Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Blaðsíða 10
RÓIÐ Á VATNINU: Líkt og fiskimenn Biblíunnar, sem forðum lögðu á djúp Galíleuvatns, róa drengirnir í Vatnaskógi út á vatnið þar - og læra áratökin.
Sumarbúðirnar í Vatnaskógi eru vinsælar og hafa í heiðri gömul og góð gildi:
Ævintýri og áralag lífsins
Heyra má saumnál detta þeg-
ar vi4 göngum inn í matsalinn í
sumail'úðunum í Vatnaskógi.
Morguns* undin er að byrja og í
anda þeirra gilda sem starf
Skógarnr.anna byggist á hefst
hún með bænastund.
Af fullri einbeitingu loka drengirn-
ir augunum og biðja um góðar
stundir og samfylgd Guðs með sér í
lífi og starfi. Fyrir þeim er trúin sjálf-
sagt mál. Síðan losa þeir um spennt-
ar greiparnar, leggja frá sér Nýja
testamentið og fá sér brauð og
drekka kakó og ná sér þannig í orku
fyrir ævintýri dagsins.
Mannrækt á kristnum grunni
Á þessu sumri eru liðin áttatíu ár
frá því fyrsti drengjahópur KFUM
kom til sumardvalar í Vatnaskógi.
Síðan þá hafa um átján þúsund
drengir komið þangað til sumar-
dvalar og átt skemmtilega daga. Af-
mælis sumarbúðanna verður
minnst um verslunarmannahelgina
í sumar.
Höfum mótandi áhrif
á lífsviðhorf drengj-
anna, sem auðvitað er
einn helsti tilgangurinn
með sumardvöl í
Vatnaskógi.
„í Vatnaskógi fer fram mannrækt
á kristnum grunni. f raun er alveg
ótrúlegt hvað ein vika getur mótað
drengina mikið. Margir hafa sagt frá
því að vikudvöl í Vatnaskógi hafi haft
ótrúlega sterk áhrif, hér hafi þeir
kynnst ýmsu sem síðan hafi haft
ævarandi áhrif og komið þeim að
góðum notum," segir Sigurbjörn
Þorkelsson.
Hann hefur til fjölda ára verið
starfandi innan KFUM. Hann er
meðal annars fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri félagsins og stjórnaði
starfinu í sumarbúðunum í fjórtán
sumur.
Læra að bera virðingu hver
fyrir öðrum
DV-menn heimsóttu Vatnaskóg
fyrir helgi en þar dveljast frá viku til
viku 95 drengir á aldrinum 9 til 12
ára. Yfir sumarið hafa um 1.200
drengir viðkomu þar.
„Það er ánægjulegt hvað þetta
starf gengur ótrúlega vel og við trú-
um því að vernd Guðs sé yfir staðn-
um og starfinu. Eitt það helsta sem
við vinnum hér út frá er að drengirn-
ir læri að bera virðingu hver fyrir
öðrum og búi við aga. Það vilja þeir
líka og jafnframt að hér sé haldið í þá
siði sem hér hafa svo lengi verið í
heiðri hafðir. Einnig höfum við verið
afskaplega heppnir með starfsfólk í
gegnum árin, hér hafa lfldega starfað
um 800 manns í gegnum tíðina,“
segir Ársæll Aðalbergsson. Hann er
framkvæmdastjóri Skógarmanna,
sem er umsvifamesti þátturinn í öllu
starfi KFUM.
„Að halda í gamlar hefðir hérna
skapar okkur sérstöðu, En einnig
það að feður og afar sem hér hafa
verið vilja senda drengina sína hing-
að. Þeim finnist mikilvægt að þeir
komist í hóp Skógarmanna eins og
þeir,“ segir Ársæll. Á haustin séu í
Vatnaskógi sérstakir feðgaflokkar
þar sem drengir koma með feðrum
sfnum í skóginn - og í sumum tilvik-
um öfum.
Fánahylling og séra Friðrik
Strax eftir morgunhressingu halda
drengirnir úr húsi. Skipulega yfirgef-
ur hver og einn hópur sitt borð með
sínum leiðtoga. Úti á hlaði safnast
þeir saman f myndarlegar raðir og
hylla fslenska fánann. Að heiðra
fósturjörðina með þeim hætti er
gamall siður í Vatnaskógi - og nokk-
uð sem ekki má missa sín.
„Island er sjálfstætt ríki, ffjáls og
fullvalda þjóð með sinn eigin þjóð-
fána,“ segir Salvar Geir Guðgeirssoh
sumarbúðastjóri við drengina sem
horfa á fánann dreginn að hún. Þeir
hylla fánann með því að gera
honnör. Snúa sér síðan til vinstri og
hægri, sitt á hvað, eftir fyrirskipun-
um Salvars og félaga.
Gamli skálinn í Vatnaskógi, sem
byggður var á árunum 1939-1943, er
Úti á hlaði safnast þeir
saman í myndarlegar
raðir og hylla íslenska
fánann. Að heiðra fóst-
urjörðina með þeim
hætti er gamall siður í
Vatnaskógi
andlit staðarins. Þangað fara
drengirnir inn að lokinni fánahyll-
ingu og setjast niður í fræðslustund,
aukinheldur sem þeim eru lagðar
lífsreglurnar um það helsta f dagskrá
dagsins. Áður en þeir fara út til leikja
fara þeir síðan með trúarjátninguna
og séra Friðrik Friðriksson fylgist
með. Af honum er stór ljósmynd
uppi á vegg; manninum sem var
frumkvöðull að starfi KFUM og þar
með sumarbúðunum í Vatnaskógi.
Andrésblöð í nesti
Drengjunum býðst margvísleg
dægradvöl í Vatnaskógi. Margir fara
strax í fótbolta en hann hefur alltaf
verið mjög vinsæll á meðal Skógar-
manna. Margar aðrar íþróttir eru
stundaðar, bæði utan húss sem inn-
an. Nokkrir fara í skógargöngu en
bátarnir á vatninu hafa einnig alltaf
aðdráttarafl. Vel búnir í björgunar-
vestum fara strákamir út á vatnið og
eru fljótir að ná áralaginu.
Raunar má segja að dvölin í skóg-
inum miði öll að því að kenna þeim
áralag fyrir lífið sjálft.
Enn aðrir setjast síðan inn í skála
og grípa í spil, tefla, eða líta f bók.
Ágætt bókasafn er í Vatnaskógi og
sumir drengjanna hafa tekið með
sér Andrésblöð í nesti úr bænum.
Glæsileg aðstaða
í gamla skálanum í Vatnaskógi er
samkomusalur og svefnálma - og
þar skammt frá er annar skáli með
matsal sem byggður var fyrir rúmum
30 árum. Iþróttahúsið í Vatnaskógi
komst í gagnið fyrir um 15 árum og
nýjasta byggingin er Birkiskáli;
svefnskáli sem var tekinn í notkun
árið 1999. Þá er á staðnum ágætur
knattspyrnuvöllur og margvísleg
fleiri önnur aðstaða sem aukið hefur
á aðdráttarafl staðarins árið um
kring. Á veturna koma í skóginn
hópar fermingarbama í fræðsludvöl
- auk margra hópa annarra.
Mikilvægar fyrirmyndir
Útgangspunktur í öllu starfmu í
Vatnaskógi eru hin kristilegu gildi.
Hluti af því er að drengjunum er
kennt að nota Nýja testamentið;
gera það að vegahandbók lífs síns.