Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Qupperneq 4
20 DVSPORT MÁNUDAGUR 30. JÚNl2003 KNATTSPYRNA 1.DEILD KARLA Staðan: Keflavík 7 6 0 1 19-7 18 Vfkingur 7 3 3 1 9-6 12 Þór, Ak. 7 3 2 2 15-13 11 Breiðablik 7 3 1 3 7-8 10 Njarðvík 7 2 2 3 10-10 8 HK 7 2 2 3 8-10 8 Afturelding 7 2 2 3 8-12 8 Haukar 7 2 2 3 8-12 8 Leift./Dalv. 7 2 1 4 8-11 7 Stjarnan 7 1 3 3 9-12 6 Markahæstir: Jóhann Þórhallsson, Þór, Ak. 8 Magnús Þorsteinsson, Keflavík 5 Hólmar örn Rúnarsson, Keflavik 4 Stefán Örn Arnarson, Víkingi 4 Þórarinn Kristjánsson, Keflavík 4 Zeid Yasin, Leiftri/Dalvik 4 Brynjar Sverrisson, Stjörnunni 3 Henning Jónasson, Aftureldingu 3 Högni Þórðarson, Njarðvík 3 Olgeir Sigurgeirsson, Breiðabliki 3 Óskar Hauksson, Njarðvik 3 Valdimar Kristófersson, Stjörn. 3 Þorvaldur Már Guðmundsson, Aft. 3 Zoran Panic, HK 3 Næstu leikir: Þór-Stjarnan Haukar-Leiftur/Dalv. Keflavik-Njarðvík Breiðablik-Vlkingur Afturelding-HK 5.júlí kl. 16.00 S.júlí kl. 16.00 ð.júlikl. 20.00 7. júlí kl. 20.00 7.júlf kl. 20.00 KNATTSPYRNA 2.DEILD KARLA Úrslit leikja helgarinnar: Fjölnir—Léttír 5-0 Davíð Þór Rúnarsson 2, Ragnar Sverrisson 2, Steinn Simonarson. Völsungur-KFS 2-1 Boban Jovic (víti), Andri Valur (varsson Tindastóll-Viðir O-l Kári Jónsson (15.). Selfoss-KS 0-1 Danilo Cjelica (35.). Sindri-fR 2-2 Sævar Gunnarsson 2 (35., 44. víti) - Gunnar Kristinsson (39.), Lúðvík Gunnarsson (52.). Staðan: Völsungur 7 7 Fjölnir 7 5 Selfoss 7 4 KS 7 4 Víðir 7 4 (R 7 3 KFS 7 2 Tindastóll 7 1 Léttir 7 1 Sindri 7 0 0 0 28-7 21 0 2 22-12 15 1 2 15-7 13 1 2 13-11 13 0 3 9-9 12 1 3 13-12 10 0 5 13-24 6 1 5 11-18 4 1 5 6-23 4 3 4 6-13 3 Markahæstir: Boban Jovic, Völsungi 7 Baldur Sigurðsson, Völsungi 6 (var Björnsson, Fjölni 6 Arilius Marteinsson, Selfossi 5 Ragnar Hauksson, KS 5 Andri Valur Ivarsson, Völsungi 4 Ásmundur Arnarsson, Völsungi 4 Lúðvik Gunnarsson, IR 4 Sævar Gunnarsson, Sindra 4 Arnar Sigtryggsson, Létti 3 Davíð Þór Rúnarsson, Fjölni 3 Elfas Ingi Árnason, Tindastóli 3 Kristmar Geir Björnsson, Tindast. 3 Óskar Már Alfreðsson, IR 3 Pétur Björn Jónsson, Fjölni 3 Ragnar Sverrisson, Fjölni 3 ooj.sport@dv.is Sigurmark á lokasekúndunni Leiftur/Dalvík vann 3-2 sigur á Aftureldingu á heimavelli sínum á Ólafsfirði 0-1 Þorvaldur Már Guðmundss. 24. 1- 1 Zaid Yasin 48. 2- 1 Zaid Yasin 6Z 2- 2 Henning Jónasson 82. 3- 1 Willum Geir Þorsteinsson 90. Leiftur/Dalvík unnu Aftureldingu 3-2 í bongóblíðu á Ólafsfirði á föstu- dagskvöld. Fyrri hálfleikur var af- spyrnuslakur, fátt um marktækifæri og leikmenn eyddu mestum tíma í að kýla boltann fram og til baka. Aft- urelding var þó ívíð sterkari á vellin- um og uppskar eitt mark í hálfleikn- um. Það skoraði Þorvaldur Már Guðmundsson með skoti utan teigs. Það var ailt annað Leifturs/Dal- víkurlið sem mætti í síðari hálfleik- inn og greinilegt að þrumuræða Nóa Bjömssonar í hálfleik náði til leikmanna. Það tók heimamenn einungis 3 mínútur að jafna leikinn en markið skoraði Zaid Yasin með góðri hjólhestaspyrnu. Zaid var síð- an aftur á ferðinni á 62. mínútu þeg- ar hann nýtti sér mistök Einars Hjörleifssonar í marki Aftureldingar, hikaði í úthlaup og skoraði annað mark heimamanna. Besti maður Aftureldingar í leikn- um, Henning Jónasson, jafnaði síð- an leikinn þegar um 10 mfnútur til leiksloka með góðu skoti úr teig eft- ir að Sævar í markinu blakaði bolt- anum til hans eftir aukaspymu, bolta sem hann hefði átt að grípa. Allt leit út fyrir að liðin skiptu með sér stigunum en þegar 5 mín- útur vom liðnar af uppbótartím- anum skallaði Willum Geir boltann í mark Aftureldingar á síðustu sek- úndu leiksins. Maður leiksins: Zaid Yasin, Leiftn/ Dalvík. akureyri@dv.is Sex stiga forysta Óskabyrjun Keflvíkinga í 1-5 sigri á HK í Kópavogi og liðið er byrjað að stinga af MARKSÆKINN AF MIÐJUNNi: Hólmar örn Rúnarsson hefur spilað vel fyrir Keflvfkinga I sumar og hann skoraði fimmta mark sltt í 1. deildiríni gegn HK á föstudagírtn. Dv-mynd Pjetur 1 0-1 Magnús Þorsteinsson 4. 0-2 Hólmar öm Rúnarsson 13. 0-3 Þórarinn Kristjánsson 63. 1 -3 Zoran Panic, vfti 76. 1 -4 Hörður Sveinsson 86. 1 -5 Scott Ramsey 90. Keflvíkingar þurftu ekki að sýna neinn stórieik til þess að leggja HK-inga örugglega að velli á föstudagskvöldið, 5-1, og tryggja sér með því sex stiga forskot á toppi 1. deildar. Þeir gátu leyft sér að slaka á eftir óskabyrjun og innsigluðu loks sigurinn með tveimur mörkum í lokin. Gestimir úr Keflavík hófu leikinn með látum. Magnús Þorsteinsson skoraði eftir tæpar fjórar mínútur eftir að sofandi vamarmenn HK- inga höfðu gleymt honum og nokkmm mínútum síðar skoraði Hólmar Rúnarsson með föstu skoti utarlega úr vítateignum. Keflvíking- ar réðu ferðinni í fyrri hálfleik. Þeir mættu HK-ingum aftarlega og vom eldfljótir fram en eftir mörkin tvö drógu þeir úr hraðanum sem varð til þess að HK-ingar komust meira inn í leikinn. Keflvíkingar vom jafnan hættulegir þegar nálgaðist mark HK og vom ekki langt frá því að bæta við mörkum. HK-ingar komu mun ákveðnari til seinni hálfleiks jafnframt því sem Keflvíkingar urðu væmkærir. Liðin sóttu á víxl en HK-ingar vom fíklegri og fengu tvö upplögð tækifæri til þess að minnka muninn. Keflvíking- ar refsuðu þeim fyrir það þegar Þór- arinn Kristjánsson bætti við þriðja Keflvíkinga þurftu að- eins að spila á fullu fyrstu 13 mínúturnar markinu á 63. mfnútu eftir vel út- færða skyndisókn. HK-ingar gáfust ekki upp og minnkuðu muninn úr vítaspymu eftir að brotið var á Gunnari Helgasyni. Keflvíkingar skiptu inn á nokkmm varamönnum í lokin og tveir þeirra, Hörður Sveinsson og Scott Ramsey bættu við mörkum á lokakafla leiksins. Leikurinn þróaðist á besta veg fyr- ir Keflvíkinga sem þurftu aðeins að spUa á fullu fyrstu þrettán mínút- umar. Eftirleikurinn var auðveldur og stórhættulegir sóknarmenn þeirra urðu varnarmönnum HK sí- fellt áhyggjuefni. Magnús Þorsteins- son var þar f aðalhlutverki og þeir Hólmar Örn Rúnarsson og Ólafur ívar Jónsson vom síógnandi á könt- unum. Það má segja HK-ingum tU hróss að þeir héldu uppi stöðugri sókn mestallan seinni hálfleikinn og gáfust ekki upp þótt staðan virtist vonlaus. Þeir hófu leikinn hins vegar mjög illa og komust aldrei í gang í fyrri hálfleUc. Vamarleikur þeirra var heldur ekki sannfærandi. Maður leiksins: Magnús Sverrir Þorsteinsson, Keflavík. -HRM Haukar á beinu brautinni á ný Þórsarar sigraðir á Ásvöllum, 3-2, á föstudagskvöldið -Jóhann Þórhallsson með 8, marksitt 1 -0 Kristján Bjömsson, víti 47. 1- 1 Jóhann Þórhallsson 49. 2- 1 Darri Johansen 60. 3- 1 Jón Gunnar Gunnarsson 65. 3-2 Alexander Santos 71. Haukar unnu góðan og sann- gjarnan sigur á Þórsumm frá Akur- eyri, 3-2, í 1. deild karla í knatt- spyrnu á Ásvöllum á föstudags- kvöld. Fyrri hálfleikur var með óiíkind- um daufur og það var aðeins á fyrstu tuttugu mínútunum sem eitthvað markvert gerðist. Á 11. mínútu átm gestirnir gott skot beint úr aukaspyrnu sem Jömndur Kristinsson varði vel og þremur mínútum síðar var mark dæmt af Haukum vegna rangstöðu. Á 20. mínútu fékk svo Davíð Logi Gunnarsson Haukamaður mjög gott færi en skaut rétt ffam hjá. Undirritaður skrifaði ekkert meira hjá sér það sem eftir lifði hálfleiks- ins. í seinni háJfleik fór loksins fjör að færast í leikinn og á fyrstu fjór- um mínútum hans litu tvö mörk dagsins ljós, hvort í sínu marknet- inu. Eftir þetta var jafnræði og bæði lið fengu hættuleg færi en það vom hins vegar heimamenn sem náðu aftur forystunni á 60. mínútu. Þeir juku hana svo fimm mínútum síð- ar og allt lék í höndunum á þeim. SlysaJeg mistök Jömndar komu hins vegar Þórsumm aftur inn í leikinn sex mínútum síðar og þær nítján mínútur sem eftir vom ein- kenndust af fjöri og spennu. Hauk- ar vom reyndar miklir klaufar að bæta ekki við marki og gulltryggja sigurinn en Þórsumm tókst ekki að nýta möguleika sína þrátt fyrir smápressu í lokin. Goran Lukic, Jón Gunnar Gunn- arsson og Kristján Ómar Bjömsson vom bestir heimamanna en Alex- ander Santos og Jóhann Þórhalls- son vom skástir norðanmanna Maður leiksins: Goran Luldc, Haukum -SMS Jóhann Þórhallsson hefur skorað itta mörk fyrir Þór í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.