Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Síða 24
40 TILVERA MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ2003 íslendingar Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Netfang: aettir@dv.is Sími: 550 5826 Sextug: Hrefna Hjálmarsdóttir leikskólakennari á Akureyri Hrefna Hjálmarsdóttir, leikskóla- kennari á Akureyri, er sextug í dag. Starfsferill Hrefna fæddist á ísafirði og ólst þar upp og í Reykjavík. Hún lauk prófum frá VI 1962, stúdentsprófi frá Öldungadeild MA 1983, prófum frá Fósturskóla íslands 1995 og B.Ed.-prófi frá HA 2000. Hrefna flutti til Akureyrar 1966. Hún stundaði ýmis verslunar- og skrifstofustörf en hefur unnið hjá Akureyrarbæ síðustu tuttugu árin við skóladagheimilin Brekkukot, Hamarkot og svo í skólavistun Glerárskóla. Hún hefur verið deild- arstjóri á Leikskólanum á Flúðum frá 2000. Hrefna tók virkan þátt í skáta- starfi um árabil, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Hún hefur setið í stjórn Barnaheilla 2000-2003. Fjölskylda Hrefna giftist 16.5. 1963 Ingólfi Ármannssyni, f. 22.12. 1936, kenn- ara og fyrrv. skóla- og menningar- fulltrúa hjá Akureyrarbæ. Foreldrar Ingólfs voru Armann Dalmanns- son, f. 12.9. 1894, og Sigrún Krist- jánsdóttir, f. 1.9. 1901. Börn Hrefnu og Ingólfs eru dr. Ármann Ingólfsson, f. 28.9. 1964, prófessor við fylkisháskólann í Al- berta, Edmonton í Kanada, kvænt- ur Erlu Anderson en dóttir þeirra er Vala Pauline, f. 17.8.2002; Auður H. Ingólfsdóttir, f. 22.8. 1970, MA og deildarsérfræðingur í umhverfis- ráðuneytinu; Ásgeir H. Ingólfsson, f. 20.8. 1976, BA í bókmenntafræði. Hálfsystir Hrefnu, samfeðra: María Erna Hjálmarsdóttir, f. 4.2. 1930, d.9.11. 1999. Alsystir Hrefnu: Guðný Hjálm- arsdóttir, f. 22.8.1952, búsett á Suð- ureyri við Súgandafjörð. Uppeldissystir Hrefnu: Hólm- fríður Guðmundsdóttir, f. 15.5. 1946, búsett í Ólafsvik. Faðir Hrefnu var Hjálmar Gísla- son frá Álftamýri við Arnaríjörð, f. 27.1.1911, d. 22.10.1973, sjómaður en starfaði lengst af sem yfirfiski- matsmaður í Reykjavík, og Soffía Ásgeirsdóttir, ættuð frá Blönduósi, f. 1.9. 1917, saumakona, nú búsett í Seljahlíð í Reykjavík. Ætt Hjálmar var sonur Gísla Ásgeirs- sonar, útvegsb. á Álftamýri, og Kristjönu Símoníu Pétursdóttur sem ættuð var frá Bala f Kjalarnes- hreppi í Kjós. Fósturmóðir Hjálm- ars var Guðný Maren Kristjánsdótt- ir. Foreldrar Soffíu voru Ásgeir Þor- valdsson, verslunarmaður og múr- ari á Blönduósi, og Hólmfríður Zophoníasdóttur húsmóðir. Hrefna býður vinum og vanda- mönnum til afmælisveislu í Gilja- skóla á Akureyri mánudaginn 30.6. kl. 18.00. Sextugur: Jón Þórarinsson lögregluvarðstjóri í Fellabæ vörður í Valaskjálf 1974-84 og hefur starfað í lögreglunni á Héraði frá 1984, fyrst undir stjórn sýslumanns Suður-Múlasýslu og eftir 1992 und- ir stjórn sýslumanns Norður-Múla- sýslu. lón tók virkan þátt í félagsmálum þ. á m. í Verkalýðsfélagi Fljótsdals- héraðs og var formaður þess í nokkur ár. Hann var til fjölda ára í stjóm Lögreglufélags Austurlands, formaður þess í þrettán ár og hefur auk þess setið í stjórn og varastjórn Landssambands lögreglumanna. Fjölskylda Jón kvæntist 22.9. 1974 Ólafíu Herborgu Jóhannsdóttur, f. 9.3. 1945, verslunareiganda. Hún er Fimmtugur: Jón Sólberg Nóason prentari og húsasmiður í Garðabæ jón Sólberg Nóason, prentari og húsasmiður, Brekkubyggð 20, Garðabæ, er fimmtugur í dag. Starfsferill Jón fæddist í Reykjavfk og ólst þar upp fyrstu þrjú árin en flutti með móður sinni að Sandhólaferju í Djúpárhreppi 1956. Þar bjuggu þau í fimm ár en fluttu þá á Selfoss. Þá var hann f níu sumur í sveit á Bjólu í Djúpárhreppi hjá Einari og Rögnu. Jón hóf nám í húsasmíði á Hellu 1970. Hann lauk sveinsprófi 1977 og öðlaðist meistararéttindi 1980. Hann hóf nám í offsetprentun 1982 og lauk sveinsprófi í þeirri grein 1986. Jón stundaði sjómennsku af og til í Þorlákshöfn og Vestmannaeyj- um á ámnum 1970-75. Hann starfar nú við offsetprentun. Jón og Steinunn, kona hans, hófu búskap á Hellu 1977 en fluttu í Garðabæinn 1984 þar sem þau em enn búsett. Fjölskylda Jón kvæntist 29.5. 1977 Stein- unni Geirmundsdóttur, f. 3.8.1956, lyfjatækni. Hún er dóttir Geir- mundar Finnssonar og Ástu Guð- mundsdóttur. Jón Þórarinsson lögregluvarð- stjóri, Lagarfelli 22, Fellabæ, er sex- tugur í dag.- Starfsferill Jón fæddist á Vífilsstöðum í Hró- arstungu, ólst þar upp og hefur ætíð búið á Héraði, að undanskild- um nokkmm ámm við störf í Reykjavík og við nám í Noregi í eitt ár. Jón var í grunnskóla í Hróars- tungu, Alþýðuskólanum á Eiðum og Sundfolkehogskule í Þrænda- lögum í Noregi, stundaði nám við Lögregluskóla rfkisins ásamt íjölda starfstengdra námskeiða. Jón starfaði í Plastiðjunni Y1 í Fellabæ um Iangt árabil, var dyra- dóttir Jóhanns Valdórssonar, bónda og múrara á Þrándarstöðum í Eiðaþinghá, og Huldu Stefáns- dóttur, húsfreyju þar. Börn Jóns og Ólafíu Herborgar em Guðrún Bjarney Jónsdóttir, f. 8.3.1969, búsett í Reykjavík, maður hennar er Broddi Ægir Svavarsson, f. 17.6. 1968, og er sonur þeirra Mikael Bergvin Broddason, f. 20.10. 1996; Eygló Huld Jónsdóttir, f. 4.8. 1974, búsett í Reykjavík; Sandra Mjöll Jónsdóttir, f. 30.10. 1978, er við nám í Listaháskóla fslands. Systkini Jóns em Ásmundur Þór- arinsson, f. 19.5. 1942, búsettur á Vífilsstöðum; Eyþór Þórarinsson, f, 12.7. 1945, búsettur í Kópavogi; Veigur Þórarinsson, f. 4.6.1947, bú- settur á Egilsstöðum. Foreldrar Jóns: Þórarinn Ás- mundsson, f. 17.1. 1915, d. 26.10. 1997, bóndi á Vífilsstöðum í Hró- arstungu, og Bjarney Guðrún Jóns- dóttir, f. 14.7. 1921, húsfreyja á Víf- ilsstöðum í Hróarstungu. Þau vom búsett á Vífilsstöðum í Hróarstungu en fluttu 1994 á dval- arheimili aldraðra að Selási 17, Egilsstöðum, og býr Bjarney þar nú. Börn Jóns og Steinunnar em Nói Jónsson, f. 20.3. 1977, verkamaður, kona hans er Jóhanna Magnúsdótt- ir húsmóðir og er sonur þeirra Al- exander ÓIi Nóason, f. 25.7. 2000; Ásta Rún Jónsdóttir, f. 24.10. 1980, nemi við HA; Finnur Jónsson, f. 16.7. 1992, nemi. Systkini Jóns: Þorvaldur Nóason, kona hans er Anne Ström og eiga þau þrjú börn; Ágústa Guðlaug Nóadóttir, f. 8.12. 1949, d. 15.5. 1950; Hulda B. Nóadóttir, maður hennar er Eiríkur Jónsson og eiga þau tvö börn. Hálfsystur Jóns, sammæðra: Katrín Sigmarsdóttir, maður henn- ar er Örn Gíslason og eiga þau þrjú börn; Sólveig Sigmarsdóttir, maður hennar er Kristján Gunnarsson og eiga þau þrjú börn; Anna Snædís Sigmarsdóttir, maður hennar er Snorri Þórisson og eiga þau eitt barn. Foreldrar Jóns: Nói Jónsson, f. 9.1.1915, d. 9.3. 1956, skipstjóri, og Ingimunda Guðrún Þorvaldsdóttir, f. 10.9. 1929, fatatæknir. Fósturfaðir Jóns er Sigmar Ósk- arsson, f. 1.7.1932. Stórafmæli 85 ára Agnes Sigurðardóttir, Mánaskál, Blönduósi. Sigurlín Helgadóttir, Tröliaborgum 23, Reykjavík. 75 ára Jóhanna S. Pálsdóttir, Þórufelii 12, Reykjavík. Sigurbjörg K. Ingvarsdóttir, Möðrufelli 13, Reykjavík. 70 ára Guðmunda Matthildur Oddsdóttir, Sævarlandi 16, Reykjavík. Ingimar Magnússon, Austurvegi 5, Grindavík. Kristín Jónsdóttir, Tjarnarbóli 10, Seltjarnarnesi. Sæmundur Jónsson, Borgarhrauni 12, Grindavík. Þorvaldur H. Óskarsson, Hellulandi 20, Reykjavík. 60 ára Ásdís Skúladóttir, Drápuhlíð 28, Reykjavík. Áslaug Jónsdóttir, Breiðvangi 1, Hafnarfirði. Björn Þórisson, Dynskógum 28, Hveragerði. Guðmundur Heigason, Árnesi, Skagaf. Hjörvar Garðarsson, Hjallavegi 10, Reykjavík. Kristrún M. Þórðardóttir, Fjólugötu 21, Reykjavík. Slgríður Stefánsdóttir, Brekkuvegi 5, Seyðisfiröi. 50ára Anna Maria Sigfúsdóttir, Þinghóli, Akureyri. Einar Sigurjónsson, Raftahlíö 32, Sauðárkróki. Gunnar Einarsson Kvaran, Sæviðarsundi 39, Reykjavík. Ómar Guðmundsson, Sólhlíð 6, Vestmannaeyjum. Sigríður S. Sigþórsdóttir, Smáragötu 8, Reykjavík. Vaidís Skarphéðinsdóttir, Unufelli 27, Reykjavík. 40ára Anna Berglind Einarsdóttir, Bjarkargrund 33, Akranesi. Elín Arndís Þ. Björnsdóttir, Litla-Dunhaga 1, Eyjafjarðarsýslu. Gerður Dýrfjörð, Miöstræti 8a, Reykjavík. Hörður Már Guðmundsson, Refsmýri, Noröur-Múlasýslu. Karl Lárus Hjaltested, Miklubraut 16, Reykjavík. Kári Freyr Hreinsson, Suðurgötu 66, Siglufirði. Kristján Kristjánsson, Hverfisgötu 49, Reykjavík. Óskar Jónasson, Kárastí| 9a, Reykjavík. Rakel Ólafsdóttir, Gullengi 3, Reykjavík. Reynir Jónsson, Grófarseli 22, Reykjavík. Sigrún Eygló Guðmundsdóttir, Egilsgötu 11, Borgarnesi. Una Hauksdóttir, Hátúni 10b, Reykjavík. Vigfús Birgisson, Helgalandi 1, Mosfellsbæ. Þórdís Pétursdóttir, Seli 2, Árnessýslu. Mkí meðmyml t DVÍ Smítuglýsimt 550 5000Í _______* A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.