Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ2003 DV HELGARBLAÐ 29 „Eins og áður segir byrjaði Óttar að spila í hljómsveit 1964, þá fjórtán ára gamall. Hann segist hafa átt sinn poppferil á árunum fyrir og í kringum tvítugt en svo hafi hann snúið sér að öðru, aðallega sölumennsku, þó annar fóturinn eða að minnsta kosti hugurinn hafi alltaf að ir. Bjöggi, Rúnni og ég Beðinn um að skjóta á hvað hann áætlar að margar plötur komi út á vegum Sonet árið 2003 segist hann reikna með að þær verði á bilinu 5 til 10. Næstu mánuði má búast við að minnsta kosti tveim plötum með nýju efni frá Sonet, nýrri plötu Mannakoma og plötu með systkin- unum KK og Ellen Kristjánsdóttur. - Það er hins vegar staðreynd að nýtt efni er mjög áhættusamt hér á íslandi. Það koma út kannski 200 nýjar plötur á ári og af þeim fjölda em þær kannski ekki nema 5 til 10 sem ná núllinu. Ég fer frekar var- lega en hitt, segir Óttar, en bætir þó við að hann gæti vel hugsað sér að kanna málið með útgáfu á nýju efni Sonet á erlendum markaði. Miðað við þessa áhættu má spyrja sig hvort útgáfan sé frekar gróðafyrirtæki eða hugsjónastarf? - Jújú, þetta er örugglega öðmm þræði hugsjónastarf. Ég kem nú úr þessu umhverfi, er gamall spilari og það er gaman að taka þátt í að búa eitthvað til, að sjá hugmynd vaxa og verða að vemleika. Við skulum segja að þetta sé fyrst og fremst bissness - en sumur bissness er bara skemmtilegri en annar. Ég er búinn að vera viðloðandi þennan bransa frá því ég byrjaði að spila í bandi 1966 og þó hann geti verið varasamur og sogið kraftinn úr fólki finnst mér hann alltaf jafn- spennandi. Mér finnst alitaf jafn- gaman að hitta Rúnna Júl vin minn og skeggræða við hann eða hringja í Bjögga Halldórs og tékka á púlsin- um, segir Óttar og hlær kankvfs- lega. - Þarna liggja mínar rætur og Við skulum segja að þetta sé fyrst og fremst bissness - en sumur bissness er bara skemmtilegri en annar. þarna á ég mína vini svo mér finnst ég bara vera á heimavelli. Ég segi bara eins og kerlingin - þetta fer allt saman einhvern veginn. Poppari, bakari, matvæla- framleiðandi, útgefandi Eins og áður segir byrjaði Óttar að spila í hljómsveit 1964, þá fjórt- án ára gamall. Hann segist hafa átt sinn poppferil á árunum fýrir og í kringum tvftugt en svo hafi hann snúið sér að öðm, aðallega sölu- einhverju leyti verið í tónlistinni." mennsku, þó annar fóturinn eða að minnsta kosti hugurinn hafi alltaf að einhverju leyti verið í tónlistinni. - Ég stofnaði fjölskyldu, eins og gengur og gerist, á miðjum áttunda áratugnum, eignaðist börn og fór að huga að því að finna mér ein- hvem farveg. Þá fyrst fór ég í nám, á gamals aldri, segir Óttar og brosir. - 1976 fór ég að læra til bakara en þaðan lá leiðin í framhaldsnám í matvælatæknifræði í Danmörku, f Hróarskeldu. Poppáhugamenn hljóta að hnjóta um val Óttars á stað fýrir framhaldsnámið og kemur tæplega á óvart að maður sem lifað hefirr og hrærst í tónlist velji vettvang stærstu tónlistarhátíðar í heimi. Óttar segist hafa farið á marga tón- leika á ámnum í Hróarskeldu, meðal annars séð Prince og Sting. Tóniist þessa tíma er almennt ekki hátt skrifuð í poppsögunni þó vissulega megi finna ódauðlegar perlur innan um eins og ávalit er. Hvað fannst Óttari? - Tónleikamir með Prince em nú einhverjir þeir öflugustu sem ég hef séð í dægurlagamúsík í gegnum tíðina og hef ég þó séð þá marga og margar alþjóðlegar stjömur frá því ég sá Kinks í Austurbæjarbíói ‘65. En mikið af þessu eighties-dóti þótti mér frekar leiðinlegt, hálfgelt alltsaman, meira og minna. Pjölskyldan sneri aftur heim 1988 og ári síðar stofnaði Óttar matvæla- fyrirtækið Kjarnavömr við annan mann. Kjamasultur, -grautar og - Mér finnst alltafjafn- gaman að hitta Rúnna Júl vin minn og skegg- ræða við hann eða hringja í Bjögga Halldórs og tékka á púlsinum. smjörlíki tóku svo fljótlega að streyma á markaðinn og komu vel við bragðlaukana í landanum - vömmar urðu vinsælar. - Ég var þama í 11 ár í forsvari og leið bara mjög vel. Þetta var ágætur og mjög vaxandi rekstur. Kjarna- smjörlíkið varð heimsfrægt á ís- landi ef svo má segja. Til á öllum betri heimilum, segir hann og kím- Síðla árs ‘99 ákvað Óttar svo að selja og sagan segir að hann hafi gert það á hárréttum tíma - fengið dágóða summu fyrir sinn hlut í fyr- irtækinu. Ég ber það undir hann. - Maður veit nú aldrei hvenær er rétti tíminn en þetta var líklega rétt ákvörðun á þessum tfma, fýrst og fremst út af því að mig langaði að snúa mér að öðm. Þetta hafði verið fínn tími og góður skóli hjá góðu og vaxandi fyrirtæki. Ég get ekki sagt annað en að ég hafi verið ánægður með minn hlut. Það er greinilegt að Óttar vill síð- ur fara út í smáatrlði varðandi þessi mál en ég spyr hann þó hvort salan á Kjarna hafi gert honum kleift að hefja tónlistarútgáfu og færa út kví- amar með kaupum á tveimur í við- bót. Hann svarar meistaralega með litlu brosi og engu Ifkara en orðin komi frá djúpvitmm heimspekingi eða að minnsta kosti sjóuðum stjórnmálamanni. Þó einföld virð- ist eiga þessi sannindi það til að vefjast fyrir ansi mörgum á okkar tímum: - Ja, það sem maður kaupir verð- ur maður að borga. rm@dv.is Lygasagan leiðrétt ,Kann myndina utan að MYND AF MYND AF MYND: - Hvenær fórst þú síðast til rakarans? - Þú hefur ekki verið settur (stelpubekk I skólanum? Blaðamaður Morgunblaðsins hafði Iftinn skilning á ungmennum almennt eða nýjum straumum (menningu og tónlist, nema hvort tveggja hafi verið, er hann talaði við 14 ára gamlan Óttar Felix Hauksson, sem reyndar galt rauðan belg fyrir gráan með því að plata blaðamann- inn upp úr skónum. Þann 9. október birtist viðtal í Morgunblaðinu við ungan pilt sem var í þann mund að sjá mynd Bítlanna, A Hard Day's Night, í 30. sinn. Viðtalið vakti mikla athygli og sömuleiðis ungi maðurinn en ekki var allt sem sýndist. Viðtalið er hið kostulegasta og í gegn geislar hversu fáfengilegir og óskiljanlegir blaðamanninum finnast hinir nýju straumar meðal ungdómsins. Kalla má það borg- aralegt yfirlæti eða að minnsta kosti þröngsýni. Einnig vekur það athygli að talað er við 14 ára ung- linginn eins og hann sé nánast þroskaheftur og ekki dregið úr ungæðislegu málfari hans. Hitt er annað mál að fréttin var uppspuni frá rótum og var þarna um að ræða lfklega eina af fyrstu markaðsbrell- um Islandssögunnar f fjölmiðlum. Óttar leiðréttir hér 39 ára gamla lygasöguna. - Já, þetta var nú bara fjölmiðla- stunt. Eg held ég hafi í mesta lagi séð þessa blessuðu mynd 5 sinn- um. Ástæðan fyrir þessu var, held ég, sú að á þessum tíma voru myndir sjaldnast nýjar þegar þær komu til fslands. Athugaðu að þetta er 1964, þegar ég er 14 ára kralckagrey. Ég held að þeir sem fluttu myndina inn hafi tekið tals- verða áhættu með því að flytja myndina inn svona nýja og þurft að borga nokkuð mikið fyrir hana en reiknað með mikilli aðsókn. Þeir stóluðu á hana í krafti Bítla- æðisins en þegar sýningar hófust svo reyndist grynnra á æðinu en menn héldu. Þess vegna held ég að menn hafi reynt að búa til smá „gimmick“ til að búa til stemningu í kringum myndina. Þú veist, „þessi er búinn að sjá myndina 30 sinnum - hver toppar það? Hún hlýtur að vera fjári spennandi." Þannig átti að fá krakkana á bíó. Systir eins félaga okkar var að vinna í bíóinu og þannig vorum við fengnir í þetta. Upphaflega var þetta skipulagt þannig að ég átti að hafa séð myndina tíu sinnum en tveir aðrir félagar mínir 20 og 30 sinnum. Er til kastanna kom og við hittum blaðamann og Ijósmynd- ara Morgunblaðsins vildi svo til að ég var nýkominn úr sveitinni og með sítt dökkt hár, svona bítíalegt iook. Þeir voru hins vegar svona frekar klipptir og snurfusaðir og ekki beint rokkaralegir. Það þótti þess vegna líta betur út og vera meira sannfærandi að ég væri sá sem hefði séð hana 30 sinnum. Ég sló til og Andrés Indriðason tók við mig alræmt viðtal. Ég kunni hon- um ekki miklar þakkir fýrir, það var farið frekar illa með mig, segir Óttar hlæjandi. - Þú veist hvernig 14 ára krakkar tjá sig og Andrés var ekkert að draga úr unglingamálinu. Ég átti það kannski skilið fýrir það að vera að plata þá svona. En þetta var eig- inlega hið versta mál því árum og áratugum saman var bent á mig og sagt: „Þarna er ffflið sem sá Bítía- myndina 30 sinnum! Það var nú reynt að leiðrétta þetta eitthvað en góð saga deyr ekkert þótt birt sé smáklausa í Velvakanda eða ein- hverju slíku. Enda oft þannig með góðar sögur að sannleikurinn er aukaatriði. Þetta er nú meira að segja formlega komið inn í fs- landssöguna f bókinni ísfand í ald- anna rás svo það þýðir varla mikið að reyna að leiðrétta þetta úr þessu. En mér er alveg sama, ég er alveg sáttur við þetta, segir Óttar kíminn. í staðinn fyrir viðvikið var strák- unum svo boðið á bíó - á A Hard Day’s Night, að sjálfsögðu. Notaðir bílar hjá Suzuki bílum hf. Daewoo Leganza, sjsk. Skr. 5/98, ek. 56 þús. Verð kr. 590 þús. Toyota RAV4, bsk. Skr. 6/96, ek. 112 þús. Verð kr. 970 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI --*///—-------------- SUZUKI BÍLAR HF. Skcifunnl 17, símí 568-5100 Suzuki Baleno GLX, 4 d., bsk. Skr. 7/97, ek. 46 þús. Verð kr. 690 þús. Suzuki Liana, bsk. Skr. 2/02, ek. Verð kr. 1380 Suzuki Grand Vrtara, 3 d., bsk. Skr. 5/00, ek. 45 þús. Verð kr. 1370 þús. Suzuki Vitara JLX, 5 d., bsk. Skr. 6/96, ek. 93 þús. Verð kr. 890 þús. Suzuki Vitara JLX, 5 d., bsk. Skr. 1/98, ek. 91 þús. Verð kr. 990 þús. VW Bora, bsk. Skr. 6/02, ek. 6 þús. Verð kr. 1690 þús. Baleno Wagon 4x4 7/99, ek. 59 þús. kr. 1140 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.