Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2003, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003
SIGURSTRANGLEGUR: Wesley Clark var vikið úr hernum og sækist nú eftir útnefningu demókrata til forsetaframboðs. Atvinnu- og efnahagsmál geta ráðið því hvort Bush nær endurkjöri.
Wesley Clark, fyrrum hershöfðingi, sækist eftir útnefningu demókrata til forsetaframboðs:
Fjárvana en sigurstranglegur
HEIMSUÓS
OddurÓlafsson
oddur@dv.is
Af þeim tíu demókrötum sem
lýst hafa vilja til að fá útnefn-
ingu flokksins til forsetafram-
boðs á næsta ári er Wesley
Clark, fyrrum hershöfðingi, lík-
legastur til að verða valinn til að
keppa við Bush samkvæmt nýj-
ustu skoðanakönnunum. Þessi
fyrrverandi og brottrekni yfir-
hershöfðingi Nató hefur enga
reynslu af stjórnmálaþátttöku
og er fjárvana miðað við aðra
líklega frambjóðendur, hefur
ekki nema 1,5 milljónir dollara
til ráðstöfunar.
Hann nýtur sívaxandi trausts og
svo virðist sem tími sé til kominn
að hershöfðingi setjist að í Hvíta
húsinu, enda tímar viðsjárverðir og
stríð háð á heimaslóð og í fjarlæg-
um heimshornum. Wesley Clark
hefúr ávallt verið hermaður. Hann
útskrifaðist frá West Point með hárri
einkunn, barðist í Víetnam og særð-
ist fjórum sinnum. Hann varð yfir-
hershöfðingi Nató og lauk frama
hans þegar honum sinnaðist við yfir-
stjómendur í Pentagon vegna
ágreinings um hemaðinn í Kosovo.
Hann er hermannlega vaxinn og útlit
hans og framkoma vekur traust eins
og greinilega sést á þeim viðtökum
sem fram koma í skoðanakönnun-
um. Að mörgu leyti er Wesley Clark
algjör andstæða Bush forseta sem
hann á ef til vill eftir að etja kappi við
í forsetakosningum á næsta ári. Bush
losnaði undan því að vera sendur tíi
Víetnam á válegum tímum og er ekk-
ert leyndarmál að það var fyrir tíl-
stuðlan gamla Bush föður hans. Á
þetta var illilega minnt þegar forset-
inn, sem aldrei hefúr nálægt vígveUi
komið, var klæddur í hermannabún-
ing og flogið með hann um borð í
flugvélamóðurskip tU að lýsa yfir
sigri í stríðinu við frak.
Clark er 58 ára að aldri. Hann fædd-
ist í Littíe Rock í Arkansas eins og BiU
Clinton. Faðir hans lést þegar hann
var fjögurra ára en strákur spjaraði
sig og með gáfum og viljastyrk var
framabrautín greið og er nú sjálft
Hvíta húsið komið f sjónmál. En fyrst
þarf að ná útnefningu flokksins og
þar eru margir um hituna.
Góð reynsla
af hersnöfðingjum
Nokkrir hershöfðingjar hafa gegnt
forsetaembættí í Bandaríkjunum.
Þar ber hæst sjálfan Washington sem
stendur næst aimættinu í banda-
rískri sögu. Síðasti hershöfðinginn
sem kjörinn var tíl forseta var Eisen-
hower sem sat í Hvíta húsinu tvö
kjörtímabil þegar kalda stríðið stóð
hvað hæst og var vel látinn. Því er
engin goðgá að kjósa hershöfðingja
tU að leiða þjóðina þegar ófriðarblik-
ur eru á lofti, þótt misjöfn reynsla sé
af slíkum leiðtogum í öðrum ri'kjum
á öUum tímum, ekki síst í nútíman-
um, eins og dæmin sanna.
Styrkur Clarks byggist meðai ann-
ars á því að því er treyst að hann sé
vel að sér í utanríkismálum og vití
sitthvað um hernað. Bandarískir
kjósendur eru orðnir iUilega varir við
að umheimurinn skiptir máli og að
utanaðkomandi hætta vofir yfir og
hótanir um árásir á sjálf Bandaríkin
eru ógnvekjandi. Hætta stafar frá
Norður-Kóreu, Pakistan og Mið-
Austurlöndum þar sem bandarískir
hermenn láta lífíð nær daglega.
Styrkur Clarks byggist
meðal annars á því að
því er treyst að hann sé
vel að sér í utanríkis-
málum og viti sitthvað
um hernað. Bandarískir
kjósendur eru orðnir
illilega varir við að um-
heimurinn skiptir máli
og að utanaðkomandi
hætta vofir yfir og hót-
anir um árásir á sjálf
Bandaríkin eru ógn-
vekjandi.
Vitað var að Bush var illa að sér í
utanríkismálum þegar hann var kos-
inn forseti, Clinton var aigjör græn-
ingi þegar heimsmálin voru annars
vegar. Nokkrir frambjóðenda
demókrata lögðu blessun sína yfir
innrásina í frak og gjalda þess nú. Sá
frambjóðandi sem þótti sigurstrang-
legur sem forsetaefni flokksins er
Howard Dean, fyrrum rfldsstjóri f
Vermont. Hann er sama marki
Wesley Clark.
brenndur og aðrir vinsælir stjóm-
máiamenn í Bandaríkjunum að vera
fákunnandi um stjómmál utan
heimalandsins og hefur aldrei talið
þau skipta verulegu máli.
Nú gera nokkrir fréttaskýrendur
því skóna að Dean verði sigurstrang-
legur í baráttunni um forsetaemb-
ættið ef honum tekst að fá Clark með
sér sem varaforsetaefni. En eins og
nú standa sakir sýnst ekki ástæða fyr-
ir fyrrum yfirhershöfðingja að vera
varaskeifa eins né neins. En oft skip-
ast veður skjótt í lofti þegar stóm
flokksþingin, sem velja forsetafram-
bjóðendur, nálgast. Á það ekki síst
við um demókrata sem velja stund-
um óvænt en sigurstrangleg forseta-
efni á síðustu stundu. Þar má nefna
bæði Carter og Clinton.
Hinir herskáu
Á sínum tí'ma sóttíst MacArthur
hershöfðingi eftir forsetaembættínu
og þá sem repúblikani. Það var eftir
að Tmman rak hann sem yfirmann
herja í Asíu og fór hann fyrir liði SÞ í
Kóreustríðinu. Hann var einráður og
var rekinn úr hernum fyrir að leggja
til að kjarnorkuvopnum yrði beitt
gegn flóðbylgju kínverskra hersveita
sem komu Norður-Kóreumönnum
til hjálpar. Eisenhower var aftur á
móti sigursæll hershöfðingi sem
stjómaði herjum bandamanna í Evr-
ópu.
Forsetaefnið Wesley Clark er óhjá-
kvæmilega borinn saman við þessa
kollega sína og óneitanlega líkist
hann fremur hinum bardagaglaða
MacArthur en Eisenhower sem lék
golf þegar herir hans möluðu þýsku
hemaðarmaskínuna í góðri sam-
vinnu við Rauða herinn.
Clark llkist miklu fremur MacArth-
ur og brotthvarf hans úr hernum er
af svipuðum toga. Þegar Natóherir
réðust inn í Kosovohérað skaut rúss-
nesk herdeild þeim ref fyrir rass og
gerði skyndisókn og náði flugvellin-
um í Pristina á sitt vald. Þar em ís-
lenskir flugumferðastjórar nú
æðstráðandi. Sem yfirhershöfðingi
Nató fyrirskipaði Clark að Rússamir
yrðu þegar í stað reknir á brott með
hervaldi. En breski hershöfðinginn
Jackson neitaði að hlýða og hafði á
orði að hann ætlaði ekki að hefja
þriðju heimsstyrjöldina fýrir Wesley
Clark. Deilan var síðan leyst með
samningum en yfirmaður banda-
ríska herráðsins vék Clark frá störf-
um. Síðan hafa fyrmrn samstarfs-
menn hans í hernum varast að rækta
neins konar kunningsskap við hann.
Erfiður róður
Þegar Clark er spurður hvers
vegna hann valdi Demókrataflokinn
sem sinn vettvang, svarar hann að
sem hermaður hafi hann þjónað for-
setum úr báðum flokkunum af trú-
mennsku. En eftir að hann hættí í
hernum og fór að líta á ástand ætt-
jarðarinnar og hvert stefndi gætí
hann ekki látið eins og alit væri í
góðu lagi. Hann vilji leggja sitt af
mörkum til að bæta úr og honum
fyndist eðlilegt að styðja Demókrata-
flokkinn, enda kæmi annað ekki tíl
greina.
Atvinnuástandið í Bandaríkjunum
getur ráðið úrslitum um framtíð
Bush í forsetaembætti. Ef atvinnu-
leysið eykst á næstu mánuðum og
skuldabyrði ríkisins verður illviðráð-
anleg með tilheyrandi samdrættí er
ekkert lfldegra en núverandi forsetí
getí pakkað saman og flutt til Texas.
En honum verður ekki einum kennt
um því ótrú á stjómmálamönnum
yfirleitt magnast þegar á mótí blæs
innanlands sem utan.
I því andrúmslofti verður ómetan-
legt fyrir demókrata að geta boðið
fram forsetaefni sem aldrei hefur
komið nærri stjórnmálum en er vel
þekkt fyrir önnur störf. Haft er fyrir
satt að Dean hafi þegar boðið Clark
af vera varaforsetaefni sitt ef hann
hlýtur úmefningu á flokksþinginu.
Mörgum málsmetandi demókrömm
h'st vel á það tvíeyki og telur það sig-
urstranglegt á mótí þeim Bush og
Cheney en sól hins síðamefhda hef-
ur bliknað mjög á síðustu missemm
þegar ljóst er að hann hefur mis-
reiknað sig illilega varðandi herskáa
ráðgjöf í utanrfldsmálum. Er Bush
sagður íhuga að velja sér annað að-
stoðarforsetaefni fyrir næsm kosn-
ingar.
Leitað út fyrir hópinn
Eins og fram hefur komið er Clark
fjárvana miðað við það sem kosn-
ingabarátta í Bandaríkjunum krefst.
En Dean er aftur á mótí vel efnaður
og kona hans forrík. Hún er að vísu
repúblikani aftur í ættír en það sakar
varla og má benda á hliðstæðuna í
nýafstöðnum kosningum í Kalifom-
íu þar sem eiginkona Schwartzen-
eggers rfldsstjóra er dótturdóttir Jós-
eps gamla Kennedys og Rose og em
því Kennedybræðumir valdamikiu
móðurbræður hennar. En hún
smddi repúblikanann mann sinn
dyggilega í kosningunum.
Clark er 58 ára að aldri.
Hann fæddist í Little
Rock í Arkansas eins og
Bill Clinton. Faðir hans
lést þegar hann var
fjögurra ára en strákur
spjaraði sig og með
gáfum og viljastyrk var
framabrautin greið og
er nú sjálft Hvíta húsið
komið í sjónmál.
En verði atgangur þeirra sem
sækjast eftír útnefningu Demókrata-
flokksins harður og mjótt á munun-
um, því margir frambjóðenda em vel
þekktír og málsmetandi stjómmála-
menn, getur svo farið að ráðlegt
verði að leita út fyrir hóp þeirra karla
sem harðast sækja. Þá þarf að finna
einhvern sem getíð hefur sér gott orð
og gera framboðið heyrinkunnugt
rétt fyrir flokksþingið og freista þess
að bylgjan fleyti ffambjóðandanum
fram fyrir alfa aðra meðal
flokksjálkanna og helst alla leið inn í
Hvíta húsið. Sá frambjóðandi hlýtur
að vera Hillary Clinton sem hvorki
játar né neitar að hún sækist eftír for-
setaembættínu.
(Meðal heimilda eru
Berlingske Tidende og The Guardian)