Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2003, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBERÍ2003 SKOÐUN 13
Vinstrivillur í fjölmiðlum
KJALLARl
-• Árni Bergmann
ÍL rithöfundur
Útvarpsstjóri hefur lýst áhyggj-
um af vinstrivillum undirmanna
sinna og áhuga á því að vega
þær upp með hægrivillum, að
því er manni skilst.
Það tal skyggir á aðra skiptingu í
heimi fjölmiðla sem skiptir í raun-
inni meira máli og má í bili kenna
við þann mun sem er á þægilegum
fjölmiðlamönnum og óþægilegum.
Dæmdir til andófs
Þessum tveim hópum ber vissu-
lega að skipta í undirflokka sem all-
ir hafa verið til lengi. „Þægilegir"
geta menn verið bæði í neikvæðri
og jákvæðri merkingu. Þar í hópum
má finna annarsvegar þá fjölmiðla-
menn sem leggja sig jafnan fram
um að haga seglum eftir vindi úr
valdsins húsum þegar þeir þurfa að
koma nálægt átakapunktum í sam-
tíð sinni - og svo þá menn sem
halda uppi ýmislegri nauðsynlegri
dægradvöl og fróðleik sem fáum
dettur í hug að ergja sig út af á póli-
tískum vettvangi.
Hinir óþægilegu eru svo helst
þeir sem setja metnað í það að
skoða samtímann með gagnrýnu
hugarfari og hljóta því einatt að
bera fram spurningar sem ónota-
legar verða ráðherrum og öðrum
áhrifamönnum og setja einnig hluti
í samhengi með það sjálfstæðum
hætti að vel geti þeir ögrað um leið
bæði þeim sem með völd fara og
svo hinu seigfljótandi almennings-
áliti hvers tíma.
Nú er, eins og stundum fyrr, sett
jafnaðarmerki á milli vinstri-
mennsku og „óþægilegrar" blaða-
mennsku, en það gengur vissulega
ekki upp.
Hitt er nær sönnu að óþægir fjöl-
miðlamenn eru með nokkrum
hætti dæmdir til andófs gegn valds-
mönnum og þeim straumum sem
sterkastir eru á hverjum tíma. Sú
spenna leiðir með eðlilegum hætti
af því að það er mikil nauðsyn bæði
pólitísku valdi og forstjóraveldi að
geta ráðið sem mestu um um það
hvaða upplýsingar berast til al-
mennings og hvaða ljósi er á þær
varpað - og hvað er þagað í hel.
Þetta þýðir m.a. að þegar hægri-
stjörn situr í meira en áratug á ís-
landi fer ekki hjá því að gagnrýnin
blaðamennska fái einhverskonar
vinstrisvip. - Og ef stjórnarand-
staðan núverandi tæki við og ríkti
lengi mundi vafalaust skipta um og
Á FRÉTTASTOFU RÚV: „Nú er, eins og stundum fyrr, sett jafnaðarmerki á milli vinstri-
mennsku og „óþaegilegrar" blaðamennsku, en það gengur vissulega ekki upp."
hægrimenn í pólitík geta talið sér
fleira til tekna í hinni „óþægilegu"
blaðamennsku en þeir nú gera.
Skrýtnir förunautar
Þar fyrir utan eru mörg stór
deilumál þannig vaxin að þau
ganga þvert á pólitíska flokka. Tök-
um dæmi af átökum um stórvirkj-
anir á hálendinu. Til er öflug
hægrisinnuð hagvaxtarhyggja sem
heimtar virkjanir og til eru félags-
hyggjumenn, sem svo heita, sem
samþykkja virkjanir af því þeir
halda að með jteim skapist störf
handa verkafólki. Vinstrimenn eru
margir andvígir virkjunum af því
þeir vilja önnur gildi en þau sem
auðvaldið heldur fram en við hlið
þeirra getum við fundið trúaða
náttúruunnendur eða íhaldssama
eða þá markaðshyggjumenn sem
reikna arðsemisdæmi virkjana
öðruvísi en Landsvirkjun - sem og
bisnessmenn úr ferðamannaþjón-
ustu. Þar fyrir utan höfum við alla
þá meðaljóna sem klóra sér í höfði
meðan þeir bíða eftir þeim krafta-
verkamönnum sem geri bæði að
halda og sleppa: virkja stórt og
vernda náttúruna um leið!
Allt þetta endurspeglast að sjálf-
sögðu í túlkun fjölmiðlamanna - en
það getur svo verið freistandi taktík
fyrir þá ríkisstjórn sem fyrir virkj-
unum stendur að afskrifa alla and-
stöðu á einu bretti sem öfgafulla
vinstrirómantík.
Eiturlyf eru annáð stórmál sem
fer í gegnum undarlega pólitíska
þróun: fyrir svo sem 30 árum var
dópneysla á næsta bæ við uppreisn
ungra róttæklinga gegn „kerfinu",
nú á seinni árum má helst finna
málsvara dópsins meðal Heimdell-
inga sem heimta í nafni markaðs-
frelsis að hver og einn fái að kaupa
sér þá líðan sem hann helst sækist
eftir. - Svo mætti lengi telja.
Fyrir svo sem 30 árum
var dópneysla á næsta
bæ við uppreisn ungra
róttæklinga gegn „kerf-
inu", nú á seinni árum
má helst finna
málsvara dópsins
meðal Heimdellinga.
En vegna þess að það er útvarps-
þátturinn Spegillinn sem varð til-
efni þeirrar hrinu sem nú dynur yflr
er ekki úr vegi að minna á gamla
rússneska alþýðuvisku sem hljóm-
ar svo: Það stoðar lítt að skamma
spegilinn þótt þú sjáir í honum
ófrýnilegt fés.
EES-samninqnum
Palacio, varaforseti Framkvæmda-
stjórnar ESB, og Chris Patten, ut-
anríkismálastjóri ESB, lýstu því yfir
fyrir nálega tveimur árum að efnis-
leg uppfærsla á EES-samningnum
kæmi ekki til greina af hálfu Fram-
Og þar sem EES-ríkin
þrjú eru ekki aðilar að
sambandinu verður
sífellt erfiðara að fá
starfsmenn Fram-
kvæmdastjórnar
Evrópusambandsins
til að taka tillit til
sérhagsmuna þeirra
þegar þeir eru upp-
teknir við viðkvæmar
málamiðlanir
milli tuttugu og fimm
aðildarríkja.
kvæmdastjómar ESB. En hugsan-
legt verði að huga að smávægileg-
um tæknilegum aðlögunum eftir
að stækkunin hefur gengið í garð.
Evrópusambandið gerði hins vegar
þá kröfu á hendur EES-ríkjunum
að þau myndu stórauka fjárfram-
lög sín til þróunarsjóða ESB vegna
kostnaðar við stækkunina. Eins og
menn muna varð niðurstaðan sú
að íslendingar fimmfalda framlag
sitt en fá um leið nokkuð betri
markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir
eftir stækkun.
Gjáin breikkar
Niðurstaða samninganna sýnir,
svo ekki verður um villst, að Evr-
ópusambandið hefur engan áhuga
á að framlengja EES-samninginn
enda fellur hann orðið illa að
stofnanaramma ESB og breyttum
aðstæðum í álfunni. Við stækkun
Evrópusambandsins færist þunga-
miðja ESB lengra til austur sem
kallar á ný og flókin viðfangsefni
sem þarf að leysa á vettvangi ESB.
Og þar sem EES-ríkin þrjú eru ekki
aðilar að sambandinu verður sífellt
erfiðara að fá starfsmenn Fram-
kvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins til að taka tillit til sér-
hagsmuna þeirra þegar þeir eru
uppteknir við viðkvæmar mála-
miðlanir milli tuttugu og fimm að-
ildarríkja.
Ef stjórnarskrárdrög Evrópu-
sambandsins, sem nú eru til um-
fjöllunar á ríkjaráðstefnu sam-
bandsins, verða samþykkt mun
gjáin milli EES og ESB enn breikka
þar sem gert er ráð fyrir að völd
Ráðherraráðsins og Evrópuþings-
ins muni halda áfram að aukast á
kostnað Framkvæmdastjórnarinn-
ar sem mun eiga fullt í fangi með
að halda sínum eigin sjónarmiðum
á lofti, hvað þá að hún geti leyft sér
viðlíka lúxus og að berjast fyrir
hagsmunum fslands, Noregs og
Liecthenstein innan stofnana ESB.
fB
E
E
D
Engirspámenn
„Ég átti ásamt
þremuröðrum
lögfræðingum
sæti í starfshópn-
um sem rfkis-
stjórnin skipaði
til að greina
dóminn frá des-
ember 2000 og Gunnlaugsson.
fjalla um viðbrögð við honum.
Við starf okkar notuðum við ein-
faldlega viðteknar aðferðir í lög-
fræði, skoðuðum fræðikenningar,
leituðum að fordæmum og beitt-
um almennri skynsemi. Ekki er
með nokkurri sanngirni hægt að
ætlast til að við gætum séð þessa
óvæntu niðurstöðu Hæstaréttar
um bráðabirgða-ákvæðið fyrir.Til
þess hefðum við þurft að búa yfir
spádómsgáfu fremur en þekk-
ingu í lögfræði."
Jón Steinar Gunniaugsson
iagaprófessor við HR, vegnaum-
ræðna um nýgenginn dóm Hæsta-
réttarum bætur tii öryrkja.
Arabafælni
„Og nú tala Vesturlandabúar
um arabaheiminn sem heim sem
þurfi að kynnast siðmenningu -
eins og þeir hafi ekki hugmynd
um þann grundvöll sem arabísk
menning er fyrir alla vestræna
menningu og telji Ali Baba og
ræningjana 40 eina framlag
araba til siðmenningar heimsins.
Og um leið líta þeir framhjá því
að margt af því sem hefur farið
úrskeiðis í arabaheiminum und-
Katrfn
Jakobsdóttir.
anfarnartvær
aldir má beinlín-
is rekja til
heimsvalda-
stefnu Vestur-
veldanna sem
enn virðist lifa
góðu lífi með
hjálp arabafælni
og annarra
órökstuddra til-
finnlnga."
Katrín Jakobsdóttir á Múrinn.is
Framarar líka
„En það er hvorki mitt né ann-
arra að leggja mælikvarða á
skoðanir fólks þegar valið er til
starfa á fjölmiðli. Við eigum að
gera kröfur til fagmennsku og
heiðarlegra vinnubragða. Auðvit-
að er til sllkt fólk í öllum stjórn-
málaflokum. Á stórum fjölmiðli
þarf að vera fjölbreytni í skoð-
anaflórunni. Þegar ég hugsa
málið til botns þá er niðurstaðan
að sjálfsögðu sú að auðvitað
þurfi fram-
sóknarmenn
líka að fá að
vera með: Lifi
skoðanafrels-
ið!"
Ögmundur
Jónasson á vef
sínum, Ög-
mundur.is. um
gagnrýni á rik-
isútvarpið og ummæii framsókn-
armannaþar um.
ögmundur
Jónasson.