Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2003, Blaðsíða 24
24 TILVERA ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ2003 íslendingar Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Netfang: aettir@dv.is Sími: 550 5826 -> Sjötíu ára Bjöm Haraldur Jónsson fyrrv. bifreiöarstjóri í Keflavík Björn Haraldur Jónsson, fyrrv. bifreiðarstjóri, Heiðarhorni 1, Keflavík, er sjötugur í dag. *, Starfsferill Björn fæddist að Bjarghúsum í Vestur-Húnavatnssýslu og átti þar heima til tveggja ára aldurs. Þá flutti hann með foreldrum sfnum til Sauðárkróks þar sem hann sleit barnsskónum og lauk skyldunámi sínu. Björn fór snemma að vinna við bústörf og sitthvað sem til féll. Hann flutti til Keflavíkur 1952 og hefur búið þar síðan. Bjöm vann hjá Sameinuðum verktökum, síðar Aðalverktökum, Keflavíkurverktökum og fleiri fé- lögum, bæði við trésmíðar og múr- verk. Þá var hann þrjár vetur á ver- tíð í Sandgerði. Hann hefur þó -**• lengst af unnið vaktavinnu hjá varnarliðinu, fyrst á þungavinnu- vélum og síðan við akstur almenn- ingsvagna og skólabifreiða, alls í tuttugu og átta ár. Hann starfaði svo sl. fímm ár hjá Olíufélaginu Essó á Keflavíkurflugvelli við af- greiðslu eldsneytis á flugvélar varnarliðsins. Björn var í Bifreiðastjórafélaginu Áttatíu ára Keili og sat í stjórn þess um skeið. Fjölskylda Björn kvæntist 26.12. 1960 Hall- dóm Elfsu Vilhjálmsdóttur, f. 4.5. 1935, kennara og húsmóður. Hún er dóttir Vilhjálms Hólm Sigurðs- sonar, f. 10.10. 1903, d. 11.9. 1993, og Lilju Gunnlaugsdóttur, f. 27.9. 1911, búsett á Sauðárkróki. Böm Björns og Elísu em Lilja, f. 12.8.1959, verslunarmaður í Njarð- vík, en maður hennar er Baldur Friðriksson, f. 11.9. 1958, verslun- armaður, og er synir þeirra Björn Friðrik, f. 20.1. 1977, en kona hans er Ágústa Kolbrún Kristjánsdóttir hárgreiðslumaður og em böm þeirra Sindri Snær, f. 22.5. 1996, og Lilja Sólbjörg, f. 13.6. 2001, og Bald- ur, f. 4.6. 1989, nemi; Ómar, f. 22.4. 1961, bílamálari og slökkviliðsmað- ur í Njarðvík, en kona hans er Bjarnlaug Dagný Vilbergsdóttir, f. 25.5. 1965, húsmóðir, og em synir þeirra Ævar Örn, f. 8.5. 1987, nemi, Birkir Rafn, f. 10. 5. 1992, nemi, og Elvar Þór, f. 28.6. 2001, en fóstur- sonur Ómars er Halldór Vilberg Halldórsson, f. 4.5. 1983; Sigur- björg, f. 11.5. 1962, flugafgreiðslu- maður í Njarðvík, en maður henn- ar er Stefán Thordersen, f. 4.9. 1960, forstöðumaður öryggissviðs Flugmálastjórnar á Keflavíkurflug- velli og em börn hennar íris, f. 9.9. 1982, nemi, en faðir hennar var Jón Óli Jónsson, f. 14.12. 1957, d. 10.1. 1982, Svava, f. 16.3. 1987, nemi, Stefán Freyr, f. 6.3. 1992, nemi, en fóstursonur Sigurbjargar er Ólafur Viggó Thordersen, f. 9.6. 1983, nemi; Jón Már, f. 19.9.1967, doktor í sameindalíffræði og starfsmaður íslenskrar erfðagreiningar, búsett- ur í Hafnarfirði, en kona hans er Þórdís Helga Ólafsdóttir, f. 16.5. 1967, sérkennari, og em börn þeirra Torfi Már, f. 4.2. 1990, nemi, Hugrún Dís, f. 28.11.1995, nemi, og Eyrún Embla, f. 26.6. 2001. Björn Haraldur á sex systkini. Foreldrar Björn vom Jón Sig- tryggur Sigfússon, f. 1.9. 1903, d. 17.11. 1987, bóndi að Bjarghúsum og síðar verkamaður á Sauðárkróki, og Sigurbjörg Guttormsdóttur, f. 4.10. 1904, d. 19.2. 1952, húsfreyja. Baldvin G. Baldursson bóndi og fyrrv. oddviti í Ljósavatnshreppi Baldvin Grani Baldursson, bóndi og fyrrv. oddviti í Ljósavatnshreppi, Rangá, Þingeyjarsýslu, er áttræður í dag. Starfsferill Baldvin er fæddur á Ófeigsstöð- um í Ljósavatnshreppi. Hann stundaði nám við Laugaskóla 1941-42. Baldvin byggði nýbýlið Rangá í landi Ófeigsstaða og hefur verið bóndi þar ffá 1945. Baldvin var formaður ung- mennafélagsins um skeið, formað- ur Héraðssambands Suður-Þingey- inga, var formaður Búnaðarfélags Ljósavatnshrepps í yfir tuttugu ár, sat í sveitarstjórn 1970-94 og var oddviti 1978-94, í stjórn Kaupfélags Fimmtíu ára Þingeyinga 1967-88 og formaður í nokkur ár, sat hann í stjórn Laxár- virkjunar frá 1971 og þar til hún var iögð niður, var deildarstjóri Kinn- ardeildar KÞ 1972-98, sláturhús- stjóri KÞ um árabil, í stjórn Búnað- arsambands Þingeyinga 1973-88, formaður sóknarnefndar Þórodds- staðakirkju frá 1978, formaður hér- aðsnefndar Þingeyinga 1989-94, formaður framsóknarfélags Þing- eyinga um skeið og lengi formaður framsóknarfélags sveitarinnar. Fjölskylda Baldvin kvæntist 7.7. 1945 Sig- rúnu Jónsdóttur, f. 17.11. 1923, d. 30. 6. 1990, húsfreyju. Hún var dóttir Jóns Friðrikssonar, bónda á Hömmm í Reykjadal, og Friðriku Sigfúsdóttur húsfreyju. Börn Baldvins og Sigrúnar em Jón Aðalsteinn, f. 17.6.1946, vígslu- biskup á Hólum í Hjaltadai, en kona hans er Margrét Sigtryggs- dóttir og eiga þau saman tvö börn en eitt barn átti Jón fyrir; Baldur, f. 13.3. 1948, bifreiðarstjóri á Húsa- vík, en kona hans er Sigrún Aðal- geirsdóttir og eiga þau þrjú börn; Baldvin Kristinn, f. 23.2. 1950, bóndi í Torfunesi, en kona hans er Brynhildur Þráinsdóttir og eiga þau tvö börn; Hildur, f. 10.11.1953, hár- greiðslumeistari á Húsavík, gift Garðari Jónassyni og eiga þau tvö börn; Friðrika, f. 2.2. 1961, aðstoð- armaður tannlæknis á Húsavík, en sambýlismaður hennar er Stef- án Haraldsson og eiga þau eitt barn auk þess sem hún á tvö börn frá fyrrv. hjónabandi. Systkini Baldvins: Svanhildur, f. 25.4. 1936, gift Einari Kristjánssyni, á Ófeigsstöðum, og eiga þau fimm börn; Öfeigur, f. 31.1. 1940, d. 15.5. 1985, lögregluþjónn á Akureyri, var kvæntur Þorbjörgu Snorradóttur og eignuðust þau eitt barn. Baldvin er sonur Baldurs Bald- vinssonar, f. 8.4. 1898, d. 4.7. 1978, oddvita á Ófeigsstöðum, og Hildar Friðgeirsdóttur, f. 4.12. 1895, d. 30.7. 1923, húsfreyju. Gunnar Vilmundarson vélvirki í Dalseli _ Gunnar Vilmundarson vélvirki, Dalseli f Laugardal, er fimmtugur í dag. Fjölskylda Gunnar fæddist í Efstadal í Laug- ardal og ólst þar upp í foreldrahúsum við öll almenn sveitastörf. Eiginkona hans er Jóna Bryndís Gestsdóttir, f. 2.9. 1954, sjúkraliði. Hún er dóttir Gests Jónssonar og Steinunnar Ástgerirsdóttur. Böm Gunnars og Jónu Bryndísar em Gestur Gunnarsson, f. 28.7. 1976; Rúnar Gunnarsson, f. 7.2. 1979; Arnar Gunnarsson, f. 27.5. 1987. Systkini Gunnars em Sigurfinnur Vilmundarson, bóndi í Efsta Dal; Theodór Indriði Vilmundarson, bóndi í Efstadal. Foreldrar Gunnars: Vilmundur Indriðason, nú látinn, bóndi í Efstadal, og Kristrún Sigurfinns- dóttir húsfreyja. Fimmtíu ára Erna Sigurveig Guðmundsdóttir m þroskaþjálfi í Reykjavík Ema S. Guðmundsdóttir þroska- þjálfi, Skipasundi 19, Reykjavík, varð fimmtug á sunnudag. Fjölskylda Böm Emu em Þórður Guð- mundur Arnfinnsson, f. 25.8. 1972, búsettur í Reykjavík; Anna Marín Ragnarsdóttir, f. 10.1. 1976, búsett í Reykjavík, en maður hennar er Bergþór Hermannsson og er sonur þeirra Aron Ingi, f. 12.4. 1996. Hálfsystkini Ernu, samfeðra: Sig- mundur Tryggvi, f. 28.7. 1945; Björgvin, f. 12.12. 1949. Hálfsystk- ini, sammæðra: Guðbjörg J. Björns- dóttir, f. 19.10.1956; Hjálmar Stein- dór Bjömsson, f. 14.10.1959, lést af slysförum 21.6. 2003. Foreldrar Emu: Guðmundur Óli Guðjónsson, f. 20.12. 1914, d. 28.5. 1954, og Petólína Sigmundsdóttir, f. 16.9. 1922. Stórafmæli 90 ára Einar Jónsson, Furugrund 30, Kópavogi. Guðrún Sigurðardóttir, Lækjarhvammi 7, Búðardal. 80 ára Guðrún Nielsen, Lerkihlíð 2, Reykjavík. Kristrún Magnúsdóttir, Kjarrhólma 22, Kópavogi. Sólveig B. Guðmundsdóttir, Kirkjuvegi 5, Keflavík. 75 ára Kristín Elnarsdóttir, Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi. Ragnheiður Blöndal, Birkihlíð, Blönduósi. 70ára Jón V. Jóhannesson, Espihóli I, Akureyri. 60 ára Amór Guðbjartsson, Furubyggð 5, Mosfellsbae. BJörn Hermannsson, Sæunnargötu 7, Borgarnesi. Guðmundur Harðarson, Suðurhúsum 10, Reykjavík. Kolbeinn O. Indriðason, Fagrabæ 7, Reykjavík. Ólöf Bessadóttir, Miðholti 3, Mosfellsbæ. Renate Gisela Heiðar, Samtúni 40, Reykjavík. Steinar Karlsson, Fossheiði 2, Selfossi. 50 ára Guöjón Þorkelsson, Klifvegi 4, Reykjavík. Guðrún Hildur Bjarnadóttir, Svalbarði, Þórshöfn. ÓlafúrV. Ingimundarson, Bakkahjalla 15, Kópavogi. Páll Tryggvason, Bjarkarstíg 3, Akureyri. Rafn Elfasson, Grundargerði 6c, Akureyri. Rósamunda G. Bjamadóttir, Smiðjugötu 4, ísafirði. Sigríður A. Sigurðardóttir, Rauðhömrum 3, Reykjavík. Sigurður Ásgeirsson, Grundartanga 31, Mosfellsbæ. Úrsúla Margrét Kristjánsdóttir, Engihjalla 19, Kópavogi. 40 ára Aðalheiður Gylfadóttir, Bæjargili 51, Garðabæ. Björn Viðar Unnsteinsson, Neðri-Þverá, V.-Húnavatnssýslu. Heiðveig Pétursdóttir, Árbergi 3a, Reykholti. Jóhann ísfeld Reynisson, Krossalind 8, Kópavogi. Jón E. Gústafsson, Eiðistorgi 5, Seltjarnarnesi. Olil Amble, Álftarima 16, Selfossi. Sólveig Jóhanna Haraldsdóttir, Háaleitisbraut 32, Reykjavík. Andát Kristmundur J. Sigurðsson, fyrrv. aðstoðaryfirlögregluþjónn, Bogahlíð 9, Reykjavík, lést á LSH Landakoti, laugard. 12.7. Útförin hefurfariðfram. Guðmundur Kr. Guðmundsson, fyrrv. verkstjóri frá Hafnarfirði, Þorláksgeisla 6, Reykjavík, lést föstud. 25.7. á deild 11G Landspítalanum Hringbraut. Jarðarfarir Einar Gunnar Óskarsson, Álfheim- um 6, Reykjavík, verður jarðsung- inn frá Áskirkju 29.7. kl. 13.30. Sigurbjörg Þorleifsdóttir, Bleikar- gróf 7, Reykjavík, verðurjarðsung- in frá Bústaðakirkju 29.7. kl. 13.30. Ólafur Jensson, Skúlagötu 40, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju 29.7. kl. 15.00. Sigrún Pálsdóttir, Kolbeinsgötu 50, Vopnafirði, verður jarðsungin frá Vopnafjarðarkirkju 29.7. kl. 14.00. Minningarathöfn um Gísla Sigurðsson, flugvélasmið frá Hraunsási, verður í Fossvogskirkju 29.7. kl. 15.00. Jarðsett verður frá Stóra-Ási miðvikud. 30.7. kl. 16.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.