Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2003, Blaðsíða 2
2 DVBfLAR LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ2003 Innlendar fréttir PIACCIO: Skemmtilega öðruvísi bíll, eða ættum við að segja „hjólabíll". Kristín Harpa Katrínar hallar sér út um hliðargluggann. Þríhjóla Piaccio á göturnar Þríhjólabfll, eða kannski væri nær að segja, vespa á þremur hjól- um, hefur verið tekin í notkun hjá Blómabúðinni Dalíu í Fákafeni í Skeifunni. Bifreiðin er af gerðinni Piaccio og verður notuð til þess m.a. að sækja blóm á blómamark- aðinn á Höfða og enn fremur til út- keyrslu. Eigendurnir hafa verið að berjast fyrir að fá þennan ítalska „bíl" skráðan sem bíl en ekki þungt bif- hjól. Ef svo væri væri þetta 200 cc, mun kraftmeira en 50 cc hjól sem í dag eru leyfð til aksturs fyrir 15 ára ökumenn. Piaccio-þríhjólabíllinn nær 75 km hraða á klst. Þríhjólabíll- inn er með vespustýri og getur bor- ið allt að 600 kg á pallinum og dreg- ið MCCamp-tjaldvagn. Hann er skráður fyrir einn ökumann og tvo farþega aftan við hann, sinn hvor- um megin. Þríhjólabíllinn er því allrar athygli verður. gg@dv.is HÓPKEYRSIA Hópkeyrslan fór víða og ók um borg og bý, alla leið í Hafnarfjörð og aftur til baka. Hjólamessa á Ingólfstorgi Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, héldu um síðustu helgi há- tíðlegan hjóladag sem er orðinn ár- legur viðburður. Að þessu sinni kallaðist uppákoman hjólamessa sem hófst reyndar á föstudags- kvöldi með hjólamílu uppi á Kvartmílubraut. Hjóladaginn sjálf- an var síðan safnast saman við fé- lagsheimili Snigla í Skeljanesi og ekið í hópkeyrslu um bæinn niður á Ingólfstorg. Þar fór fyrst fram messa sem Egill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skálholti, stjórnaði. Einnig skemmti Ómar Ragnarsson gestum, en hann er heiðurssnigill númer 200, og hljómsveitin Moon- boots spilaði. Um þessa helgi fer svo fram landsmót Snigla að Njáls- búð í Landeyjum og leikur Moon- boots þar einnig. Má því búast við fjölda hjóla á Suðurlandsundir- lendinu um helgina. Bifhjólasam- tökin óska því eftir samstarfl og góðvild meðborgaranna í umferð- inni um helgina. njali@dv.is HJÓLAMESSA Egill Hallgrímsson, sóknar- prestur í Skálholti, stjórnaði hjólamessu með myndarskap á Ingólfstorgi en hann ekur sjálfur mótorhjóli. Fyrstu Ducati- hjólin sýnd Dælur ehf. frumsýndu um síð- ustu helgi fyrstu sendinguna af Ducati-hjólum í húsnæði sínu að Bæjarlind 1-3 í Kópavogi. Sýnd voru fimm hjól af mismunandi gerðum og að sögn Hrólfs Péturs Ólafssonar, sölustjóra Ducati, voru viðtökurnar góðar og nokkur hjól þegar seld. Sterk í SBK-keppninni Ducati hóf starfsemi í Bologna árið 1926. í fyrstu framleiddi fyrir- tækið allt frá rafmagnstækjum yfir í myndavélar en eftir seinni heims- styrjöldina sneri það sér einnig að framleiðslu bifhjóla. Nánast frá upphafi voru Ducati-bifhjólin þekkt fyrir að vera fremst í flokki keppnishjóla og hafa f gegnum árin sópað til sín miklum fjölda viður- kenninga og verðlauna um allan heim. í SBK-keppni (superbike) hafa þau tekið fjöldann allan af heimsmeistaratitlum og til gamans má geta þess að í keppni í dag eru Ducati-hjólin með algera yfirburði og eru í nær öllum efstu sætunum. Mesta sigurganga Ducati-hjólanna má segja að hefjist árið 1994 þegar Ducati 916-hjólið kom fyrst fram. Hver heimsmeistaratitillinn á fætur öðrum hefur fylgt Ducati 916 og arftökum þess, 996 og 998. Arftaki dagsins í dag, Ducati 999, hefur fylgt í fótspor forfeðranna og hefur algera yfirburði í sínum flokki í keppni. Meiri breidd en áður Ducati framleiðir þó ekki aðeins SÝNING: Fyrstu Ducati-hjólin voru frumsýnd um síðustu helgi og kom fjöldi forvitinna hjólaáhugamanna til að skoða dýrðina. keppnistæki. Hin þrodausa þróun- arvinna sem unnin hefur verið fyrir keppnishjólin hefur einnig verið yf- irfærð á ferðahjól, borgarhjól og nú loks fjölnotahjól. Ducati ST-línan byggist á sama grunni en þægindi hafa verið aukin til muna fyrir öku- mann og farþega. Monster-línan, hinir upphaflegu CafeRacerar, hef- ur verið aðlöguð borgarakstri og gert hann að ánægjulegri upplifun. Multistrada er nýjasta útspil Ducati, ædað fyrir misgóða vegi og ferðalög. I 15 söluhæstu tegundirnar með rúm 90% sölunnar Ferð fyrir 7 á lands- leik gegn Þjóðverjum Fyrri helming ársins seldust á ís- landi 5333 nýir fólksbflar - þar með taldir jeppar. Það er tæplega 42% meira en á sama tíma í fyrra en í júnflok 2002 höfðu selst 3768 bflar. Með sama áframhaldi ættu að selj- ast nærri 10.700 nýir bflar í ár. Toyota ber höfuð og herðar yfir keppinautana nú eins og mörg undanfarin ár og hefur selt nærri þrjá bfla á móti hverjum einum þeirrar tegundar sem næst kemur, en það er Volkswagen. Af þeirri gerð seldust 537 bflar þessa fyrstu sex mánuði ársins. Af 32 nefndum tegundum eru 15 þær söluhæstu með samtals 91,3% heildarsölunnar en þær 17 sem þar koma á eftir skipta á milli sín þeim 8,7% sem eftir eru. í þeim hópi eru allt kunnugleg nöfn - nema hvað ef til vill má segja að Lincoln sé frem- ur fáséð nafn á lista yfir nýja bfla hérlendis. Af þeirri tegund bárust þó tvö ný eintök bfla á þessum fyrstu sex mánuðum ársins. Þarna má einnig sjá að 6 bflar af gerðinni Lada hafa verið nýskráðir á þessum tíma - sem um skeið var söluhæsta tegundin á fslandi. SÖLUHÆSTUR: Toyota Yaris var söluhæsti bíll ársins 2002. Taflan yfir 15 söluhæstu tegund- irnar mánuðina janúar-júnf 2003 lítur þannig út: 15 SÖLUHÆSTU MERKIN Tegund Fjöldi Hlutdeild % Toyota 1514 28,4 Volkswagen 537 10,0 Hyundai 358 6,7 Suzuki 323 6,1 Nissan 310 5,8 Subaru 267 5,0 Skoda 260 4,9 Ford 255 4,8 Honda 230 4,3 Opel 193 3,6 Renault 172 3,2 MMC 138 2,6 Volvo 124 2,3 Peugeot 108 2,0 Citroen 78 1,5 I tilefni landsleikja íslands og Þýskalands, sem fram fara í haust, hafa Hekla, Icelandair og KSÍ hafið samstarf um „Touran landsleikinn". Þessi skemmtilegi leikur fer fram í tengslum við kynningu Heklu hf. á Volkswagen Touran, nýjum 7 manna bfl frá Volkswagen. Með reynsluakstri á Volkswagen Touran gefst þátttakendum kostur á að setja nafn sitt í pott sem dregið verður úr 6. septem- ber á heimaleik fslands og Þýska- lands á Laugardalsvellinum. Þar sem Touran er sjö manna bfll hlýtur vinningshafinn ferð fyrir sjö manns til Þýskalands á loka- leik fslands í undankeppni EM, miða á leikinn og gistingu fyrir hópinn. Leikurinn fer fram 11. október í Hamborg. Auk þessa hefur nú verið gefið út glæsilegt plakat með mynd af Iandsliðsmönnum fslands og hinum nýja Volkswagen Touran og geta allir sem koma í heim- sókn til Heklu eða í næsta sölu- umboð Heklu fengið plakatið. gg@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.