Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Síða 18
34 SKOÐUN MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ2003
Lesendur
^ Innsendar greinar ■ Lesendabréf
Lesendur geta hringt allan sólarhringinn í s(ma: 550 5035, sent
tölvupóst á netfangið: gra@dv.is eða sent bréf til: Lesendaslða DV,
SkaftahKð 24,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af
sér til birtingar.
Olíuleit tímabær
Svikin garðablóm
Húsvíkingur hringdi:
Það er með ólíkindum að ráða-
menn okkar skuli ekki enn hafa
tekið við sér í því sem ég vil
kalla eitt brýnasta málið þessa
stundina í atvinnumálum. Ég á
við olíuleit úti fyrir Norðaustur-,
landi. Þar sem nú eru að skap-
ast óviðunandi aðstæður í at-
vinnumálum, m.a. á Raufar-
höfn og víðar á svæðinu, er
ekki úr vegi að ríkisstjórnin fái
úr því skorið með borun niður
á setlögin sem fundist hafa hér,
hvort vinnanlega olíu eða gas
sé þar að finna. Áður hefur
komið fram tillaga um þetta frá
nokkrum þingmönnum á Al-
þingi en henni var jafnharðan
stungið undir stól. - Hvað
dvelur orminn langa í málinu?
Guðbjörg Ólafsdóttir skrifar:
Margir hafa verið að kaupa
garðablóm og er ég ein þeirra.
Ég fór í eina af stærri blóma-
verslununum til að kaupa
blóm fyrir 17. júní og setti þau
niður samdægurs. Þar á meðal
voru stjúpur sem eiga að geta
verið nokkuð fljótar að rétta úr
sér þótt óútsprungnar séu.
Þetta fór á annan veg hjá mér
og fleiri. Stjúpurnar eru flestar
ekki enn sprungnar út þótt
kominn sé 27. júní. Hér er
maðkur í mysunni og mér
finnst raunar að garðablómin,
mörg hver, séu hreinlega svikin
vara. Ég gæti mín næst á því
að kaupa einungis blóm í garð-
inn sem hafa þegar blómstrað.
En blómasalar eiga að fá að-
hald eins og aðrir.
Samhjálp
KJALLARI
Geir R. Andersen
Netfang, efekkerter, þá titill
Engum ofsögum er sagt af ís-
lensku heilbrigðiskerfi. Ýmist
er það sagt eitt það besta í
heimi eða því er fundið flest til
foráttu: þjónusta ónóg, langur
biðlisti eftir plássum á sjúkra-
húsum og smánarleg laun
þeirra sem í heilbrigðiskerfinu
starfa. - Já, launin, þau séu víst
ein mesta meinsemdin þegar
* öllu er á botninn hvolft!
í afar fróðlegum sjónvarpsþætti
Sirrýjar á Skjá einum sl. miðviku-
dag var fjallað um einn þáttinn í
heilbrigðiskerfmu hér, umönnun
slasaðra, fatlaðra og langlegusjúk-
linga. Starfskraftur tók við viður-
kenningu fyrir frábær störf á þessu
sviði, sem og fyrir að vera einstak-
lega uppörvandi og vegna sam-
vinnu við sjúklinga og starfsfólk.
Þáttur þessi hefur hugsanlega ýtt
- < við mörgum og minnt áhorfendur á
hve þeir sem ekki eru í aðstæðum
hinna sjúku og fötluðu eiga for-
sjóninni mikið að þakka að geta
staðið heilbrigðir - eða svona
nokkurn veginn - upp að morgni.
Enginn óskar eftir því að fara á
sjúkrahús. Það er hins vegar undar-
leg afstaða íslensks heilbrigðiskerf-
is að leggjast á áramar við að
hlynna að heilbrigðu fólki í þeim
mæli sem hér er gert - jafnvel með
því að „búa til“ sjúkrarúm og marg-
fræg „pláss“ fyrir meðferðarhópa -
stundum bara til þess eins að „taka
af sér kílóin"!
Ekki er það heldur heillavænlegt
að það skuli vera í verkahring heil-
brigðisráðherrans að vera eins kon-
ar sáttasemjari stríðandi afla innan
heilbrigðiskerfisins sem er langt í
frá nægilega fjárvætt til að sinna
nýjum og nýjum kröfum um styrki
og þjónustu.
„Enginn óskar eftir því
að fara á sjúkrahús.
Það er hins vegar und-
arleg afstaða íslensks
heilbrigðiskerfis að
leggjast á árarnar við
að hlynna að heil-
brigðu fólki í þeim mæli
sem hér er gert."
Eða er það eðlilegt að „heilbrigðu
stéttirnar", (hinir heilbrigðu eða lítt
skertu sálar- eða líkamlega), geri
slíkar kröfur um þjónustu á sjúkra-
stofnunum að helst líkist þriggja
stjörnu hóteli a.m.k.? Er t.d. til of
mikils mælst að „sjúkrahúsgestir"
um skemmri dvalartfma greiði fyrir
máltíðir sem þeir ella hefðu orðið
að borga heima hjá sér? - Er það til
of mikils mælst í velferðarþjóðfé-
lagi?
Ég fullyrði enn og aftur að hið
rándýra heilbrigðiskerfi okkar megi
rekja til óraunhæfra ijárveitinga til
heilbrigðra einstaklinga og svo
einnig til undirlægjuháttar þjóð-
á Samastað
Á ársfundi Landspítala - háskólasjúkrahúss.
kjörinna fulltrúa þjóðarinnar við að
þóknast kjósendum og þrýstihóp-
um sem telja að „jöfnuður" sé sama
og „velferð". Hinar þjóðþekktu
„hálskraga“-barnabætur, og nú
síðast fæðingarorlof feðra, er ekki
hægt að flokka undir annað en
hreinar ölmusur sem leggja ætti af
hið bráðasta. - Lyljaþátturinn er
svo sérstakur kapítuli sem verður
að skera á og hleypa út þeirri ólyfj-
an sem þar þrífst.
Hin napra en raunsanna stað-
reynd er að landsmenn þurfa ekki á
mikilli eða fjárfrekri aðstoð að
halda, utan þeir ósjálfbjarga;
þroskaheftu, hreyflhömluðu og al-
varlega sjúku einstaklingar sem
eiga að njóta fullrar umönnunar
með sameiginlegri aðstoð skatt-
borgaranna. Þá gætu þeir lifað við
þær aðstæður sem bestar gerast á
viðkomandi dvalarstöðum. Sam-
hliða því fylgdu svo hin bestu laun
fyrir erfið og krefjandi störf.
Nú er enn komið að því að fást
við hundruð milljóna króna fram-
úrkeyrslu á Landspítala-Háskóla-
sjúkrahúsi og leita leiða til „hag-
ræðingar“ enn eina ferðina. Fyrsta
skrefið að þessu sinni er að brjóta
til mergjar hvað eiginlega felst f
orðinu „þjónusta“ á stærsta sjúkra-
húsi þjóðarinnar.
Stefna skal að því að sameina á
einn stað þá samhjálp sem veita á.
Ein stór bygging á borð við Borgar-
spftalann ætti að nægja í þeim til-
gangi. „Samastaður" gæti hún heit-
ið, sú nýja og endurskipulagða
stofnun, þar sem „heilbrigðu stétt-
irnar" fá samhjálpina, læknisað-
stoðina - ekki hótelþjónustu.
ÞYRLURNAR: gegna mikilvægu
hlutverki.
Herþyrlur - björg-
unartæki
«, Tryggvi Jónsson skrifar:
Manni fínnst undarlegt þegar
andstæðingar varnarliðsins hér
á landi segjast vilja það burt sem
fyrst og sjá ekki daginn eða veg-
inn fyrir þessum andskotum
sínum. Hver gleymir hlutverki
herþyrlnanna, sem eru öflug-
ustu björgunartæki sem staðsett
eru á landinu, og öllum þeim
mannslífum sem þeim tengjast.
Við misstum mest ef þessi tæki
hyrfu á brott. Okkur eru flestar
bjargir bannaðar án þess að efla
þá verulega þyrluflota Gæsl-
*■ unnar og fjölga varðskipunum.
Erum við í stakk búnir til þess,
skattgreiðendur? Eða að leggja
yfirleitt nokkuð af mörkum.
Ekki má minnast á þegnskyldu á
nokkru sviði. Er yfirleitt nokkur
von í málinu önnur en staðfesta
Davíðs? Hvað kemur í staðinn?
Lögguleikur í Langadalnum?
Kristín Einarsdóttir skrifar:
Dagana 13.-15. júní sl. var hald-
ið á Akureyri landsmót ís-
lenskra skólalúðrasveita. Þang-
að streymdu um það bil 700
ungir tónlistarmenn og mikill
fjöldi foreldra og annarra að-
standenda barnanna.
Margir gistu á tjaldsvæðinu við
Þórunnarstræti. Þar var vægast sagt
ömurlegt að vera þegar fór að
kvölda. Argandi drykkjuskapur ung-
menna og amfetamínveisla með til-
heyrandi tóniist. Lögreglan virtist
ekki ráða við ástandið.
„Mætti ég þá leggja til
að dómsmálaráðuneyt-
ið færði eitthvað afhin-
um nytsamari - og oft
nauðsynlegu - verkefn-
um til Reykjavíkur og
Akureyrar?"
Þegar heim var haldið síðdegis á
sunnudag voru menn með nokkuð
blendnar minningar frá Akureyrar-
dvölinni. En viti menn, það lifnaði
nú heldur betur yfir löggæsluyfir-
völdum þegar komið var í Húna-
vatnssýslumar. Blikkandi blá ljós
álengdar og við horfðum á glæsileg-
um jú tveimur bílum frá þeim á
Blönduósi og eitthvað af lögreglu-
mönnum er á vakt Blönduósi og
kannski þriðji bíllinn í viðbót. - En
emm við virkilega að forgangsraða
rétt? Mætti ég þá leggja til að dóms-
málaráðuneytið færði eitthvað af
hinum nytsamari - og oft nauðsyn-
legu - verkefnum til Reykjavíkur og
Akureyrar?
Lögreglubíll við eftirlitsstörf. - Nauðsynlegra í þéttbýlinu?
an Volvo-löggubíl beina kunningja-
hjónum okkar út af veginum. Þau
höfðu mælst á 105 km hraða.
Skömmu áður höfðum við mætt
öðmm löggubíl og vomm við þá á
sama hraða.
Þama vom bestu hugsaniegu
akstursskilyrði og við fylgdum um-
ferðarhraðanum. Ég las síðan í blöð-
unum eftir helgina að lögreglan á
Blönduósi hefði sektað 79 manns
fyrir of hraðan akstur. Það hefur hins
vegar engin vamaðaráhrif að standa
í svona löggæslu. Tökum á alvöru-
glæponum og veitum fjármagni
þangað sem þess er mest þörf.
Á það hefúr oft verið á minnst op-
inberlega að lögreglan á Blönduósi
sé „afkastamikil", og þá einkum við
eftirlit úti á þjóðvegunum. Við mætt-