Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2003, Page 25
Fimmtudagur 9. október 2003
Magasín
29
Hvað um helgina? Egiii Heigason
Óvinafagnaður á Eddunni
„Á föstudagskvöldið fer ég á Edduhátíðina sem verð-
ur haldin á Hótel Nordica. Mér hefur alltaf þótt gaman
að þessari hátíð og vissulega hlakka ég til að mæta á
staðinn. Hins vegar vilja skemmtanir þar sem fólk úr
sama geira hittist gjarna fara úr böndunum, enda
vakna þá manna á meðal óskaplega sterkar tilfmning-
ar," segir Egill Helgason sjónvarpsmaður.
Ekki upphaf eða endir tilverunnar
Egill er við þriðja mann tilefndur sem sjónvarps-
fréttamaður ársins fyrir þátt sinn, Silfur Egils, sem nú er
að flytjast yfir á Stöð 2. „Ég átti alls ekki von á því að
komast á þennan lista og lít alls ekki á það sem upphaf
eða endi tilverunnar að vera útnefndur fréttamaður
ársins. Hef reyndar alls enga trú á því að svo verði,"
segir Egill.
Hann bætir því við að á Edduhátíðinni hitti hann
gjarnan vini sína..og óvini mína einnig ef svo ber
undir," einsog hann kemst að orði.
Um heigina að öðru Ieyti segir Egill að kona sfn dragi
sig stundum í Kringluna en miðbæjarferðir freisti sín
þó frekar. „Síðan fmnst mér og syni mínum afar gaman
að fara eitthvað út í sveit og sjá skepnur. Hins vegar
þarf maður að fara orðið býsna langt út fyrir borgina ef
FRÉTTAMAÐURINN: „Mér hefur alltaf þótt gaman að þess-
ari hátíð og vissulega hlakka ég til að mæta," segir Hgill
Helgason.
maður ætlar að sjá eitthvað annað en bara hesta eða
hunda. Þá þarf að fara upp í Borgarfjörð eða austur yfir
Fjall. Hins vegar ræðst þetta alveg af veðri og verði tíð-
in leiðinleg dettur botninn alveg úr manni."
sigbogi@dv.is
Hvað ertu að hlusta á? Ólafur Þórðarson
Berfætta söngkonan
„Um daginn var ég að hlusta á John Pizzarelly sem er
fantagóður djassgítaristi og söngvari. Hann er amerísk-
ur af ítölskum ættum, frábær listamaður með notalega
tónlist sem er vel spiluð - og sungin," segir Ólafur Þórð-
arson hjá Þúsund þjölum, umboðsskrifstofu lista-
manna. Einnig er Ólafur vel þekktur hjá þjóðinni úr Ríó
Tríóinu.
„Af og til set ég undir geislann einhverja af plötum
Cesariu Evora, berfættu söngkonunnar frá Grænhöfða-
Rifja upp grip og tóna
eyjum sem syngur á portúgölsku. Ædi hún falli ekki
undir það sem kallað er heimstónlist en það er í raun
blanda hvers konar tónlistar þar sem meginatriðið er
þó að mest eru notuð hvers konar órafmögnuð hljóð-
færi," segir Ólafur.
Hann segir að síðustu daga hafi hann einnig stund-
um gripið í nýja diskinn sem Ríó Tríó er að senda frá
sér. Utan af landi er titill disksins sem er væntanlegur í
verslanir sfðari hluta þessa mánaðar.
„Aðallega er ég að hlusta á þennan disk til að rifja
upp grip og tóna því að til stendur að fylgja útgáfunni
eftir með tónleikum sem haldnir verða víða núna í
RÍÓMAÐURINN: „Fantagóður djassgítaristi og söngvari,"
segir Ólafur Þórðarson.
haust. Á þessum diski leikum við þremenningamir í
Ríó mest af lögunum sjálfír - ásamt völdum aðstoðar-
mönnum - en á síðustu diskum sem við höfum gert
höfum við haft með okkur sveit hljóðfæraleikara og lít-
ið spilað sjálfir," segir Ólafur Þórðarson.
sigbogi@dv.is
Hvað ertu að lesa? Þóra Gunnlaugsdóttir
Sálfræði og sálmur um blóm
„Bókin sem ég er að lesa núna er Kona eldhúsguðs-
ins eftir Amy Tan. Þetta er saga kínverskra innflytjenda
sem koma til Bandaríkjanna og snýst að talsverðu leyti
um frásögn móður til dóttur um lífið í Kína, þegar Jap-
anir vom að ráðast inn í landið. Þetta er ekki fýrsta bók-
in eftir Tan sem ég les, en þær em afar lærdómsríkar og
kenna manni margt um lífið í hinum asíska heimi,"
Það er stórt púsluspil
segir Þóra Gunnlaugsdóttir, nemi í hjúkmnarfræði við
Háskóla íslands.
Hún segir að lestur sinn taki að öðm leyti mikið mið
af náminu, en um þessar mundir er hún meðal annars
að lesa fög eins og lífeðlisfræði, sálfræði, hjúkmnar-
fræði og fleira slíkt. „Ef þetta væri fyrir mér ekkert ann-
að en þurrt staðreyndastagl myndi ég væntanlega gef-
ast fljótt upp á þessu námi. Það er gaman að þessum
fögum, sérstaklega að vita hvemig líkaminn fúnkerar í
raun og er samansettur. Það er stórt púsluspil," segir
Þóra.
Aðspurð um aðra höfunda segir Þóra að sér þyki
gaman að bókum Hallgríms Helgasonar. „101 Reykja-
vík og Þetta er allt að koma em bækur sem gripu athygli
HÁSKÓLANEMINN: „Kenna manni margt um lífið í hinum
asíska heimi," segir Þóra Gunnlaugsdóttir.
rnína," segir Þóra sem einnig kveðst hafa gaman af
bókum meistara Þórbergs Þórðarsonar, sérstaklega þá
Sálminum um blómið; sögunni um Litlu Heggu sem
átti sér athvarf hjá Sobegga afa og Mömmu Göggu.
sigbogi@dv.is
*Gordon Elliot,
Follow that food.
Rustichella Casarecciapasta
með kantarellum, papriku-
pestó og kjúklingabringum
Rustichella d'Abruzzo
„Pastað sem ber af öðru pasta!“*
Fyrir 4-6
Hráefni: iV&ík
800 g beinlausar kjúklingabringur
3-4 msk papriku-pestó frá Rustichella (Crema dipeperoni)
2-4 hvítlauícsrif, eða eftir smekk
nokkrir stönglar ferskt rósmarín
1 1/2 msk hvítvíns- eða sítrónuedik
2 1/2 dl kjúklingasoð
4 msk Oli ólífuolía
• Hitið ofn í 175°C. Smyrjið botninn á eldföstu móti með
■papriku-pestóinu.
• Sneiðið nvítlauk í þunnar sneiðar dreifið yfir pestóið. Leggið
bringurnar í mótið.
• Blandið saman ediki og kjúklingasoði og hellið yfir kjúklinginn.
• Kryddið með salti og pipar, hellið olífuolíu yfir. Vökvinn á að
ná upp að ca. miðjum bringum. Þannig mun kjötið soðna
neðan frá og bakast ofan frá.
• Bakið í opnu móti í ofninum í 15 -20 mínútur. Takið þá út og
hrærið aðeins í. Leggið þá álpappír eða lok yfir mótið og
bakið áfram í 10-15 mínútur eða par til kjúklingur er tilbúinn.
• Berið fram með casarecciapastanu og kantarellum.
Casareccia með kantarellum
30 - 40 gr þurrkaðar kantarellur frá Sabarot
1 hvítlauksrif, marið
2 msk Ruccola-pestó frá Rustichella (Crema diRucola)
6 msk ólífuolía
500 g pasta frá Rustichella (Casareccia)
• Setjið sveppina í pott með vatni og sjóðið í ca. 10 mín. Skolið
síðan vel oq saxið smátt.
• Setjið ca 3 Itr. af vatni í pott, saltið vatnið og látið suðuna
koma upp. Setjið pastað í og sjóðið í 10-12 mín. Bætið qjaman
smá slettu af ISIO-4 matarolíunni út í sjóðandi vatnið.
• Setjið sveppina á pönnu og steikið við miðlungshita í um
3-4 mínútur. Lækkið hitann á pönnunni oq setiið Ruccola-
kremið á pönnuna ásamt hvítlauk og látio malla í um 3-4
mínútur. Látið renna af pastanu og blandið pestósveppunum
saman við og berið fram.
Rustíchella hefur unnið
verðlaun á alþjóðlegu
matvæla og sælkera-
sýningunum; CIBUSI
Parma, Ítalíu og Fancy
Food show I New York.
Rustichella pastað er frábrugðið öðru
pasta þar sem það er ekki hefðbundin
verksmiðjuframleiðsla, heldur er gömlum
ítölskum hefðum haldið í heiðri við
framleiðsluna. Eingöngu er notast við
fyrsta flokks náttúruleg hráefni ásamt
því sem bronspressur eru notaðar til að
pressa pastað. Útkoman er pasta með
grófri gljúpri áferð sem drekkur í sig
pastasósuna mun betur en fjöldafram-
leitt pasta. Þurrktlminn er slðan mjög lár
og langur, heilar 56 klst, sem gerir pastað
þétt í sér og bragðgott ásamt því sem
það eldast sérstaklega vel og verður „al
dente" nákvæmlega eins og best þykir.
Vegna þéttleikans þá þarf mun minna af
Rustichella pastanu til að metta.
italíuferð með Heimsferðum:
Fylltu út meðfylgjandi form, svaraðu
spurningunni og sendu Meistaravörum
ásamt strikamerki eða kassakvittun fyrir
kaupum á einhverri Rustichella vöru og
þú gætir unnið (talíuferð með Heimsferð-
um. Dregið verður þann 5 desember.
Að auki verða 10 glæsilegar ítalskar sæl-
kerakörfur dregnar út 5. október og 5
nóvember. Nöfn vinnigahafa verða birt á
www.meistaravorur.is. Hægt er að nálgast
þátttökuseðil á www.meistaravorur.is
Hver er þurrktíminn á Rustichella
pastanu?
Nafn
Heimilisfang
Sími
Netfang
Meistaravörur ehf.
www.meistaravorur.is
Funahöfða 17 a S: 568 7000