Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2003, Qupperneq 24
40 SKOÐUN MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003
Lesendur
Innsendar greinar ■ Lesendabréf
Lesendur geta hringt allan sólarhringinn í sfma: 550 5035, sent
tölvupóst á netfangið: gra@dv.is eða sent bréf til: Lesendasföa DV,
Skaftahlfð 24,105 Reykjavfk. Lesendur eru hvattir til að senda
mynd af sér til birtingar.
Til vinstri snú!
Ólafur Pálsson skrifan
Útvarpsstjóri virðist hafa komið
við kaunin á þeim sem hafa sig
mjög í frammi við að verja „út-
varpið sitt". Las nýlega að um
90% starfsmanna ríkisfjölmiðl-
anna væru vinstrisinnaðir. Á þó
bágt með að trúa því. Gamla
gufan, a.m.k., er jú talsvert lit-
uð, satt er það, og sumir þættir
flagga oftar en ekki Ijóði og
Verkföll hjá Flugleiðum
lagi eftir „þá bræður" Jónas og
Jón Múla Árnason, jafnvel sem
föstum lið dag hvern.Tilhneig-
ingin er því enn fyrir hendi.
Ekki seinna vænna að koma
með slagorð sem gæti verið
varanlegt fyrir stofnunina. Það
gæti sem best verið það sem
mikið er notað í herþjálfun á
heimsvísu:Til vinstri snú!
Stella hringdi: Ég er ein þeirra
sem hafa áhyggjur af því að
Flugleiðir, þetta eina stóra áætl-
unarflugfélag okkar, leggi senn
upp laupana. Og nú verk-
fallslota sem senn hefst hjá
starfsstéttum innan félagsins.
Fyrst flugvirkjar og síðan á eftir
að semja við flugmenn, flug-
freyjur og fleiri starfsstéttir. Allir
þessir aðilar eru þó ekki á neinu
nástrái hvað laun varðar og
miklu betur launaðir en margir á
hinum almenna vinnumarkaði.
Ég nefni flugfreyjur sem dæmi
en margar þeirra mættu fara að
draga sig í hlé sökum aldurs og
stirðleika í starfi. Hörmung er að
sjá þær sumar baksa i vélunum.
Ég skora á starfsfólk Flugleiða
að endurskoða ósanngjarnar
launakröfur.
Meiri upplýsingar úr stjórnsýslunni
GJALDEYRIR í FORMI DAGPENINGA: Og ekki sakar að allt sé á kostnað hins opinbera!
Halldór Sigurðsson skrifar:
Ég hef verið að velta því fyrir
mér hvers vegna íslenskir fjöl-
miðlar gera ekki meira að því að
birta ýmiss konar upplýsingar
úr stjórnsýslunni, eða kerfinu
eins og við köllum hana nú dag-
lega.
Það nægir engan veginn að birtar
séu ítarlegar fréttir af þingstörfum
og nýjustu reglugerðunum sem
gefnar eru út í kjölfar lagasetningar
eða niðurstöðu hinna ýmsu nefnda
sem settar eru á laggirnar í nánast
öllum málaflokkum. Við eigum líka
kröfu á að fá að fylgjast með öðrum
og oft áhugaverðari málum. Ég
nefni þætti eins og eyðslu ráðu-
neytanna, ýmsar skyndiráðstafanir
sem þau framkvæma, kostnað af
ferðum á vegum ráðuneyta; hvert
ferðast er og hvernig, hve margir
fóru í viðkomandi ferð, um tilgang
hennar og hve miklum dagpening-
um var eytt í ferðinni. Þetta ætti
líka, og ekkert síður, að taka til
stjórnar höfuðborgarinnar.
f gegnum tíðina hafa menn verið
að senda inn bréf eða greinar til
dagblaðanna þar sem gagnrýnt er
hvernig að verki er staðið í stjórn-
sýslunni, og þá er kannski aðallega
átt við kostnaðarhliðina. Það hefur
verið sagt, kannski meira í gamni en
alvöru, að sjaldan sé opinber starfs-
maður í efri lögum stjórnsýslunnar
ánægðari en þegar hann heldur á
farseðli til útlanda í annarri hendi
og dagpeningum í hinni. En ég held
að þetta eigi jafnt við um alla lands-
menn. íslendingar eru ferðaglaðir
að eðlisfari, en vilja líka notfæra sér
þá aðstöðu sem býðst, t.d. í starf-
inu, til að „erinda" utanlands eða
sækja námskeið, svo eitthvað sé
nefnt. Og ekki sakar að allt þetta sé
á kostnað hins opinbera!
En þetta getur orðið dýrt fyrir
þjóðarbúið. Heilbrigðiskerfið situr
t.d. uppi með sérfræðinga í lækna-
stétt og víðar sem hafa sérstaka
„samninga" upp á fríar ferðir til út-
landa á námskeið eða til að
„kynna" sér eitt og annað sem er að
fæðast í þeirra fagi. Það er eins og
rafræn upplýsingatækni á Netinu,
sem fæst í hvaða tölvu sem er, hafi
lítið sem ekkert skorið á utanlands-
ferðir hjá hinu opinbera. Sagt er að
heilu sætaraðirnar í flugvélum
Flugleiða séu seldar til hins opin-
bera dag hvern.
En hvað á að gera? spyr nú ef til
vill einhver. Á að loka landinu? Á að
loka fyrir allar þessar ferðir opin-
berra starfsmanna, stöðva ráð-
herra, ráðuneytisfólk og fylgdarlið
þegar sótt er um hina eða þessa ut-
anlandsferðina - allt í þágu al-
mennings? Þjóðarinnar? Auðvitað
er það ekki hægt, og ekki um það
beðið af neinum. Það á hins vegar
að halda til haga öllum kostnaði og
birta opinberlega fréttir af þessum
og öðrum ferðum sem farnar eru á
vegum ríkisins, borgarinnar og
sveitarfélaga. Birta mánaðarlega
lista í fjölmiðlum yfir útgjöld ráðu-
neytanna og opinberra stofnana,
þ.m.t. dagpeningagreiðslur, til þess
að almenningur geti glöggvað sig á
hvaðan á það stendur veðrið í með-
ferð skattfjárins.
Það er ekki nema einn maður
sem vitað er um, og er hann þó al-
þingismaður, Pétur Blöndal, sem
hefur það að vana að skila inn dag-
peningum þeim sem hann hefur í
vasanum við heimkomu frá út-
löndum. Hefur afhent þá einhv.erri
góðgerðarstofnuninni, t.d. Rauða
krossinum. Segist ekki vera í rónni
með að hafa í vasanum ríkisfé sem
hann hafi ekki þurft á að halda, þvf
hann hafi fengið það ríflega dag-
peninga, auk þess sem t.d. hótel-
kostnaður hafi verið greiddur. Þetta
hefur verið sannreynt af frétta-
manni sem hringdi til Rauða kross-
ins til að fá þetta staðfest.
íslendingar eru ferða-
glaðir að eðlisfari, en
vilja líka notfæra sér þá
aðstöðu sem býðst, t.d.
ístarfinu, til að „er-
inda" utanlands!
Það væri góð tilbreyting að lesa
eða heyra um þessar upplýsingar í
einhverjum fjölmiðlinum, og gæti
orðið fastur liður í úttekt á þessu
sviði. Við eigum rétt á þessum upp-
lýsingum og það á ekki að vera felu-
mál hvernig opinberir starfsmenn
ferðast og hve miklu er eytt til
þeirra ferðalaga. - Það þarf breytt-
an tón og takt í umfjöllun og upp-
lýsingar úr stjórnsýslunni.
Líkami og sál
Þarf vatns-
verð að
hækka?
LÍKAMI 0G SÁL
- Guðjón Bergmann
yoga@gbergmann.ii
Nú er svo komið að fslendingar
drekka að meðaltali 160 lítra af
gosi á hverju ári. Hálfan lítra á
dag fyrir hvern einasta neyt-
anda!
Enginn mælir með gosdrykkju,
nema framleiðendur í gegnum
auglýsingar, en varnaðarorð tann-
lækna, næringarfræðinga, lækna,
Manneldisráðs og annarra sérfræð-
inga falla í grýttan jarðveg, ef
marka má ofangreindar tölur. Fólki
virðist vera tamara að kaupa gos en
að skrúfa frá krananum.
Eftirsótt vara
Heimsástandið er hins vegar
þannig að vatn er mjög eftirsótt
vara. Margir sérfræðingar vilja
halda því fram að stríð framtíðar-
innar verði háð um yfirráð á hrein-
um vatnsbólum. Nú þegar er vatns-
skortur orðinn mjög alvarlegt
vandamál víða um heim. Við hér á
íslandi lifum alls ekki við þetta
vandamál. Þvert á móti er aðgengi
hér kannski einum of mikið. Við
tökum vatninu í það minnsta sem
sjálfsögðum hlut.
Allir drekka vatn í útlöndum
Þegar íslendingar eru staddir er-
lendis passa þeir í flestum tilfellum
alltaf upp á að eiga nóg af vatni í ís-
skápnum. Margir ganga meira að
segja svo langt að geta ekki burstað
tennurnar nema með keyptu
flöskuvatni þar sem vatn úr krön-
um er víða ódrekkandi. Tímabund-
ið þakklæti tekur við þegar heim er
komið en það er fljótt að gleymast
þegar ekki þarf að hugsa um að
kaupa vatnsbirgðirnar.
Hvað er nóg vatn?
Samdóma álit flestra er að 2 lítr-
ar af vatni á dag séu lágmarksdag-
skammtur. Því miður eru allt of fáir
sem uppfylla þennan lágmarks-
dagskammt. Áróður heilbrigðisyf-
irvalda um aukna vatnsdrykkju
VATNSDRYKKJA: Samdóma álit flestra er að 2 lítrar af vatni á dag séu lágmarksdagskammtur. Því miður eru allt of fáir sem uppfylla
þennan lágmarksdagskammt.
gæti haft veruleg áhrif á kostnað í
heilbrigðiskerfmu (sjá nánari upp-
lýsingar á www.watercure.com).
Því verður maður undrandi þegar
fréttamiðlar básúna umræðu um of
Samdóma álit flestra er
að 2 lítrar af vatni á
dag séu lágmarksdag-
skammtur. Því miður
eru allt offáir sem upp-
fylia þennan lágmarks-
dagskammt.
mikla vatnsdrykkju. Einstaka lík-
amsræktarfólk hefur nefnilega
gengið of langt í vatnsdrykkju sinni
og er farið að tapa mikilvægum
næringarefnum með því að drekka
yfir 8 lítra á dag. En þetta er ein-
ungis lítill hópur og áróðurinn ætti
fyrst og fremst að fara fram inni á
líkamsræktarstöðvum en ekki fyrir
allan almenning. Fyrirsögnin eins
og Vatn er hættulegt er misvísandi
og getur komið í veg fyrir að fólk
hefji eðlilega vatnsneyslu dag
hvern.
Ekki þetta þamb, krakki!
Böm vita nákvæmlega hvenær
þau em þyrst og hvenær ekki. Það
ætti aldrei að neita börnum um
vatn. Vissulega má neita þeim um
djús og gos en aldrei um vatn. For-
eldrar eiga það til að banna börn-
um sínum að þamba vegna óþæg-
inda sem hljótast af örum salernis-
ferðum. Börn em miklu næmari á
þorsta en fullorðnir. Of mikil neysla
á næringarsnauðum skyndibita og
sælgæti getur kallað fram mikla
vatnsþörf og þar af leiðandi fleiri
klósettferðir. Miklu nær væri að
hjálpa börnum að breyta um mat-
arræði en að banna þeim að drekka
vatn.
Enginn veit hvað átt hefur...
fyrr en misst hefur. Ég er ansi
hræddur um að meginþorri
íslendinga muni ekki taka við sér í
vatnsneyslu fyrr en vatn verður
orðið aðeins dýrara í innkaupum.
Þá má hins vegar búast við miidum
mótmælum. Við kunnum oft ekki
að meta það sem við fáum fyrir
lítið. Yfirvöld mættu þvf að ósekju
íhuga að hækka verð á vatni,
þjóðinni til heilla, eða hvað?