Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2003, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2003, Qupperneq 14
14 MENNING ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 Menning Leikhús ■ Bókmenntir ■ Myndlist ■ Tónlist ■ Dans Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Netfang: silja@dv.is Sfmi: 550 5807 Prinsessan í hörpunni til Finnlands LEIKLIST: Á morgun hefstal- þjóðlega brúðuleikhúshátíðin Barents í Oulu í Finnlandi og stendurtil 27. okt. Fjöldamörg brúðuleikhús taka þátt í hátíð- inni frá Svíþjóð, Noregi, Rúss- landi, Ameríku og víðar að. Héðan er Leikbrúðulandi boðið með Prinsessuna í hörpunni og fleiri frægar persónur af kon- ungakyni - eins og t.d. Sigurð fáfnisbana, Brynhildi Buðla- dóttur, Buðla konung, Ragnar loðbrók, Áslaugu sjálfa og Heimi gamla fóstra hennar. Með þau fara Helga Steffen- sen, Margrét Kolka, Sigrún Erla Sigurðardóttirog Björn Krist- jánsson. Leikstjóri sýningarinn- ar er Þórhallur Sigurðsson og hönnuður brúða og tjalda er Petr Matasek. Fjölbreytt flóra af brúðum tekur þátt í sýning- unni: strengjabrúður, hanska- brúður, brúður sem leikarinn klæðist, marotten-brúður o.fl. Tjöld eru eins konar hringekja og allt gerist í henni. Sýningin var frumsýnd á Listahátíð 2000 og Reykjavík menningarborg Evrópu 2000 og hlaut frábæra dóma bæði gagnrýnenda og áhorfenda. Skortur á þríræðni LEIKLISTARGAGN RÝNI Silja Aða Istei nsdótti r Það er snjöll hugmynd hjá Dansleikhúsi með ekka að setja Hættuleg kynni upp í ramma samkvæmisdansa. Þetta óhugnan- lega verk fjallar einmitt um léttúðuga sam- kvæmisleiki iðjulausrar og siðlausrar yfir- stéttar þar sem spilað er með dyggðir og hreinleika í stað peninga. Búningar taka mið af þessum ramma og eru vel heppnaðir, og raunar hefði alveg mátt útfæra verkið meira í dansi. Texta sýningarinnar vann leikhópurinn upp úr sjálfum bréfunum í 18. aldar skáld- verki Frakkans de Laclos og lofuðu lýsingar á þeirri handritsvinnu í viðtölum fyrir helgi býsna góðu. Reyndin er þó sú að textinn er ósköp óskáldlegur og ber uppruna sínum ekki spennandi vitni. Eins og margir munu kannast við - úr upp- setningu á þessu verki í Þjóðleikhúsinu og kvikmyndum sem á því byggjast - segir hér af Valmont vísigreifa (Jón Páll Eyjólfsson) og Merteuil greifafrú CVala Þórsdóttir) sem einu sinni voru elskendur en hafa nú öðrum hnöppum að hneppa. Yfirstandandi verkefni Valmonts er að leggja hina dyggðum prýddu og trúuðu frú Tourvel (Kristjana Skúladóttir) en Merteuil vill að hann taki að sér það smá- verkefni fyrir hana að spilla meydómi Cecile (Kolbrún Anna Björnsdóttir) sem er aðeins fimmtán ára. Merteuil á harma að hefna á til- vonandi eiginmanni stúlkunnar og vill ekki að hann fái að verða fyrstur til að njóta ásta með Cecile. Valmont tekur Cecile sem auka- númer en leggur sem fyrr höfuðáherslu á að draga Tourvel á tálar, Merteuil til sárrar gremju. Hún skynjar nefnilega að Valmont er ekki eins tilfmningalaus gagnvart Tourvel og hann vill vera láta. Og það er einmitt það sem ekki má: Verða í raun og vem ástfanginn. Þá er ekkert gaman lengur. Og það er einmitt það sem ekki má: Verða í raun og veru ástfanginn. Þá er ekk- ert gaman lengur. Þetta er margslungið verk sem hefur vafist fyrir þjálfaðra fólki að skila svo vel fari. Verk- ið er ekki aðeins tvöfalt (maður segir eitt og meinar annað) heldur iðulega þrefalt (maður segir eitt, heldur sig meina annað en meinar kannski endanlega það sem hann segir, og þó ...). Þessari margfeldni náði Vala Þórsdóttir ein í sýningunni. Maður hreifst með Cecile af virðuleik Merteuil og hlýju um leið og maður skynjaði fláttskapinn sem fékk svo að blómstra í samtölum við Valmont. Því miður er tvíræðni ekki sterk hlið hjá Jóni Páli, hann minnti meira á heldur ráðalausan flagara á bömnum í Reykjavík en mann sem keppir SÁ Á KVÖLINA...: Frú Tourvel (Kristjana Skúladóttir) á valdi eigin vafa. HVER ELSKAR HVERN? Jón Páll og Vala í hlutverkum Valmonts vfsigreifa og frú Merteuil. við guð sjálfan. Röddin er tilbreytingarlaus, fasið kæmleysislegt og látæðið of einhæft, til dæmis er handaútsláttur alveg marklaus þeg- ar hann er ofnotaður. Kristjana var sannfær- andi Tourvel á köflum en líka stundum við- vaningsleg. Kolbrún Anna var nokkuð litlaus Cecile og ekki hjálpaði til í meginglímu þeirra Valmonts að hún skyldi háð uppi á annarri hæð. Þar hefði nálægð virkað sterkar og hjálpað Kolbrúnu. Agnar Jón Egilsson sem lék ástmann Cecile, Danceny, var léttur og fyndinn. Freistandi er að kenna ieikstjórn um átaka- leysi þessarar sýningar. Það beinlínis vantar neistann: töfrandi yfirborðsfágunina og háskalegan kynþokkann, takmarkalitla sið- blinduna og mannfyrirlitninguna en líka undirliggjandi vanlíðan þessa fólks og bæld- ar ástríðurnar. Upp með orkuna! Dansleikhús með ekka sýnir í Borgarleikhúsinu: Hættu- leg kynni, byggt á Les liaisons dangereuses eftir Pierre- Ambroise-Francois Choderlos de Laclos. Hreyfingan Jóhann Freyr Björgvinsson. Búningar: Guðrún Lárus- dóttir. Leikmynd: Hrefna Hallgrímsdóttir og Aino Freyja Járvelá. Tónlist: Ingibjörg Stefánsdóttir og Hallur Ingólfsson. Lýsing: Alfreð Sturla Böðvarsson. Leikstjóri: Aino Freyja Járvelá. Eia er ekki orð - © BÓKMENNTAGAGNRÝNI Sigríður Albertsdóttir 't* S -r EirikurÖm Norðdahl: Nihil Obstat & X1 ' Nýhil 2003 Eiríkur Örn Norðdahl er ungur maður sem gengið hefur á vit skáldagyðjunnar og hefur nú þegar sent frá sér þrjár ljóðabæk- ur. Þá fyrstu, Heilagt strfð - mnnið undan rifjum drykkjumanna, gaf hann út sjálfur en tvær hinar seinni, Heimsendapestir og Nihil Obstat, eru gefnar út af Nýhil. Heimsendapestir kom út á síðasta ári og er henni fylgt úr hlaði af Hauki Má Helgasyni sem í káputexta (formála) lofar lesendum blóðvolgu og organdi kvikindi sem hrista muni ærlega upp í lesendum. Á þessu lof- orði hnykkir höfundur sjálfúr í nokkurs konar inngangi sem ber heitið Forljóð, grunntónn, þema. Þar fjallar hann um ljóðagerð sína og eigin persónu á gáska- fullan hátt, þó þannig að lesandinn veit ekki almennilega hvort höf- undurinn er svona gríðarlegur grínari eða hvort hann meinar hvert orð í fullri alvöm. Eiríkur örn leggur einbeittur af stað, staðráðinn í að skáka gömlu snillingunum og þó honum takist það ekki enn sem komið er veit enginn hvað tíminn leiðir í ljós. Þó ýmsir hnökrar séu á bókum hans má ljóst vera að skáld lúrir í þessum unga manni. í nýjustu bókinni sýnir Eiríkur að hann býr yfir miklum orðaforða sem hann brúk- ar gjarnan til að laða fram nýtt og óvenju- legt gildismat á þekktum staðreyndum og málefnum og mál sitt kryddar hann með ísmeygilegum húmor og sótsvartri íróníu. Hann er óragur við að henda gaman að bæði gengnum og lifandi snillingum og er stundum skemmtilega ósvífmn eins og t.a.m. í ljóðinu Ástir og Ananas en þar segir m.a. (7): Sjálfsíróníu beitir höfundur gjarnan en hún er einmitt ein af sterkari hliðum hans og dregur úr ákveðnum leiðindum sem bresta á lesanda með reglulegu millibili. Þau leiðindi má rekja til ákveðins upp- skafningsháttar sem yfirtekur sum ljóða Ei- ríks og er meira áberandi í nýjustu bókinni en þeim fyrri. Ljóðin eru oft óhóflega orð- mörg og virðast fyrst og síðast snúast um að kynna lesendum orðheppni höfundar en merkingin fer hins vegar fyrir ofan garð og neðan. Víða er vísað í bókmenntir og listir, pólitík og dægurþras en sökum óþarfa skrúðmælgi verður útkoman á stundum bæði flöt og yfirborðskennd. Þau staldra lengur við í huganum styttri ljóð Eiríks þar sem hann tekur fyrir afmörkuð efni sem vekja lesandann til vitundar um sjálfan sig og heiminn svo og feg- urðina og ljótleikann sem þar býr. Þrátt fyrir annmarka yrkir Eiríkur Örn Norðdahl af ríkri skáldagleði og húmor. Honum er mikið niðri fyrir og skrifar af ástríðu svo orðin spýtast undan pennan- um, sum snjöll en öðrum ofaukið. En við orðin má alltaf nostra og hver veit hvað gerist í fyllingu tímans? Eia orti svo skáldiö og þóttist töffþvf eia er ekki orð heldur einhver vitleysa og svo dó hann löngu seinna og skáldin sem á effirhonum komu eyddu áratugum íaö yrkja sig út úr þessu eina eia sem var svo kannski bara ekkert merkilegt til að byrja með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.