Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2003, Page 15
MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ2003 DVSPORT 31
t-
DV Sport
Neytendur
Keppni i hverju orði
Netfang: dvsport@dv.is
Sími: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889
Hátt hlutfall fótasveppa á íslandi
FÓTASVEPPASÝKING: Á bilinu
8-15% (slendinga þjást af fóta-
sveppasýkingum ef marka má
alþjóðlega rannsókn sem gerð
varárið 1999.
Samstarfsverkefni
Rannsóknin var samstarfsverk-
efni vísindamanna frá sex
löndum: Bretlandi, Finnlandi,
Hollandi, (talíu, Þýskalandi og
(slandi, og höfðu húðsjúk-
dómalæknarnir Bárður Sigur-
geirsson, Jón Þrándur Steins-
son og Jón Hjaltalín Ólafsson
veg og vanda af rannsókninni
hérá landi.
Þetta hlutfall er hátt, hærra
heldur en í öðrum löndum.
„Nýleg bresk rannsókn sýndi
að hlutfallið þar er 2%. Rann-
sókn í Finnlandi bendir til að
hlutfallið sé 8% en óhætt er að
fullyrða að 8% eru neðri mörk-
in hjá Islendingum," sagði
Bárður Sigurgeirsson þegar
niðurstöður rannsóknarinnar
voru birtar.
Tíðar ferðir í sund
Ein af meginástæðum fýrir háu
hlutfalli fótasveppa á Islandi
eru tíðar ferðir í sundlaugar en
Fæturnir verða
að vera í lagi
Pétur Guðmundsson segir menn ekki ná langt án þess að gæta að fótasveppum
rannsókn sem var gerð á gest-
um Laugardalslaugarinnar
leiddi í Ijós að tíðni sveppasýk-
inga meðal sundlaugargesta er
langt yfir meðaltali. Þar kom
fram að þriðji hluti þeirra karl-
manna sem sóttu laugarnar
væru með sveppasýkingu en
um 18% kvenna.
EINKENNI FÓTASVEPPS
Fótasveppasýkingar hafa augljós
einkenni sem allir þurfa að huga
að:
• Kláði, sviti, stingir í húð á þeim
stöðum sem sýkingin hefur náð
fótfestu.
• Rauð útbrot, litlar bólur, flögnun
á iljum og hælum, í lófum, á svæði
milli táa og fingra og f nöglum.
• Roði og bólga í húð.
• Blöðrur eða opin húð, vessandi
útbrot, skorpa/hrúður.
• Þurrkur með sprungum og
hreistri.
• Litabreytingar með þykknun á
nöglum.
I
Fótasveppir hafa verið mikið
vandamál meðal íþróttamanna
undanfarin ár. Það er segin
saga að ef fótasveppirnir fá að
lifa góðu lífi getur það haft áhrif
á íþróttamennina og minnkað
afkastagetu þeirra. Körfuknatt-
leiksmaðurinn Pétur Guð-
mundsson er einn fjölmargra
íþróttamanna sem ekki hafa
farið varhluta af fótasveppnum
og hann ræddi við DV sport um
reynslu sína af honum og
einnig um verkefni sem hann er
að vinna að ásamt sjúkra-
bjálfurum íþróttamanna á
Islandi.
Hvenœr og hvernig fékkstu fóta-
svepp?
„Þegar ég spilaði körfubolta í
skóla í Bandaríkjunum var þetta
nokkuð algengt vandamál því ég
var alltaf að spila körfubolta og
svitnaði mjög mikið. Ég passaði
ekki alltaf að vera í hreinum sokk-
um þannig að þetta var algjör veisla
fyrir þessa sveppi."
Hvaða áhrif hafði það á getu
þína sem íþróttamaður?
„Þetta er auðvitað fyrst og fremst
óþægilegt, því mann klæjar svo í
þetta. Það skiptir öllu máli að þér
líði vel í fótunum þegar þú ert að
spila körfubolta, annars ertu eins
„Þegar ég spilaði körfu-
bolta í skóla í Banda-
ríkjunum varþetta
nokkuð algengt vanda-
mál því ég var aHtafað
spila körfubolta og
svitnaði mjög mikið."
og hálfhaltur. Ef þetta kemst undir
tánöglina geturðu ekki einu sinni
farið í skó.“
Hvernig losnaðir þú við fóta-
sveppinn?
„Eg fékk mér að sjálfsögðu krem
til þess að bera á þennan óþverra
og kom með því í veg fyrir það að
missa hreinlega úr æfingar og
leiki."
Hvað þarf fólk að varast varð-
andi fótasveppi?
„Menn þurfa fyrst og fremst að
ver duglegir að skipta um sokka og
„Það er ekki nokkur
ástæða tilþess að
menn séu að missa úr
leiki vegna fótasveppa,
en það getur hæglega
gerst efmenn passa
ekki upp á fæturna á
sér. íþróttamenn ná
ekki langt í sinni grein
effæturnir eru ekki í
lagi,"
ekki vera kærulausir þegar þá fer að
klæja í tærnar heldur bera strax
áburð á þær svo það verði ekki
verra."
Nú ert þú að vinna að verkefni
varðandi fótasvepp. í hverju felst
það?
„F.g hef verið í sambandi við
sjúkraþjálfarana sem eru að vinna
með íþróttamönnum og spjalla við
þá um hvort íþróttamenn komi til
þeirra með svona vandamál.
Einnig er ég að gera könnun hjá
íþróttamönnum um hve algengt
þetta sé hjá þeim. Það var gerð
könnun í NBA og þar kom fram að
u.þ.b. 90% leikmanna höfðu fengið
fótasveppi einhvern tímann á ferl-
inum. Þeir eru nokkuð margir hér á
landi líka sem hafa lent í þessu og
þeir eru allt of margir sem hafa ekki
sinnt því og látið það versna svo að
þeir hafa þurft að fara í læknismeð-
ferð. Það er ekki nokkur ástæða til
þess að menn séu að missa úr leiki
vegna fótasveppa en það getur
hæglega gerst ef menn passa ekki
upp á fæturna á sér. íþróttamenn
ná ekki langt í sinni grein ef fæturn-
ir eru ekki í lagi,“ sagði Pétur
Guðmundsson.
FYRIRBYGGJANDI AÐGERÐIR
Hægt er að verjast fótasveppasýk-
ingu með margvíslegum hætti:
• Vera í sandölum í sturtu og bún-
ingsklefa.
• Setja reglulega púður gegn
sveppasýkingum í skóna.
• Skipta reglulega um skó sem
notaðir eru ef þess er kostur.
• Vera alltaf í sokkum (skónum.
• Þvo fætur daglega og þurrka þá
vel.
• Vera í skóm sem passa vel, hvar
sem þú ert á ferð.
LAUS UNDAN FÓTASVEPP-
UM: Pétur Guðmundsson,
frægasti körfuknattleiks-
maCur fslands, fór ekki var-
hluta af fótasveppum á ferli
slnum.
Leyfum tánum að njóta
... án sveppasýkinga
O LAMISIL
fSHINAFINÍ
...elnu sinnl ó dag f ©Ina vlku, drepur fótsvapplnn
sín
Lamisil inniheldur terbinafin sem er
sveppadrepandi efni og vínnur á
sveppasýkingum I húð af völdum
húðsveppa, fótsveppa og litbrygða-
myglu,"lifrarbrúnir blettir". Á ekki að
nota gegn sveppasýkingum I hársverði,
skeggi eða nðglum nema samkvæmt
læknisráði.Má ekki nota ef þekkt er
ofnæmi fyrir terbfnaflni eða óðrum
innihaldsefnum f Lamisil. Lamisil er
borið á einu sinni á dag I eina viku.
Hreinsið og þurrkið sýkt svæði vel áður
en Lamisil er borið á. Bera skal Lamisil
I þunnu lagi á sýkta húð þannig að
það þeki allt sýkta svæðið. Lamisjl er
milt og veldur mjög sjaldan
húðertingu. Géymist þar sem börn
hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega
leiðbeiningaseðil sem fylgir hverri
pakkningu.