Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Side 12
12 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ2003 Hreifst af Mávahlátri Rafræn birting símareikninga GAGNRÝNI: Hinn heimskunni kvikmyndagagnrýnandi Roger Ebert lofar mjög íslensku kvik- myndina Mávahlátur í gagn- rýni sinni í blaðinu Chicaco Sun-Ttmes á dögunum. Gagn- rýni hans fjallar reyndar um kvikmyndina Hafið sem hann var ekkert yfir sig hrifinn, gaf henni tvær stjörnur af fjórum. Ebert furðaði sig hins vegar á því að Hafið skyldi hafa verið framlag (slendinga til ósk- arsverðlaunanna í fyrra en ekki Mávahlátur. Hann sagðist hafa séð Mávahlátur á Karlovy Vary-kvikmyndahátíðinni íjúlí og hreifst mjög. Segir hann Mávahlátur viðfelldna og mannlega mynd um íslenskt fjölskyldulíf sem hin þung- lamalega mynd Hafið sé ekki. SÍMAREIKNINGAR: Síminn og Kaupþing-Búnaðarbanki hafa gert samning um rafræna birtingu reikninga í öllum heimabönkum. Með sam- komulaginu gefst viðskipta- vinum Símans kostur á að skoða og greiða reikninga sína með rafrænum hætti í heimabönkum. Þeir sem óska ekki eftir að fá heimsenda reikninga fá afslátt sem nemur 180 kr. á mánuði fyrir hvern reikning sem hefði annars ver- ið sendur heim. Þessi samn- ingur er auk þess liður í um- hverfisstefnu Símans en vonir standa til að verulega verði dregið úr sendingu pappírs. Netreikningar eru nýjung, en Kaupþing-Búnaðarbanki er fýrsti bankinn hérlendis sem býður fyrirtækjum þann möguleika að birta reikninga rafrænt í öllum heimabönkum þar sem greiðendur geta bæði skoðað reikningana í þeirri mynd sem þeir þekkja þá og greitt þá. Reikningar geymast í heimabönkum í allt að 7 ár og auðvelt er að skoða bæði greidda og ógreidda reikn- inga. Fallegur en ansi viðskotaillur Á Mosfelli í landi Mosfellsbæjar búa þau hjónin Jón Þorsteins- son prestur og Sigríður Anna Þórðardóttir, alþingismaður og verðandi umhverfisráðherra. En þau eru ekki ein um að eiga lögheimili sitt þar því hrafnapar hefur komið laup sínum kirfi- lega fyrir í nágrenninu og er í óðaönn við uppeldið. Sigríður Anna segir að hrafnarnir hafi verið íMosfellslandinu nokkuð lengi og hafi sá sem bjó á undan þeim á bænum einmitt sagt þeim af honum. „Við verðum nokkuð vör við hrafninn. Hér er nefnilega mikið fuglalíf og við höfum tekið eftir því að hann er svolítið að hrella aðra fugla. Þeir forðast hann greinilega og svo höfum við séð að hann tekur egg þeirra sér til ætis,“ segir Sigríð- ur Anna. Þegar ljósmyndari DV heimsótti hrafnana í fylgd með henni rakst hann einmitt á ummerki slíkrar máltíðar. BURT MEÐ YKKUR: Foreldrarnir létu öllum illum látum til að vernda unga sína fyrir átroðningi mannfólksins. Ungarnir að verða fleygir „En þetta er óskaplega fallegur fugl þrátt fyrir frekjuna og yflrgang- inn,“ segir Sigríður Anna og bætir við að hrafninn sæki sem betur fer lítið í heimili þeirra. „Jón heflir gefíð honum nokkrum sinnum en hefur þá farið að hreiðrinu. Hrafninn ónáðar okk- Á LEIÐ Á HRAFNAÞING: Alþingismaðurinn og verðandi umhverfisráðherrann, Sigríður Anna Þórðardóttir, leiddi Ijósmyndara DV að laupi hrafnsins í landi Mosfells þar sem hún býr. DV-myndir GVA Á GÆGJUM: Hrafninn horfir undan klettinum og samkjaftar ekki þegar hús er tekið á honum. ur mjög lítið og lffgar upp á tilver- una frekar en hitt." Ungarnir eru að verða fleygir þessa dagana og þá er hrafninn ansi viðskotaillur Ungamir em að verða fleygir þessa dagana og þá er hrafninn ansi viðskotaillur, að sögn Sigríðar önnu, og því fékk ljósmyndari DV líka að kynnast. Lét hrafninn öllum illum látum þegar þau Sigríði önnu bar að garði. Þegar ungarnir em að komast á þann aldur að þeir geta farið að fljúga em foreldrarnir mjög grimm- ir og gera allt sem í þeirra valdi ENN fVÖGGU: Ungarnir biðu spenntireftir aö foreldrarnir kæmu hinum óboðnu gest- um í burtu. Skammt er að bíða þess að þeir geti sjálfir forðað sér þegar sótt er á þá. stendur til að hrekja óboðna gesti burt. En það er eins gott að láta ekki hrafninn gjalda þess þótt maður fái óblíðar viðtökur því að samkvæmt gamalli trú hefnir hrafninn sín grimmiiega með því að leggjast á búfé fái hann slæma meðferð en guð launar fyrir hrafninn sé gert vel til hans. kja@dv.is Háar sektir fyrir vsk-svik Nýlega gekk dómur í Héraðs- dómi Reykjavíkur í hinu seinna af svokölluðum verktakamál- um. Framkvæmdastjóri bygg- ingafyrirtækis, byggingafyrir- tækið og annar maður voru dæmd fyrir stórfelld brot gegn lögum um virðisauka-, tekju- og eignaskatt. Framkvæmdastjórinn var dæmdur í 6 mánaða skilorðsbund- ið fangelsi og fyrirtækið ásamt hon- um dæmt til greiðslu 13 milljóna. Hinn maðurinn hlaut níu mánaða skilorðsbundið fangelsi auk 4,6 milljóna sektar. Maðurinn hafði afhent verktak- anum sjö tilhæfulausa reikninga upp á 15 milljónir sem verktakinn notaði m.a. til lækkunar á skila- Samanlagðar sektir í málunum tveimur nema 70,5 milljónum króna skyldum virðisaukaskatti. Með þessu lækkaði hann skatta fyrir- tækis sfns um tæpar 5 milljónir. Mál þetta tengist öðru sambæri- legu máli þar sem verktaki og mað- urinn í fyrra málinu voru dæmdir íyrir svipuð brot. Þar var verktakinn dæmdur í 9 mánaða fangelsi, auk 48,5 milljón króna sektar. Samanlagðar sektir í málunum tveimur nema 70,5 milljónum króna sem eru með þeim hæstu sem gerðar hafa verið í refsimáli og er refsing verktakans í síðartalda málinu nálægt hæstu sekt sem um ræðir á íslandi. Hæsta sektin er hins vegar 50 milljóna króna sekt í skattamáli sem dæmt var í Hæsta- rétti árið 1997. Ríkislögreglustjórinn hefur á st'ð- ari árum haft til meðferðar mörg mál þar sem tilhæfulausir reikning- ar ganga kaupum og sölum en góð- an árangur í uppljóstrun þessara brota má þakka góðu samstarfi efnahagsbrotadeildar Ríkislög- reglustjórans og Skattrannsóknar- stjóra ríkisins. -eká HÁAR SEKTIR: Sektir í málunum tveimur nema 70,5 milljónum króna sem eru með þeim hæstu sem gerðar hafa verið í refsimáli og er refsing verktakans f síðartalda málinu ná- lægt hæstu sekt sem um ræðir á Islandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.