Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2003, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 TILVERA 45 - Tupac og Biggie saman í nýju Fjandvinir sameinaðir: Rapp- arinn Eminem hefur sameinað forna fjendur í nýju lagi sem hann sendir brátt frá sér. Lagið heitir Running (Dying To Live) og verður á plötu sem fylgir nýrri mynd um rapparann Tupac Shakur. Rödd Tupacs er í laginu og eins gamals fjand- vinar hans, Notorious BIG. Það þarf vart að taka fram að þeir eru báðir fallnir frá. Myndin um Tupac heitirTupac: Resurrect- ion og fjallar að sjálfsögðu um líf rapparans fallna. Hún kemur fyrir sjónir almennings í Bandaríkjunum í nóvember. Þess má geta að platan sem fylgir myndinni ertíunda plat- an í nafni Tupacs síðan hann lést árið 1996. Geri aðrir betur. Velgengni í Bandaríkjunum Góðir dóman Fyrsta plata ís- lensku rokkaranna í Leaves var gefin út í Bandaríkjunum í byrjun síðustu viku. Platan, Breathe, kom út hér á landi og í Evrópu í fyrra og fékk víð- ast hvar ágæta dóma. Nú eru fyrstu dómar um plötuna byrjaðir að birtast úti í Banda- ríkjunum.Tónlistartímaritið Rolling Stone gefur plötunni þrjár stjörnur af fimm mögulegum sem verður að teljast mjög gott. í dómn- um segir að sveitin feti að einhverju leyti í fótspor sveita á borð við Coldplay, Radiohead og Doves en í flestum laganna leggi þeir línurnar sjálfir. Leaves var að Ijúka stuttum túr um Bandaríkin. Uppselt Tónleikan Miðar á tónleika New York-rokksveitarinnarThe Strokes í Alexandra Palace tvö kvöld í röð í desember seldust upp á innan við klukkutíma fyrir helgina. Fljótlega fóru svo að heyrast sögur af því að miðar á tónleikana væru boðn- ir upp á Netinu fyrir allt að 15.000 krónur... ljóta hrekki. Það voru til dæmis stelpur sem sendu skilaboð til allra krakka í skólanum, þar á meðal Það notar símann mest til að hringja og iáta hringja í sig. sjálfra sfn, og stfluðu þau frá einni stelpu í skólanum sem síðan fékk þvflíkar skammir. Ég tek það fram að þetta var ekki í okkar skóla." Guðmundur: „Gallinn við þessa frelsissíma er að þar er ekkert hægt að rekja. En það er líka hægt að senda skilaboð á Netinu, sem ekki er hægt að rekja, og það er oft gert. Þá er farið inn á símasíðumar og send skilaboð inn á ákveðin núrner." Krist- laug: „Það er Guðmundur: „Ég á höggþéttan og vatnsheldan síma núna. Það er þægilegt því manni hættir til að missa þá í götuna." Salka: „Einu sinni lá nærri að bæði ég og síminn yrðum fyrir bfl. Svo lenti hann í þvottavél þannig að ég varð að fá mér nýjan." Kristlaug: „Það er rosalega mikið um að menn týni símunum sínum og að þeim sé stolið. Ég þekki einn sem er að vinna á skemmtistað og hann finnur að meðaltali 5-6 síma á kvöldi. Ég veit líka um fullt af krökkum sem týna símunum sín- um um verslunarmannahelgina, á stórum útihátíðum." Salka: „Það er nú líka ansi auð- Þetta verður hálfgerð fíkn og er ábyggilega svipað og að reykja. velt að týna þessu. Nú eiga símarn- ir helst að vera alveg pínulitlir, jafn- vel svo að menn þurfi helst tann- stöngul tii að ýta á takkana. Ég var að prófa einn hjá vinkonu minni um daginn. Hann er svo lítill að þegar maður ýtir á fimm þá ýtir maður á tvo og átta í leiðinni." hægt að mis- nota þessa tækni alveg rosa- lega. Fullorðna fólkið er svo lítið inni í henni og þekkir ekkert alla möguleikana. Það notar símann mest til að hringja og láta hringja í sig.“ Guðmundur: „Mamma mín á tíu ára gamlan GSM-síma og hann Kt- ur út eins og gamaldags talstöð, hann er svo stór. Hún þarf að draga út loftnet, skilurðu. Maður býst við að hún sé að reyna að ná sambandi við Gufunesradíó." Saman á SMS-inu - Vitið þið um einhverja sem eru „saman" bara gegnum SMS? Salka: „Já, þegar ég var nýbúin að fá símann þá var það geðveikt sport að vera í svoleiðis samböndum. Ég vissi ekkert hvernig gæinn leit út, varla hvað hann hét. En samt rosa spennó. Þetta er í tísku hjá þeim sem yngri eru og eru nýbúnir að fá símann." Kristlaug: „Einu sinni hringdu unglingar alltaf í heimasímana til að fá samband við kærustur og kærasta en nú fylgjast foreldrar miklu minna með samböndum, eftir að allir fengu farsíma. Samt hringja unglingar gjarnan í vini sína úr heimasímanum til að spara kortið sitt. Það er dýrt fyrir foreldr- ana, sérstaklega þegar hringt er milli kerfa, og margir foreldrar hafa brugðið á það ráð að læsa heima- símunum fyrir gemsa." Salka: „En ég og besta vinkona mín og við mamma hringjum ókeypis hver í aðra. Það er ekkert smá sniðugt." Tannstöngul á takkana Endurnýið þið símana oft og er mikið um það hjá krökkum? Guðmundur: „Mér finnst nú strákar gera minna að því en stelp- ur en samt töluvert." Salka: „Sum endumýjunardæm- in em alveg ýkt. Það mega bara ekki koma nýir símar, þá verða sumir að eignast þá.“ SMS-mál - Finnst ykkur umræðan um slæm áhrif sfmanna á heilsuna ógnvekjandi? Guðmundur Örn: „Já, og eftir að ég heyrði að menn gætu orðið getulausir ef þeir væm alltaf með símann í vas- anum reyni ég að hafa hann sem minnst á mér og bera hann frekar í tösku. En nú er víst verið að framleiða gallabuxur hjá Dísel með geislavörn í vasanum." Salka: „Amma mín er með hjartagangráð og það má ekki vera með GSM-síma nálægt henni. Maður gæti auðvitað lent í að setj- ast nálægt einhverjum í strætó með svoleiðis gangráð án þess að vita af því. En ég pæli ekkert í þessu fyrir sjálfa mig.“ - Það er sérstakt SMS-tungumál, er það ekki? Guðmundur: „Jú, við getum gef- ið fullt af dæmum um það. Það eru miklar styttingar notaðar sem allir unglingar skilja en eru eins og hebreska fyrir fullorðna fólkið. Þetta mál er fljótskrifað, fer fljótt í gegn og er líka notað á spjallrásum í tölvunum." Kristlaug: „Maður spáir ekkert í stafsetningu í SMS-skeytum. Þó að maður skrifi nafn með einföldu ii, sem á að vera með y, þá er öllum sama. Hér koma nokkur dæmi: Bara = bra Eitthvað =eikka geðveikt =gegt wait = w8 Að sjá = 2c Allt í lagi = k (lesist key, stytting á ókey) Salka: „Við tölum líka svona stundum en þetta hefur engin áhrif á stafsetninguna." Guðmundur: „Þetta er bara eins og annað tungumál." Kristlaug: „Á málþinginu fengum við að sjá ritgerðsem skoskur nem- andi skilaði til kennara síns á svona máli. Hún var bara tvær línur en lýsti heilu sumarfríi." - Eitt að lokum: Segið þið alltaf satt þegar foreldrarnir hringja og spyrja hvar þið séuð? (Líta hvert á annað) „Eigum við nokkuð að setja það í blöðin?"!!! gun@dv.is Formaðurinn: Ingimundur með lánsbarn á handleggnum sem heitir Krista Sól Nílsen. Sjálfur á hann þriggja ára son. Hef eignast fullt af vinkonum ífélaginu segir Ingimundur Sveinn Pétursson Félag einstæðra foreldra hefur hingað til einkum starfað sem húsnæðis- stofnun en leggurnú aukna áherslu á fræðslu og félagsskap. Skemmtiferð sem farin var út í Viðey í gær er dæmi umjpað. „Það hefur vantað upp á félagslíf- ið hjá okkur," segir formaðurinn, Ingimundur Sveinn Pétursson, þar sem hann bíður á bryggjunni í Sundahöfn eftir að lagt verði úr höfn. Þangað er að tínast fólk með ung börn sín, mæðurnar eru í meirihluta en nokkrir feður fylgja með. Hversu fjölmennt skyldi fé- lagið vera? „Það eru 1280 manns í félaginu en það er talsvert gegnumstreymi," upplýsir Ingimundur og bætir við: „Um 10% þeirra sem eru skráð ein- stæðir foreldrar koma í félagið hjá okkur og þá fremur þeir sem eru verr staddir fjárhagslega, en við er- um að vinna í því að ná til hinna líka." - Fólk hefur sem sagt fjárhagsleg- an ávinning af því að vera f félag- inu? Já. Eftir að gerð var könnun sem leiddi það í ljós að þeir sem verst væru settir í okkar þjóðfélagi væru einstæðar mæður með enga fram- haldsmenntun var stofnaður sér- stakur námssjóður árið 1995 til að ýta undir menntun. Það er búið að úthluta úr honum hátt í 15 milljón- um. Svo erum við með félagsráð- gjafa, lögfræðing og neyðarhús- næði sem við höfum leigt út með niðurgreiddri leigu, og það eru í kringum 3.500 fjölskyldur sem hafa búið í húsunum frá upphafi." Ansi einangraðir Ingimundur tók við formennsku Félags einstæðra foreldra í maí sl. en var í stjórn áður. Hann á þriggja ára son og hefur verið með hann frá eins árs aldri og brosir þegar hann er spurður hvort félagið geti ekki virkað eins og hjúskaparmiðlun. „Ég segi það nú ekki en ég hef eignast fullt af vinkonum síðan ég gekk í það. Það eru fleiri konur í fé- laginu en karlar en þeir eru samt hlutfallslega virkari í félagsstörfun- um. Það er gott að hafa svona fé- lagsskap því oft verða einstæðir foreldrar dálítið einangraðir heima á kvöldin." D Ingimundur segir það nær fulla vinnu að vera formaður félagsins um þessar mundir því endur- skiplagning á starfseminni standi yfir og fyrirtæki hafi verið stofnað um húsnæðismálin. Þegar forvitnast er um einkahagi hans kemur I ljós að hann er kerfis- fræðingur að mennt en hefur verið í félagsfræðinámi í Borgarholts- skóla. „Ég fékk einmitt áhuga á fé- lagslegum aðstæðum fólks þegar ég fór í stjórn þessa félags. Þetta varð áhugamál." Bara að bulla Nú tefjum við ekki Ingimund lengur, enda hefur færst fjör í hóp- inn á bryggjunni. Þangað eru Karí- us og Baktus mættir til að taka sér far með „skemmtiferðaskipinu" til Viðeyjar og þeir byrja strax að syngja og sprella. „Þið eruð bara að bulla," heyrist ung rödd í hópnum segja, en þeir samþykkja það nú ekki aldeilis. gun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.