Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR LAUOARDAGUR 5. JÚLÍ2003 Grænt Ijós á Norðlingaöldu VIRKJANAMÁL Umhverfis- stofnun telur að fyrirhugaðar framkvæmdir Landsvirkjunar við Þjórsárver hafi ekki lang- tímaáhrif inn í friðlandið í Þjórs- árverum og skapi því ekki hættu á að friðlandinu verði spillt, að því er fram kemur í umsögn Umhverfisstofnunar til Landsvirkjunar. Þar kemur einnig fram að mið- að viðtillögu Landsvirkjunar muni langvarandi uppsöfnun aurs ekki verða á sléttlendinu fyrir neðan friðlandið. Gert er ráð fyrir að stífla við Norðlinga- öldu myndi lón í 568 metra hæð yfir sjávarmáli en ætlunin er að lækka lónshæðina niður í 466 metra þegar mikið rennsli er í Þjórsá að vor- og sumarlagi, þegar mestur aur er í ánni. Dræm rækjuveiði SJÁVARÚTVEGUR: Buið er að veiða 15,5% af af íslenska rækjukvótanum á Flæmingja- grunni. Heildarkvóti yfirstand- andi fiskveiðiárs er 11.400 tonn en aðeins hafa um 2100 tonn borist á land. Það stefnir því í að rækjuveiðar Islendinga á Fæmingjagrunni bíði afhroð í ár. Aðeins tvö skip hafa verið við veiðar á Fæmingjagrunn- inu á þessu ári og nú er svo komið að annað þeirra, Sunna Sl, hefur hætt veiðum og er skipið til sölu. Ef fram heldur sem horfir verður heildarafli ársins einhversstaðar á bilinu 3700-3900 tonn sem samsvar- ar um 30% af leyfilegum heild- arafla rækju á þessu svæði. Skiptarskoðanir um byggingar á Lundarsvæðinu í Kópavogi: Himinháar blokkir vekja hörkudeilur FLUGSÝN. Blokkunum verður dreift um túnið á Lundarsvæðinu. Stutt er í útivistarsvæði í Fossvogi. Tölvug rafík ONNO ehf. Skipulagsstofnun hefur nú fengið til umfjöllunar tiilögu meirihlutans í bæjarstjórn Kópavogs um að taka undir íbúðabyggð hluta af svonefndu Lundarsvæði, neðan Nýbýla- vegar. Uppi eru hugmyndir um að reisa þar átta fjölbýlishús sem yrðu níu til þrettán hæðir og með að jafnaði um sextíu íbúðir hvert. Gunnsteinn Sigurðsson, formaður skipulags- nefndar Kópavogs, segir að fjölbýl- ishúsin falli vel inn í landslag og bæjarmynd á þessum slóðum. Auk- Þverbit frarnan hægra 'TlSSlF*" m . Síríus rjómasúkkulaði er ferðafélagi íslendinga númer eitt. Þér standa fimm freistandi tegundir til boða í sígildum lOOg og 200g umbúðum. Hvernig sem þú velur að bíta i uppáhalds Síríus rjómasúkkulaðið þitt skaltu njóta þess og hafa það gott í sumar. ®>8 NÓl SÍRÍUS inheldur sé verið að opna skemmti- legt svæði til bygginga og útivistar. Gestur Ólafsson, arkitekt og skipu- lagsfræðingur, segir að þetta mál slái sig afar einkennilega. Einblínt sé á eina hugmynd í stað þess að nálgast málið með fleiri möguleika í huga. Blokkunum dreift um svæðið Á Lundi við Nýbýlaveg var land- búnaður stundaður allt fram á síð- ustu ár. Samkvæmt aðalskipulagi er svæðið m.a. skilgreint sem land- búnaðarreitur. Nú verður því breytt og tíu hektarar teknir undir blokk- irnar átta, en gert er ráð fyrir að þegar þær eru fullbyggðar verði íbúar á svæðinu um 1.500 talsins. „I fyrstu tillögum okkar var gert ráð fyrir að blokkirnar allar stæðu uppi við Nýbýlaveginn. í vinnuferl- inu breyttust þær hugmyndir. Nú verður blokkunum dreift meira um svæðið og inn á milli koma útivist- arsvæði og grænir reitir," sagði Gunnsteinn. Skipulagsstofnun metur nú til- löguna og leggur dóm á hvort hún standist allar reglur. Þegar því lýkur getur Kópavogsbær auglýst tillög- una á opinberum vettvangi og þannig kallað eftir viðbrögðum bæjarbúa og annarra þeirra sem hagsmuna eiga að gæta. Dalurinn viðkvæmur Minnihluta Samfylkingar í bæj- arstjórn Kópavogi hugnast ekki hugmyndir um háhýsi á Lundar- svæðinu. Flosi Eiríksson, oddviti flokksins í bænum, segir að í fyrsta lagi þurfi að kanna eignarhald á landinu betur og með vandaðri hætti en gera eigi. Tillaga minni- hlutans hafi verið sú að fara yfir þau mál í hörgul áður en farið væri í skipulagsvinnuna. Nú eigi að gera þetta tvennt samhliða, sem sé ekki skynsamlegt. „Við getum sætt okkur við lægri blokkir og færri á þessu svæði," segir Flosi. Fossvogsdalinn segir hann vera viðkvæmt svæði og minnir á að ekki séu mörg ár síðan fallið var frá hugmyndum um að leggja hraðbraut eftir dalnum. „Miðað var við að hann yrði útivist- arsvæði um ókomna framtíð. Nú- verandi meirihluti er einnig með hugmyndir um að byggja sundlaug í dainum en allar svona byggingar- framkvæmdir eru til þess eins falln- ar að skerða þá þann græna reit sem dalurinn á að vera,“ segir Flosi. Hann segir minnihlutann í Kópavogi munu berjast hart gegn þessum fyrirætlunum og býst við að viðbrögð bæjarbúa muni verða á sömu nótum. Furðulegt mál „Mér finnst þetta vera hið furðu- legasta mál,“ segir Gestur Ólafsson. Hann leggur áherslu á að skipu- lagsfræðingar þurfi að vera óháðir í störfum sínum og vinna sín verk- efni út frá hagsmunum heildarinn- ar. Það gangi ekki að hugsa ein- göngu um að ætla að kreista sem mesta nýtingu út úr einu svæði og það hugsanlega með peningalega hagsmuni landeigenda aðallega í huga. Uppi eru hugmyndir um að reisa þar átta fjölbýlishús sem yrðu níu til þrettán hæðir Gestur segir að hvað varðar nýt- ingu Lundarsvæðisins sé æskilegt að leita fleiri hugmynda; það er að einblina ekki á byggingu háhýsa heldur hafa einnig fleiri möguleika í huga. Jafnframt þurfi að horfa til annarra þátta, svo sem umferðar- álags, sjónmengunar, veðurfars- áhrifa og fleiri slíkra þátta, rétt eins og gert er við mat á umhverfisáhrif- um. Þannig sé ljóst að himinháar blokkir á Lundarsvæðinu muni hafa sín áhrif á allt umhverfið, hvort heldur er byggð Reykjavíkur- eða Kópavogsmegin í Fossvogsdal. Fram hjá hagsmunum íbúa þar megi ekki horfa. Mismunandi kostir „Þegar leitað er hugmynda um svona landnotkun og landnýtingu er æskilegt að horfa á fleira en laga- legt form og hafa mismunandi kosti uppi á borðinu. í þeim til- gangi má til dæmis eftia til hug- myndasamkeppi sem breytir þó ekki því að sveitarfélögin þurfa sjálf móta stefnu og hafa þannig úrslita- vald í öllum skipulagsmálum," seg- ir Gestur Ólafsson. sigbogl@dv.ls V Reykjavík Kópavogur Fossvogur Nýi Lundur Verslun nr ;þj6iusUistb() UikskóJi 1 Lundur3 jj m £& u § « if} % % 0 é? BirU|rund | fe Hgt§ @r *» . tœr I i1-” i ~ ’i ii "W**ur S W LUNDARHVERFIÐ. Með þessum haetti verður hverfið, þar sem lögð er áhersla á samspil íbúðabyggðar og opinna svæða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.