Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2003, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2003, Side 6
6 Magasín Fimmtudagur 9. október 2003 Doktor.is ÁRVEKNI: Til að minna á árvekni gagnvart brjóstakrabbameini eru valdar byggingar ár hvert lýstar upp í bleikum lit. Að þessu sinni er það Stjómarráðið. Ástríður Thorarensen, kona forsætisráð- herra, kveikti ljósin á dögunum. Hér er hún með eiginmanni sfn- um og Guðrúnu Agnarsdóttur, forstjóra Krabbameinsfélagsins. Hreyfing dregur úr hættu Ég hef veríð með verki í brjóstum, fyrst því vinstra og nú íbáðum. Þau eru bólgin og þrútin og ég fínn smáhnúða, en þeir eru mjúkir. Er þetta eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af? Svar: Einkenni sem þessi eru ekki þannig að þau veki grun um brjóstakrabbamein, sérstak- lega ekki ef þetta eru einkenni sem koma og fara. Ef um unga konu er að ræða er ráðlegt að bíða fram yfir næstu blæðingar og sjá hvort þessi einkenni sveiflast með tíðahringnum. Ef hins vegar um eldri konu er að ræða, konu komna yfir fertugt og jafnvel nýbyrjaða að taka Þau eru bólgin og þrútin og ég finn smáhnúða hormóna, er ráðlegt að láta lækni líta á brjóstin og fara í myndatöku. Það er erfítt að skoða brjóst sem eru þrútin, bæði fyrir konuna sjálfa og aðra, og þess vegna er svo mik- ilvægt að brjóstin séu mynduð. Hefur mikið að segja Hreyfing hefur einnig mjög mikið að segja í þessu sam- bandi. Jafnvel mjög lítil hreyf- ing getur dregið úr líkum á því að konur fái brjóstakrabba- mein. Konur voru spurðar hvort þær stunduðu reglulega hreyfingu. Valinn var aldurinn 18, 35 og 50 ár. Dæmi um mikla hreyfingu voru t.d. hlaup, skokk, sund og tennis. Dæmi um miðlungshreyfingu voru t.d. hjólreiðatúrar en lítil hreyf- ing, t.d. keila. Svipuð niðurstaða Af konum sem spurðar voru fengu 1780 brjóstakrabbamein á því 5 ára tímabili sem fylgst var með þeim. 35 ára konur sem stunduðu reglulega mikla hreyfmgu voru 14% ólíklegri til þess að fá brjóstakrabbamein. Svipuð niðurstaða fékkst fyrir 18 og 50 ára konur. www.doktor.is Heimilislegt Móeiður Helgadóttir í eldhúsinu Hrifin af fljótgerðum réttum ELDHÚSSTÖRFIN: „Mér finnst mikilvægt að vera ekki bundin of lengi yfir elda- vélinni ef ég býð gestum í mat,“ segir Móeiður Helgadóttir leikmyndahönnuður. „Mér finnst mikilvægara að verja tímanum sem ég hef með fjöl- skyldu og vinum heldur en í endalaus heimilisstörf og elda- mennsku. Vegna þess hve oft er mikið að gera hjá mér er ég mjög hrifin af mat sem fljótlegt er að útbúa," seg- ir Móeiður Helgadóttir leikmynda- hönnuður. „Mér finnst líka mikil- vægt að vera ekki bundin of lengi yfir eldavélinni ef ég býð gestum í mat. Ég reyni því að velja mat sem ég get undirbúið fyrir fram. Þannig nýtist tíminn með gestunum best. Mér finnst gaman að elda og baka en vil geta gert það hratt og skipu- lega." Á kafi í vinnu Móeiður hefur unnið við ýmsar leiksýningar og núna sér hún, ásamt Agli Ingibergssyni, um leik- mynd, lýsingu og búninga í verkinu Plómum sem verður frumsýnt í Gamla bíói 12. október. Þetta er enduruppsetning á verkinu sem var sýnt í Tjarnarbíói síðastliðið vor. „Nú er ég, ásamt því að vera að vinna að Plómum, einnig að að- stoða við uppsetningu á tveimur verkefnum sem ég vildi gjarnan geta sinnt betur. Það fyrra er Aur- ora Borealis, sem er sett upp af Internetleikhúsinu Lab Loka, og það seinna er verk sem sett er upp af Kvenfélaginu Garpi og heitir Riddarar hringborðsins með veskið að vopni," segir Móeiður. Veislumatur með brauði og víni Móeiður leyfði blaðamanni DV- Magasíns að skyggnast inn í eld- húsið sitt, þrátt fyrir mikið annríki, og gefur lesendum tvær uppá- haldsuppskriftir sínar. „Svona lærði ég fyrst að elda pasta," segir Móeiður. „Ég hef breytt uppskriftinni mik- ið og set raunverulega það sem mér sýnist í þetta. Það virkar bæði sem léttur kvöldmatur og þá notar mað- ur mjólk í stað rjóma, en svo er þetta veislumatur með hvítlauks- brauði og hvítvíni." 300 grömm pastaskrúfur 1 /2 lftri rjómi 1/2 til 2/3 piparostur sveppir og spergilkál pepperoni eða skinka 2-3 hvítlauksrif smávegis sveppakraftur olía, salt og pipar Vatn er sett í pott og suðan látin koma upp. Þá er pastað sett ofan í sjóðandi vatnið og saltað örlítið. Sveppir eru skornir í sneiðar og spergilkál í greinar. Þá eru svepp- irnir, spergilkálið og kjötið steikt saman á pönnu í tvær til þrjár mín- útur. Rjóma er hellt yfir, osturinn skorinn f litla bita og settur út í ásamt hvítlauk, krafti og salti. Blandan er látin sjóða við vægan hita þar til osturinn er uppleystur og pastað soðið. Pastað er þá sett í skál, sósunni hellt yfir og rétturinn er tilbúinn. Súkkulaðisæla fyrir fjóra „Þessi eftirréttur er í algeru upp- áhaldi hjá mér og á sérstaklega vel við í matarboðum eða á jólunum," segir Móeiður. „Með þessu er mjög gott að bera fram niðurskorna ávexti og þeyttan rjóma. Sjálfri finnst mér best að hafa með þessu jarðarber eða bláber." 125gsmjör 125 g suðusúkkulaði (70%) 3egg 3 matskeiðar hveiti 2/3 bolli sykur Fljótandi í miðjunni Súkkulaði og smjör er brætt sam- an í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði. Á meðan eru eggin, hveitið og syk- urinn sett í skál og hrært með þeyt- ara, bara rétt til að blanda hráefn- unum saman. Svo er súkkulaði- blöndunni blandað vel saman við eggjablönduna. Þessu er svo hellt í eldfast mót og bakað í 10 mínútur við 180°C. „Kakan á að vera fljótandi í miðj- unni en bökuð í hliðunum," segir Móeiður. „Ef hún bakast í gegn er hún ekki nærri því eins góð. Ég útbý vanalega súkkulaðiblönduna og sker niður ávextina rétt áður en gestirnir koma. Set svo súkkulaðið inn í ofn eftir mat og þeyti rjóma. Þá er allt tilbúið á réttum tíma." Sveppir í eggjaskera „Það getur verið tímafrekt að skera niður sveppi, sérstaklega þegar nota á mikið af þeim. Til að spara tíma er einfaldlega hægt að sneiða sveppina í eggjaskera. Þetta er mjög fljódegt og þægilegt," segir Móeiður og bætir við: „Þegar Óðinn, sonur minn, biður mig um að baka hef ég ekki alltaf tíma til þess. Stundum leyfi ég hon- um því að fá ristaða brauðsneið með smjöri og kanelsykri. Brauðið bragðast líkt og heitir kanelsnúðar, nema hvað það er miklu auðveld- ara að útbúa það. Strákurinn er líka alveg vitlaus í brauðið og gæti ör- ugglega borðað slíkt brauð í hvert mál." tobba&dv.is Mæður og kjarasamningar Allir geta verið sammála um að ekki sé hægt að meta móðurást- ina til fjár. Allar tilfinningar eru huglæg upplifun hvers og eins sem ekki er hægt að mæla og því ekki hægt að borga fyrir sam- kvæmt samningum. En ef útbúin væri starfslýsing fyr- ir þau óteljandi verk og þá þjónustu sem meðalmóðirin sér yfirleitt um fyrir íjölskyldu sína og ráða ætti ut- anaðkomandi aðila til að vinna þau verk kæmi í ljós að borga þyrfti þeim aðila væna fúlgu fyrir störf sín. Sumir segja að ef mæður fengju greitt fyrir störf sín á heimilinu myndu þær fá frá 400 til 600 þús. kr. krónur á mánuði. Kokkur og sálusorgari Hver móðir leggur mikið á sig til að halda heimilinu gangandi. Flest- ar þeirra leggja svo hart að sér að þær hafa sjaldan tíma til að hugsa um sjálfar sig. Sumar mæður sjá um að ala upp börnin, elda matinn, þvo þvotta, þrífa heimilið, hugsa um gæludýrin, fara á foreldrafundi, halda utan um fjármál heimilisins, koma heimilisfólki á milli staða, Það sem skiptir mestu máli er að heimilismenn taki þá vinnu sem móð- irin innir af hendi ekki sem sjálfsagðan hlut heldur sýni henni að vinna hennar sé vel met- in. hjálpa börnunum með heimalær- dóminn, leysa ágreining milli heimilismanna og eru í raun sálu- sorgarar og sáttasemjarar heimilis- ins. Mæður eins og jójó En móðir þarf ekki að vinna öll sömu verkin á hverjum degi. í stað- inn þeytist hún á milli hlutverka eins og jójó og hefur alltaf nóg að gera. Seint verður hægt að segja að ekkert þurfí að gera á heimilinu því þegar einu verki er lokið bíður ann- að. Þó hægt sé að segja með fullri vissu að á flestum heimilum axli móðirin ábyrgðina á heimilishald- inu eru feðurnir vonandi almennt duglegir við heimilið með Vinna móðui sjálfsögð Hér er ekki að halda því að konur séu mennt ósál við að vinna þ störf sem þa til að hald heimilinu gangandi, alls ekki. Það sem skiptir mestu máli ei að heimilisme sem móðirin ekki sem sj heldur sýni hennar sé vel við að vinna j geri það að e gleður móður LAUN HEIMSINS: Vonandi ganga ekki margir svo langt að hlekkja konur við eldavélina eins og hefur verið gert í þessu tilviki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.