Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Qupperneq 25
MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ2003 TILVERA 41 Spurning dagsins: Hvaða dagur vikunnar er í uppáhaldi hjá þér? Birkir Kristján Guðmundsson: „Laugardagur, því þá get ég vaknað seint og sofnað seint." Júlíus Þór Stefánsson: „Föstudagur því þá er komið frí." Sigurður Árni Kristjánsson: „Laugardagur því þá fæ ég nammi." Sigurður Kristin Kristjánsson: „Laugardagur því þá er fr(." Birnir Karl Bjarnason: „Laugardagur, þá er svo gaman." Vilhjálmur Pétursson: „Föstudagur, þá er helgin að koma." Stjörnuspá Gildir fyrir þriðjudaginn l.júlí Vatnsberinn (20.jan.-1s. m.) — Fólk er hjálpsamt fyrri hluta dagsins.f kvöld verðurfjölskyldan þér ofarlega í huga. Farðu varlega í fjár- málum. LjÓnÍð (23.júli-22.úgúst) Þú þarft að vera snöggur í dag, sérstaklega í viðskiptum og í sambandi við fjármál. Fjölskyldan naer vel saman í kvöld. K Fiskarnir g9.fe6r.-20.mars) Atburðir dagsins gera þig lík- lega bjartsýnan en þú verður að gæta hófs, sérstaklega í peningamálum. Ekki vera kærulaus. T Hrúturinn (21.mars-19.apm) Einhver vandamál koma upp en þegar þú kynnir þér ástandið sérðu að þú þarft ekki að hafa áhyggj- ur. Ef þér finnst þú þarfnast aðstoðar skaltu ekki hika við að biðja um hana. Ö Nautið (20. apríl-20. mai) Þú þarft að einbeita þér að einkamálunum og rækta samband þitt við manneskju sem þú ert að fjar- lægjast.Rómantíkin kemur við sögu í dag. Tvíburarnir(27.mffl-2/./úm) Eitthvað sem þú vinnur að um þessar mundir gæti valdið þér hugarangri.Taktu þér góðan tíma til að íhuga hvað gera skal. Þú færð góð- ar fréttir. Krabbinn (22.p1i-22.rn ^ Ekki taka marká fólki sem er neikvætt og svartsýnt.Dagurinn verð- ur skemmtilegri en þú býst við, sér- staklega seinni hluti hans. Meyjan (21.ágúst-22.sept.) Gerðir þínar gætu haft í för með sér misskilning sem erfitt er að greiða úr. Gættu þess að vera ekki of þrjóskur í samskiptum við fólk. f\ Vogin (23.sept.-21.okt.) Það ríkir einhver óvissa í dag og hegðun ákveðins einstaklings hef- ur í för með sér vandræði. Úr því leys- ist-þó skjótt. rrj Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0v.) Aðrir hafa mikil áhrif á það sem þú gerir en þú verður að reyna að vera sjálfstæður. Kvöldið verður að einhverju leyti óvenjulegt. / Bogmaðurinn(22.rá'.-2i.ífej Það hefur góð áhrif á þig að vera mikið á ferðinni og þér líður best í dag ef þú hefur nóg fýrir stafni. Happatölur þínareru 10,12og 28. % Steingeitin (22.des.-19.jan.) Þú mætir harðri gagnrýni fýrir eitthvað sem þú gerir en það hef- ur þegar upp er staðið góð áhrif á þig. Kvöldið ætti að vera rólegt. Krossgáta Lárétt: 1 sein, 4 djörf, 7 varpi,8 eyðir, 10 innræti, 12 skoði, 13 dökk, 14 tæp, 15 hestur, 16 vangi, 18 félagi, 21 spottar, 22 hrósi, 23 blót. Lóðrétt: 1 dolla, 2 hlass, 3 múgur, 4 kippkorn, 5 tré, 6 þreyta, 9 ungbarn, 11 sló, 16 kaldi, 17 trýni, 19 hugarburð, 20 starf. Lausn neðst á siðunni. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 l^ 16 [l7 18 19 20 ■ 21 22 23 Skák Umsjón: Sævar Bjarnason Þessir tveir heiðursmenn urðu báðir heimsmeistarar í skák, Smyslov um 2 árum eftir þessa skák og Spasskí 1969. Báðir hafa þeir margsinnis heimsótt okkur hér á Fróni. Smyslov er að nálgast nírætt og Spasskí á um fjögur ár í sjötugt! Lausn á krossgátu Smyslov býr í Moskvu og hefur það þokkalegt miðað við aldur og fyrri störf (!) Hann þótti einnig efniiegur tenórsöngvari hér áður fyrr. Spasskí hefur verið búsettur í París alllengi og hefúr lítið teflt undanfarin ár. Hann þykir þó mikill rauðvínssér- fræðingur svo hann er búsettur í rétta landinu!? Og staðan hér að ofan: Spasskí var aðeins 16 ára og þessi sigur hans þótti nokkur tíðindi á þessum árum. Eftir 1. Rxg7 er svart- ur dauður, eftir 1. - Kxg7 2. Hg3+ Kf8 3. Hxf7+! er ekki langt í mátið. Og eft- ir skástu leiðina, 1. Rxg7 Dg6, 2. Rxe8 Bf3, 3. Kfl, er fátt um fína drætti. Smyslov lék sig í staðinn beint f mát - líklega verið í tímahraki. Hvítt: Borís Spasskí Svart: Vasily Smyslov Búkarest 1953 1. Rxg7 Hxd6 2. Rxe6 1-0 Myndasögur Hrollur Eyfi Andrés önd ----------------------Q dest að stytta sér leið ... það j getur ekki farið illa__U Margeir Það er rétt að það er hasttu- legt að tala í símann þegar maður keyrir! O- Kærleikur á hæsta tindi UQ! 07 'eJO 6 L 'pu ll jn>| 9t 'jsne| 11 'U!ao 6 '!0| 9 'qia s 'jeusuiajs t 'juuaujöjeuj £ 'i>|æ z 'sop i ijjbjqqi u6ej ££'go| zz'jepua L7'!J°u 81 'uuj^ 91 'ssa s l 'uineu f l 'ujujjp £ i '|?6 71 '!IQ3 01 'Jios 8 'ijsejj z 'IQAS f 'uiæjp l :jjajeg ÐAGFARf Sigurður Bogi Sævarsson sbs@dv.is Á lengstu nótt sumarsins gægð- ist sólin upp fyrir fjallsbrúnirnar í fjarskanum, sló töfrabirtu á allt umhverfið og gerði fjallgönguna enn meira spennandi þar sem hæsti hjalli Vestfjarða var lokatak- markið. Gangan tók marga klukku- tíma og ég var orðinn vel volgur f flíspeysunni. Ég sveipaði henni um mig miðjan þannig að hitinn og svitinn yrðu ekki óbærilegir. Brekk- urnar eru alltaf spennandi - rétt eins og það að komast á toppinn. Setja sér eitthvert takmark og ná því. Lifa ekki bara í loðmullunni, heldur líka átökum og ævintýrum. Að komast á hæsta tind hefur nefnilega margræða merkingu þeg- ar við veltum því fyrir okkur. Kaldbakur, sem er á annnesinu milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, er hæsta fjall Vestfjarða, 998 metrar á hæð, og liðsforingjavarða á toppn- um togar fjallið upp í þúsund metrana. Af fjallinu sést vítt um firði - og kannski alla leið til Græn- lands. Goðsögnin hermir að fjöll á austurströndinni þar gægist upp fyrir bláteigsbrúnina en drepleiðin- leg raunhyggjan kemur víst í veg fyrir það. Hallinn á jarðarkúlunni byrgir þá sýn. Fyrir vikið getum við víst áfram spurt eins og skáldið forðum hvað sé bak við ystu sjónar- rönd. Á Kaldbakstoppi um þarsíðustu helgi söng fófk af sannri gleði ís- lenska slagara sem allir kunna og eru hluti af vitund þjóðarinnar. Söngur í sumarnóttinni er alltaf ótrúlega seiðandi. Mér var eitt sinn sögð saga af strák og stelpu sem gerðu sér það til gamans á sínu fyrsta stefnumóti að fara í fjallgöngu. Þau komust á hæsta topp. Hvort gönguferðin varð sfðan til þess að þau náðu saman og urðu elskendur er önnur saga. Hitt veit ég að elskenda í mill- um er ósjaldan næðingssamt í kær- leiknum, rétt eins og það að gjarn- an gustar á toppnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.