Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2003, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2003, Page 12
12 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 Útlönd Heimurinn í hnotskurn Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson, Erlingur Kristensson Netfang: gube@dv.is, erlingur@dv.is Sími: 550 5829 Burrell vill skamma prinsa BRETLAND: Paul Burrell, fyrr- um bryti Díönu heitinnar prinsessu á Englandi, segist í viðtali við breska ríkissjónvarp- ið BBC myndu vilja segja prins- unum sonum Díönu til synd- anna og að tími sé kominn til að þeir fullorðnist. Burrell hefur valdið miklu upp- námi innan konungsfjölskyld- unnar með bók sinni um Díönu sem kemur í bókabúðir í dag. Prinsarnir Vilhjálmur og Harrý sögðu fyrir helgi að með bókinni væri Burrell að svíkja móður þeirra og sverta minn- ingu hennar. Burrell segir með- al annars frá því að Díana hafi óttast um líf sitt. I viðtalinu segir Burrell að með einu sím- tali hefði verið hægt að fá hann til að hætta við allt. Fogh óhress DANMÖRK: Anders Fogh Rasmussen, forsætsiráðherra Danmerkur, og embættismenn í ráðuneyti hans voru óhressir með Per Stig Moller utanríkis- ráðherra og menn hans þegar Danir gegndu formennsku í ESB. Utanríkisráðuneytið vann þá að friðaráætlun fyrir Mið- Austurlönd án þess að hafa forsætisráðuneytið með. Ekkert látá skæruárásum í Bagdad: Að minnsta kosti 18 létust í morgun Að minnsta kosti átján manns létu lífið og tugir slösuðust þeg- ar þrjár öflugar bílsprengjur sprungu í Bagdad í morgun nálægt byggingu sem alþjóða Rauði krossinn hefur til umráða í miðborginni og utan við tvær lögreglustöðvar. Fyrsta sprengingin varð fyrir utan byggingu Rauða krossins og munu að minnsta kosti tíu manns hafa látist í sprengingunni og allt að flmmtán særst. Að sögn sjónar- votta voru tveir bflar í björtu báli eftir sprenginguna og að sögn ör- yggisvarðar var annar þeirra sjúkrabíll sem nálgast hafði bygg- inguna á miklum hraða og sprung- ið um leið og hann lenti á steinvegg framan við anddyrið. Bandarískir hermenn rýmdu svæðið af ótta við fleiri bflsprengjur en aðeins nokkrum mínútum síðar sprakk önnur í nágrenninu og sagði í óstaðfestum fréttum að hún hefði sprungið utan við lögreglustöð ná- lægt byggingu íraska iðnaðarráðu- neytisins. Að sögn sjónarvotts slös- uðust að minnsta kosti fjórir í sprengingunni en ekki vitað hvort nokkur lét lífið. Þriðja sprengingin varð utan við lögreglustöð í norðurhluta borgar- innar og herma fréttir að að minnsta kosti átta hafi látist. íbúðarhús hrundi Sprengingin, við byggingu Rauða krossins, var svo öflug að hús í nágrenninu hrundi yfir fjölskyldu sem svaf værum blundi og sagði húsmóðirin að tvö börn hennar hefðu slasast. „Við vöknuðum við það að loftið hrundi yfir okkur,“ sagði móðirin. Sprengjuárásirnar í morgun eru gerðar aðeins sólarhring eftir að skæruliðar gerðu flugskeytaárás á Rashid-hótelið í miðborg Bagdad í gærmorgun, á meðal Paul Wolfo- witz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, var staddur þar í þriggja daga heimsókn til fraks, en hótelið hefur verið helsti dvalar- staður bandarísku herstjórnarinn- ar í borginni og því vel gætt af bandarískum hermönnum. Wolfowitz slapp ómeiddur en einn bandarískur herforingi lést auk þess sem sautján aðrir slösuð- ust og þar á meðal ellefu Banda- ríkjamenn. Flugskeytin í kerru Svo virðist sem árásarmennirnir hafi komið akandi á sendibfl með Þríðja sprengingin varð utan við lögreglustöð í norðurhluta borgar- innar og herma fréttir að átta hafi látist. flugskeytin í kerru í eftirdragi og skilið hana eftir í nálægum garði um 400 metra frá hótelbygging- unni. Þaðan hafa þeir svo miðað hótelið út og tengt flugskeytin með tímarofa áður en þeir flúðu af vett- vangi nokkrum mínútum fyrir árás- ina. Martin Dempsey, liðsforingi í Bandaríkjaher, sem fer með stjórn öryggismála í Bagdad, segir að árásin hafi verið vel skipulögð og ólfldegt að henni hafi verið beint gegn Wolfowitz. „Það er engin spurning að hún hefur verið lengi í undirbúningi, kannski í nokkra mánuði og því ólíklegt að henni hafi sérstaklega verið beint gegn Wolfowitz," sagði Dempsey og bætti við að ætlunin hafi frekar verið að veikja tiltrú fólks á aukinni öryggisgæslu. „Þeir virðast hafa nýtt sér það að næturútgöngubanninu í borginni var aflétt um helgina í upphafi föstumánaðar múslíma, Ramadan. Tímasetningin kemur því kannski ekki á óvart en það þýðir ekki að gefið hafi verið eftir hvað varðar öryggisgæsluna. Hún hefur verið efld til mikilla muna," sagði Dempsey. Wolfowitz virtist sleginn Paul Wolfowitz virtist sleginn þegar hann ræddi við fréttamenn eftir árásina í gær en sagði að hún hefði engin áhrif á áætlanir Banda- ríkjamanna um uppbygginguna í frak. „Við látum ekki kúga okkur til uppgjafar og þessum hryðjuverka- mönnum mun aldrei takast að stöðva okkur í að ljúka ætlunar- verkinu, sem er að hjálpa írösku þjóðinni að losa sig við þá glæpa- menn sem standa að árásum sem þessari," sagði Wolfowitz. Colin Powell, utanríksráðherra Bandaríkjanna, sagði í sjónvarps- viðtali í gær að hann hefði ekki átt von á svo öflugri andstöðu og að hún stæði svo lengi eftir frelsun íraks. „Við eigum enn í átökum og ég held það hafi aldrei verið ætlun forsetans að gefa neitt eftir. Við eigum langt í land og við munum aldrei stökkva frá borði," sagði Powell. ÖFLUG ÖRYGGISGÆSLA: Öflug öryggis- gæsla kom ekki í veg fyrir árás á Rashid- hótelið í Bagdad í gær. Neyðarástand vegna skógareldanna í Suður-Kaliforníu: Fjórtán látnir og hundruð heimila eru rjúkandi rústir Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjórum sýslum í sunnan- verðri Kaliforníu þar sem skógareldar hafa orðið allt að fjórtán manns að bana og eyðilagt um 600 heimili. Ekki er gert ráð fyrir að ástandið skáni neitt í dag. Eldarnir hafa logað stjórnlaust í tæpa viku og hafa tugþúsundir manna þurft að yfirgefa heimili sín. Þá hefur þurft að loka fjöl- mörgum vegum í ríkinu. „Þetta eru verstu eldarnir sem við höfum þurft að glíma við í Kaliforníu í tíu ár," sagði Gray Davis, fráfarandi ríkisstjóri. Hlýrra verður í veðri í sunnan- verðri Kaliforníu í dag og þurrir hlýir vindar munu ekki gera neitt annað en að breiða eldinn enn EYÐILEGGING: Á sjöunda hundrað heimila hafa brunnið til kaldra kola I skógareldun- um (sunnanverðri Kaliforníu síðustu daga, þar á meðal þetta stóra hús í bænum Ramona.Tugþúsundir hektara eru sviðin jörð eftir eldana. frekar út. Slökkviliðsmenn berjast nú við eldana á tíu mismunandi stöðum í fjórum sýslum í kringum Los Angeles og San Diego. Rúmlega áttatíu þúsund hektarar lands hafa þegar orðið eldinum að bráð. Eyðileggingin sem þegar er orð- in er metin á milljónir dollara. Talað er um að rúmlega þrjátíu þúsund heimili séu í hættu. „Við gerum ráð fyrir að veðrið haldist eins fram f miðja næstu viku," sagði Eric Lamoureux, tals- maður almannavarna. San Diego-sýsla varð verst úti í eldunum f gær. Þar brann mikið land og að minnsta kosti átta manns fórust. Ákveðið hefur verið til öryggis að flytja ruðningsleik, sem átti að fara fram í San Diego í kvöld, til Arizona. Jöfnuðu þrjú hús á Gaza við jörðu ísraelski herinn jafnaði þrjú há- hýsi á Gaza við jörðu með sprengiefni í gær, í hefndar- skyni fyrir mannskæða árás á landtökubyggð gyðinga. Bygg- ingarnar voru í eigu palestínsku heimastjórnarinnar. Hermenn fluttu rúmlega tvö þúsund manns burt úr nærliggj- andi húsum áður en íbúðaturnarn- ir voru sprengdir í tætíur. ísraelar sökuðu harðlínumenn um að hafa skipulagt árás á nærliggjandi byggð gyðinga, þar sem þrír ísraelskir her- menn féllu, úr turnunum. „Ég vona að palestínska heima- stjórnin læri af þessu að leyfa ekki notkun húsakynna sinna til hryðju- verka," sagði ísraelskur herforingi við fréttamann Reuters. Terje Röd-Larsen, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, harmaði eyðileggingu húsanna og sagði (RÚSTUNUM: Palestínskur drengur geng- ur um rústir þriggja háhýsa sem ísraelskir hermenn jöfnuðu við jörðu á Gaza í gær. hana hreint og klárt brot á alþjóða- lögum og reglum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.