Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2003, Síða 2
2 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 27. OKTÚBER 2003
OTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: örn Valdimarsson
AÐALRfTSTJÓRI: Óli Björn Kárason
AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jónas Haraldsson
DV: Skaftahlíð 24,105 Rvik, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550
5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýslngar auglys-
ingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000,
fax: 462 5001
Setnlng og umbrot Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endur-
gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl
við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Efni blaðsins
Einstæðri móður allar
bjargir bannaðar
- frétt bls. 4
Landsbankinn tekur 23
milljarða króna lán
- frétt bls. 6
Hefur háð baráttu við
kerfið ítólf ár
-fréttbls. 10-11
Arsenal á toppinn
- DV Sport bls. 29
Þjóðin drekkur ekki
nóg vatn
- Líkami og sál bls. 40
Bíó og sjónvarp
- Tilvera bls. 44-45
Risahárvöndull fannst
í maga 12 ára stúlku
Tólf ára gömul stúlka frá bæn-
um Ciudad Neily á Costa Rica var
um helgina flutt á sjúkrahús í bæn-
um eftir að hafa fengið heiftarleg-
an magaverk.
Eftir nákvæma rannsókn var
ákveðið að skera stúlkuna upp og
kom þá í ljós stærðar hárvöndull í
maga hennar.
Að vonum voru læknarnir furðu
lostnir þegar þeir uppgötvuðu
þennan risavöndul, sem vó um
700 grömm og var um 40 sentf-
metrar íummál.
„Ég ætlaði varla að trúa mínum
eigin augum þegar ég sá vöndul-
inn og að hún skuli ekki hafa orðið
vör við hann fyrr, þar sem hann
fyllti mestallan magann," sagði
Willian Arce skurðlæknir, en eng-
inn virðist hafa gert sér grein fyrir
þeirri áráttu stúlkunnar að éta sitt
eigið hár.
Kjálkabrotinn
VETRI FAGNAÐ: llokárlegs
dansleiks sem hljómsveit Geir-
mundar Valtýssonar heldur í
Hótel Borgarnesi fyrsta vetrar-
dag, þ.e. sl. laugardag, kom til
allumfangsmikilla slagsmála.
Ekki er enn Ijóst hversu margir
tóku þátt í þeim slagsmálum,
en einn maður lá eftir kjálka-
brotinn. Lögreglan í Borgarnesi
var kölluð á staðinn og segir
eftir slagsmál
hún að um miðaldra fólk hafi
verið að ræða, ekki unglinga.
Síðar um nóttina var lögreglan
svo kölluð í heimahús til að
skakka leikinn þar sem sums
staðar kom til ryskinga. Einnig
var kallað út vegna hávaða í
heimahúsum. Þar kom víða við
sögu fólk sem hafði verið á
Geirmundarballinu í Hótel
Borgarnesi.
Dekkjaþjófnaður
KÆRLEIKSSKORTUR: Bíræfni
þjófa á sér oft engin tak-
mörk. Þessi Hyundai Accent
stóð skammt frá Hallgríms-
kirkju á föstudeginum og
einhver í dekkjaþörf hafði
gert sér lítið fyrir og tekið
HYUNDAI: Þessum b(l var ekki
ekið langt fyrr en bætt hafði
verið úr dekkjaskorti.
framdekk undan bílnum.
Það hefur ekki ríkt friður og
kærleiki í huga þjófsins í ná-
lægð guðshússins.
Þeir sem gætu hafa séð til
ferða manna við að skipta
um dekk á þessum stað um
miðja nótt eru beðnir að
hafa samband við lögregl-
una í Reykjavík.
Tólfmanna hópur frá Reykjavíkurborg
Kynnti sér létt-
lestir í Þýskalandi
Tólf manna hópur frá Reykja-
víkurborg var alla síðustu viku í
Þýskalandi að kynna sér létt-
lestir sem rætt hefur verið um
að nota í Reykjavík.
I hópnum var öll samgöngu-
nefnd Reykjavíkurborgar, skipuð
fimm manns, fimm embættismenn
frá skipulags- og byggingarsviði og
umhverfís- og tæknisviði borgar-
innar og loks forstjóri og stjórnar-
formaður Strætó.
Lagt var upp á mánudag og fjórar
borgir í Þýskalandi - af svipaðri
stærðargráðu og höfuðborgar-
svæðið - heimsóttar áður en hóp-
urinn sneri aftur. Eftir því sem DV
kemst næst má gera ráð fyrir að
kostnaður á hvern ferðalang í slíkri
ferð sé á bilinu 150 til 200 þúsund
krónur og ferðin hafi því alls kostað
um það bil 1,8-2,4 milljónir króna.
„Við eigum eftir að
klára skýrslu og grein-
argerð um ferðina og
skrifa niðurstöður,"
segir Árni Þór Sigurðs-
son.
Árni Þór Sigurðsson, formaður
samgöngunefndar, segir að ekki sé
hægt að útlista ávinning af ferðinni
enn sem komið er. „Við eigum eftir
að klára skýrslu og greinargerð um
ferðina og skrifa niðurstöður," seg-
ir Árni en bætir við að iðulega sé
nokkur ávinningur af kynnisferð-
um sem þessum. Hann segir al-
gengt að hver nefnd borgarinnar
fari í eina kynnisferð á kjörtímabili.
Ekki er langt síðan þeirri hug-
STRÆTÓ ENN UM SINN: Um 2 milljónir króna fóru í að senda 12 manna hóp í vikuferð til Þýskalands til þess að kynna sér léttlestir, en
hvað sem líður ávinningi af slikri ferð verður strætó helsta almenningssamgöngutækið enn um sinn.
mynd var varpað fram hvort svo-
kallaðar léttlestir gætu orðið hluti
af almenningssamgöngum í
Reykjavík. Þær eru sumar hverjar
nokkurs konar nútímaútgáfur af
hefðbundnum sporvögnum en
aðrar líkari venjulegum lestum.
Fram hefur komið að það kosti um
einn milljarð króna að leggja hvern
kílómetra í leiðakerfí slíkra lesta.
Ekki hefur komið fram hve um-
fangsmikið slíkt leiðakerfi ætti að
verða hér. olafurissdv.is
Sifjaspellsdómur:
Tveggja ára fangelsi
fyrir brot gagnvart
þremur stúlkum
F.r hægt að finna
týndan draum?
Ásamt vinum sínum
ákveður Eyjadís að
ffeista þess og leitin
snýst upp í mikla
háskaför.
Töffandi saga eftir
Unni Þóru Jökulsdóttur
um hugrakka krakka
og ævintýralegt ferðalag.
Mál og menning
edda.is
Héraðsdómur Suðurlands kvað
á fimmtudag upp dóm yfir
manni sem var gefið að sök að
hafa á tímabilinu 1997 til 2002
haft uppi kynferðislega tilburði
gagnvart þremur ungum stúlk-
um. Var maðurinn fundinn sek-
ur og dæmdur til tveggja ára
fangelsisvistar, auk þess að
greiða fórnarlömbum sínum og
aðstandendum miskabætur.
Foreldrar einnar stúlkunnar til-
kynntu barnaverndarnefnd sumar-
ið 2002 að maðurinn hefði haft í
frammi kynferðislegt athæfi gagn-
vart tólf ára gamalli dóttur þeirra.
Var hann þá meðal annars sakaður
um að hafa þuklað á henni og sagt
við hana mjög ósæmilegar setning-
ar. Síðar sama ár tilkynnti móðir
annarrar stúlku lögreglu að maður-
inn hefði sýnt kynferðislega til-
burði gagnvart dóttur sinni. 1 fram-
haldi af skýrslutökum vegna þess-
ara tveggja mála beindist rannsókn
lögreglu síðar að meintum brotum
hans gagnvart þriðju stúlkunni,
dótturdóttur mannsins.
Ákærði neitaði alla tíð sök í fýrstu
tveimur liðunum en neitaði þó ekki
afdráttarlaust sök gagnvart dóttur-
dóttur sinni. Hann viðurkenndi
meðal annars að hafa strokið lík-
ama hennar en sagði að um dóm-
greindarleysi hefði verið að ræða
og að honum hefði ekki staðið neitt
kynferðislegt til. Hann neitaði hins
vegar alfarið ásökunum um að hafa
látið stúlkuna snerta kynfæri sín
eða að hafa snert kynfæri hennar.
Dómurinn taldi framburð
stúlknanna aftur á móti trúverðug-
an og var maðurinn fundinn sekur
um að hafa brotið gegn þeim öllum
þremur. Þá voru brot ákærða gagn-
vart dótturdóttur sinni talin vera
sérstaklega alvarleg og segir í dómi
að með óviðeigandi hegðun sinni
hafi maðurinn m.a. brugðist trausti
stúlkunnar á mjög viðkvæmum
tíma í lífi hennar. Var hæfileg refs-
ing því talin vera tveggja ára fang-
elsisvist. Einnig var manninum gert
að greiða allan sakarkostnað, um
300 þúsund krónur, auk miskabóta
til aðstandenda brotaþolenda, alls
um 950 þúsund krónur. agust@dv.is