Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2003, Blaðsíða 28
28 DVSPORT ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ2003 DV Sport Keppni í hverju orði Ragna úr leik BADMINTON: Ragna Ingólfs- dóttir, (slandsmeistari í badmin- ton, féll í gærmorgun úr leik á heimsmeistaramótinu í bad- minton sem nú er haldið í Birmingham á Englandi. Ragna tapaði fyrir hollensku stúlkunni Judit Meulendijks, 2-11 og 4-11. Hollenska stúlkan er í 13. sæti á heimslistanum í badminton en Ragna i því 44. Góður sigur KNATTSPYRNA: Auðun Helga- son lékallan leikinn þegar lið hans, Landskrona, vann góðan útisigur á Hammerby í Svíþjóð í gær, 1-0. Var þetta fyrsti útisigur Landskrona og fyrsta tap Hammerby á heimavelli á tíma- bilinu, að loknum 15 umferðum. Landskrona situr í 10. sæti en Hammerby í öðru, 3 stigum á eftir Djurgárden. Lést í bílslysi KNATTSPYRNA: Litháski knattspyrnukappinn Audrius Slekys fórst, 28 ára gamall, af slysförum á sunnudag þegar hann missti stjórn á bíl sínum og ók á steinsteyptan vegg. Hann lék með Kaunas og var marka- hæsti leikmaður deildarinnar í fyrra. Hann kom ekki við sögu í landsleikjum (slands og Litháen á undanförnu ári. HSV vann KNATTSPYRNA: Hamburger Sportverein og Borussia Dortmund áttust við í úrslitaleik þýska deildarbikarsins í gær. Leikurinn var hinn fjörlegasti og lauk með 4-2 sigri Hamburg en undir lokin var einn leikmaður úr hvoru liði rekinn af velli. Staðan var 3-1 í hálfleik en leikurinn fór fram í Mainz að viðstöddum 16.700 áhorfendum. Netfang: dvsport@dv.is Sími: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889 1 Heimsmeistaramótið ísundi í Barcelona - samantekt Frábær árang- ur í Barcelona 7 íslandsmet féllu - ÁrangurArnar olli helst vonbrigðum ÁRANGUR ÍSLENDINGANNA HM I sundi lauk i Barcelona í gær. 8 (slendingar kepptu á mótinu og settu samtals 7 (slandsmet. Árangur þeirra meö tilliti til (slandsmeta og þeirra þesta árangurs til þessa: Anja Rlkey Jakobsdóttir, SH: 50 m baksund 30,89 (34/64) Besti árangurönju er 31,50 sek. * 100 m baksund 1:05,80 (34/60) PM: Bæting upp á 2,19 sek. Heiðar Ingi Marinósson, SH: 50 m skriðsund 24,02 (62/163) PM: Bæting upp á 0,38 sek. 100 m skriðsund 53,15(73/158) PM: Bæting upp á 0,06 sek. (ris Edda Heimisdóttir, ÍRB: 50 m bringusund 34,01 (34/58) PM: Bæting upp á 0,2 sek. * 100 m bringusund 1:13,28(34/64) PM: Bæting upp á 0,91 sek. ÓL 200 m bringusund 2:38,04 (30/43) PM: Bæting upp á 0,18 sek. Heimsmeistaramótinu í sundi lauk í Barcelona í fyrradag en 7 íslenskir sundmenn tóku þátt. Árangurinn lét ekki á sér standa, 7 fslandsmet féllu, 5 syntu undir ólympíulágmarki í 9 greinum og allir bættu sig í minnst einni sundgrein. Við ræddum við Steindór Gunnars- son landsliðsþjálfara. „Við getum ekki annað en verið mjög ánægð með árangur okkar fólks. Heildarbæting hjá sund- mönnum var 65% og allir sund- menn náðu að bæta sig í einhverri grein. Við settum 7 íslandsmet og komum tveimur sundmönnum í milliriðla og ég er mjög stoltur af liðinu," sagði Steindór. Hann taldi sundfólkið hafa stað- ið undir væntingum og að erfiði undirbúningstímabilsins í vetur væri að bera ávöxt. Okkar besti sundmaður, Öm Arnarson, náði sér hins vegar ekki á strik og komst ekki í úrslitasundið í 100 m baksundi, eins og vonast hafði ver- ið til. „Auðvitað horfír þjóðin til Arnar og að hann hafi ekki komist lengra en raunin varð. Þetta er eitthvað sem við eigum eftir að fara yflr en hann var vissulega búinn að æfa vel í vetur og reyndar komu upp smá- vankantar í kringum smáþjóðaleik- ana en við héldum að það myndi ekki trufla okkur. Það kom síðan á daginn að hann synti mjög vel í undanrásum um daginn og fór létt inn, þannig að allt leit vel út. í milli- riðlunum gekk einfaldlega ekki eins og skyldi. Einhvern veginn fann hann ekki taktinn og sundið leit illa út, því fór sem fór. Aftur á móti sýndi hann í 50 m baksundinu að hann hefur mikinn hraða sem er góðs viti.“ „Við erum hvergi bangnir og höldum fyrri stefnu. íBarcelona bætti Örn tvö íslands- met og sýndi að hann hefuryfir góðum hraða aðráða" Örn keppti ekki í sinni sterkustu grein, 200 metra baksundi, og segir Steindór það hafa komið til vegna fyrrgreindra erfiðleika stuttu fyrir mót. „Við ákváðum að taka það einfaldlega af dagskrá Arnar. Þessi lengri sund eru erfið og það er meira en að segja það að skila góð- um tíma þar.“ Rúmt ár er nú til stefnu þar til Ólympíuleikarnir í Aþenu hefjast og hefur Örn áður sagt að hann stefni á hæstu hæðir þar. „Við erum hvergi bangnir og höldum fyrri stefnu. í Barcelona bætti hann tvö íslandsmet og sýndi að hann hefur yfir góðum hraða að ráða. Þó verður 200 m baksundið áfram hans sterkasta grein og það mun ekki koma til með að breytast. Hann er mikill úthaldsmaður og er sterkari í lengri vegalengdum," sagði Steindór. eirikursmdv.is Jakob Jóhann Svelnsson, Ægi: 50 m bringusund 30,14(47/93) Besti tími Jakobs er 29,66 sek. * 100 m bringusund 1:03,11(31/92) (M: Bæting uppá 0,14 sek. ÓL 200 m bringusund 2:15,20(16/56) (M: Bæting upp á 0,14 sek. ÓL Jón Oddur Sigurðsson, (RB: 50 m bringusund 29,49 (36/93) (slandsmet Jóns er 29,31 sek. 100 m bringusund 1:05,91 (53/92) PM: Bæting upp á 0,05 sek Kolbrún Ýr Krlstjánsdóttir, (A: 50 mflugsund 28,61 (25/56) Besti tími Kolbrúnar er 28,58 sek * 100 m flugsund 1:03,49 (30/53) PM: Bæting upp á 0,86 sek. 50mskriðsund 26,89(42/100) Besti timi Kolbrúnar er 26,83 sek. ÓL 100 m skriösund 57,94 (38/86) (M: Bæting upp á 0,23 sek. ÓL Lára Hrund Bjargardóttir, SH: 100 m skriðsund 59,07 (47/86) Besti tími Láru er 58,44 sek. 200 m skriðsund 2:04,90 (37/63) | íslandsmet Láru er 2:04,86 ÓL 200 m fjórsund 2:20,35(31/53) (M: Bæting upp á 2,07 sek. ÓL örn Amarson, ÍRB: 50 m baksund 26,18(19/89) (M: Bæting upp á 0,14 sek. * 100 m baksund 55,67 (10/84) (slandsmet Arnar er 54,75 sek. ÓL 100 m skriðsund 50,59 (32/158) ÍM: Bæting upp á 0,86 sek. ÓL PM: Persónulegt met (M: Islandsmet ÓL Synti undir Ólympíulágmarki *: Ekki keppnisgrein á Ólympíul. (34/64): Sæti I keppnisgrein/fjöldi þátttakenda sem luku keppni eirikurst@dv.is FRÆKIÐ SUNDLANDSLIÐ: Frá vinstri eru Jakob Jóhann Sveinsson, Jón Oddur Sigurðsson, Anja Ríkey Jakobsdóttir, Heiðar Ingi Marinósson, Örn Arnarson, Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir og Iris Edda Heimisdóttir. DV-mynd FLEST VERÐLAUN Á HM Land: G 5 B Samtals Bandaríkin 12 13 5 30 Rússland 10 5 6 21 Ástralía 7 13 6 26 Kína 7 4 9 20 Þýskaland 5 6 5 16 HEIMSMETT SETT Á HM Grein Keppandi Tími g200 m bri. kv. A. Beard ■2:22,99*1 100mflug. k. lanCrocker 50,98 100mbri. kv. LeiselJones 1:06,37 lOOmbri. k. K. Kitajima 59,78 200 m bri. k. K. Kitajima 2:09,42 200 m fiug. Ic M. Phelps 1:53,93 200mflug. k. M. Phelps 1:56,04 200 m fjór. k. M. Phelps 1:57,52 lOOmflug. k. M. Phelps 51,47 400 m fjór. k. M. Phelps 4:09,09 50 m baks. k. T. Rupprath 8§#<8Q'.i 100 m flug. k. A. Serdinov 51,76 50 m flug. k. Matt Welsh 23,43 4x100 m fj. k. Bandaríkin 3:31,54 * metjöfnun Michael Phelps stjarna mótsins Fyrir mótið var búist við að Ástralinn lan Thorpe fengi hvað mesta athygli. Það kom hins vegar á daginn að 18 ára piltur, Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps, stal senunni enda setti hann á mótinu 5 heimsmet. Þó svo að Phelps og Thorpe keppi ekki í sömu greinum má auð- veldlega etja þeim saman enda vilja þeir sjálfsagt báðir komast á spjöld sögunnar sem sigursælasti sund- maður allra tfma. Þá er sérstaklega horft til mets Bandaríkjamannsins Mark Spitz sem vann 7 gullverð- laun á Ólympíuleikunum í Múnchen árið 1972. Þá var Rússinn Alexander Popov einn manna mótsins en þessi 32 ára kappi endurtók afrekin á HM í Róm 1994 og vann 50 og 100 m skriðsund auk þess að leiða sveit Rússa til sigurs í 4x100 m skrið- sundi karla. Hollendingurinn Pieter van den Hoogenband náði ekki að sýna sitt rétta andlit á mótinu og er talið að matareitrun fýrir tveim vikum hafi sagt til SÍn. eirikurst@dv.is. ÓSTÖÐVANDI: Michael Phelps var fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna 5 gullverðlaun, öll í einstaklingsgreinum, á einu og sama mótinu. Reuters

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.