Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ2003 Átta sóttu um embætti hæstaréttardómara HÆSTIRÉTTUR: Umsóknarfrest- ur um laust embætti hæstarétt- ardómara rann út 25. júlí sl. Um embættið sóttu: Allan Vagn Magnússon héraðsdómari, Eggert Óskarsson héraðsdóm- ari, EiríkurTómasson prófessor, Hjördís Hákonardóttir héraðs- dómari, Jakob R. Möller hæsta- réttarlögmaður, Ólafur Börkur Þorvaldsson dómstjóri, Ragnar Halldór Hall hæstaréttarlög- maður og Sigrún Guðmunds- dóttir hæstaréttarlögmaður. Dómsmálaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn Hæstarétt- ar um hæfi umsækjenda til að gegna dómaraembætti við rétt- inn. Forseti (slands skipar í embættið samkvæmt tillögu dómsmálaráðherra að fenginni umsögn Hæstaréttar. Ráðherra skoðar Vestfirði HEIMSÓKN: Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra fór í gær í þriggja daga ferðalag um Vest- firði. Hún mun skoða þau svæði sem eru í drögum að náttúruverndaráætlun en áætl- unin verður lögð fyrir Alþingi. f drögunum eru alls 77 svæði og hefur ráðherra skoðað drjúgan hluta þeirra en þrjú svæðanna eru á Vestfjörðum. Fólk skoði húsin sín með augum þjófa í nýútkominni ársskýrslu lög- reglustjórans í Reykjavík fyrir árið 2002 kemur fram að inn- brotum hefur fjölgað stöðugt frá fyrri árum og í fyrra voru að meðaltali sex innbrot á dag í Reykjavík. Nú fer senn í hönd ein mesta gósentíð innbrots- þjófa, verslunarmannahelgin, og því er mikilvægt að þeir sem stefna á ferðalög hugi að ör- yggisatriðum heima hjá sér. Guðmundur Gígja aðstoðaryfir- lögregluþjónn sagði að aðalatriðið væri að fólk skoðaði húsin sín með augum þjófa og athugaði hvort al- mennilega væri gengið frá öllum iæsingum. Hann sagði að algeng- ustu gluggalæsingarnar sem væri smellt niður og til hliðar væru mjög lélegar og að hver sem væri gæti TIL UMHUGSUNAR ÁÐUR EN FARIÐ ER í FRÍ • gæta þess að ganga tryggilega frá hurðum og gluggum og skilja ekki varalykil eftir á vafasömum stað. • láta líta út fyrir að einhver sé heima, t.a.m. með því að hafa þvott á snúru og fá nágranna til að nota bíla- stæðið. • skilja eftir útvarp I gangi, hæfilega hátt stillt og hafa Ijós kveikt á sýni- legum stað í húsinu. • ekki láta símsvarann tilkynna um fjarveru íbúa og hversu lengi þeir verða í burtu. • ekki láta póstinn hlaöast upp og auglýsa þannig fjarveru (búa. • koma dýrmætum hlutum, eins og frímerkja- eða myntsafni, dýrum skartgripum o.þ.h. fyrir á öruggum stað, t.d. I bankahólfi. • gera skrá yfir aðra verðmæta hluti og jafnvel taka myndir af þeim til að eiga. • loðinn grasblettur getur gefið vís- bendingar um mannlaust hús. INNBROT: Innbrotum hefur fjölgað mjög á síðustu árum og innbrotsþjófar hugsa sér væntanlega gott til glóðarinnar um verslunarmannahelgina. DV-mynd Hilmar Þór VAKANDI FYRIR GRUNSAM- LEGUM MANNAFERÐUM Það hefur oft gerst að menn hafi hringt dyrabjöllu og spurt eftir ein- hverjum með nafni og sagt að þeir hafi átt að taka hann með í vinnu eða eitthvað álíka. Þegar sagt er að eng- inn slíkur búi þar hafa mennirnir af- sakað sig með að hafa farið götuvillt. Stundum hafa þessir menn notað aðrar afsakanir og ástæður. Þarna eru menn oft að kanna hvort einhver sé heima í húsinu með það í huga að brjótast inn. Ástæða er til að benda fólki á að vera á verði gagnvart svona mönnum, fylgjast með ferðum þeirra og tilkynna tii lögreglu. farið inn um slíka glugga. „Nauð- synlegt er að fólk hafi krækjur á gluggunum til að reyna að koma í veg fyrir innbrot," sagði Guðmund- ur. Hann benti einnig á að kjallara- tröppur sem væru á bak við hús og í skugga hjálpuðu innbrotsþjófum og auðvelduðu þeim iðju sína. „Það er margt sem fólk getur gert tilþess að minnka líkurnar á inn- broti áður en ráðist er í að kaupa dýrar inn- brotsvarnir." Aukið eftirlit lögreglu Að sögn Guðmundar mun lög- reglan auka eftirlit sitt um verslun- armannahelgina og verða fleiri ómerktir lögreglubílar á götunum, en hann benti á að aldrei væri hægt að fylgjast með hverju einasta húsi. „Það er margt sem fólk getur gert til þess að minnka líkurnar á innbroti áður en ráðist er í að kaupa dýrar innbrotsvarnir. Fyrst og fremst er mikilvægt að fólk átti sig á því að hægt sé að brjótast inn til þess.“ Guðmundur sagði að góðir ná- grannar með opin augu væru ómetanlegir og að alltaf væri nokk- uð um það að nágrannar tilkynntu VIÐBRÖGÐ VIÐ INNBROTI ER BROTAMAÐUR ENN ÁVETTVANGI? Það fyrsta er að gæta þess að inn- brotsþjófurinn sé ekki á vettvangi. Þá verður að loka fyrir óþarfan umgang á innbrotsstaðnum svo ekki sé hætta á að hugsanlegum sakargögnum verði spillt. HVERT Á AÐ HAFA SAMBAND? Næst er að hafa samband við lög- reglu i síma 112 og tilkynna um inn- brotið. MÁ FARA UM BROTAVETTVANG? Áfram verður að vernda innbrotsvett- vanginn og nánasta umhverfi hans með því að gæta skófara, hjólfara, muna og annars sem hugsanlega tengist innbrotinu eða innbrotsþjófi. Best er að hafa vettvanginn lokaðan þangað til lögreglan kemur svo að fólk sé ekki að ganga þar fram og aft- ur og þukla á hlutum sem ekki má snerta. MÁ YFIRGEFA VETTVANG? Þegar lögregla kemur á vettvang þarf tilkynnandinn, eða annar sem er kunnugur húsnæði og aðstæðum, að vera á staðnum og gefa eins góðar upplýsingar og honum er unnt. grunsamlegar mannaferðir til lög- reglunnar. „Sumir eru þó eitthvað feimnir við að tilkynna mannaferð- ir til lögreglu en það betra að þeir tilkynni slflct til okkar of oft heldur en of sjaldan." „Fyrst og fremst er mikilvægt að menn átti sig á því að hægt sé að brjótast inn til þeirra." Lögreglan hefur tekið saman nokkra punkta sem ágætt er að hafa í huga áður en lagt er af stað í ferðalagið og hægt er að nálgast all- ar uppiýsingar á heimasfðu lögregl- unnar. erlakristin@dv.is INNBROT í BÍLA • ólæst bifreið er auðvelt skotmark. Skijið bíl aldrei eftir ólæstan, með rúður niðri eða sóllúgu opna. • sýnilegur varningur er freistandi fyrir þjófa. Varist að skilja varning eft- ir í bílnum því hann getur virst verö- mætur og þar af leiðandi góð ástæða til að brjótast inn í bílinn. • falinn varningur gefur vísbending- ar um verðmæti. Það er ekki nóg að breiða yfir varninginn í bílnum ef þjófarnir sjá aö eltthvað er falið undir ábreiðu. • verkfærl eru góð söluvara. Mikil- vægt er að taka a.m.k. verðmætustu verkfærin úr bílnum þegar hann er yfirgefinn. • hanskahólfið er yfirleitt fyrsti stað- urinn sem innbrotsþjófar leita á. Því er lltil vörn í að geyma peningaveski eða önnur verðmæti þar. • llmmiðar og annað sem gefurtil kynna dýr hljómflutningstæki eykur hættuna á innbrotum. • þjófar eiga erfiðara með að at- hafna sig I næöi ef bílnum er lagt á vel upplýstum stað. • innbrot I bíla I bílageymslum eru ekki síður algeng en innbrot I bíla sem geymdir eru utandyra. Því er mikilvægt að tryggja öryggi blla- geymslunnar. 1-- i ■ iTfin.i f SiniU^'X “ wy:: FORVARNIR: Góðir nágrannar geta verið ómetanlegir og lögregla segir alltað nokkuð um að þeir tilkynni innbrot.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.