í niðurstöðu dómara á Miami á fimmtudag var kyrrsetningu Gaums á bátnum Thee Viking lýst ólögmætri en eigi að síður hafnaði dóm- ari kröfu Jóns Geralds um að þinglýst skulda- yfirlýsing vegna kyrr- setningarkröfunnar yrði afmáð úr veðbók- um bátsins. í niðurstöðu dómara réttarins í Miami-Dade-sýslu á fimmtudag er kyrrsetningu Gaums ehf. á bátnum lýst ólögmætri en eigi að síður hafnaði dómari kröfu Jóns Geralds um að þinglýstri yfirlýsingu vegna kyrrsetningarkröfunnar yrði afmáð úr veðbókum. Gaumi var hins veg- ar gefinn 14 daga frestur til að leggja fram 250.000 dollara trygg- ingu (um 19,1 milljón íslenskra króna) fyrir áframhaldi málsins. Verði umrædd upphæð ekki lögð fram innan þessa frests verður þinglýst krafa þeirra á bátinn felld út. Gaumur var auk þess dæmdur til að greiða allan málskostnað vegna kyrrsetningarkröfunnar, sem og lögfræðikostnað Jóns Geralds Sullenbergers sem var með Jonath- an Goodman sér til varnar. Jonath- an er fyrrverandi saksóknari í Mi- ami. Hvorki Jón Ásgeir Jóhannesson né Jóhannes Jónsson mættu til að vera viðstaddir réttarhaldið, en þeir munu þó hafa fengið frest til að mæta vegna anna. - „Þeir áttu að koma fyrir réttinn 2. og 3. júní en við gáfum þeim frest þar sem þeir voru uppteknir. Þeir áttu síðan að koma 25. og 26. júní en komu ekki,“ sagði Jón Gerald. Fyrir Gaum mættu þess í stað tveir lögfræðingar frá New York og tveir frá Miami. Aðallögfræðingur DEILUFt SkemmtibáturinnThee Viking hefurverið þungamiðjan ílangvarandi deilu og málaferlum á milli Jóns Geralds Sullenbergers og Baugsfeðga sem enn sér ekki fyrir end- ann á. TheeViking kyrrsettur Dómari í Miami á Flórída kyrrsetti í annað sinn bátinnThee Viking. Jón Gerald Sullenberger. Gaums, Judy Sullevan frá New York, hafði daginn áður yfirheyrt Jón Gerald vegna ýmissa reikninga sem tengjast m.a. rannsókn hér heima á málum Baugs og Nordica, fyrirtæki Jóns Geralds. Neitaði að vitna Á fimmtudag var Judy Sullevan hins vegar kölluð sjálf fyrir sem vitni Jóns Geralds í málinu, en hún neitaði að setjast í vitnastólinn og mun það hafa valdið nokkru upp- námi í réttarsal. Tildrög þessarar vitnaleiðslu eru þau að þegar ljóst var að fyrri tilraunir Gaums til að kyrrsetja bátinn Thee Viking gengu ekki upp skrifaði Judy Sullevan bréf sem er þinglýst sem krafa á bátinn þar sem hún staðfestir fyrir hönd Baugsfeðga að þeir hafi lánað Jóni Gerald Sullenberger 560.000 doll- ara sem notaðir hafi verið til kaupa á bátnum. Jón Gerald segir að hún hafi ver- ið kölluð sem vitni til að upplýsa dóminn um það hvað hún hefði í höndunum sem staðfesti að þessar upplýsingar væru réttar. - „Við vildum fá að vita hver hennar rök væru fyrir að hafa skrifað þetta bréf. Hún neitaði að svara því.“ Gaumi var gefinn 14 daga frestur til að leggja fram 250.000 dollara tryggingu (um 19,1 milljón íslenskra króna) fyrir áframhaldi málsins. Jón segir að þar sem hún hafi neitað þessu þá hafi lögfræðingur hans útbúið stefnu á hendur kollega sínum fyrir framlagningu gagna sem hún geti ekki staðfest að séu rétt en eru samt lykilatriði í kyrrsetningarkröfu Gaums. Var Judy Sullevan afhent stefnan um leið og hún yfirgaf dómhúsið á fimmtudag. Ekki hefur náðst í Jón Ásgeir Jó- hannesson, forstjóra Baugs og einn af aðaleigendum Gaums ehf., vegna málsins. Jóhannes Jónsson, stjórnarformaður Baugs, viidi ekki tjá sig um málið þegar DV hafði tai af honum í morgun. hkr@dv.is f Þrír fulltrúar hafa krafist fundar í utanríkismálanefnd: Alls óvíst hvenær nefndin fundar næst Formanni utanríkismálanefnd- ar Alþingis er skylt að boða til fundar í nefndinni þar sem þrír fulltrúar Samfylkingarinnar hafa farið fram á það, en þriðj- ung nefndarmanna þarf til að krefjast fundar. Guðmundur Árni Stefánsson segir að ræða þurfi í nefndinni þá leynd sem hvili yfir viðræðunum við Bandaríkjamenn um varnar- mál, en bréfin sem gengið hafi á milli aðila séu að sínu mati ekki þess eðlis að það skaði hagsmuni íslendinga að birta þau. í öðru lagi þurfi að leggja fram viðræðuáætlun ríkisstjórnarinnar og loks þurfi að liggja fyrir hvort málið sé á forræði forsætis- eða utanríkisráðherra. „Það er langt síðan síðasti fundur var haldinn í nefndinni, hlutirnir gerast hratt og fundi ber að halda reglulega svo að við getum fylgst með framvindu málsins," segir Guðmundur Árni. „Það er ekki eins og nefndarmenn eigi að þakka fýrir að fá fund og ríkisstjórnin hefur nógu iengi haft frítt spil í þessu máli." Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, segist ekki hafa séð bréf Guðmundar Árna né rökstuðning hans fyrir beiðni um fund. Ef rétt sé að þrfr fulltrúar standi að beiðninni þurfi auðvitað að skoða það mál. „Það er hins vegar ekkert hægt að segja til um það núna hvenær af þeim fundi verður eða hvað verður þar rætt,“ segir Sólveig. „Nefndin fundar auðvitað ekki daglega en þó má geta þess að það var haldinn fundur í henni sl. föstudag, en það gátu ekki allir mætt á þann fund.“ Sólveig segir að ekkert nýtt hafi komið fram íviðræðum um varnar- málin sem kalli á fund. „Ég er alveg forviða á því hvernig sumir þing- menn tala um þessi mál og krefjast opinberrar umræðu sem ég tel að þjóni ekki hagsmunum okkar ís- lendinga á þessu stigi málsins. Stjórnarandstaðan er að reyna að skapa sér pólitíska sérstöðu með alveg ótrúlegum yfirlýsingum og það er athyglisvert að það eru ekki bara nefndarmenn í utanríkismála- nefnd sem blanda sér í þær um- ræður.“ olafur&dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.