Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2003, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2003, Qupperneq 2
2 Magasín Fimmtudagur 9. október 2003 Viðtalíð Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir lýkur meistaranámi í djasssöng Ótal víddir í heillandi heimi Mér finnst alltaf gaman að syngja og á stundum er það nánast heilt ævintýri. Ekki síst þegar maður er með góðu fólki sem flytur tónlistina af sannri gleði. Það er líka alltaf ánægjulegt að starfa með flinkum hljómlistar- mönnum sem nálgast tónlistina sem þeir eru að spila af virðingu," segir Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir söngkona. Hún lauk fyrr á þessu ári meistaranámi í djasssöng frá Kon- unglega tónlistarháskólanum í Haag í Hollandi. Svo vitað sé er hún fyrst íslendinga til að ná slíkri gráðu - og þar býr að baki mikil saga og söngur allt frá barnæsku. Nánast óþolandi Guðlaug hefur sungið allt frá barnæsku. Faðir hennar er Sunn- lendingurinn Ólafur Þórarinsson sem löngum hefur verið kenndur við hljómsveitina Mána. „Sjálfsagt „Þótt ég hafi gaman af flestum tegundum tón- listar er það samt sem áður alltaf djassinn sem ég set undir geislann þegar ég vil heyra tón- list sem ég hef virkilega gaman af.“ hefur áhrif á mig að pabbi hefur alltaf verið í tónlist. Hann hefur sagt að ég hafi alla tíð verið syngj- andi sem stelpa og fyrir vikið á köfl- um verið nánast óþolandi," segir Guðlaug og hlær. Hún er að mestu alin upp í Vest- mannaeyjum og tók virkan þátt í tónlistarlífinu þar, sem löngum hefur verið mjög öflugt. Kornung var Guðlaug meðal þátttakenda í uppfærslu Leikfélags Vestmanna- eyja á söngleiknum Oklahoma og söng einnig á Eyjakvöldum á skemmtistöðum bæjarins. Upp úr tvítugu, eða um 1990, fór hún svo til Reykjavíkur og var þá meðal annars söngkona hjá föður sínum í sveitinni Karma, sem þá kom reglulega fram á stöðum eins og Hótel íslandi og Kaffi Reykjavík. f skóla hjá Guðmundu „Það var afar lærdómsríkt að syngja á dansleikjum. Lögin voru hvert öðru ólíkara, rétt eins og að- stæðurnar og fólkið. Og allflest kvöld var þetta skemmtilegt," segir Guðlaug, sem kveðst alla tíð munu búa að þeim skóla sem hljóm- sveitaslarkið hafi verið. Að koma til höfuðborgarinnar markaði einnig upphaf eiginlegs söngnáms Guðlaugar. Hún sótti tíma í Söngskólanum í Reykjavík og einnig og helst einkatíma hjá Guð- mundu Elíasdóttur. „Það var mikill skóli að fara í tíma hjá Guðmundu þar sem við fórum í ýmis grunnat- riði eins og til dæmis öndun, texta- framburð, líkamsbeitingu og fleira. Þetta skipti miklu máli fyrir mig í upphafi námsins og gerir enn - þó svo að meiri lærdómur og lengri skólaganga geri manni ljóst hve lít- ið maður kann í raun.“ Smitaðist af djassinum Árið 1996 var Guðlaug komin með fimmta stig í söng og hélt þá utan til Hollands í frekara söng- nám. Maður hennar, Vignir Þór Stefánsson, hafði þá ári fyrr haldið utan til tónlistarnáms þar ytra og lagði áherslu á djasstónlist. Segir Guðlaug að í gegnum Vigni hafi hún raunar smitast af djassinum og ekki hafi verið aftur snúið. „Djassinn er afar heillandi heim- ur og hefúr ótalmargar víddir. Þetta er tónlist sem hefur algjörlega fang- að mig og þótt ég hafi gaman af flestum tegundum tónlistar er það samt sem áður alltaf djassinn sem ég set undir geislann þegar ég vil heyra tónlist sem ég hef virkilega gaman af.“ Opinberun á hverjum degi Þegar út til Hollands kom nam Guðlaug fyrsta árið dægurlagasöng í Rotterdam, en fann sig ekki þar. „Það er margt sem ræður því hvort maður fínnur sig í námi; skól- inn, kennararnir og fleiri atriði. Eins og þetta var þarna fyrsta veturinn fannst mér það hafa verið lærdóms- ríkara að syngja á öldurhúsum heima en vera í þessum skóla," seg- ir Guðlaug, sem á öðrum vetri fékk inngöngu í djassdeild tónlistarhá- skólans í Haag. Sá skóli er virtur og einn sá besti á sínu sviði. „Ég naut þess að vera í því námi sem var mér sem opinberun á hverjum degi,“ segir söngkonan. Eftir fjögurra ára nám var hún kom- in með svonefnda DM-gráðu, þ.e. með burtfararpróf í djasssöng og kennararéttindi. En svo góðum ár- angri náði Guðlaug að skólayfirvöld buðu henni að bæta við sig meistaragráðunni - sem hún þáði. HJÓNIN: Guðlaug Dröfn og Vignir Þór Stefánsson, eiginmaður hennar. f gegnum hann smitaðist Guðiaug af djassinum, meira að segja svo að straumhvörf urðu á hennar tónlistarferli svo ekki varð aftur snúið. SÖNGKONAN: „Og þótt ég sé búin með skólann þá á ég eftir að fmna minn persónulega stíl í djasssöngnum og þróa hann áfram. Fá þetta í blóðið," segir Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir meðal annars hér í viðtalinu. Textatúlkun og leikhúslykt „Það var aldrei ætlun mín að fara í meistaranámið, en úr því þetta tækifæri bauðst var ómögulegt annað en taka því,“ segir Guðlaug, sem í meistaranámi sínu lagði sér- staka áherslu á textatúlkun. Það „Tærnar á mér eru hvergi nálægt hælunum á þessum djassdrottn- ingum. En til að syngja sig inn í hug og hjörtu fólks er það sönggleðin og einlægnin sem skiptir mestu.“ valdi hún sér sem kjörsvið.„Síðan fór ég líka að flækjast í tíma í leik- hústónlist og síðan þróuðust mál svo að stjórnendur skólans buðu mér að nema þau fræði einnig. Námið í leikhústónlist segir hún hafa verið ævintýri. „Ég þekkti leik- húslyktina lftillega eftir að hafa meðal annars tekið þátt í Súperstar þegar það verk var fært upp í Borg- arleikhúsinu 1995. Síðan var ég þarna úti líka í uppfærslu kaffileik- húss með náminu í sýningu sem var sýnd í tvö ár. Það var heilmikill skóli að standa á því sviði. Þar var maður í mikilli snertingu við áhorf- endur og þurfti að vera undir allt búinn." Eilífðarverkefni En núna er djassinn efstur á blaði hjá Guðlaugu. Hún lauk námi sínu í Hollandi snemma í sumar sem leið og kveðst vera „... búin að setja á sig vængina til að fljúga út í heim- inn,“ eins og hún kemst að orði, „Og þótt ég sé búin með skólann þá á ég eftir að finna minn per- sónulega stíl í djasssöngnum og þróa hann áfram. Fá þetta í blóðið. Og slíkt er auðvitað eilífðarverkefni því djassinn er til í svo óteljandi stílum.“ Guðlaug er byrjuð að starfa sem kennari við Tónlistarskóla FIH, en hefur raunar mörg önnur járn í eld- inum, jafnt við kennslu sem söng. „Mér finnst ég algjörlega búin að finna mig í lífinu sem söngkona og kennari. Vera á réttri hillu." Tuttugu söngkonur Fyrirmyndir Guðlaugar ( djass- söngnum eru margar. „Ég get nefnt einar tuttugu söngkonur og aðra tónlistarmenn og það er voðalega erfitt að fara að pikka út úr þeim hópi. En ég get gert tilraun. Til dæmis er ég óskaplega hrifin af yndislegri túlkun í söngnum hjá Billy Holliday, sveiflunni hjá Ellu Fitzgerald, skemmtilegri raddáferð Söru Vaughan og Eva Cassedy er yndislega einlæg. Svona gæti ég haldið áfram," segir Guðlaug. Hvergi nærri hælunum En hvernig getur svo ung söng- kona á landi norður við heim- skautsbaug komist að minnsta kosti með tærnar þangað sem djassdrottningar höfðu hælana? Söngkonurnar sem heilluðu heim- inn. „Tærnar á mér eru hvergi nálægt hælunum á þessum djassdrottn- ingum. En til að syngja sig inn í hug og hjörtu fólks er það sönggleðin og einlægn sem skiptir mestu,“ segir Guðlaug. „Sé sungið frá hjartanu nær söngurinn til hjarta þess sem hlustar. Þetta er víst alltaf sama sagan og breytist seint eða aldrei." sigbogi@dv.is DV Magasín SlmL 550 5000 - Otgefandb Útgáfufélagiö DV. - Ábyrgöarmenn: Óli Björn Kárason og Jónas Haraldsson. - Umsjónarmaöur Stefán Kristjánsson sk@magasin.is Blaöamaöur Sigurður Bogi Sævarsson sigbogi@dv.is - Auglýsingar: Katrín Theódórsdóttir kata@dv.is og Ingibjörg Gísladóttir inga@dv.is - Prentun: Árvakur hf. Upplag: 80 þúsund eintök. - Dreifing: Póstdreifing ehf. - Dreift ókeypis á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Akranesi og til áskrifenda DV úti um land.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.