Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2003, Side 6
6 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003
Varað við fjármálafyrirtæki
Flugleiðir hætta við kaup á Boeing 757
VIÐVÖRUN: Fjármálaeftirlitið
sendi enn eina ferðina frá sér
viðvörun í gær vegna erlends
fjármálafyrirtækis sem ekki hef-
ur starfsleyfi hér á landi, né
heimildirtil stofnun útibús fjár-
málafyrirtækis eða til að veita
slíka þjónustu án stofnunar úti-
bús. Nú er um að ræða fyrirtæki
sem nefnt er Cambridge Global
Inc. sem skortir m.a. áðurnefnd-
ar heimildir og hefur ekki heim-
ild til móttöku endurgreiðan-
legra fjármuna frá almenningi,
eða innlána. Ekki heldur til út-
gáfu og umsýslu greiðslukorta
eða viðskipta og þjónustu með
fjármálagjerninga samkvæmt
lögum um verðþréfaviðskipti.
Margar slíkar aðvaranir hafa
verið sendar út á síðustu mán-
uðum.
ÞJÓNUSTA: Flugleiðir hafa náð
samkomulagi við Boeing-fyrirtæk-
ið í Seattle um að falla frá samningi
um kaup á nýrri Boeing 757 flug-
vél sem átti að afhenda til félagsins
í mars 2005. Flugleiðir og dótturfé-
lög þeirra starfrækja nú 16 þotur í
millilandaflugi. Þar af eru 14
Boeing 757 þotur. Af þeim 14 flug-
vélum á félagið sjálft 6 en leigir 8.
Flugleiðafyrirtækin starfrækja
Boeing 757 flugvélar í áætlunar-
flugi lcelandair, fragtflugi hjá Flug-
leiðum Frakt ehf. og leiguflugi hjá
Loftleiðum ehf. I langtímaáætlun-
um Flugleiðasamstæðunnarer
gert ráð fyrir að nota þessa flug-
vélagerð áfram. Boeing-verksmiðj-
urnar hafa tilkynnt að framleiðslu
Boeing 757 flugvéla verði hætt eft-
ir rúmt ár, en verksmiðjurnar munu
þjóna eigendum þessararflugvéla-
tegundar um ókomna framtíð.
Boeing 757 flugvélin hentar afar
vel í leiðakerfi lcelandair, dótturfé-
lags Flugleiða, vélin er hæfilega
stór, sparneytin og tæknilega full-
komin. Hún hefureinnig reynst vel
í leiguflugi og fragtflugi. Flugleiðir
Frakt, dótturfélag Flugleiða, starf-
rækir eina fragtflugvél af þessari
gerð og mun á næstunni taka aðra
slíka í notkun.
Neytendasamtökin gagnrýna eftirlitsstofnanir og tryggingafélög vegna hækkana:
Ónákvæmt og villandi
segir forstióri TM
Neytendasamtökin hafa gert
skýrslu um vátryggingamarkaðinn
á íslandi sem þau segja einkennast
af mikilli samþjöppun og fákeppni
og stórfelldum hækkunum ið-
gjalda. Þrjú tryggingafélög og
dótturfélög þeirra ráði 95 prósent-
um af þessum markaði og iðgjöld-
in hafi hækkað um 70 prósent síð-
astliðin sex ár. Jóhannes Gunnars-
son, formaður NS, segir trygginga-
félögin hafa svigrúm til að lækka
iðgjöldin eftir stórfelldar hækkanir
síðustu ára.
f skýrslunni, sem kynnt var í gær,
segir að samþjöppun á markaði og
hækkanir iðgjalda hafi skilað eigend-
um tryggingafélaganna miklum hagn-
aði á undanfömum árum. Góð afkoma
félaganna birtist meðal annars í „óeðli-
legum vexti tjónasjóða sem gerir félög-
unum kleift að fresta skattgreiðslum af
tekjum sínum". Þá segir að þróunin
gefi opinberum aðilum tilefni til að
grípa til ýmissa ráðstafana í því skyni
að tryggja hagsmuni neytenda. Opin-
berar eftirlitsstofnanir þurfi að veita
tryggingafélögunum mun öflugra að-
hald og grípa inn í þegar hagsmunum
almennings er ógnað, m.a. vegna
skorts á samkeppni.
Tvöföldun iðgjalda
I skýrslunni er vakin athygli á tvö-
földun iðgjalda lögbundinna bifreiða-
trygginga, síðastliðin sex ár hafi ið-
gjöldin nokkmm sinnum hækkað um
25-30 prósent. Einu dæmin um lækk-
un hafi verið vegna samkeppni af hálfu
erlendra tryggingafélaga. Þá hafi tjóna-
sjóðir tryggingafélaganna vaxið um 13
milljarða, eða 54 prósent á síðustu
fimm árum. Mun ítarlegri úttektir þurfi
af hálfu Fjármálaeftirlitsins til að fá
niðurstöðu um hvort tjónasjóðimir
byggist á raunhæfum áædunum um
kostnað við uppgjör tjóna. „Trygginga-
félögin hafaýmsan hag af því að byggja
upp tjónasjóði umfram það sem nauð-
synlegt er til að mæta tjónum. Þau geta
með því frestað skattgreiðslum og
einnig varist nýjum keppinautum á vá-
tryggingamarkaðnum."
Umburðarlyndi eftirlitsstofnana
Athygli vekur gagnrýni á Fjármála-
eftirlitið og Samkeppnisstofnun, þær
tvær stofnanir sem eftirlit hafa með vá-
tryggingamarkaðnum. Kærum sem
borist hafi þessum stofnunum hafi
sumum verið vísað frá eða úrskurður
dregist úr hömlu. Miðað við aðstæður
á markaðnum hafi afskipti þessara
tveggja eftirlitsstofnana ekki verið mik-
il. í skýrslunni segir:
„Ekld verður annað sagt en að af-
staða eftirlitsstofnananna tveggja til
vátryggingastarfseminnar hafi á und-
anfömum misserum einkennst af
miklu umburðarlyndi í garð vátrygg-
ingafélaganna."
í skýrslunni er vakin at-
hygli á tvöföldun ið-
gjalda lögbundinna bif-
reiðatrygginga, síðast-
liðin sex ár hafi iðgjöld-
in nokkrum sinnum
hækkað um 25-30 pró-
sent.
Þar segir að ýmis varúðarljós hafi
kviknað hjá opinberum aðilum vegna
ffamvindunar á vátryggingamarkaðn-
um, varúðarljós sem dragi heilbrigði
hans í efa. Er þar nefnd veruleg sam-
þjöppun markaðshlutdeildar, miklar
hækkanir iðgjalda, misheppnaðar til-
raunir nýrra aðila til að ná fótfestu á
markaðnum og náið samstarf starfandi
tryggingafélaga. Þá veki góð afkoma
tryggingafélaganna og hraður vöxmr
tryggingasjóða í þeirra vörslu spum-
ingar um sanngimi í ákvörðun iðgjalda
sem Fjármálaeftirlitið geú varla vikið
sér undan.
Opnað fyrir nýja
samkeppnisaðila
Neytendasamtökin gerðu „einfalda"
könnun á verði trygginga á Norður-
löndunum en samanburður er erfiður
og flókinn vegna ólíkra skilmála. Þó er
komist að þeirri niðurstöðu að eigna-
tryggingar séu ódýrari hér á landi en
ílVTEHÖÁ r O KIN
HÆRRITRYGGINGAIÐGJÖLD: Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, telur að
tryggingafélögin geti lækkað iðgjöld eftir stórfelldar hækkanir undanfarin ár. DV-mynd E.ÚI.
ábyrgðartryggingar talsvert dýrari.
Loks er vakin athygli á miklum
hagnaði íslensku tryggingafélaganna.
Hlutfall hagnaðar af eigin iðgjöldum
hafi verið 10 prósent að meðaltali und-
anfarin ár og arðsemi eigin fjár oftast á
bilinu 10-20 prósent. Eigið fé hafi þre-
faldast á fimm ámm.
í lok skýrslunnar em nokkrar ábend-
ingar um breytta opinbera stefriu í
málefrium trygginga. Þar er í fyrsta lagi
lagt til eflt opinbert eftirlit með rekstri
vátryggingafélaganna, athuganir á
rekstrinum fari ffarn með reglulegum
og skjótum hætú. Leita þurfi leiða til að
draga úr tilhneigingu til „óþarfrar
sjóðasöfhunar vátryggingafélaganna".
Opinberir aðilar verði að hlutast til um
skipulag vátryggingamarkaðarins,
koma í veg fyrir að samstarf verði um
viðskipti mÓli vátryggingafélaganna.
Loks verði tryggt með ýmsum ráðum
að nýir samkeppnisaðilar eigi greiðan
aðgang að vátiyggingamarkaðnum.
Höfum lækkað
„Þetta em mikið til gamlir hluúr sem
hafa verið skýrðir gagnvart almenningi
og margt er ónákvæmt og villandi í
þessari skýrslu. Þama em fullyrðingar
sem standast ekki. Þannig hafa bílaið-
gjöld verið að lækka hjá okkur síðast-
liðin tvö ár en ekki hækka.
„Ekki verður annað sagt
en að afstaða eftirlits-
stofnananna tveggja til
vátryggingastarfsem-
innar hafi á undanförn-
um misserum einkennst
afmiklu umburðarlyndi í
garð vátryggingafélag-
anna."
Ég held að Neytendasamtökin hefðu
átt að eyða f meiri tíma f skýrsluna og
vanda betur til verka áður en þeir fóm
fram með þessum hætti. Við getum
ekki endalaust verið að skýra hækkanir
sem urðu á sínum tíma, vom réttlæt-
anlegar og vom skýrðar mjög ítarlega
fyrir neytendum," sagði Gunnar Felix-
son, forstjóriTryggingamiðstöðvarinn-
ar, við DV vegna skýrslu Neytendasam-
takanna um trygingafélögin semicynnt
var í gær. Gunnar sagði vátrygginga-
rekstur og tölur þar um vera flóknar og
að sérstaka þekkingu þyrfti oft til að
lesa úr þeim. Hann benti á að stækkun
tjónasjóðs Tryggingamiðstöðvarinnar
hafi að miklu leyti komið til vegna sam-
einingar við Tryggingu og yfirtöku
tjónaskulda en því hafi að engu verið
geúð í skýrslu Neytendasamtakanna.
Gunnar ítrekar að hækkanimar 1999
hafi áú sér skýringar í breytingu á
skaðabótalögunum og hafi verið skýrð-
ar að fullu. hlh@dv.is
Baugur í vátryggingabransann
Dótturfyrirtæki Baugs-sam-
stæðunnar, Hringur, hefur
keypt helmingshlut í Verði - vá-
tryggingafélagi á Akureyri.
Óli Þór Ástvaldsson, fram-
kvæmdastjóri Varðar, segir að fé-
laginu verði nú breytt í hlutafélag
og verður Hringur með helmings-
hlut í því. Engin breyting verður á
starfsemi félagsins sem hefur verið
rekið sem alhliða félag. Framan af
var það fyrst og fremst í skipatrygg-
ingum, en árið 1997 var einnig far-
ið út í eignatryggingar, ökutækja-
tryggingar, fyrirtækjatryggingar,
heimilistryggingar o.fl. Félagið hef-
ur síðan aukið hlutdeild sína í
tryggingum á Akureyri og nágrenni.
Óli Þór segir að áfram verði starf-
semin f Skipagötu 9 á Akureyri og
ekki séu fyrirhugaðar neinar breyt-
ingar á starfsmannahaldi, nema ef
það skyldi stækka og starfsmönn-
um fjölga.
Hreinn Loftsson, stjórnarfor-
maður Baugs,
segir að um nokk-
urt skeið hafi
Baugur haft
áhuga á þessu
tryggingasviði og
hafi fyrír þremur
árum - í gegnum
dótturfélag Baugs
- tekið þátt í fjárhagslegri endur-
skipulagningu Allianz-umboðsins
og reksturinn á þvr' félagi gengið
mjög vel undanfarin ár.
„Það hefur verið vilji hjá okkur að
útvíkka þá starfsemi og við höfum
um nokkurt skeið átt í viðræðum
við eigendur Varðar - vátrygginga-
félag á Akureyri, og náð hluthafa-
samkomulagi við þá sem nú er til
skoðunar ásamt umsóknum hjá
Fjármálaeftirlitinu. Eign þessa
gagnkvæma tryggingafélags verður
lögð inn í hlutafélag sem mun heita
Tryggingafélagið Vörður. Auðvitað
verður eitthvert samstarf á milli
Varðar og Allianz, þó aðallega í
sölumálum, en sammni þeirra er
ekki fyrirhugaður, enda óskyld
tryggingastarfsemi. Allianz er fyrst
og fremst á sviði líftrygginga, við-
bótarlífeyrissparnaðar og fleiri
slíkra þátta. Auðvitað gemm við
okkur vonir um að þetta félag
blómstri í samstarfi okkar og höf-
um trú á því að það sé lag og miklir
möguleikar á þessu sviði,“ segir
Hreinn Loftsson.
gg@dv.is