Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2003, Blaðsíða 12
12 SKOÐUN ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 Úthaldið skilar árangri Skammt er stórra högga í milli hjá íslenskri erfðagreiningu. Á vísindadögum fýrirtækisins um helgina voru kynntar niðurstöður úr viða- miklum rannsóknum fyrirtækisins á ættlægni og erfðafræði allra krabbameina sem greinst hafa á íslandi síðan skráning hófst. Niðurstöðurnar benda til þess að sterkir erfðaþættir tengist krabbameini og flytji aukna hættu á myndun krabbameins milli kynslóða. í flestum tilfellum virðist áhættan ekki vera bundin við eina tegund krabbameins heldur virðist áhætta á mörgum mismunandi tegundum krabbameins aukin hjá bæði náskyldum og fjarskyldum ættingjum krabbameinssjúkra. Ekki hefur áður verið sýnt fram á svo sterk tengsl milli ákveðinna tegunda krabbameins á milli fjarskyldra ættingja. Skömmu áður en íslensk erfðagreining kynnti niðurstöður krabbameinsrannsókna sinna hafði fyrirtækið í tvígang tilkynnt um árangur í gena- leit. Vöktu þær niðurstöður mikla athygli erlend- is. Annars vegar birti fslensk erfðagreining vís- indagrein í Nature Genetics um fyrsta meingen sem tengt hefur verið algengustu gerð heilablóð- falls. Rannsóknin var unnin í samstarfi við lækna. Setraðir innan erfðavísisins tengjast bæði auk- inni og minnkaðri áhættu. Hins vegar var greint frá áfanga í offiturann- sóknum í samstarfi við lyfjafyrirtækið Merck um þróun nýrra meðferðarúrræða við offitu. Vís- indamenn íslenskrar erfðagreiningar uppgötv- uðu erfðavísi sem tengist bæði auknum lflcum á offitu og grönnum vexti. Erfðavísirinn var ein- angraður með arfgerðagreiningu á sýnum frá Ofangreint, sem kemur íkjölfar ann- arra uppgötvana, er dæmi um vís- indaafrek starfsmanna íslenskrar erfðagreiningar. 1000 konum sem tekið hafa þátt í rannsóknum fyrirtækisins á offitu. Niðurstöðurnar verða not- aðar við lyfjaþróun. Ofangreint, sem kemur í kjölfar annarra upp- götvana, er dæmi um vísindaafrek starfsmanna íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirtækið hefur vissulega verið umdeiit og beiðni þess um lög- bundið einkaleyfi á aðgangi að sjúlaasögu þjóð- arinnar vakti harkalegar deilur. Því verður hins vegar ekki á móti mælt að rannsóknirnar eru farnar að skila verulegum árangri. Fram kom hjá aðstandendum vísindadaga íslenskrar erfða- greiningar um helgina, þar sem niðurstöður krabbameinsrannsóknanna voru tilkynntar, að aðstæður hér á landi væru einstakar til að rann- saka ættlægni og erfðafræði krabbameins. í krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands eru skráð öll krabbameinstilfelli sem greind hafa ver- ið á landinu frá árinu 1955. f ættfræðigrunni íslenskrar erfðagreiningar er að finna upplýsingar um alla núlifandi fslend- inga og sennilega meirihluta fslendinga sem búið hafa á landinu frá landnámi. Þessi einstæða skráning læknis- og ættfræðiupplýsinga hefur gert vísindamönnum íslenskrar erfðagreiningar kleift að rannsaka ætdægni allra krabbameinstil- fella þjóðarinnar á tæplega fimmtíu ára tímabili. Slfkt er einsdæmi í heiminum. Uppgötvanir sérfræðinga íslenskrar erfða- greiningar vekja vonir um að í framtíðinni verði hægt að þróa lyf í baráttunni við alvarlega sjúk- dóma og skilgreina og beita forvörnum í þágu þeirra einstaklinga sem eru í meiri hættu en aðr- ir vegna erfðaþátta. Mikilvægt er þó að hafa í huga, þótt uppgötv- anir sérfræðinganna veki vonir, að Iíftæknifyrir- tæki eins og íslensk erfðagreinng hafa mikla sér- stöðu. Sýnilegur árangur af lyíjaþróunartengd- um rannsóknum skilar sér ekki fyrr en eftir margra ára þróunarvinnu í framhaldi af uppgötv- unum sérfræðinga þess. Starfsemin kallar því á úthald og útsjónarsemi langhlauparans. gBERGMÁL Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræöingur Forystumenn Framsóknar- flokksins hafa að undanförnu lagt mikla áherslu á endurnýj- un EES-samningsins þannig að hann tryggi betur hagsmuni (s- lands í Evrópusamvinnu til framtíðar. Takist það ekki verði að huga að ESB-aðild. Til að mynda hafa bæði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Árni Magnússon, félagsmálaráð- herra nýlega hnykkt á þessari stefnu Framsóknarflokksins sem samþykkt var á landsfundi flokks- ins fyrir nokkmm ámm. Þessar yf- irlýsingar Framsóknarráðherranna eru stórmerkilegar fyrir þær sakir að Evrópusambandið hefur fyrir löngu svarað því til að efnisleg uppfærsla EES-samningsins komi alls ekki til greina af þeirra hálfu. Minnkandi vægi EES Frá því samið var um EES-samn- inginn fyrir ríflega tíu árum hefur orðið gerbreyting á samstarfi Evr- ópuríkja og verulega hefur þrengst um hagsmuni EES-ríkjanna, ís- lands, Noregs og Liechtenstein, til að hafa áhrif á hagsmunamál sín í evrópsku samstarfi. f fyrsta lagi hefur vægi EFTA-ríkjanna í sam- starfinu minnkað eftir að bróður- partur þeirra söðlaði um yflr í ESB aðeins ári eftir gildistöku samn- ingsins. í öðru lagi hefur hlutverka- skipting innan ESB breyst þannig að Ráðherraráðið og Evrópuþingið hafa fengið aukin völd á kostnað Framkvæmdstjórnarinnar sem hefur umsjón með samningnum og á að tala máli EES-ríkjanna inn- an stofnana ESB en það hefur leitt til þess að EES-ríkin eiga erflðara með að fá hagsmunamálum sínum framgengt. í þriðja lagi hefur sam- starf Evrópusambandsins breyst og færst út til nýrra sviða með nýj- um sáttmálum frá Maastricht, Amsterdam og Nice sem ekki er endurspeglað í ESB. Þessi breytta staða hefur orðið til þess að Evr- ópusambandið tekur orðið mun minna tillit til EES-ríkjanna en áður. Kröfum íslands hafnað Þar sem það er tæknilega mjög flókið að endurnýja EES-samning- inn, en breytingar á honum þarf til að mynda að samþykkja í þjóð- þingum allra aðildarríkjanna, lagði Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og utanríkis- ráðherra, ofuráherslu á að nýta tækifærið og uppfæra EES-samn- inginn samhliða fyrirhugaðri stækkun ESB til tfu ríkja í Austur- Evrópu næsta vor. Lögð var áhersla á fjóra þætti. í fyrsta lagi að textar samningsins verði aðlagaðir þeim breytingum sem orðið hafa á sáttmálum ESB í Maastricht, Amsterdam og Nice. f öðru lagi að þátttaka Islendinga í nefndastarfi ESB verði aukin. I þriðja lagi að EFTA-ríkin geti á ein- hvern hátt tekið þátt í ákvörðunum á vettvangi Ráðherraráðsins og á Niðurstaða samning- anna sýnir, svo ekki verður um villst, að Evrópusambandið hef- ur engan áhuga á að framlengja EES-samn- inginn enda fellur hann orðið illa að stofnanaramma ESB og breyttum aðstæðum í álfunni. Evrópuþinginu. í fjórða lagi að ná fram breytingum á bókun níu við EES-samninginn sem kveður á um tolla á fiskafurðum til að mæta lak- ari markaðsaðgangi að mörkuðum í Austur-Evrópu eftir stækkun. í stuttu máli var kröfum íslands alfarið hafnað af hálfu Evrópusam- bandsins en bæði Layola de UTANRÍKISRÁÐHERRA: Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur lagt ofuráherslu á að EES-samningurinn verði uppfærður samhliða fyrirhugaðri stækkun ESB. Allfjölmennt Frjálslyndir hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um rekstur Ríkisútvarpsins þar sem ýmsar tillögur eru gerðar um endurbætur á rekstri þeirrar Q stofnunar. Er þetta í fjórða skipti sem þessi þingsályktunartillaga _■ er flutt óbreytt. Ritari þessa korns ö hefur ekki kynnt sér efni hennar C áður en hnaut strax um j-lið, þann er lýtur að skipan útvarps- LO ráðs. Lagt er til að yfir stofnunina *. verði sett „allfjölmennt útvarps- ráð, eins konar „akademía", e.t.v. 15 manna, sem valdir væru af samtökum og stofnunum í sam- félaginu: úr menningar- og lista- heiminum, af fræðslustofnunum, úrvísinda-og rannsóknargeiran- um, af landsbyggðinni, frá al- mannasamtökum launþega og e.t.v. fleiri aðilum." Ófáum finnst útvarpsráð vera leifar úr forn- Bækistöðvar RÚV við Efstaleiti. eskju og flokkspólitísk afskipti þess hin verstu. Því þarf ekki að undra að einhverjum þykí að far- ið sé úr öskunni (eldinn að hafa það „allfjölmennt" og skipað eins og tillagan gerir ráð fyrir. Hættulegir skátar Dagbók lögreglunnar er oft dapurleg lesning en þar getur stundum að líta skondnar setn- ingar um spaugileg tilvik. í dag- bók helgarinnar má lesa eftirfar-. andi: „Tæpum klukkutíma seinna var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir við skátaheimilið í Hraunbæ. Við athugun kom í Ijós að þar var alþjóðlegt skákmót í gangi." Með appelsínu að vopni Og síðar má lesa um mikið reiðikast vegfaranda: „Síðdegis á föstudag sá lögregla til manns sem var mjög æstur, öskraði að ökumanni bifreiðar sem þar var, barði á rúður hennar, sparkaði í bílhurðina og hrækti á rúðuna. Að lokum fór hann í bíl sinn, náði í appelsínu og henti henni í bíl- rúðu fyrrnefndu bifreiðarinnar. Þegar grennslast var fyrir um háttalag mannsins kom í Ijós að reiði hans var tilkomin vegna ógætilegs akstur ökumannsins."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.