Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2003, Side 15
MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 MENNING 75
Fimmburar fæddir
Ritið um aroður
Atburðarými
MYNDLIST: Kl. 12.30 á morgun
verða þrír fulltrúar þverfaglega
samvinnuhópsinsTaking Place,
Brigid Mcleer myndlistarkona,
Helen Stratford arkitekt og
Katie Lloyd Thomas með inn-
legg um atburðarými I LHÍ í
Skipholti 1, stofu 113. Hópur-
inn vinnur á femínískum nót-
um og stendurfyrir uppákom-
um og ráðstefnum.
Galdrar
DAGSKRÁ: Annað kvöld kl. 20
verður vegleg dagskrá tileinkuð
göldrum á Súfistanum, Lauga-
vegi 18. Sigurður Atlason og
Magnús Rafnsson kynna hinar
ýmsu hliðar galdramála á Is-
landi en þeir eru tveir forsvars-
manna Strandagaldurs og
Galdrasýningar á Ströndum.
Bók Magnúsar, Angurgapi,
verður líka kynnt.
BÓKMENNTIR: Nýja barna-
bókin hans Guðjóns Sveins-
sonar heitir Fimmburarnir
hennar Elínóru og segir frá
frændsystkinunum Nonna og
Lillý sem þurfa að taka til
sinna ráða til að bjarga kett-
lingunum hennar Elínóru. Erla
Sigurðardóttir myndlýsir.
Þetta er 23. barnabók Guð-
jóns sem hefur skrifað fyrir ís-
lensk börn
og ung-
linga síðan
1967. Hann
hlaut Vor-
vindaviður-
kenningu
IBBY-sam-
takanna í fýrra fyrir framlag
sitt til íslenskra barnabók-
mennta.
BÓKMENNTIR: Nýtt hefti af
Ritinu -Tímariti Hugvísinda-
stofnunar fjallar um áróður og
eiga aðalgreinarnar þau Álfrún
Gunnlaugsdóttir, Ólafur Páll
Jónsson, Gauti Kristmannsson
og Margrét Jónsdóttir. Meðal
annarra greina er forvitnileg
umfjöllun Þorsteins Þorsteins-
sonar um kvæðið „Myndsálir"
eftir Sigfús Daðason, þýðingar
Gunnars
Harðar-
sonará
þremur
greinum
um heim-
speki og
umfjöllun
Þorgerðar
E. Sigurðardóttur um bækur
Guðrúnar Evu Mínervudóttur.
LEIKLISTARGAGNRÝNI
Silja Aðalsteinsdóttir
í Græna landinu, sem Þjóðleikhúsið frum-
sýndi í Keflavík á laugardagskvöldið, fjallar
Ólafur Haukur Símonarson um viðkvæmt
efni sem kemur mörgum við. Kári Sólmund-
arson (Gunnar Eyjólfsson) var bygginga-
meistari, stoltur höfundur margra húsa og
frumkvöðull í notkun skriðmóta við bygg-
ingu háhýsa. Nú er hann orðinn gamall, og
þegar óttinn við elliglöpin hvolflst yflr hann
reynir hann að halda í minninguna um sín
innihaldsríku manndómsár með því að rifja
upp sitt helsta afrek í setningum sem verða
eins og stef eða leiðarminni í texta verksins.
Kári býr einn, búinn að missa konuna og
flæma frá sér einkadótturina Signýju og dótt-
ursoninn Pál (Björn Thors) með ofstopa.
Hann þolir ekki við í húsi sínu og er fluttur út
í gróðurhúsið sem er áfast því og sem Gretar
Reynisson reisir á sviði Frumleikhússins. Þar
fmnur Lilja (Kristbjörg Kjeld) Kára, falinn
undir sæng á stuttum dívan. Hún er ekki
send honum af djöflinum sjáffum, eins og
karlinn fullyrðir, heldur Reykjavíkurborg, og
á að þrífa í kringum hann. En hún gerir
meira. Með einstakri lífsgleði sinni, geðprýði
og orðheppni gefur hún Kára smám saman
lífsnautnina aftur.
Kári er kunnugleg persóna í verkum Ólafs
Hauks, dæmigert karlrembusvín sem á samt
sínar veiku hliðar. Hann hefur haft mikil völd
sem nú eru þorrin. Hann hefur mergjaðan
orðaforða og verður ekki orðs vant þegar ailt
er með felldu, því átakanfegra er að verða
vitni að því þegar orðin bregðast honum.
Þessa fortíð og þessa nútíð sýnir Gunnar Eyj-
óifsson makalaust vel í túlkun sinni. Svipur
þess sem valdið hefur er skýr en ennþá skýr-
ari og átakanlegri er svipur hjálparleysis og
ótta við óminnið sem breiðist yfir andfit leik-
arans og tæmir augun af skilningi á svip-
stundu.
Kára þekkjum við en persóna Lilju er ný í
verkum Ólafs Hauks og ástæða til að bjóða
hana hjartanlega velkomna. Ólafur eys af
MANSTU EKKl? Kristbjörg Kjeld í hlutverki Lilju hristir upp í minni Kára í líki Gunnars Eyjólfssonar.
brunni skáldgáfu sinnar og kímnigáfu við
sköpun hennar en hér er engin beiskja, bara
hlýja. Kristbjörg átti létt með að holdgera
þessa yndislegu konu á sviðinu, jarðbundna
og hreinskiina, fýndna og brjóstgóða. Saman
eru þau Gunnar fullkomið par þarna í gróð-
urhúsinu og maður gæti setið miklu lengur
og hlustað á þau.
Dóttursonurinn Páll ryðst inn til afa síns úr
heimi fiknar og smáglæpa og minnir Kára
óþægilega á nagandi samviskubitið gagnvart
dótturinni. Björn Thors sýndi afar vel, eink-
um í fyrri heimsókn Páls til afa síns, illa bæld-
an ofstopa unga mannsins þannig að maður
beið bara eftir að hann spryngi.
Við horfum á persónurnar inn um glugga
gróðurhússins og það er auðvitað mjög raun-
sæislegt en þegar á líður fer að þreyta mann
svolítið hvernig gluggakarmarnir klippa leik-
arana í sundur. Tónlistin er ísmeygileg,
stundum óþægileg en alltaf merkingarbær í
samhengi við efniviðinn, og sama gegnir um
markvissa beitingu ljósa.
Þetta er vönduð sýning á vel sömdu og
skemmtilegu leikriti með djúpum undirtóni
og ber aðstandendum öllum og ekki síst leik-
stjóranum fagurt vitni. Keflvíkingar þurfa
endilega að læra að vísa aðkomufólki rétta
leið að Frumleikhúsinu.
Þjóðleikhúsið sýnir I Frumlelkhúsinu, Vesturbraut 17,
Keflavík: Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson.
Tónllst Gunnar Þórðarson. Lýsing: Ásmundur Karlsson.
Búnlngan Gretar Reynisson og Margrét Sigurðardóttir.
Leikmynd: Gretar Reynisson. Leikstjóri: Þórhallur Sig-
urðsson.
Dularfullir tónleikar
TÓNLISTARGAGNRÝNI
JónasSen
Dularfullir tónleikar voru haldnir á Nýja
sviði Borgarleikhússins síðastliðinn laug-
ardag. Þeir voru dularfullir vegna þess að
enga tónleikaskrá var að finna við inn-
ganginn og maður vissi ekkert hvað var á
seyði. Enginn miðavörður aftraði fólki frá
því að svindla sér inn, og var eins og að-
standendum tónleikanna væri nákvæm-
lega sama um hvort nokkur kæmi yfirleitt
að hlusta. Sykursæta röddin sem segir
alltaf í hátölurunum: „Takið eftir, takið eft-
ir: Nú eru að hefjast tónleikar 15:15 raðar-
innar; vinsamlegast gangið í salinn", var
víðs fjarri. Og þegar reykur þyrlaðist upp
fýrir neðan skuggamynd af fugli á grein,
sem varpað var á tjald fyrir ofan Nýja svið,
en enginn hljóðfæraleikari var sjáanlegur,
fékk maður höfnunarkennd.
Einu upplýsingarnar um tónleikana
voru í haustdagskrá 15:15 raðarinnar. Þar
stóð að hér yrði frumflutt eitthvað sem héti
Please make my space noisy af Hilmari
Jenssyni, Kristínu Björk Kristjánsdóttur,
Jóhanni Jóhannssyni, Andrew D’Angelo,
Orra Jónssyni, Ólöfu Arnalds og Sigurði
Halldórssyni. Áður en langt um leið komu
þau fram á sviðið en sáust samt ekki vel,
bæði út af reyknum og einnig vegna myrk-
urs sem var í salnum allan tímann. Aug-
ljóslega var það myndin af fuglinum sem
maður átti að einblína á, þó engin bein
tengsl virtust vera á milli hennar og þess
sem heyrðist.
Reykurinn sem þyrlaðist upp fyrir aftan
hljóðfæraleikarana svo til alla tónleikana
skapaði skringileg áhrif. Manni datt í hug
hasspípa, þó að sjálfsögðu væri aðeins um
reykvél að ræða. Tónlistin var líka ærið
vímukennd, en lengi vel var gerningurinn
aðeins syfjulegt muldur. Undir niðri
kraumaði hrynjandi sem var á mörkum
þess að vera heyranleg, en síðar kom ljóð-
rænni kafli þar sem fiðla og selló voru
áberandi. Eftir það byrjuðu nokkrir hljóð-
færaleikaranna að syngja í lágum hljóðum
og var það verulega annarlegt. Það var eins
og að heyra hóp töfralækna í hassvímu
ákalla ósýnileg máttardýr. Enda var augna-
blikið þegar fuglinn á greininni loksins hóf
sig til flugs (með tilheyrandi hávaða)
magnaður hápunktur, en þá var stemning-
in orðin svo súrrealísk að óljóst var hvar í
veröldinni maður var eiginlega staddur.
Þessi gerningur var alls ekki leiðinlegur.
Mismunandi hljóðfæri blönduðust vel
furðuhljóðunum úr hátölurunum, og auð-
heyrt var að mikil vinna bjó þar að baki.
Hljóðfæraleikurinn var prýðilegur og tals-
verð stemning skapaðist. Varla er hægt að
biðja um meira.
Óg þó: Skorturinn á upplýsingum, sem
fyrr var greint frá, var bagalegur. Einnig
hefði átt að passa innganginn á meðan
verið var að spila, því einhver kona með
barnið sitt valsaði óvart inn undir lokin og
var greinilega að leita að einhverju sem
hún ekki fann. Olli töluverðri truflun er
barnið hennar byrjaði að skríkja á við-
kvæmu augnabliki. En kannski var það
bara ómeðvitað svar við ákallinu sem var
yfirskrift tónleikanna: Please make my
space noisy...