Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2003, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2003, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 MENNING 15 Slow Design FYRIRLESTUR: Á morgun kl. 12.30 flytur Carolyn F. Strauss opinn fyrirlestur í Listaháskóla íslands, Skipholti I, stofu 113. Strauss er stofnandi og stjórn- andi „slowLab" sem vinnur að „slow design" hugsunarhætti og starfsemi með samstarfi við hönnuði, listamenn og arki- tekta til að mynda mótvægi við áhrif fjöldaframleiðslunnar á líkama okkar og umhverfi. Orðið „slow" í þessu sambandi merkir ekki hægfara í tíma, heldur vísar það til þess að nálgast hönnun og umhverfi okkar með tilliti til þess sköp- unarferlis sem tengist upp- runanum. Carolyn F. Strauss er arkitekt, en hefur starfað þar sem hönnun, tækni og menn- ingarleg mannfræði mætast. Strindberg BÓKMENNTIR: PP forlag hefur gefið út bókina Góðan dag, barnið mitt, um August Strind- berg, Harriet Bosse leikkonu, sem var þriðja eiginkona hans, og Anne-Marie, dóttur þeirra. Þegar þau giftust var Harriet um tvítugt en skáldið á sex- tugsaldri og hjónabandið stóð stutt. En barnið tengdi þau saman og bókin byggist á bréf- um sem fóru á milli þeirra þriggja. Þar má sjá að oft lendir dóttirin í eldlínunni milli foreldra sinna þótt bæði elskuðu þau hana heitt. Björn Meidal tók saman en Helga Hilmisdóttir þýðir. Lykill að góðu BÓKMENNTIR: JPV útgáfa hefur gefið út bókina Betra sjálfsmat - Lykillinn að góðu lífi eftir Nathaniel Branden. Hann full- yrðir að allt hið góða í lífi okkar byrji með góðu sjálfsmati því engar skoðanir sem við kunn- um að tileinka okkur eru eins mikilvægar og álitið sem við höfum á okkur sjálfum. Sjálfs- myndin hefur afgerandi áhrif á lífi árangur í vinnu, ástum og foreldra- hlutverkinu. En hvernig öðlumst við góða mynd af okkur? Bókin svarar því á en- faldan og aðgengilegan hátt. Þóra Sigríður Ingólfsdóttir þýddi. Þrungin hamslausum ástríðum LIENE CIRCENE: Túlkun hennar á Ballöðu Liszts var einhver mesta listræna opinberun á íslensku tónleikasviði í háa herrans tíð. DV-mynd E.ÚI. TÓNLISTARGAGNRÝNI Jónas Sen Ungur pfanóleikari frá Lettlandi, Liene Circene, hélt einleikstónleika í Salnum í Kópa- vogi á sunnudagskvöldið. Hófust tónieikarnir á ofurmjúkum hljómum G-dúr sónötunnar op. 78 eftir Schubert og var strax auðheyrt að Circene hafði algert vald á hljóðfærinu. Upp- hafstónarnir voru á mörkum þess að heyrast, en samt fullkomlega mótaðir. Einkennandi fyrir spilamennskuna var gríðarleg styrkleika- breidd, mun meiri en maður á að venjast, allt frá fínlegustu blæbrigðum upp í svo voldugan og kraftmikinn hljóm að maður varð gersam- lega dáleiddur. Auk þess var annað tæknilegt, eins og hratt fingraspil, óaðfmnalegt, en það besta var að þetta var sannur Schubert; hver einasta hending var þrungin óræðri merkingu og var túlkun Circene skáldskapur á háu plani. Þetta var sannur Schubert; hver einasta hending var þrungin óræðri merkingu og var túlkun Circene skáldskap- ur á háu plani. Næst kom Small Night Music eftir sam- landa píanistans, Peteris Vasks, en hann er lítt þekktur hér á landi þótt Sinfóníuhljómsveit ís- lands hafl nýverið flutt verk eftir hann. Small Night Music er ensk þýðing á Eine Kleine Nachtmusik en hér var samt enginn Mozart á ferðinni, ó nei. Tónsmíðin hófst á dularfullum hljómagangi sem var meira en það: Drauga- gangur. Síðan magnaðist upp seiðurinn og há- punktarnir voru yfirgengilegir. Hrollur fór um mann því leikur Circene var stórfenglegur, sama geigvænlega valdið yfir styrkleikabrigð- um og uppbyggingin sannfærandi; hnitmiðuð stígandi upp í mergjaðan hápunkt sem síðan leystist upp í annarlegan söng er fjaraði út f tómið. Heyrðist í lokin eftirlíking hjartsláttar og var það Circene sem plokkaði hann á bassastreng. Ekki var hægt að hugsa sér draugslegri endi. Eftir hlé lék Circene stutt rondó eftir Beet- hoven sem ber hið sérstæða heiti Reiði yfir týndum tíeyringi og var sama snilldin á ferð- inni þar. Að lokum kom Liszt, fýrst Ballaða í h-moll og síðan Venezia e Napoli. Auðvelt væri að skrifa heila grein um túlkun Circene á tónlist meistarans, sem var einhver mesta listræna opinberun á íslensku tónleikasviði í háa herr- ans tíð en því miður leyfir plássið það ekki hér. Ballaðan var svo ótrúlega glæsileg að maður varð gersamlega frávita; uppbyggingin og styrkleikabreiddin slflc að ekki er mögulegt að gera betur. Circene féll aldrei í þá freistingu að sleppa sér of snemma, jafnvel þó tónlistin sé þrungin hamslausum ástríðum strax frá byrj- un, heldur gerði það á hárréttum augnablik- um undir lokin - þegar maður hélt að há- punktarnir væru löngu afstaðnir. Og hvflíkt eldgos sem þá átti sér stað! Samt glataði Circene aldrei stjórninni, leikur hennar var ávallt skýr, en einmitt þess vegna var áhrifa- máttur túlkuninnar svona mikill. Sama var uppi á teningnum í hinu verkinu eftir Liszt og ég vil því taka undir það sem einn tónleikagestur sagði á leiðinni út: Þetta voru geðveikir tónleikar. Ég æda rétt að vona að Circene komi hingað aftur til tónleikahalds og gaman væri að heyra hana sem einleikara með Sinfóníuhljómsveit íslands. Hún er einhver besti píanóleikari sem hér hefur komið fram. SUÐURGATA í REYKJAVÍK: Magnús Ólafsson tók myndina (1910-20). Stúlkurnar sem standa við óhrjálega götuna eru fulltrúar tveggja heima. Önnur er þvottekta íslensk blómarós á peysufötum, hin gæti verið að fara á Ascot-veðreiðarnar í sínum háborgara- lega klæðnaði og með þennan hatt... Enn standa sum húsin vestan megin götunnar en austan megin hafa risið ný hús. Myndin er úr bókinni. Gamla Reykjavík á gersamlega heillandi myndum Magnúsar Ólafssonar í nýrri bók og sýningu „Hann sneri aftur til íslands með hörpu sína - llnsu, bakgrunna og framköllunarramma - og fann upp borg," segir Eiríkur Guðmundsson í grein sinni í nýrri bók um Magnús Ólafsson Ijósmyndara. Yfirlitssýning á verkum hans stenduryfir til 1. des. í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Gróf- arhúsi. Magnús Ólafsson (1862-1937) var einn helsti frumherji í ís- lenskri ljósmyndun. Þó fór hann ekki að læra ljósmyndun fyrr en 1901 en stundaði áður verslunar- störf. Hann var fæddur á Hvoli í Saurbæjarhreppi og var búðar- þjónn í Stykkishólmi, á Búðum og loks á Akranesi þar sem hann fór að fikta við ljósmyndun. Hann nam iðnina í Kaupmannahöfn á tveimur mánuðum 1901 og setti á fót ljósmyndastofu í Reykjavík sama ár. Þessa dirfsku - sem jaðrar við fífldirfsku - undrast Guðmundur Ingólfsson í sinni grein í bókinni og segir: „Nú á tuttugustu og fyrstu öld vekur kjarkur til að um- turna rótgrónum aðstæðum í lífi sínu á svo róttækan máta jafnan aðdáun og virðingu." Magnús var á þessum tíma fjölskyldumaður með sex börn undir fermingu á framfæri sínu. Auk greina Eiríks og Guðmundar í bókinni um Magnús eru birtar þar 108 ljós- myndir hans. Verk Magnúsar, sem eru kjöl- festan í safneign Ljósmyndasafns Reykjavíkur, varpa skýru ljósi á tímabilið frá aldamótunum 1900 og fram undir miðbik 20. aldar. Einkum veita myndir hans fjöl- þætta sýn á höfuðstaðinn á þess- um tíma. Fjöldaframleiðsla ster- eóskópmynda sem hann inn- leiddi inn á fslenskan ljósmynda- markað höfðu víðtæk áhrif á myndsýn þjóðarinnar og nutu líka vinsælda erlendis þar sem þær vöktu athygli á landslagi og náttúrufegurð landsins. Einnig varð Magnús fyrstur íslendinga til að lita stækkaðar ljósmyndir og notaði til þess vatnsliti. Á yfirlitssýningunni eru um 80 ljósmynda Magnúsar sem skipt er í fimm meginflokka: portrett, at- vinnulíf, Reykjavík, landsbyggðin og atburðir. Sýningin er órækur vottur um hversu mikilvægan þátt hann átti í að skapa þá mynd sem við gerum okkur af Reykjavík og íslandi í heild sinni í upphafi 20. aldar. Sýningin er opin kl. 12-19 virka daga og kl. 13-17 um helgar. Frítt inn. h

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.