Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2003, Blaðsíða 10
7 0 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ2003 Hátæknilegar aðferðir notaðar við leitina að Loch Ness skrímslinu: Fundu gamla bauju en ekkert skrímsli Finnland Rússland Bretland frland 'i Kanada Tyrkland Ástralía5^ lentína 500 km Tianchi-vatn| Elasmosaurus. Þessi forna skepna passar við lýsingu á vatnaskrímslum á borð við það sem á að hafast við I Loch Ness. NESSIE Á NETINU VATNASKRIMSLI UM VIÐA VEROLD KAFBATUR EN EKKI SKRÍMSU HRYGGJARLIÐUR: George McSorley sýnir steingerving af hryggjarlið sem fannst á bökkum Loch Ness fyrir skömmu. Ljóst er að hann er ekki leifar af hinu eina sanna Loch Ness skrímsli en samt sýnir hann að Plesiosaur, 35 feta vatnaskepna, hefur eitt sinn búið á svæðinu. Hið ævaforna skoska vatnaskrlmsli sem heldur sig I Loch Ness er að sjálfsögðu komið á Netið. Áhugamenn um Nessie hafa komið fyrir netmyndavélum við fljótið og geta nú haldið sig heima í stofu og rýnt I tölvuskjáinn I stað þess að húka við vatnið með ullarteppi og kaffibrúsa I þeirri von að kvikindið láti sjá sig. Þessir menn láta ekki hátæknivædda sérfræðinga eyði- leggja fyrir sér skemmtunina. Á www.lochness.co.uk erjafn- framt að finna ýmsan fróðleik um skrímslið og tilurð þess. Hópur sérfræðinga á vegum bresku BBC-sjónvarpsstöðvar- innar segjast nú hafa fyrir því sannanir að það sé ekkert til sem heiti skrímsli í Loch Ness vatninu í skosku hálöndunum. Þessa staðhæflngu sína byggja séfræðingarnir á rannsóknum sín- um með hátæknilegum aðferðum með hljóðbylgju- og fjarsjártækni frá gervihnöttum. Að þeirra sögn er hún svo nákvæm að ekkert á að geta sloppið óséð í gegn. Tilgangur rannsóknarinnar var Til þess að setja sig enn frekar í spor Nessie rannsökuðu sérfræð- ingarnir lagarskriðdýra nútímans eins og krókódíla. SÆRINGAR: Reynt hefurverið með ýmsum ráðum að fá Loch Ness skrímslið til að sýna sig. að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvort tilvist hins þjóðsagnakennda skrímslis, sem gengur dags daglega undir nafn- inu Nessie, eigi við rök að styðjast eður ei. Fjölmargar sögusagnir hafa gengið um tilvist Nessie og hefúr það vissulega leitt til vangaveltna um að þar gæti verið á ferð- inni svokölluð svaneðla af ætt lagarskriðdýra sem dó út með risa- eðlunum. vatnsins þrátt fyrir að heimkynni hennar hafi frekar verið í hlýrri vötnum hitabeltisins. Til þess að setja sig enn frekar í spor Nessie rannsökuðu sérfræðingarnir lífs- venjur lagarskriðdýra nútímans eins og krókódíla og sæskjaldbakna og höfðu til hliðsjónar við athuganir sínar í Loch Ness. Þeir vonuðust sem sagt í lengstu lög til að finna eitthvað og fylgdust því grannt með öllum hreyfingum mælitækjanna um borð í rann- sóknarbátnum í von um að þau greindu þó ekki væri nema súrefn- isútblásturinn úr lungum Nessie. Þeir fundu reyndar gamla bauju sem maraði nokkra metra í kafi, og þótti þeim það sanna hvað tækni- búnaðurinn væri góður, en ekkert fundu þeir skrímslið. Lífsvenjur kannaðar Það var reynd- ar staðföst trú og von þeirra sem að rannsókn- inni stóðu að slfk skepna gæti hafa lifað af köldu vatni Loch Ness RAUNVERULEIKI: Margir trúa því að Loch Ness skrimslið sé til þrátt fyrir afneitun vísindamanna. Vonuðust eftir einhverju óvenjulegu „Við fórum frá einum vatnsbakka til annars og skönnuðum jafnt yfir- borðið sem djúpið. Við fórum með tækin yfir allt vatnið og urðum ekki varir við neitt í líkingu við lifandi skrímsli," sagði Ian Florence, einn sérfræðinganna sem unnu að rannsókninni fyrir BBC. Félagi hans, Hugh MacKay, sagði að þeir hefðu fengið góð og skýr rannsóknargögn af öllu vatninu, skref fyrir skref, lárétt og lóðrétt. „í þeim er því miður ekkert óvenju- legt og því ekkert til marks um að Nessie búi í vatninu. Ég viðurkenni „Fólk sér það sem það vill sjá og trúir því sem það vill trúa/'sagði einn sérfræðinganna. að menn vonuðu virkilega að tækin skynjuðu eitthvað óvenjulegt sem gæti verið skrímsli," sagði MacKay. Þjóðsagan ein eftir Að sögn sérfræðinganna stendur þjóðsagan um Nessie nú ein eftir. „Fólk sér það sem það vill sjá og trúir því sem það vill trúa," sagði einn þeirra. Til að sanna þetta komu sérfræðing- arnir í laumi fyrir girðingarstaur undir yfirborðinu rétt úti fyrir ströndinni og létu hann rísa upp úr vatninu þegar hópur ferðamanna átti leið um. í viðtali á eftir voru flestir sjónarvottarnir vissir um að þarna hefði hin eina sanna Nessie verið á ferðinni og þegar þeir voru beðnir að teikna fyrirbærið bjuggu þeir til mynd af ímynduðu skrímsli. Lengi lifi Nessie! Lengi vel var til ágæt Ijósmynd af Loch Ness skrímslinu eða Nessie, eins og það er iðulega kallað. Það var lyfjafræðingurinn Robert Kenn- eth Wilson sem tók hana árið 1934. Sú mynd var þekkt áratugum sam- an en það má segja að hún hafi misst Ijómann árið 1993. Þá viður- kenndi ættingi Wilsons á dánar- beði að hafa tekið þátt í fölsun myndarinnar. Sagði hann þá frændur hafa notað fjarstýrðan leikfangabát til verksins. Nýlega birtust fréttir af því að vatnaskrímsli hefðu sést íTianchi-vatni í Kína en lýsingin á kvikindunum sem sáust þar minnir um margt á lýsingar sem til eru af Loch Ness skrímslinu. RÚSSLAND Stærð manns til samanburðar. NORÐUR KÓREA SUÐUR- KÓREA .V" /V KNA Austur- Klnahaf Vatnaskrimsli heimsins y' REUTERS Vatnaskrímsli eru talin vera í um það bil 250 vötnum vlða um heim. Heimild: The Shadowlands S> Algengt að tilkynnt sé um vatnaskrímsli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.