Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2003, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 FRÉTTIR 11 Krefjast úrbóta UNDIRSKRIFTASÖFNUN: Félag foreldra og áhugafólks um geð- raskanir barna og unglinga stendur þessa dagana fyrir und- irskriftasöfnun til að krefjast úr- bóta í málum þeirra. Söfnunin fer meðal annars fram á vef- slóðinni www.barnaged.is, en ætlunin er að afhenda ríkis- stjórninni undirskriftalistana þann 10. október næstkomandi, en þá er alþjóðlegi geðheil- brigðisdagurinn sem er í ár til- einkaður börnum og ungling- um með tilfinninga- og hegð- unarraskanir.Talið er að 20% barna á íslandi eigi við geð- heilsuvandamál að stríða. Talið er að 7-10% barna í þeim hópi þurfi á geðrænni meðferð að halda. Réðust inn í verslun LÖGREGLUMÁL: Átök urðu í verslun við Rangársel í Breið- holti um miðjan laugardag. Að sögn verslunareiganda réðust karl og kona fyrirvaralaust inn í verslunina og veittust að henni og skemmdu eitthvað af mun- um Kona sem býr í nágrenninu átti þá leið hjá og heyrði hún lætin sem bárust frá versluninni og kallaði því eftir aðstoð lög- reglu. Þegar lögreglan kom á vettvang var fólkið á bak og burt. Verslunareigandinn hyggst kæra verknaðinn en hún mun hafa þekkt ásásarfólkið frá fyrri tíð. Samkvæmt upplýsingum sem DV hefur undir höndum segir meint árásarfólk frásagnir verslunareigandans ekki réttar, og segir að eigandinn eigi líka sök. Ók á bíl UMFERÐARÓHAPP: Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysa- deild eftir að bílstjórinn hafði misst stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hann ók út af og lenti á kyrrstæðum bíl. Meiðsl fólksins voru ekki alvar- leg en bíllinn er talinn ónýtur. Grunur leikur á að ökumaður- inn hafi verið undiráhrifum Mikið sótt í magaaðgerðir vegna offitu Um 225 manns bíða nú eftir magaaðgerðum vegna offitu á Landspítalanum Eftirspurn eftir slíkum aðgerðum hefur aukist til muna undanfarið. Þetta er meðal þess sem fram kem- ur í nýrri greinargerð fram- kvæmdastjóra Landspítalans um starfsemi sjúkrahússins fyrstu sjö mánuði ársins. Einnig kemur fram að fækkað hefur á biðlistum í aðrar aðgerðir í flestum sérgreinum, miðað við sama tíma í fyrra, enda hefur skurðaðgerðum í heild fjölg- að um 3% frá því í fyrra. Þó kemur einnig fram að margir sjúklingar sem lokið hafa meðferð á sjúkra- húsinu bíði á legudeildum eftir var- anlegri vistun utan spítalans, eða tæplega 150 manns. Hægt gengur að finna úrræði fyrir þetta fólk. Vinstrivilla olli árekstri Tveir bflar rákust saman á Bisk- upstungnabraut austan við Skál- holtsafleggjara í Biskupstungum um klukkan hálftvö í gærdag. Slysið varð með þeim hætti að öðrum bflnum var ekið austur Biskups- tungnabraut en hinn var að keyra í gagnstæða átt. Sá síðari mun hafa verið af bresku bergi brotinn og þótti hann aka heldur mikið til vinstri. Þegar bflarnir voru ( þann mund að mætast ákvað Bretinn því að sveigja til vinstri að gömlum sið til að forðast árekstur en hinn öku- maðurinn gerði slíkt hið sama með fyrrgreindum afleiðingum. Hægri horn bflanna rákust saman og urðu bflarnir óökufærir í kjölfarið. Meiðsl ökumanna voru ekki talin alvarleg. Smáauglýsingar ■ atvinna í boði/óskast 550 5000 Engir hagsmunir að bregða fæti fyrir viðskiptavin Kjötvinnslufyrirtækið Ferskar afurðir á Hvammstanga hefur fengið þriggja mánaða greiðslustöðvun vegna lausa- fjárskorts og greiðsluerfiðleika. Ástæður greiðslustöðvunar eru að mati fyrirtækisins aðgerðir við- skiptabanka þess, KaupþingsBún- aðarbanka. Algjör trúnaðarbrestur hafi orðið með aðilum. Segja Ferskar afurðir að bankinn hafi m.a. gjaldfellt afurðalán fyrirtækis- ins sem þó séu í fullum skilum, haldið eftir háum fjárhæðum um- fram samninga, spillt orðspori hjá viðskiptavinum með bréfasending- um og símhringingum og reynt að fá birgðir fyrirtækisins kyrrsettar með innsetningarbeiðni. Greiðslustöðv- unartímabilið eigi að nota til að koma nýrri skipan á bankaviðskiptin og forgangsröðun verkefna. Athugað verði hvort eða hvaða ólögmætir viðskiptahættir hafi skaðað Ferskar afurðir og hvernig megi sækja til saka og bóta einhvern hluta þess tjóns sem orðið hafi. Karl Þorsteins hjá Kaupþingi- Búnaðarbanka segir að vegna bankaleyndar geti bankinn ekki svarað ásökunum Ferskra afurða efnislega. „Bankinn hefur augljóslega engra hagsmuna að gæta að bregða fæti fyrir viðskiptavin eins og gefið er f skyn af hálfu Ferskra afurða. Við munum því ekki aðhafast neitt að sinni en komi málið til kasta dóm- stóla munum við svara fyrir okkur. Við sjáum hvað setur," segir Karl Þorsteins. gg&dv.is Meðal efnis eru heimsókn í matarklúbb, uppskriftir úr nýstárlegu hráefni, matreiðslumenn verða með uppskriftir og snjallar hugmyndir, kunnir íslendingar segja frá eftirlætisréttum sínum og koma með uppskriftir, fjallað er um vinsæla veitingastaði og ótal margt fleira. DV Magasíni er dreift í 82 þúsund eintökum. Umsjón efnis hefur Sigurður Bogi Sævarsson í síma 550 5818 eða sigbogi@dv.is Umsjón auglýsinga hefur Ingibjörg Gísladóttir í síma 550 5734 eða inga@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.