Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Síða 8
8 FRÉTTIR LAUOARDAGUR 5. JÚLÍ2003 Grænt Ijós á Norðlingaöldu VIRKJANAMÁL Umhverfis- stofnun telur að fyrirhugaðar framkvæmdir Landsvirkjunar við Þjórsárver hafi ekki lang- tímaáhrif inn í friðlandið í Þjórs- árverum og skapi því ekki hættu á að friðlandinu verði spillt, að því er fram kemur í umsögn Umhverfisstofnunar til Landsvirkjunar. Þar kemur einnig fram að mið- að viðtillögu Landsvirkjunar muni langvarandi uppsöfnun aurs ekki verða á sléttlendinu fyrir neðan friðlandið. Gert er ráð fyrir að stífla við Norðlinga- öldu myndi lón í 568 metra hæð yfir sjávarmáli en ætlunin er að lækka lónshæðina niður í 466 metra þegar mikið rennsli er í Þjórsá að vor- og sumarlagi, þegar mestur aur er í ánni. Dræm rækjuveiði SJÁVARÚTVEGUR: Buið er að veiða 15,5% af af íslenska rækjukvótanum á Flæmingja- grunni. Heildarkvóti yfirstand- andi fiskveiðiárs er 11.400 tonn en aðeins hafa um 2100 tonn borist á land. Það stefnir því í að rækjuveiðar Islendinga á Fæmingjagrunni bíði afhroð í ár. Aðeins tvö skip hafa verið við veiðar á Fæmingjagrunn- inu á þessu ári og nú er svo komið að annað þeirra, Sunna Sl, hefur hætt veiðum og er skipið til sölu. Ef fram heldur sem horfir verður heildarafli ársins einhversstaðar á bilinu 3700-3900 tonn sem samsvar- ar um 30% af leyfilegum heild- arafla rækju á þessu svæði. Skiptarskoðanir um byggingar á Lundarsvæðinu í Kópavogi: Himinháar blokkir vekja hörkudeilur FLUGSÝN. Blokkunum verður dreift um túnið á Lundarsvæðinu. Stutt er í útivistarsvæði í Fossvogi. Tölvug rafík ONNO ehf. Skipulagsstofnun hefur nú fengið til umfjöllunar tiilögu meirihlutans í bæjarstjórn Kópavogs um að taka undir íbúðabyggð hluta af svonefndu Lundarsvæði, neðan Nýbýla- vegar. Uppi eru hugmyndir um að reisa þar átta fjölbýlishús sem yrðu níu til þrettán hæðir og með að jafnaði um sextíu íbúðir hvert. Gunnsteinn Sigurðsson, formaður skipulags- nefndar Kópavogs, segir að fjölbýl- ishúsin falli vel inn í landslag og bæjarmynd á þessum slóðum. Auk- Þverbit frarnan hægra 'TlSSlF*" m . Síríus rjómasúkkulaði er ferðafélagi íslendinga númer eitt. Þér standa fimm freistandi tegundir til boða í sígildum lOOg og 200g umbúðum. Hvernig sem þú velur að bíta i uppáhalds Síríus rjómasúkkulaðið þitt skaltu njóta þess og hafa það gott í sumar. ®>8 NÓl SÍRÍUS inheldur sé verið að opna skemmti- legt svæði til bygginga og útivistar. Gestur Ólafsson, arkitekt og skipu- lagsfræðingur, segir að þetta mál slái sig afar einkennilega. Einblínt sé á eina hugmynd í stað þess að nálgast málið með fleiri möguleika í huga. Blokkunum dreift um svæðið Á Lundi við Nýbýlaveg var land- búnaður stundaður allt fram á síð- ustu ár. Samkvæmt aðalskipulagi er svæðið m.a. skilgreint sem land- búnaðarreitur. Nú verður því breytt og tíu hektarar teknir undir blokk- irnar átta, en gert er ráð fyrir að þegar þær eru fullbyggðar verði íbúar á svæðinu um 1.500 talsins. „I fyrstu tillögum okkar var gert ráð fyrir að blokkirnar allar stæðu uppi við Nýbýlaveginn. í vinnuferl- inu breyttust þær hugmyndir. Nú verður blokkunum dreift meira um svæðið og inn á milli koma útivist- arsvæði og grænir reitir," sagði Gunnsteinn. Skipulagsstofnun metur nú til- löguna og leggur dóm á hvort hún standist allar reglur. Þegar því lýkur getur Kópavogsbær auglýst tillög- una á opinberum vettvangi og þannig kallað eftir viðbrögðum bæjarbúa og annarra þeirra sem hagsmuna eiga að gæta. Dalurinn viðkvæmur Minnihluta Samfylkingar í bæj- arstjórn Kópavogi hugnast ekki hugmyndir um háhýsi á Lundar- svæðinu. Flosi Eiríksson, oddviti flokksins í bænum, segir að í fyrsta lagi þurfi að kanna eignarhald á landinu betur og með vandaðri hætti en gera eigi. Tillaga minni- hlutans hafi verið sú að fara yfir þau mál í hörgul áður en farið væri í skipulagsvinnuna. Nú eigi að gera þetta tvennt samhliða, sem sé ekki skynsamlegt. „Við getum sætt okkur við lægri blokkir og færri á þessu svæði," segir Flosi. Fossvogsdalinn segir hann vera viðkvæmt svæði og minnir á að ekki séu mörg ár síðan fallið var frá hugmyndum um að leggja hraðbraut eftir dalnum. „Miðað var við að hann yrði útivist- arsvæði um ókomna framtíð. Nú- verandi meirihluti er einnig með hugmyndir um að byggja sundlaug í dainum en allar svona byggingar- framkvæmdir eru til þess eins falln- ar að skerða þá þann græna reit sem dalurinn á að vera,“ segir Flosi. Hann segir minnihlutann í Kópavogi munu berjast hart gegn þessum fyrirætlunum og býst við að viðbrögð bæjarbúa muni verða á sömu nótum. Furðulegt mál „Mér finnst þetta vera hið furðu- legasta mál,“ segir Gestur Ólafsson. Hann leggur áherslu á að skipu- lagsfræðingar þurfi að vera óháðir í störfum sínum og vinna sín verk- efni út frá hagsmunum heildarinn- ar. Það gangi ekki að hugsa ein- göngu um að ætla að kreista sem mesta nýtingu út úr einu svæði og það hugsanlega með peningalega hagsmuni landeigenda aðallega í huga. Uppi eru hugmyndir um að reisa þar átta fjölbýlishús sem yrðu níu til þrettán hæðir Gestur segir að hvað varðar nýt- ingu Lundarsvæðisins sé æskilegt að leita fleiri hugmynda; það er að einblina ekki á byggingu háhýsa heldur hafa einnig fleiri möguleika í huga. Jafnframt þurfi að horfa til annarra þátta, svo sem umferðar- álags, sjónmengunar, veðurfars- áhrifa og fleiri slíkra þátta, rétt eins og gert er við mat á umhverfisáhrif- um. Þannig sé ljóst að himinháar blokkir á Lundarsvæðinu muni hafa sín áhrif á allt umhverfið, hvort heldur er byggð Reykjavíkur- eða Kópavogsmegin í Fossvogsdal. Fram hjá hagsmunum íbúa þar megi ekki horfa. Mismunandi kostir „Þegar leitað er hugmynda um svona landnotkun og landnýtingu er æskilegt að horfa á fleira en laga- legt form og hafa mismunandi kosti uppi á borðinu. í þeim til- gangi má til dæmis eftia til hug- myndasamkeppi sem breytir þó ekki því að sveitarfélögin þurfa sjálf móta stefnu og hafa þannig úrslita- vald í öllum skipulagsmálum," seg- ir Gestur Ólafsson. sigbogl@dv.ls V Reykjavík Kópavogur Fossvogur Nýi Lundur Verslun nr ;þj6iusUistb() UikskóJi 1 Lundur3 jj m £& u § « if} % % 0 é? BirU|rund | fe Hgt§ @r *» . tœr I i1-” i ~ ’i ii "W**ur S W LUNDARHVERFIÐ. Með þessum haetti verður hverfið, þar sem lögð er áhersla á samspil íbúðabyggðar og opinna svæða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.