Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2003, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2003, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 DVSPORT 31 Kobe-málið fyrir dómstóla KÖRFUBOLTI: Stórstjarna Los Angeles Lakers, Kobe Bryant, er á leið í löng og erfið réttarhöld. Það ákvað dómari í Colorado- fylki í gær en Bryant er ákærður fyrir að hafa nauðgað 19 ára stúlku. Bryant hefur játað að hafa haft kynmök við stúlkuna en segir að það hafi verið með samþykki beggja aðila. Sak- sóknarar lögðu fram gögn í bráðabirgðaréttarhöldunum þar sem fram kemur að stúlkan hafi verið marin á kjálkanum og þar að auki hafi blóð hennar verið á bol Bryants. Það telur saksóknari vera merki um átök og á það sættist dómarinn og því verður gripið til réttarhalda. Kobe á yfir höfði sér lifstíðar- fangelsi verði hann fundinn sekur. f VONDUM MALUM: Kobe var ekki hress í gær. Solano stunginn af? KNATTSPYRNA: Sögusagnir frá Bretlandseyjum í gær herma að Perúmaðurinn Nol- berto Solano sé stunginn af og ætli sér ekki að leika aftur með Newcastle. Solano var ekki í leikmannahópi Newcastle um helgina og hann svaraði með því að keyra burt frá vellinum og sá því ekki félaga sína sigra Boro. Solano hefur ítrekað lent upp á kant við Bobby Robson, stjóra Newcastle, þegar hann hefur frekar valið að leika fyrir Perú en Newcastle. Ef satt reynist að hann hafi látið sig hverfa fær hann örugglega háa sekt frá félaginu og ekki þarf að koma á óvart ef Newcastle ákveður að rifta samningi sínum við Perúbú- ann skapbráða. Gunni semur KNATTSPYRNA: Gunnar Ein- arsson hefur skrifað undir nýj- an þriggja ára samning við (s- landsmeistara KR. Þeir hafa jafnframt boðið Sigurvini Ólafssyni nýjan samning og þar að auki eru þeir á höttun- um eftir Ágústi Gylfasyni og hafa þeireinnig boðið honum samning. Þetta kom fram í Olíssporti á Sýn í gær. ÁFRAM Á SKAGANUM: Hjálmur Dór Hjálmsson verður áfram á Skaganum næsta sumar eins og væntanlega flestir félaga hans. DV-mynd ÞÖK Að smella saman segir Gunnar Sigurðsson um leikmannamál ÍA Bikarmeistarar ÍA ætla sér stóra hluti á næstu leiktíð í knattspyrn- unni og forráðamenn félagsins hafa ekki setið auðum höndum undanfarið heldur samið um áframhaldandi samninga við hvern leikmanninn á fætur öðrum. Þegar þeirri vinnu er Iokið munu þeir líta í kringum sig eftir frekari liðsstyrk en þar er helsta forgangsmál að fá sterkan framherja. „Gunnlaugur Jónsson og Kári Steinn Reynisson skrifuðu undir nýja samninga um helgina og svo erum við að vonast til þess að ganga frá samningum við aðra leik- menn sem eru með lausa samninga á næstu dögum. Þetta er allt að smella saman," sagði Gunnar Sig- urðsson, formaður rekstrarfélags ÍA, í samtali við DV Sport í gær. „Eg geri fastlega ráð fyrir því að við klárum samning við Hjálm Dór Hjálmsson á næstu dögum en það eru aðeins smáatriði eftir þar. Svo er ég einnig bjartsýnn á að við ná- um samningum við Grétar Rafn „Við fengum fyrirspurn frá Tranmere um það hvort við hefðum áhuga á því að selja Julian. Ég er að hugsa málið." Steinsson og Baldur Aðalsteinsson en það verður rætt við þá á næstu vikum," sagði Gunnar og bætti við að einnig hefði verið framlengdur samningur við unga og efnilega leikmenn á borð við Helga Pétur Magnússon. Julian til Tranmere? Enska félagið Tranmere Rovers hefur lýst yfir áhuga á því að fá fær- eyska landsliðsmanninn Julian Johnson í sínar raðir og Gunnar segir ekkert ákveðið í þeim efnum enn sem komið er. „Við fengum íyrirspurn frá Tran- mere um það hvort við hefðum áhuga á því að selja Julian. Ég er að hugsa málið og hef ekki gefið þeim svar enn þá. Þeir eru ekki að spá í að fá Julian til reynslu heldur vilja þeir semja beint við hann og það ætti að skýrast fljótlega hvort eitt- hvað verður af þessu. Þeir verða þó að greiða fyrir hann þar sem hann er samningsbundinn okkur til 2005.“ henry@dv.is Hetjan Hemmi Árangursríkt þing' Björn Jónsson endurkjörinn formaður UMFÍ skoraði sigurmarkið gegn Blackburn Hermann Hreiðarsson skoraði eina mark leiksins þegar Charlton sigraði Blackburn með einu marki gegn engu. Þetta var þriðji sigur Charlton í röð en aftur á móti fjórða tap Black- burn á heimavelli. Mark Her- manns var mjög glæsilegt - fastur skalli eftir hornspyrnu Paolos Di Canios. Hermann spilaði frábærlega í leiknum og var klárlega maður leiksins. Afrek hans í leiknum er ekki síður glæsilegt fyrir þær sakir að Hermann var veikur og það lá ekki ljóst fyrir fyrr en tveim tímum fyrir leik að Hermann myndi spila. „Hermann vaknaði í morgun og leið það illa að hann gat ekki æft með okkur," sagði Allan Curbish- ley, framkvæmdastjóri Charlton, eftir leikinn. „En hann fór á fætur um hádegið, sagði að sér liði betur og sagðist vera klár f að spila klukk- an 5. Markið var líka magnað þar sem við vorum búnir að æfa þetta alla vikuna án þess að Di Canio næði boltanum í loftið. Hann gerði það á réttum tíma.“ henry@dv.is ÚRVALSDEILD ENGLAND M Arsenal 9 7 2 0 18-7 23 Man. Utd 9 7 1 1 17-3 22 Chelsea 9 6 2 1 19-9 20 Birmingh. 9 4 4 1 8-5 16 Man. City 9 4 3 2 20-11 15 Fulham 8 4 3 1 15-9 15 Charlton 9 4 2 3 13-12 14 S'hampton9 3 4 2 14-9 13 Portsm. 9 3 3 3 11-9 12 Liverpool 9 3 2 4 12-10 11 Tottenham9 3 2 4 10-13 11 Newcastle 8 2 3 3 9-10 9 Everton 9 2 3 4 12-14 9 Aston V. 9 2 3 4 8-12 9 Blackburn 9 2 2 5 15-17 8 Bolton 9 1 5 3 8-18 8 Leeds 9 2 2 5 8-18 8 M'boro 9 2 1 6 7-15 7 Wolves 9 1 3 5 3-18 6 Leicester 9 1 2 6 11-17 5 HETJURNAR: Hermann Hreiðarsson og Paolo Di Canio fagna hér marki Hermanns í gær sem Di Canio lagði upp. Reuters 43. sambandsþing UMFÍ var haldið á Sauðárkróki um síð- ustu helgi. Björn Jónsson var endurkjörinn formaður en helsta athygli vakti á þinginu að ákveðið var að opna fyrir íþróttabandalög til þess að taka þátt í landsmótunum og jafnframt var samþykkt að veita þeim inngöngu í UMFÍ á næsta ári ef þeim tekst að upp- fylla ákveðin skilyrði. „Þetta er ansi stór ákvörðun enda hafa eingöngu ungmenna- og héraðssambönd tekið þátt í Landsmótum UMFÍ þau tæpu 100 ár sem það hefur verið til,“ sagði Sæmundur Runólfsson, fram- kvæmdastjóri UMFÍ, í samtali við DV Sport í gær. „Á landsmótunum á næsta ári verða Iþróttabandalag Reykjavíkur og Hafnarfjarðar því með lið. Til þess að fá síðan inn- göngu í UMFI þá verða þau upp- fylla ákveðin skilyrði eins og að breyta nafni sínu þannig að annað hvort héraðs- eða ungmennasam- band verði í því." Þetta var nokkuð mikið átaka- þing enda voru ekki allir á eitt sátt- ir um það hvort hleypa ætti íþróttabandalögunum inn og svo rifust menn nokkuð um það hvernig skipta ætti þeim tekjum sem skapast af lottóinu. Niður- staða málsins var sú að stjórn UMFI var falið að ræða við stjórn ÍSÍ um það hvernig best væri að skipta ágóðanum og einnig hversu mikið af ágóðanum eigi að renna til sambandsaðila UMFÍ. Stjórn UMFI hefur frest til 1. september 2004 til þess að ljúka málinu. Björn Jónsson var síðan endur- kjörinn formaður UMFÍ en for- maður UMSK, Valdimar Leó Frið- riksson, dró formannsframboð sitt til baka á elleftu stundu. Reyndar gerði Valdimar Leó enga frægðarför í Skagafjörðinn því að hann sóttist eftir kjöri í aðalstjórn ungmennafélagsins en var ekki kosinn. Þá sóttist hann eftir því að komast í varastjórn en þar komst Reyndar gerði Valdi- mar Leó enga frægðar- för í Skagafjörðinn því hann komst hvorki í aðalstjórn né vara- stjórn. hann ekki heldur inn. Þetta vakti talsverða athygli enda er Valdimar formaður stærsta sambandsaðila UMFÍ og var talið að hann hefði nokkurt fylgi á bak við sig sem síð- an reyndist ekki raunin. Að lokum var ákveðið að ung- lingalandsrrtót verði á hverju ári í framtíðinni og alltaf um verslun- armannahelgina. Fastlega er búist við því að næsta mót verði haldið á Sauðárkróki. henry@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.