Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR LAUGARDACUR 5.JÚLÍ 2003 ÚTGAFUFÉLAG Útgáfufélagiö DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Öm Valdimarsson AÐALRÍT5TJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Rits^óm: ritstjorn@dv.is - Auglýsíngar. auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifmg@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. EFNI BLAÐSINS Hættumat vegna eldgosa - Innlendar fréttir bls. 4 Kanínufár - Innlendar fréttir bls. 6 Sala Sementsverksmiðju frestast - Innlendar fréttir bls.6 Deilur um Lundarsvæði í Kópavogi - Innlendar fréttir bls. 8 Morð vekur óhug í Danmörku - Erlendar fréttir bls. 12 Berlusconi hljóp á sig - Erlendar fréttir bls. 12 DV Bingó Nú spilum við O-röðina og fjórða talan talan sem upp kemur er69. Þeir sem fá bingó, eru vinsamlega beðnir að láta vita í súna 550 5000 innan þriggja daga. Ef fleiri en einn fá bingó er dregið úr nöfrmm þeirra. í vónning er ferð fyrir t\’o með lceland Express til London eða Kaupmannahafnar. Samhlíða einstökum röðum er aJJt spjaldið spiiað. Við spilum nefnilega bingó í alir sumar. Verðlaun fyrir allsherj- arbingó er vikuferð til Portúgals með Terra Nova Sói. Teflt í Húsdýragarðinum Hraðskákeinvígi TAFL Skákdrottning Hróksins, hin 21 árs Regína Pokorna, teflir fjöltefli við börn í Fjöi- skyldu- og húsdýragarðinum í dag klukkan 14. Regína er meðal bestu skákkvenna heims en hún varð Evrópu- meistari 20 ára og yngri árið 1999 og leiddi Slóvakíu til sig- urs á Evrópumóti landsliða 2001. Hún varð fyrsta konan til að tefla með A-liði Hróksins í 1. deiid nú í vetur og er einn af (slandsmeisturum félagsins í ár. Fjölteflið er opið börnum og er í boði Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og markar upphaf að föstum skákæfing- um alla laugardaga í sumar. Börnum verður boðið upp á skákæfingar og fræðslu. SKÁK: Stórmeistararnir Ivan Sokolov og Jóhann Hjartar- son munu tefla hraðskákein- vígi í Bókabúð Máls og menningar í Síðumúla kl. 15.00á sunnudaginn. Sokolov og Jóhann eru að koma af skákmótinu „Green- land Open" sem haldið var á dögunum í samvinnu taflfé- lagsins Hróksins og græn- ienskra yfirvalda. Einvígið er haldið í tilefni af opnun skák- deildar í Bókaverslun Máls og menningar, Síðumúla. Búast má við hörkukeppni þar sem þessir sterku skákmenn gefa ekkert eftir við skákborðið. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Flugnafár MOSFELLSBÆR: Þeim brá í brún, Lóu Mjöll og Ásrúnu, þegar þær rákust á býflugna- bú í sandkassanum á leikvelli hverfisins í Hlíðartúnshverfi í Mosfellsbæ. Búið er á stærð við handboita og iðaði af lífi. Bæjaryfirvöld voru látin vita af búinu. Maður slapp vel eftir að öflug gassprenging varðí bát hans: Æðri máttarvöld hljóta að hafa vakað yfir mér HEPPINN: Sigþór Steindórsson hlaut annars stigs brunasár á handlegg og baki, auk þesrsem'hann hælbrotnaði við sprenging- una. Hann segir alveg Ijóst að einhver verndarhönd hafi verið yfir honum þegar slysið varð. DV-mynd Sigurður Jökull Sigþór Steindórsson slapp ótrúlega vel þegar hann lenti í öflugri gassprengingu í bát sínum, Bryndísi SU, á Breið- dalsvík í fyrradag. „Ég veit ekki hvað bjargaði mér. Það hljóta að hafa verið einhver æðri máttarvöld sem vöktu yflr mér,‘‘ sagði Sigþór Steindórsson í samtali við DV f gær. „Ég var að dytta að bátnum mínum þegar sprengingin varð. Ég er með olíu- miðstöð í bátnum sem ég kveiki alltaf á til þess að hafa góðan hita. Þegar ég kveikti á henni heyrði ég óvenju háa smelli sem ég hef ekki heyrt áður. Ég ákvað því að slökkva á miðstöðinni en þá kom þessi gíf- urlega sprenging." Við sprenging- una kastaðist Sigþór til og fékk mik- ið högg undir hægri fótinn þar sem laust spjald hafði slegist undir hann. „Ég ákvað að slökkva á miðstöðinni en þá kom þessi gífur- lega sprenging." Hann hiaut annars stigs bruna- sár á hægri handlegg og upp eftir öllu bakinu auk þess sem hann hælbrotnaði og liggur nú á bruna- deild Landspítalans við Hring- braut. Mikil mildi var að ekki fór verr þar sem sprengingin var mjög öflug og reif alla yflrbyggingu báts- ins nánast af. Lak úr gaseldavél Lögreglan á Eskifirði er búin að rannsaka slysið en að sögn Jónasar Vilhelmssonar yfirlögregluþjóns mun gas hafa leldð úr gaseldavél sem var f bátnum en opið var fyrir gasið á annarri hellunni á eldavél- inni. Svo virðist sem gasið hafi farið út um allt. „Það hefur væntanlega komið neisti úr olíumiðstöðinni þegar ég kveikti á henni en ég fann hins vegar enga gaslykt þegar ég kom inn í bátinn. Þetta gerðist allt svo snöggt þannig að ég tók ekki einu sinni eftir því hvort báturinn hefði eitthvað skemmst." Sigþór sagðist ekki hafa misst meðvitund við sprenginguna en hefði ekki vit- að af sér fyrr en hann var kominn upp á bryggjuna. „Ég fór upp til að athuga hvort eitthvað væri að mér en ég hafði fengið mikið högg í kviðinn og hélt að ég væri stórslas- aður.“ Hann sagði að fóik, sem hefði verið nálægt, hefði komið á staðinn og veitt sér aðstoð. „Það var í skúr sem var f hundrað metra fjar- lægð og sagði að hann hefði nötrað og skolfið við sprenginguna." Fólk fari varlega Að sögn Jónasar Vilhelmssonar yfirlögregluþjóns er báturinn, sem er 6 tonna gáskabátur, mikið skemmdur en öll yfirbyggingin er brotin og illa farin. Þá taldi hann lfklegt að tækin í bátnum hefðu einnig skemmst. Hann sagði að lögreglan væri búin að rannsaka gaseldavélina og svo virðist sem hún hefði verið í fínu lagi þegar sprengingin varð. „Það er þannig með öll þessi eldfimu tæki að fólk verður að fara mjög varlega með þau. Þau geta verið hættuleg ef fólk passar sig ekki.“ _gcA HVERJIR ERU ÓDYRASTIR? Dömuboiir kr. 490 Fákafení 9 • Reykjavik Dalshraun 11 • Hafnarfiröi Siglfirðingar bera sorgarbönd: Hyggja á brottflutning Jafnt ungir sem aldnir Siglfirð- ingar gengu um götur í gær með sorgarbönd í kjölfar fregna um að ekkert yrði af fyrirhuguðum fram- kvæmdum við jarðgöng um Héð- insfjörð. Brynja Baldursdóttir myndlistarmaður segir fólki mjög brugðið og fallist hreinlega hendur. Hún hengdi upp stutta yfirlýsingu um alian bæ sem hljóðar svo: „Við sem berum sorgarbönd vilj- um með því tjá vonbrigði okkar og sorg yfir ákvörðun ríkisstjórnar varðandi i léöinsfjaröargöng.“ Brynja segir að áhrifin af þessum tíðindum vera skelfileg. Margir séu þegar farnir að huga að brottflutn- ingi úr bænum. hkr@dv.is Stálu öflugu sprengiefni Brotist var inn í sprengiefha- geymslu í Hólmsheiðinni aðfaranótt föstudags og stolið þaðan 245 kflóum af dínamíti. Lögreglan vill vekja at- hygli á að meðferð og notkun sprengiefnis er ekki á færi annarra en þeirra sem til þess hafa tilskilin rétt- indi og búa yfir kunnáttu og þekk- ingu á meðferð þess. Meðferð ann- arra en þeirra sem með kunna að fara er stórhættuleg. Þeir sem kunna að hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir við eða í nágrenni geymslunnar eru beðnir að gefa sig ffam við lögreglu. Allir sem einhverj- ar upplýsingar geta veitt eða verða varir við óeðlilega meðhöndlun sprengiefnis eru sömuleiðis hvattir til að hafa þegar í stað samband við lögreglu. -EKÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.