Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2003, Page 10
10
Magasín
Fimmtudagur 9. október 2003
STOLTIR FORELDRAR: „Við erum með eitt nafn ákveðið í huga," segir Hugrún Jónsdóttir sem hér er með manni sínum, Frið-
geir Erni Gunnarssyni, og litlu dótturinni.
Með kolsvart hár
eins og ég
„Það gengur ailt alveg Ijómandi
vel með litlu prinssessuna okk-
ar. í rauninni er þetta alveg eins
og í lygasögu.
Þetta er myndarleg stúlka sem
braggast vel," segir Hugrún Jóns-
dóttir. Hún og unnusti hennar,
Friðgeir Örn Gunnarsson, eignuð-
ust dóttur þann 19. september - og
er þetta þeirra fyrsta barn.
Framtíðarplönin eru mörg
Hugrún er norðan frá Akureyri -
en Friðgeir er úr Reykjavík. Þau
hafa verið saman síðan 1997 og
hafa búið syðra síðustu þrjú árin.
„Framtíðarplönin eru mörg, svo
sem komast í góða vinnu, kaupa sér
fbúð og vera hamingjusöm. Og allt
er þetta að takast, svona í áföng-
um," segir Hugrún.
Hún hefur síðasta árið starfað á
smáauglýsingadeild DV og reiknar
með að koma þangað aftur til starfa
þegar fæðingarorlofi lýkur. Friðgeir
hefur síðustu þrjú sumrin starfað
sem flugþjónn hjá Icelandair. „Við
höfum ferðast talsvert saman,
meðal annars farið þrjár ferðir til
Bandaríkjanna. í tvígang höfum við
farið til New York - sem var mikið
ævintýri."
Skiptar skoðanir um svipinn
Aðspurð segir Hugrún að erfitt sé
að segja ákveðið til um hverjum
dóttirin sé lík. Um það séu býsna
skiptar skoðanir meðal ættingja og
vina.
„Hún er með alveg kolsvart hár
eins og ég, það er hið eina sem við
sjáum eins og sakir standa að hún
taki frá okkur foreldunum. Það
kemur svo í ljós í fyllingu tímans
hvert hún sækir svipinn; yfirleitt
sést slíkt ekki fyrr en börn eru orðin
þetta þriggja til fjögurra mánaða
gömul," segir Hugrún.
Ekki er enn búið að nefna litlu
prinsessuna. „Við erum með eitt
nafn ákveðið í huga en erum ekki
búin að afráða neitt. Þetta skýrist
alveg á næstunni," segir móðirin að
lokum.
sigbogi&dv.is
t
I
H)i
□aQQia
□□□□!!□□
Hl(ðasmára17, Kópavogi
Sími: 564-6610
www.allirkrakkar.is
Brúður úr Bárðardal
„Við höfðum tvo daga í huga
varðandi brúðkaupið okkar og
var í raun sama hvor þeirra yrði
fyrir valinu. Þetta réðst bara af
því hvorn daginn presturinn
væri laus.
Því varð 12. júlí niðurstaðan,"
segir María Sigurðardóttir á Akur-
eyri. í sumar gengu hún og Kristján
Valur Gunnarsson í heilagt hjóna-
band í Akureyrarkirkju og voru gef-
in saman af sóknarpresti í höfuð-
stað Norðurlands, sr. Svavari Alfreð
Jónssyni.
Skemmtilegur dagur
María er frá bænum Lækjarvöli-
um í Bárðardal en Kristján er Akur-
eyringur í húð og hár. Fjögur ár eru
síðan þau rugluðu saman reytum
og síðustu þrjú árin hafa þau búið á
Akureyri. María starfar sem þroska-
þjálfi við leikskólann Kiðagil, en
eiginmaður hennar er íþróttakenn-
ari við Lundaskóla og jafnframt
nuddari.
Þau hjón eiga tvær dætur; Eygjó
Björk sem er fjögurra ára og Kötlu
Maríu eins og hálfs árs.
„Brúðkaupsdagurinn var mjög
skemmtilegur," segir María. „Fyrst
var faileg athöfn í kirkjunni og síð-
an fórum við í myndatökuna suður
í Kjarnaskóg. Síðdegis var haldin al-
veg yndisleg brúðkaupsveisla í Lóni
þar sem var sungið, dansað, farið í
leiki og margt fleira. Á brúðkaups-
nóttina gistum við á Öngulsstöðum
í Eyjafjarðarsveit."
Hrærivél og Kaupmannahöfn
Þau María og Kristján voru dreg-
in úr hópi fjórtán brúðhjóna sem
Dagsljós á Akureyri myndaði og
fengu þau titilinn Sumarbrúðhjón-
in 2003. Þessu fylgdu vegleg verð-
laun frá BYKO, Grænlandsflugi og
líkamsræktarstöðinni Bjargi.
„Ég er nýbúin að fá hrærivélina
góðu frá Byko og er enn ekkert byrj-
uð að nota hana. Líkamsræktin er
komin á stefnuskrána en þetta er
árskort sem við fengum. Síðan er
það Kaupmannahafnarferðin með
Græniandsflugi. Hún er á stefnu-
skrá um páskana - og ég er strax
farin að hlakka til fararinnar."
sigbogi@dv.is
HJÓNIN: „Þar var sungið, dansað, farið í leiki og margt fleira," segir María Sigurð
ardóttir sem hér er ásamt manni sínu, Kristjáni Val Gunnarssyni.
Gefin voru saman í Hálskirkju f
Fnjóskadal þann 16. ágúst sl. af séra
Sigurði Guðmundssyni vígslubiskup
þau Vilhelm Þorri Vilhelmsson og
Berglind Aradóttir. Þau em til heimilis
á Akureyri.
Gefin vom saman hjá Sýslumanninum
í Reykjavík þann 19. júlí sl. þau Árni
Bergþór Sverrisson og Gréta Sævars-
dóttir. Þau kynntust í athvarfinu Dvöl
en hafa búið saman sl. tvö ár. Meðal
áhugamála þeirra em ferðalög vítt og
breitt um landið.