Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2003, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2003, Side 18
18 SKOÐUN ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 Lesendur Innsendar greinar ■ Lesendabréf Lesendur geta hringt allan sólarhringinn í síma: 550 5035, sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is eða sent bréf til: Lesendasfða DV, Skaftahlfð 24,105 Reykjavfk. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sértil birtingar. Hverju reiðist Gunnar Ólafsson skrifar: Margir furða sig á því hve hún virtist óskaplega reið, hún Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, í ræðu- stól á Alþingi nýlega. Ingibjörg lagði hart og títt að ríkisstjórn- inni vegna „öryrkjadómsins" títt- nefnda. - Sjaldan hefur Ingibjörg sést reiðari í pontu. Orðrómur sem ég heyri um reiði hennar þessa dagana gengur út á það að Ingibjörg? hún vænti ekki lengurfullrar upphefðar í Samfylkingunni, Öss- uri muni takast að víkja svilkonu sinni endanlega til hliðar þar á bæ. Einnig, að nú standi öll spjót á Jóni vini hennar í London, Ólafssyni, sem þýði talsvert af- hroð fýrir hann og fyrirtæki hans, Norðurljós. Þetta allt angri Ingi- björgu Sólrúnu og komi henni í verulegt uppnám. Visir.is - In memoriam Jón Benediktsson skrifar: Óskaplega fer illa í mann hvernig sumir vefmiðlarnir eru orðnir. Margir illa læsilegir vegna mál- farslýta og aðrir óhemju orðljótir í garð einstaklinga. Þeir fara geyst gegn ráðherrum og kalla þá ýmsum ónefnum svo jaðrar við meiðyrði. Þannig er Vísir.is einna illskeyttastur, enda flestir flúnir af þeim vef yfir á aðra, t.d. Málefnin.com og fleiri. Einkum hefur það verið innherji sem kall ar sig GW-Bear sem er orðhákur hinn mesti og til verulegs vansa fyrir vefinn Visir.is. Sífelld buna ókvæðisorða og bölbæna á þekktar persónur eru eitt ógeð- felldasta lesefnið á þessum inn- herjasíðum. Það er skaði því þarna eru annars oft líflegar póli- tískar umræður og gagnlegar. Ófullnægjandi veit- ingaaðstaða í Leifsstöð Jóhanna Björnsdóttir skrifar: Eftir að hafa lesið bréf í DV þann 15. okt. sl. undir fyrirsögninni „Leifsstöð - engar veitingar" og hafa lent í því sama og bréfrit- ari, að geta ekki fengið keypt kaffi eða aðrar veitingar í kaffi- stofu sem augiýst er þó þarna á staðnum, datt mér í hug að senda þessar línur. Ég kom þarna í sumar til að taka á móti móður minni sem var að koma að utan. Þetta var að kvöldi til og mjög margir mættir á staðinn til að taka á móti farþegum sem voru að koma með nokkrum flugvélum á svipuðum tíma. Mér er í fersku minni að fólk gekk þarna fram og aftur á þessu litla svæði sem fólki er ætlað þarna frammi og spurði hvað annað hvers vegna kaffiterían væri ekki opin. Fólk hékk þarna úti við að reykja en sumir keyptu sér gosdrykki úr sjálfsala. Mér finnst ótækt að svona stór og mikil flugstöð skuli ekki bjóða upp á a.m.k. lítið en afmarkað svæði þar sem hægt er að kaupa sér kaffi eða aðrar veitingar, þótt ekki væri nema t.d. samlokur. Maður skilur að þarna er ekki löng viðdvöl gesta VEGABRÉFIN GÓÐU: Þau nýju Ijót og slæm landkynning. Nýju vegabréfin til háðungar Sverrir Jónsson skrifar: Ég hef nú látið endurnýja vega- bréfið mitt. Gamla vegabréfið mitt var gert úr góðu efni og í fallegum dökkbláum lit. Skjaldarmerkið skartaði sínu fegursta í gylltu á þessum fallega djúpbláa lit. Það sá ekki á vegabréfinu eftir langa og mikla notkun og sómi að því hvar sem ég kom í samanburði við vegabréf annarra rikja. f staðinn fyrir þetta gamla góða vegabréf fékk ég hins vegar hálfgert skæni í einhverjum ljótasta bláa Iit sem ég hef séð. Hélt satt að segja að það væri ekki hægt að gera bláa litinn svona ljótan. Efnið í nýja vega- bréfinu er einnig lélegt og eftir eina ferð utan er það orðið krumpað og snjáð. Ég beini þvf til útgefanda vegabréfa að taka þetta til skoðunar og taka aftur upp fal- lega bláa litinn og bæta eftiið í nýju útgáfunni. Maður verður að athlægi á erlendri grundu með þennan „skeinipappír“ sem ég vil kalla. Nýju vegabréfin em til veru- legrar háðungar og einkar slæm landkynning. V© LEIFSSTÖÐ: Með stækkun á flugstöðinni, þar sem aðstaða komumegin verður m.a bætt, er stefnt að því að koma upp veitingarekstri í móttökusal fyrir næsta sumar, segir m.a. (svari framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. sem taka á móti farþegum en nógu löng samt til að ástæða sé til að bjóða farþegum annað og meira en þarna er nú. - Sem sé ekkert. Það hlýtur að vera akk- ur rekstraraðila þessar- ar annars ágætu flug- stöðvar að búa vel að öllum sem þarna koma á svæðið. Oft fer fólk til Keflavíkurflugvall- ar með það eitt í huga að taka á móti farþegum, veit nokkurn veg- inn hvenær viðkomandi flugvél er væntanleg en það kemur líka fyrir að flugvél seinkar frá því sem ráð er fyrir gert og þá lengist dvölin þarna í komusal Leifsstöðvar. Það hlýtur að vera akkur rekstr- araðila þessarar annars ágætu flug- stöðvar að búa vel að öllum sem þarna koma á svæðið. En það er á morgnana, eldsnemma, þegar fólk er að taka á móti farþegum frá Am- eríku, fyrir kl. 7 og svo seint á kvöld- in sem ekki er hægt að fá veitingar í flugstöðinni. Ef þessi kaffitería er mestmegnis ætluð starfsfólki, eins og ég hef heyrt, skýrist málið að hluta til, en nægir ekki almenningi. Þetta ástand verður að lagfæra með einhverju móti. - Öðruvísi stendur Flugstöð Leifs Eirfkssonar ekki undir nafni. f tilefni af bréfi þessu og nokkrum öðrum sem borist hafa um sama efni leitaði Lesendasíða DV eftir umsögn forráðamanna í Leifsstöð um málið. I svari frá Höskuldi Ásgeirssyni, framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf., kemur fram eftirfarandi: „Veitingarekstur íflugstöðinni er rekinn af IGS sem er dótturfélag Icelandair. Veitingaaðstaða fyrir komufarþega er á 2. hœð og er hún opin frá kl. 7 á morgnana til kl. 18.30. Áður var veitingaaðstaða fyr- ir komusvæðið í svokölluðum lauf- skála en ekki reyndist vera rekstrar- grundvöllur fyrir honum. Til að sinna farþegum á komu- svæði er talið eðlilegra að vera með veitingarekstur í móttökusalnum sem er mun nær farþegum en nú- verandi veitingarekstur er. ídageru nokkrir sjálfsalar með veitingum á þessum svæði. Með tilkomu stækk- unar á flugstöðinni, þar sem að- staða komumegin verður m.a bætt, er stefnt að því að koma upp veit- ingarekstri í móttökusal fyrir nœsta sumar. “ Með þessu svari framkvæmda- stjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar verður að telja óþarft að birta fleiri kvörtunarbréf um þetta mál sér- staklega. Örn Jónasson skrifar: Ég leyfi mér að láta í Ijós óá- nægju mína í Ijósi þess hversu seint og illa það gengur fyrir Símann að koma Breiðbandinu til landsmanna. Það sem hér er verið að slægjast eftir er sjón- varpsefni sem þeir einir hafa aðgang að sem eru tengdir Breiðvarpinu. Um Breiðbandið er sent úrvals- sjónvarps- og -útvarpsefni gegn hóflegu gjaldi, en einungis lítill hluti þjóðarinnar hefur aðgang að því þrátt fyrir að það sé hlutverk Símans að sjá öllum landsmönnum fyrir fjarskiptum og fjarskiptateng- ingum. Til að mynda er einungis mögulegt að ná Skjá 2 fyrir þá sem eru með tengingu við umrætt Breiðband. Þetta finnst mér alveg forkastanlegt og sýnir að hvað varðar t.d. móttöku á sjónvarpsefni hér innanlands erum við þriðja heims ríki. Samkvæmt upplýsing- um frá Símanum sjálf- um er gert ráð fyrir að tengja ca 3.000 til 3.500 heimili á ári við Breiðbandið. Það eru um 105.000 heimili í landinu en um 35.000 þeirra eru tengd Breiðbandinu í dag. Sam- kvæmt upplýsingum frá Símanum SÍMINN LEGGUR BREIÐBAND: Verðugt verkefni fyrir helsta keppinautinn, Og Vodafone, að fást við? sjálfum er gert ráð fyrir að tengja ca 3.000 til 3.500 heimili á ári við Breið- bandið, en það þýðir að það tekur ca 20 til 25 ár að tengja þau 70.000 heimili í landinu sem eftir eru. Þar sem ég bý í eldri hluta Mos- fellsbæjar eru skilyrði til móttöku sjónvarpsefnis (og reyndar út- varpsefnis líka) frekar slæm vegna landfræðilegrar legu þess hverfis sem ég bý í, en þarna stendur Ríkis- útvarpið-Sjónvarp ekki nægilega i stykkinu. Eini möguleikinn íyrir mig er að að fá örbylgjuloftnet og kaupa rándýra dagskrá Sýnar. - Hérna hefði tenging við Breið- bandið bætt úr. Mér skilst að til þess að tengja sem flest hús Breiðbandinu þurfi að grafa fyrir köplum að þessum húsum, sem ætti reyndar ekki að vera mikið mál með nútímatækni. Þetta hef ég séð gert erlendis og þar virtist það ekki vera neitt stórmál. Ef það er svo mikið mál að tengja Breiðbandið í sem flest hús hér á landi þá kemur sú spurning auðvit- að upp hvort ekki væri hægt að senda það efni sem fer nú um Breiðbandið á einhvern annan hátt. - Er hér ekki verðugt verkefni fyrir helsta keppinaut Símans, Og Vodafone, að fást við? Breiðband Símans - bara fyrir suma?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.