Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Side 29
MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ2003 TILVERA 45 { Blómaljóð SÝNINGAR: Fyrsta málverka- sýning Svölu Sóleygar Jóns- dóttur var opnuð undir yfir- skriftinni„BLÓMAUÓÐ" Því er nú enn blómlegra um að litast í Eden þessa dagana. Svala Sól- eyg sýnir þar áttatíu blóma- myndir.sem flestar voru mál- aðar á þessu og síðasta ári. Sýninginstendurtil l.júlí. 22 ferðalög: Rútubílalögin enn ífullugildi Á morgun kemur út platan 22 ferðalög. Á henni eru mörg af þeim ástsælu sönglögum sem Islendingar syngja gjarnan saman á góðri stundu, færð í þann búning sem flestir hafa kyrmst þeim, á ferðalögum, í rútu- bílum og útilegum, þar sem lögin eru sungin eingöngu við undirleik kassagítarsins. Það eru hinir landskunnu lista- menn KK og Maggi Eiríks sem ann- ast flutninginn. Þeir hafa lagt alúð við verkið, verið trúir upprunalegri raddsetningu laganna og tekist að halda einfaldleikanum og gleðinni í lögunum. Til að auka gildi disksins enn frekar fylgja allir textar og gítar- grip, sérlega aðgengilegt fyrir þá sem vilja syngja og spila með. Is- lenskir ferðalangar eiga eflaust eftir að taka vel undir með KK og Magga því að ferðalögin lifa góðu lífi með þjóðinni, tengja fólk saman og vekja gleði í hjörtum. Hugmyndin að gerð þessa disks er ekki ný af nálinni. Magnús Eiríks- son viðraði það við KK fyrir þremur árum að gaman væri að gera gömlu góðu lögunum viðeigandi skil með útgáfu nokkurs konar „rútubílaplötu", eins og hann orðaði það. Þetta áttu að vera lögin sem söngelskir syngja í ferðalögum, á útiháú'ðum, í tjaldinu, við varðeld- inn, f sumarbústaðnum eða bara á gleðistund í heimahúsum í góðra vina hópi. Þegar Óttar Felix Hauksson komst að þessu var hann ekki lengi að taka við sér: „Ég hafði heyrt þá félaga Magnús og KK taka nokkur gömul sjómannalög sem þeir höfðu fléttað inn í söngdagskrá sína. Ég vissi að fáir gætu flutt þessi lög betur í sín- um alþýðlega búningi, það er að- eins með kassagítarana og sönginn að vopni, og fagnaði því að fá að koma að þessari útgáfu með þeim.“ Til að fá yfirsýn yfir þann aragrúa af sönglögum sem um var að velja leitaði Magnús til Jónatans Garðars- sonar hjá Ríkisútvarpinu, sem tók saman saman langan lista yfir þau íslensk dægurlög sem oftast hafa hljómað. „Við völdum rúmlega tuttugu lög af þessum lista,“ segir Óttar og bættum við einu gullkorni sem okk- ur fannst ómissandi á slíka plötu. Lögin voru síðan útsett og æfð í maísólinni í garðinum hjá KK - og ef illa viðraði I stofunni hjá Magga." Ég vona bara að sem flestir taki nú vel undir með KK og Magga, að „ferðalögin" lifi áfram góðu lífi með þjóðinni og tengi fólk saman í gleði og söng sem fyrr.“ HITAÐ UPP: KK og Maggi Eiríks ásamt nokkrum aðstandendum og meðspilurum á plötunni. Sólríkt haust / Portúgal Frábærar haustferðir til Portúgals á einstöku verði. kr. á mann kr. á mann Innifalið: Flug, gisting í eina viku í stúdíói á Sol Doiro og allir flugvallarskattar. íslenska stöðin á Netinu ÚTVARP: (slenska stöðin 91,9 var sett á vefinn síðastliðinn mánudag til að mæta kröfum þeirra sem eru utan hlustunar- svæðis stöðvarinnar.Það kom aðstandendum stöðvarinnar skemmtilega á óvart hversu margir (slendingar erlendis nýttu sér tækifærið og hlustuðu á íslenska tónlist á Netinu. Um 200 kveðjur frá ýmsum löndum bárust stöðinni fýrsta daginn á Netinu, þar sem bæði var verið að þakka fýrir þjónustuna og koma skilaboðum heim til vina og ástvina á fslandi. Skilaboð komu frá Bandaríkjunum,öllum Norðurlöndunum,flestum löndum Vestur-Evrópu, Afríku og Asíu. Að sögn aðstandenda eru þeir að vonum þakklátirfýr- ir góð viðbrögð hlustenda. ferð um landið - og raunar Qöl- margra annarra. „I mörg sumur var ég leiðsögu- maður ferðamanna. I leiðsögn minni þar spann ég oft út frá þess- um gömlu sögum og ég fann að það hafði ekki síst sterk hughrif á sam- ferðafólk mitt að koma á fæðingar- staði skáldanna. Hughrifin urðu oft mjög sterk," segir Jón. Þjóðskáldunum fjölgar Þegar komið er norður í Eyja- fjörð á hringferðinni um landið í þessari bók er að sjálfsögðu borið niður í Fagraskógi. Þar fæddist Davíð Stefánsson, sem af sumum hefur verið nefndur síðasta þjóð- skáldið. „Ég tek hins vegar fleiri skáld inn í þennan hóp, eins og til dæmis Vopnfirðinginn Þorstein Valdi- marsson og Þorstein Erlingsson Fljótshlíðing. Hann var fæddur undir Eyjaíjöllum en ólst upp í ÞJÓÐSKÁLDIN ( EINNI BÓK. „Hvorki í Ijóðum né öðru geta menn fullkomlega yfirgefið heimaslóðir sínar. Ræturnar eru alltaf til staðar og út frá þeim nálgast ég þau 42 skáld sem um erfjallað í þessari bók," segir Jón R. Hjálmarsson. DV-mynd Njörður Helgason Fljótshlíðinni og allir kunna ljóð hans um æskustöðvarnar, Fyrr var oft í koti kátt.“ Jón bætir við að ef til vill sé djaft að fjölga þjóðskáldunum með þessum hætti. Á hinn bóginn fari enginn í grafgöturnar um að til þessa hóps skálda megi til dæmis telja Einar Benediktsson frá Elliða- vatni, Borgfirðinginn Jón prófessor Helgason, Dalamanninn Jóhannes úr Kötlum, Stein Steinarr úr Djúp- inu, Hannes Hafstein frá Möðru- völlum í Hörgárdal og Þórberg úr Suðursveit - auk margra annarra. Einnig leyfir Jón sér að gera þá frægu Vatnsenda-Rósu að þjóð- skáldi, en hún var frá Ásgerðarstöð- um í Hörgárdal. Til þessa hefúr Rósa ekki verið sett í þennan flokk, en á hinn bóginn er það engin goð- gá þar sem hvert einasta manns- barn kann að því er ætla má hina frægu vísu hennar; “Þó að kali heit- ur hver / hylji dali jökull ber. / Steinar tali og allt hvað er / aldrei mun ég gleyma þér.“ Upphafin snilld I hugum velflestra íslendinga er Öxndælingurinn Jónas Hallgríms- son þó hið eina og sanna þjóð- skáld. Að minnsta kosti er Jón R. Hjálmarsson á þeirri skoðun. Segir að Jónas hafi alla tíð verið sér kær, rétt eins og flestum öðrum. „Stundum minnir Jónas mig á Mozart; sum Ijóða hans eru upp- hafin snilld og enginn getur gert betur. Eru fullkomnun, eins og til dæmis sonnettan Ég bið að heilsa. Það ljóð er ort á fallegu alþýðumáli, rétt eins og listaskáldið gerði ævin- lega. Þetta ljóð, sem engum ofsög- um er sagt að allfestir kunni, birti égíheild sinni í bókinni; enda eral- veg ómögulegt að stytta það á nokkurn hátt. Slík er snilldin," sagði Jón R. Hjálmarsson að síð- UStU. sigbogi@dv.is Komdu með til Portúgals og njóttu lífsins með Plúsferðum í Albufeira. FERÐIR www.plusferdir. is Hliðasmára 15 • Simi 535 2100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.